Alþýðublaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 7. febrúar 1978 Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. Hekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Einar Sigurös- son. Aösetur ritstjórnar er i Siöumúla 11, simi 81866. Kvöldsimi fréttavaktar: 81976. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftar- og kvartanasimi: 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftaverö 1500krónur á mánuöi og 80 krónur I lausasölu. Skammtímalausnir og eilíft klúður Nú fer væntanlega að sjá fyrir endann á þeim ráðstöfunum, sem ríkis- stjórnin hyggst grípa til í efnahagsmálum. Fæð- ingarhríðirnar eru orðnar langar og hætt er við að tangarfæðingin verði bæði sársaukafull og klúðursleg. Langt er síðan að Ijóst varð að gripa yrði til harkalegra aðgerða, ef draga ætti úr öfugþróun efnahags- og fjármála hér á landi. Þar eð rikis- stjórnin hafði sjálf engar hugmyndir um úrbætur var málið sett í hendur sérfræðinga hennar. Sett var á laggirnar svokölluð verðbólgu- nefnd, sem komið hefur saman af og til og rabbað yfir kaff ibollum. Á sama tíma hafa sérfræðingarn- ir samið nokkrar tillögur eða valkosti, sem rikis- stjórnin á síðan að velja úr. Engar tillögur virðast hafa komið frá ríkis- stjórninni sjálfri. Allur þessi dráttur hef- ur síðan haft þær alvar- legu afleiðingar, að spá- kaupmennskan hefur verið í algleymingi. Gamla gengisfellingar- kapphlaupið hófst fyrir nokkrum vikum og stend- ur enn. Þá þurfti enn einu sinni að grípa til þess hvimleiða úrræðis að stöðva gjaldeyrissölu. Allt eru þetta einkenni stjórnleysis, ráðaleysis, sem svo mjög hefur ein- kennt núverandi ríkis- stjórn. Svo loks þegar ákvarðanir eru teknar er þeim aðeins ætlað að gilda í nokkra mánuði, þ.e. fram yfir kosningar. Ekki verður dregið í efa að við mikinn efna- hagsvanda er að etja. En hann verður ekki leystur á kostnað launþega og með því að brjóta kjara- samninga. Hann verður fyrst og fremst leystur með ríkisstjórn sem stjórnar og fólkið tekur mark á. Langflestir Islendingar eru tilbúnir að fórna miklu til að bæta úr því ófremdarástandi, sem nú ríkir. En það er ekki víst að jafnmargir séu tilbún- ir að taka þátt í einhverj- um skollaleik skamm- tímaráðstafana, þar sem haldið verður áfram að hlífa þeim, sem mest efn- in hafa. Og úrræði stórnarand- stöðunnar eru ekki til að hrópa húrra fyrir. Al- þýðubandalagið hefur lagt fram fávislegar sýndartillögur, sem að engu gagni myndu koma. Þar er á ferðinni full- komlega óábyrgt kosn- ingaplagg. Alþýðuflokkurinn mun nú hins vegar leggja fram ef nahagsmálatil- lögur, sem mikil vinna hefur verið lögð í að undirbúa. Þar er horft til lengri tíma, næstu ára. Og það eru einmitt slíkar tillögur, sem verða að ná fram að ganga, ef ein- hver smá vitglóra á að komast í íslenzk efna- hagsmál. Alþýðuflokkurinn mun á næstu dögum gera grein fyrir þessum tillögum og þá getur almenningur metið og vegið gildi þeirra annars vegar og skammtímalausnir ríkis- stjórnarinnar og sýndar- mennsku og kosninga- plagg Alþýðubandalags- ins hins vegar. Það er stjórnleysi nú- verandi ríkisst jórnar, sem veldur því, að stöð- ugt er verið að beita smá- skammtalækningum í ís- lenzku ef nahagslíf i. Stefnuna skortir. —AG. UR VMSUM Hvað eru mennirnir að heimta? Sú saga er sögö frá Sviþjóð að þá er þar i landi var háð barátta fyrir þingræði og almennum kosningarétti gegn afturhalds- sömu konungsvaldi hafi eftir- farandi dæmi um svinaeigendur verið tekið til þess að benda á óréttlæti fjárbundins kosninga- réttar. Þá, skömmu eftir siðustu aldamót, miðaðist kosninga- réttur manna og sá fjöldi atkvæða er þeir höfðu yfir að ráða við efnahagslega getu þeirra. Svinaeigendur höfðu löngum verið vel fjáðir og þvi þungir á metaskálum „lýðræð- isins”, en nú brá svo við að svinapest kom upp i landinu og féllu svin umvörpum. Margir svinaeigendur stóðu þvi uppi slyppir og snauðir jafnt af auði sem atkvæðum. Þetta atvik er vitnaði svo snilldarlega um fár- ánleika