Alþýðublaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 7. febrúar 1978 9 FMcksstarfiA Prófkjör vegna bæjarstjórnarkosninga á Akureyri Prófkjör um skipan 4 efstu sæta á lista Al- þýðuflokksins til bæjarstjórnarkosninga á Akureyri 1978 fer fram laugardaginn 11. febrúar og sunnudaginn 12. febrúar næstkom- andi. Kjörfundurver.ður frá kl. 14.00 til 19.00 báða dagana. Kjörstaður verður Gránuféiagsgata 4 (J.M.J. húsið). Atkvæðisrétt hafa allir búsettir Akureyringar 18 ára og eldri, sem ekki eru f lokksbundnir í öðrum stjórnmálaflokkum. Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla hefst mánu- daginn 6. febrúar og lýkur föstudaginn 10. febrúar. Fer hún fram að Strandgötu 9, skrif- stofu Alþýðuflokksins, kl. 17.00 til 19.00 dag hvern. Frambjóðendur til prófkjörsins eru: Freyr Ófeigsson, Birkilundi 5, í 1. sæti, Bárður Hall- dórsson, Löngumýri 32, í 1. og 2. sæti, Þorvaldur Jónsson, Grenivöllum 18, í 2. sæti, Magnús Aðalbjörnsson, Akurgerði 7 d, í 2. og 3. sæti, Sævar Frímannsson, Grenivöllum 22, í 3. sæti, Ingvar G. Ingvarsson, Dalsgerði 2a í 4. sæti, Pétur Torfason, Sólvöllum 19, í 4. sæti. Kjósandi merki með krossi við nafn þess frambjóðanda, sem hann velur í hvert sæti. Eigi má á sama kjörseðli kjósa sama mann nema í eitt sæti, þótt hann bjóði sig fram til f leiri sæta. Eigi má kjósa aðra en þá, sem eru í f ramboði. Kjósa ber í öll 4 sætin. Akureyri 23/1 1978 Stjórn Fulltrúaráðs Alþýðuflokksfélaganna á Akureyri isafjörður Prófkjör á vegum Alþýðuflokksfélags isa- fjarðar vegna bæjarstjórnarkosninga i ísa- f jarðarkaupstað 1978. 1) Prófkjör fyrir væntanlegar bæjarstjórnar- kosningar fer fram sunnudaginn 26. febrúar n.k. 2) Framboðsfrestur rennur út þriðjudaginn 14. febrúar. 3) Kosið verður um 1. 2. og 3. sæti framboðs- listans. 4) Kjörgengi til framboðs i prófkjörið hefur hver sá sem fullnægir kjörgengisákvæðum laga um kosningar til sveitarstjórnar og hefur auk þess meðmæli minnst 10 flokks- félaga. 5) Framboðum ber að skila til formanns félagsins eða annarra stjórnarmanna. 6) Niðurstöður próf kjörs eru bindandi hljóti sá frambjóðandi sem kjörinn er minnst 20 af hundraði af kjörfylgi Alþýðuflokksins við síðustu sambærilegar kosningar eða hafi aðeins eitt framboð borist. 7) öllum, sem orðnir eru 18 ára á kjördegi, eiga lögheimili í sveitarfélaginu og ekki eru f lokksbundnir í öðrum stjórnmálaf lokkum er heimil þátttaka í prófkjörinu. 8) Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla fer fram dagana 19. —25. febr. að báðum dögum meðtöldum. Þeir, sem taka vilja þátt í utankjörstaðaratkvæðagreiðslu hafi sam- band við Karitas Pálsdóttur, Hjallavegi 5. I stjórn Alþýðuflokksfélags Isafjarðar Gestur Halldórsson formaður Jens Hjörleifsson Sigurður J. Jóhannsson Karitas Pálsdóttir Snorri Hermannsson Húsavik: Prófkjör Alþýðuflokksfélags Húsavikur vegna bæjarstjórnarkosninga 1978. Ákveðið hefur verið að viðhafa prófkjör um skipan 4 efstu sæta á væntanlegum f ramboðs- lista. Kjörgengi til framboðs í prófkjöri hefur hver sá er fullnægir kjörgengisákvæðum laga um kosningar til sveitarstjórna, og hefur auk þess meðmæli minnst 19 flokksbundinna Al- þýðuf lokksmanna. N Framboð þurfa að berast eigi siðar en 20. febrúar næst komandi til formanns kjör- nefndar, Guðmundar Hákonarsonar, Sólvöll- um 7, Húsavik. Alþýðuflokksfólk Akureyri Munið opið hús kl. 18-19 á mánudögum í Strandgötu 9. Stjórnin Kokkarnir komust ad því fullkeyptu — þegar þeir elduðu ofan í Aleksejev Sterkasti maöur heims var i Kaupmannahöfn á dögunum. Vasi- lij Aleksejev, 36 ára gamall, tvö- faldur ólympiumeistari, áttfaldur heimsmeistari og meö 80 heims- met á bakinu, var aö sjálfsögöu miðpunkturinn á blaðamanna- fundi, sem likamsræktarkliibbur- inn Atlas i Kaupmannahöfn hélt til kynningar á 7 sovéskum lyftingar- mönnum, sem staddir voru þar i borg vegna lyftingarmóts. Aleksejev raðaði hinum 166 kiló- grömmum i sterklegan hæginda- stól, eftir að veikbyggðari stóll hafði gefið sig með tilheyrandi braki og formælingum. Aleksejev var ekkert sérstaklega ræðinn á þessum blaðamannafundi og þegar ljósmyndarar fóru fram á, að hann héldi á félaga sinum Voronin, sem aðeins er 56 kg og 142 cm hrissti hann aðeins hausinn, áhugalaus með öllu. Siðar var Aleksejev spurður hvernig hann gæti snarað 190 kg og jafnhattað 256 kg, svaraði hann: Það leggja nokkrir menn stangir með lóðum á fyrir