Alþýðublaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 6
Þriðjudagur 7. febrúar 1978 6 a—»—w—hwimi"—imi——■*■ 84 trúbodar reknir frá Brazilíu Grunaðir um ad vera í tengslum viö CIA 84 trúboðar frá Trú- boðshreyf ingunni SIL svonefndu hafa fengið skipun um að yfirgefa Brazilíu. Brazilíski ráðherrann Rangel Reis hefur lýst því yfir, að samtök um málefni indíána/ sem starfa á vegum stjórnar- innar og nefnast FUNAI, hafi ákveðið að inna sjálf af hendi alla starfsemi, sem fram fer meðal indiánanna i Amazon- frumskóginum. Trúboðarnir höfðu unn- ið að rannsókn á mállýzk- um indiánanna að undan- förnu og annast lítils háttar kennslu. Þá kom upp kvittur um, að þeir hefðu tekið jarðsýnishorn úr landsvæðum indíána og sent þau til amerísku olíufélaganna. Fregnir um, að SIL sé ekki ýkja fjarskyld CIA hafa feng- ið byr undir báða vængi. Þetta eru þó ekki or- sakirnar fyrir brott- rekstri trúboðanna frá Brasilíu. Þær eru, að málmrannsóknirnar hafa borið harla litinn árang- ur, nema þann að hafa sterk trúarleg áhrif á indíánana. An eftirlits. Því hefur formaður FUNAI, Ismarth de Araujo Oliveira tilkynnt yfirboðurum trúboðanna, að brasiliska stjórnin kæri sig lítið um að um 30 trú- boðabúðir séu starf- ræktar á Amazon svæð- inu, án aðhalds stjórnar- innar. Forstjóri SIL, Steven Sheldon, hefur neitað því eindregið, að hreyfingin sé í einhverjum tengslum við CIA.wEf einhver með- limanna hefði einhver af- skipti af CIA og slíkt vitn- aðist, yrði hann umsvifa- laust rekinn" segir hann. En þrátt fyrir stór orð og fögur fyrirheit hefur einn trúboðanna, Peter Kingston viðurkennt að rannsókn hafi farið fram á jarðvegssýnishornum. Þetta haf i þó aðeins verið gert i þágu landbúnaðar- ins. Hann segir enn frem- ur, að starfsemi SIL geti vel verið grunsamleg í augum þeirra er ekkert þekki til, en stofnunin hafi alls ekki gert nauð- synlegar ráðstafanir til að kynna starfsaðferðir sínar eins og nauðsyn bæri til. — Senditækin okkar og f lugvélar, sem lent geta á litlum brautum, er einasti tæknibúnaðurinn sem við n.otum, segir Kingston, og þeir i FUNAL hafa einnig aðgang að honum. Vonast forsvarsmenn SIL til að einhver dráttur verði á, að brottrekstur- inn komi til fram- kvæmda, eins og gerðist á dögunum i Perú og Kolumbiu. Eða eins og einn trúboðanna sagði: „Viðerum uggandi vegna framtiðar indíánanna, nú þegar okkur er ekki leng- ur leyft að hjálpa". Trúboðarnir út- rýma indíánum — í Guðsnafni Sagt frá heimsókn sænsks blaðamanns í adalstöd trúboðanna í Equador Plast-fatan varft samferða trúboðunum til Amazonfrumskógarins. Hvort aðstoð hennar við matvælaöflun er þung á metunum skal ósagt látið. Trúboðarnir starfa allir á vegum stofnunar, sem nefnist SIL (The Summer Institut of Linguistics). Er það mál manna, að hún sé i tengslum við CIA og beiti sér betur fyrir þvi, að taka jarðvegssýnishorn, og senda banda- riskum oliukóngum — en að upp fræða indián- ana. Enn hefur ekki verið sannað, að SIL trúboð- amir starfi á snærum CIA, en það er stað- reynd, að trúboðarnir i Amazon frumskóginum útrýma indiánunum þar með þvi að taka frá þeim menningu þeirra og upprunalegan lífs- máta. Eftir er aðeins ,,menningarlegt, kristið liferni" í sárafátækt. Og þá er leið amerisku oliu- kónganna að auðæfum landsins greið. Þegar flogiö er yfir Equador, breiðir Amazon-skógurinn úr sér yfir geysistórt landflæmi. Þar, nánar tiltekið i Limoncocha, eru aðalstöövar amerisku trúboös- stöðvarinnar SIL (The Summer Institute of Linguistics). Stofnunin starfar einkum aö málarannsóknum, eins og nafnið bendir til, alla vega eru slikar rannsóknir höfuðverkefni hennar á pappirunum. Þær eru fram- kvæmdar á þann veg, að „vis- indamennirnir” koma sér i kynni við ættbálka, sem tala mállýzku- afbrigði, sem aldrei hafa verið skráð. Þeir læra þessar mállýzk- ur,skrá þær, og þýða siðan Bibli- una á viðkomandi mál. Þetta siðastnefnda er reyndar aðaldriffjöðrin í starfsemi trú- boöanna. Allir menn eiga rétt á að heyra boöskap kristinnar trúar, iafnvel þótt þeir hafi aldrei beWð um það. Starfsmönnum SIL hefur einnig heppnast að sannfæra ótrúlega marga um réttmæti þessarar hugmyndafræði. Á vegum stofnunarinnar starfa nú trúboðar i meir en 30 löndum, sem öll eiga það sameiginlegt að þar búa minni hluta hópar, sem tala önnur tungumál en meiri hlutinn. Yfirvöld hafa látið þá ósk i ljósi, að minni hluta hóparnir gætu sameinast. Og