fjárbundins kosninga- réttar fékk lýðræðissinna til þess að varpa fram þeirri ein- földu spurningu hvort það væri nú fólkið i landinu eða svinin svinaeigandanna er kysu þing og rikisstjórn. Allavega virtist sem svinin vægju þyngra á met- um en sauðsvartur almúginn, ekki atkvæðisbær. Þessi saga hvarflaði ósjálf- rátt að mér þegar ég las hjálagða klausu i Visi i gær þar sem hún leyndist fyrirferðarlitil á 20. siðu. Það er ekki að sökum að spyrja alltaf eru menn að heimta eitthvað og núna eru sumir hverjir meira að segja að heimta meira lýðræði, en sú frekja. Það hefur vissulega ekki verið tekið út með sældinni að fá leiðrétt það óréttlæti er frá upp- hafi hefur rikt hvað varðar kostningarétt til þings, og fyrr- Heimta fleiri þingmenn fyrii Reykjanes Sveitarstjórnamenn i Reykja neskjördæmi hafa skorað á a! þingi og rikisstjórn að sjá svo uir að „knýjandi og sanngjarna endurbætur” á þingmannafjöld; kjördæmisins verði lögfesta áður en þingið lýkur störfum nú vor. Þetta var samþykkt samhljóð á aðaifundi Samtaka sveitar féiagá' Reykjaneskjördæmi ei hann var haidinn nv um, sveitarstjórna. Eitt sinn kom jafnvel fram sú hugmynd að Reykjvikingar stofnuðu fririki til þess að losa sig undan ægivaldi framsóknarbænda. En i gegnum tímans rás hafa þó ýmsir áfangasigrar unnizt þótt æðilangt sé nú siðan sá siðasti vannst eða 20 ár á þessu ári. Enn búa landsmenn við órétt hvaðviðkemurmöguleika hvers einstaklings til þess að hafa áhrif á stjórn landsins með atkvæði sinu. Grundvallarrétti, lýðræðis er ekki gefinn gaumur þ.e. einn maöur eitt atkvæði. Það er einfaldlega þsssi réttur sem sveitarstjórnarmenn i Reykjaneskjördæmi eru að fara fram á að sé virtur. Hvernig má það vera i svokölluðu lýð- ræðisriki að einn maður hafi atkvæðisrétt, er vegur allt að fimm sinnum meira á vogar- skálum „lýðræðisins”, en atkvæðisréttur annars manns? Og að þetta sé bundið við búsetu viðkomandi. Staðfest i stjórnar- skránni o.s.frv. Hér er vissulega um að ræða mál, er ekki snertir eingöngu grundvallarrétt lýðræðisins, heldur og almenna manngildis- hugsjón. Hvernig tilfinning er það annars Reyknesingar og ekki siður Reykvikingar að finna sig metinn allt að fimm sinnum minna að verðleikum i komandi kosningum en ýmsir aðrir landsmenn? Þetta er vissulega ástand sem ekki verð- ur við unað til lengdar ætlum við að búa i lýðræðisþjóðfélagi. Þvi hlýtur krafan að vera: einn maður, eitt atkvæði. J.A. Lodnuaflinn fór yfir 81000 tonn um helgina Samkvæmt skýrslum Fiskifélags Islands er vitað um 58 skip, er fengið höfðu afla s.l. laugardagskvöld. Vikuaflinn var samtals 34.705 lestir og heildaraflinn frá byrjun vertiðar samtals 81.498 lest- ir. A sama tima i fyrra var heildaraflinn samtals 149.060 lestir og þá höfðu 69 skip fengið einhvern afla. Aflahæstu skipin i vikulokin voru: 1. ÖrnKE 13 40491estir 2. Gisli Árni RE 375 3942lestir 3. Börkur NK 122 3732lestir 4. Pétur Jónsson RE 69 32131estir 5. Grindvikingur GK 606 3125 « Loðnu hefur verið landað á 10 stöðum auk bræðsluskipsins Nor- global ogmesluhefurverið landað á Siglufirði, samtals 27.810 lestum og Raufarhöfn 18.434 lestum. Vilja fbúar Egilstada verða kaupstaðabúar I ráði er að fram fari almenn skoðanakönnun meðal Egilstaða- búa, 18 ára og eldri, um það hvort æskja beri kaupstaðaréttinda til handa Egilstaðakauptúni, Egil- staðahreppi. Er þetta i samræmi við tillögu sem samþykkt var i hreppsnefnd Egilstaðahrepps 17. janúar sl. Skoðanakönnun sú er að framan greinir skal fara fram eigi siðar en 20. marz n.k. Verði úrslit henn- ar á þann veg, að ibúar hreppsins, eða meirihluti þeirra, lýsi sig fylgjandi hugmyndinni um kaup- staðarréttindi, verður þingmönn- um kjördæmisins falið að bera það erindi upp á Alþingi. Verði tillagan um kaupstaða- réttindi hins vegar felld, verður óskað eftir þvi við sýslunefnd Suður-Múlasýslu að hreppsnefnd- armönnum Egilstaðahrepps verði fjölgað úr fimm i sjö. — ES

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.