fram mig og segja svo: Lyftu þessu! — og ég þori ekki annað en að hlýða. Þrátt fyrir, aö Aleksejev sé nú orðinn 36 ára, hefur hann engin áform um að hætta keppni. Hann stefnir á 3. sigur sinn á Ólympiu- leikum 1980 og ætlar sér að halda áfram keppni meðan hann hefur gaman af þvi. Eldhússtarfsmennirnir á hótel- inu, sem lyftingarmennirnir sovézku búa á, hafa komizt að þvi fullkeyptu og skilja nú fjarska vel, hvernig likamsvöxtur Aleksejev hefur orðið eins rikulegur og raun ber vitni. Hann virtist nefnilega fúsari til að nota munninn til áts en ræðuhalda. Morgunmatur Aleksejevs sam- anstendur af eftirfarandi réttum: 1. Einn h'tri af kraftmikilli súpu, rétt svona til að vekja magann af órólegum svefni. 2. Stór skálaf grænu salati, til að koma magasýrunum i gang. 3. Risaskammtur af nautasteik, og nú er maginn og maðurinn reiðubúinn til að éta hinn eiginlega morgunverð, sem er: 4. Heill hamborgarahryggur, með kartöflum, grænum baunum, rauðkáli og brúnni sósu. Þessu var siðan skolað niður meö mann sem langdvalargest á heimili tveim litrum af ávaxtasafa. sinu, þvi guð einn veit hvað hann Það gæti verið nokkuð kostnað- etur i kvöldmat. arsamt að hafa þennan heiðurs- ÞýttogendursagtúrAktuelt. Heyrðu, góði. Hver á svo að verða fyrstur til að reyna timavélina þina? Sjónvarp Þriðjudagur 7. febrúar 18.30 Handknattleikur (L) Úr- slitaleikur heimsmeistara- keppninnar. (Eurovision — Danska sjónvarpið) 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Alþjóðlega skákmótið i Reykjavík (L) 20.45 Kvikmyndaþáttur (L) 1 þessum þætti verður haldiö áfram að kynna myndmálið með dæmum, innlendum og erlendum. Einnig verður fjallaðum islenskar myndir á Kvikmyndahátfö i Reykjavik. Umsjónarmenn Erlendur Sveinsson og Sigurður Sverrir Pálsson. 21.25 Sjónhending Erlendar myndir og málefni. Um- sjónarmaður Sonja Diego. 21.45 Sautján svipmyndir að vori Sovéskur njósna- myndaflokkur. Tólfti og siðasti þáttur. Efni ellefta þáttar: Ket ætlar að komast með lest frá Berlin, en verður að leita hæhs i loft- varnabyrgi. Henni tekst að hringja til Stierlitz og hann kemur til móts við hana. Honum tekst að telja Schellenberg trú um, að hann verði að fara tíl Sviss og taka mál prestsins i sinar hendur. Schellenberg út- vegar honum skilriki til að komast úr landi og honum tekst einnig að fá skilriki fyrir Ket. Meöan landa- mæravörðurinn skoðar skil- riki hennar, hringir siminn. Þýöandi Hallveig Thor- lacius. 22.50 Dagskrárlok Utvarp Þriðjudagur 7. febrúar 12.00 Dagskráin. Tónleikar Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar Viö vinnuna : Tónleikar. 14.30 Málefni aldraðra og sjúkra Umsjónarmaöur Ólafur Geirsson. 15.00 M iðdegistónleikar Ake Olofsson og Sinfóniuhljóm- sveit sænska útvarpsins leika Fantasiu fyrir selló og strengjasveit eftír Hans Ek- lund> Harry Damgaard stjórnar. Columbiusinfónfu- hljómsveitin leikur „Koss álfkonunnar”, ballettmúsik eftir Igor Stravinskyj höf- undur stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veðurfregnir) 16.20 Popp 17.30 Litli barnatiminn Guð- rún Guðlaugsdóttir sér um timann. 17.50 Að tafliGuðmundur Arn- laugsson flytur skákþátt og greinir frá Reykjavikur- mótinu. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttír F'réttaauki. h Til- kynningar. 19.35 Hvað er að gerast i Kam- bódiu? Elin Pálmadóttir blaðamaður flytur erindi. 20.00 Sónata i B-dúr fyrir klarinettu og pianó op. 107 eftir Max Reger. Wendelin Gaertner og Richard Laus leika. 20.30 tJtvarpssagan: „Sagan af Dafnis og Klói” eftir l.ongus Friðrik Þórðarson þýddi. Oskar Halldórsson les (8). 21.00 Kvöldvaka:a. Einsöng- ur: Anna Þórhallsdóttir syngur islenzk lög Gisli Magnússon leikur með á pianó. b. Seljabúskapur i Dölum Einar Kristjánsson fyrrverandi skólastóri á Laugum flytur frásöguþátt. c. Töfraklæðið Ingibjörg Þorgeirsdóttir les þrjú frumort kvæöi d. Skyggni lielga Sveinssonar Gunnar Stefánsson les þátt úr Ey- firzkum sögnum eftir Jónas Rafnar. e. Kórsöngur: Karlakór Reykjavikur syngur lög eftir Sigvalda Kaldalóns. Söngstjóri: Páll P. Pálsson. 22.20 Lestur Passiusálma Hilmar Baldursson guð- fræöinemi les 13. sálm. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. llarmonikulög: Adriano og félagar hans leika. 23.00 A hljóðbergi Undirleik- arinn ófeimni: Gerald Moore spilar og spjallar i annað sinn. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.