það er ein- mitt á þessu stigi málsins sem SIL hefur boðið fram aðstoð si'na. Starfsáætlunin er, aö byrja á þvi að læra málið, þvi næst að kynna boðskap kristinnar trúar og loks að koma á fót skólum, svo börnin geti lært þjóðmálið. Krefjast athafnafrelsis i staðinn. En stofnunin hefur krafist nokkurra launa fyrir starf sitt. Þau eru, að trúboðarnir hafi ótak- markað athafnafrelsi, án þess að nokkur sé með nefið niður i þvi sem þeir taka sér fyrir hendur. Trúboðsstöðvarnar eru ætið reist- ar á afskekktum stöðum og öllum ókunnugum er stranglega bann- aður aðgangur. t Equador er trúboðsstöðin t.d. á s vo einangruðum stað, að þang- að komast engir nema i flugvél- um eða smábátum SIL. Tekur slikt ferðalag marga daga. Aginn er mjög harður og mikil nákvæmni i allri stjórn. Sem dæmi má nefna, að gestir fá aldrei að stiga fæti inn i Limoncocha-stöðina nema þeir hafi gengið i gegnum mjög nákvæma rannsókn sem tekur nokkra daga. Móttökurnar eru vingjarnlegar en einnig fremur tortryggilegar. Það yfirskyggir þó ekki undrunina við að sjá stöð- ina, — sem gæti allt eins verið lit- ið þorp i vesturhluta Bandarikj- anna. Þar gefur að lita stór einbýlis- hús, i draumaumhverfi eins og Siðvætt, kristið liferni I sára- fátækt. Þaö er helzti árangur starfs trúboðanna. þau gerast bezt i ævintýrunum. Görðunum ervel við haldið og út- sýnið yfir hafið er stórfenglegt. Ameriska er eingöngu töluð, sem er i sjálfu sér ekki undarlegt þar sem amerikanar eru eina fólkið sem býr þarna. Það eru sem sagt um 25 ameriskar fjölskyldur sem búa i stöðinni, og lifa ákaflega svipuðu lifi og tiðkast i Bandarikjunum. Hér er uppþvottavél á hverju heimili, isskápur, auk þess sem þvottahús, skóli, kirkja og mat- vöruverzlun eru á staðnum. Hér vantar ekkert — nema sjónvarp. Þjónustufólkið, sem stjanar við trúboðana, er indiánar. I Banda- rikjunum hefðu svertingjar verið notaðir, til slikra starfa. Vinna án launa. Allirþeir, er þarnaerubúsettir, eru svokallaðir sjálfboðaliðar, þ.e.a.s. þeir fá engin laun fyrir vinnu sina. Framfærsla þeirra kemur frá ýmsum góðgerðar- stofnunum, sem eru starfræktar á vegum fjölmargra mótmælenda- kirkna i Bandaríkjunum. SIL hefur verið i Equador um áratuga skeið og starfað þar með miklum árangri, þvi aðeins örfáir indiánar hafa komist hjá þvi að meðtaka boðskapinn. Frá aðalstöð- inni i Limoncocha er starf- seminni stjórnaðá fjöldamörgum stöðum i Amazonfrumskóginum. í þvi augnmiði hefur SIL komið á fót litlum trúboðsstöðvum viðs vegar um skóginn. Viðallastað- ina hafa verið lagðar flugbrautir — nógu stórar til að fjögurra sæta vélarnar i aðalstöðvunum geti lent þar. útvarpssendingar eru einnig notaðar til að halda uppi sambandi milli stöðvanna. Ctvarpsstöðin er ein mesta og mikilvægasta byggingin i Limoncocha. Nábúar trúboðanna. 1 nágrenni aðalstöðvarinnar búa allnokkrir quichuaindiánar. Húsakynni þeirra eru afar hrör- leg, vinnubrögð eru frumstæð og afkoman mjög slæm. Þessir voru meðal hinna fyrstu er tóku kristna trú. Margir þeirra voru færðir til Limoncocha, íil að hjálpa trúboðunum við mála- rannsóknirnar og aðstoða þá við að komast i samband við aðra ættbálka. Þannig voru lifsskilyrði þeirra eyðilögö með öllu. Nú er orðið of seint fyrir þá að snúa aftur til fyrri lifnaðarhátta. Þeir verða að láta sér nægja illa launuð snatt-störf hjá hvitu stór- bændunum, sem hafa fyrir löngu misst allan áhuga á þeim. Samvinna við oliufélög- in. Oliufélögin hafa um margra ára skeið verið meðal þeirra sem hafa gengið hvað næst indiánun- um. I Equador hefur SIL meðal annars starfað mjög mikið i þágu Gulf og Texaco, einkum hefur verið lögð áherzla á að auðvelda oliuboranir eins og auðið er. Er það m.a. gert með þvi, að fjar- lægja indiánana frá þeim stöðum, sem skululagðir undir oliuleitina. Og forsprakkar SIL segja stolt- ir frá vinnubrögðum sinum: Þeg- ar oliufélögin fóru að láta I sér heyra, flugum við yfir Auca-þorp- in og sögðum indlánunum að þeir yröuað f lytja sig af landssvæöum oliufélaganna. Kristinn indiáni af ættbálki þeirra hafði orð fyrir okkur og talaöi .til manna sinna i gegnum stóran hátalara sem við höfðum meðferðis. Þegar indiánarnir höfðu flutzt brott, gerðum við oliufélögunum viðvart. Þessi nána samvinna gerði það að verkum, að ekki einn einasti dagur fór til spillis — svo er Guði fyrir að þakka! Framhald á bls. 10

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.