Alþýðublaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 7
jjjjjjj1' Þriðjudagur 7. febrúar 1978 7 Neyðarkall vegna barna Sameinuðu þjóðirnar munu innan skamms beita sér fyrir herferð til barnaverndar. Viða um heim er ill meðferð á börnum daglegt brauð. Talið er, að hundraðasta hvert barn, sem fæðist nú á timum geti búizt við illri meðferð í bernsku af hendi foreldra eða annarra, sem ábyrgð ber á menntun þess eða eftirliti með því. Sérfræðingar halda því jafnvel fram, að 1% sé mun lægri hundraðshluti en eðlilegt væri að miða við, því grimmdarlegum aðferðum sé beitt í miklu meira mæli en utanaðkomandi verða varir við. Evrópuráðið i Strassbourg er nú að gera áætlun um herferð til að staðla löggjöf gegn illri meðferð barna og hraða rannsóknum á þessu sviði. Hér birtast tvær greinar, sem Rolf SpitzhUttl hef- ur ritað fyrir Evrópuráðið um þessi mál: Neyðarkall 1. Fá afbrot orka eins illa á menn og er jafn erfitt að skilgreina eins og slæm meðferð á börnum. Ekki er nema öld liðin siðan farið var að rannsaka misþyrmingar á börnum og vanrækslu þeirra á visindalegan hátt og aðeins síð- ustu tvær kynslóðir hafa getað látiðhegna að lögum fyrir vonsku i garð hjálparsnauðustu þegna þjóðfélagsins. Evrópuráðið i Strassborg hyggst koma á sam- ræmingu viðtækra rannsókna á þessu sviði, sem framkvæmdar hafa verið i aðildarrikjunum nitj- án siðustu þrjá áratugina. Ráð- herranefndin kann að gefa út ályktun um þetta efni i byrjun næsta árs. Eitt helsta markmiðiö, sem stefnt er að með þessum að- gerðum, er að brjóta á bak aftur sálfræðilega tilhneigingu til að synja viðurkenningar á þvi hve alvarlegt vandamál ill meðferð barna er. Þvi miður er það svo að töl- fræöilegar upplýsingar um vonsku i garð barna sýna mun dekkri mynd en við mætti búast. 1 Bretlandi og Bandarikjunum telja félagsfræðingar ekki of mik- ið sagt að 1% barna hljóti illa meðferð, séu vanrækt eöa svipt væntumþykju. Raunar telja sum- ir þeirra að 4 — 7% barna innan tólf ára aldurs megi búast við slæmri meðferö af og til. Þar sem skýrslur ná til i Bretlandi er ætlað að um 20% brotlegra foreldra eöa umráðamanna barna fremji end- urtekin brot á þessu sviði. Við eft- irgrennslun hefur jafnvel komið i ljós að 72 — 98% þeirra, sem farið hafa illa með fyrsta barn, hafa einnig gerst brotlegir gegn siðari börnum sinum. Samkvæmt töl- fræðilegum upplýsingum teljast dauðsföll eftir illa meðferð milli 6 og 28%. Einnig eru efasemdir varðandi þessar tölur i sambandi við þann fjölda barna, sem deyja af óþekktum eða dularfullum or- sökum eða af svonefndum slys- förum. Fréttagildi sérstaklega óhugn- anlegra tilfella gerir það venju- lega að verkum, að almenningur krefst aukinna afskipta hins opin- bera. En almenningur vill ógjarnan eiga frumkvæðið og takmarkar sú afstaöa möguleika stjórnvalda á að gripa til að- .gerða. Þyrfti þvi frekar að koma til aukin ábyrgð af hálfu samfé- lagsins, þ.e. einstaklinga og þá sérstaklega nágranna. Fjölmiðlar eru veigamikill þáttur samfélagsins i þessu sam- bandi. Uppeldisfræðingar, sál- fræðingar og félagsfræðingar leita eftir aðstoð fréttablaða, hljóövarps og sjónvarps i barátt- unni gegn misnotkun foreldra- valds. En þvi miður er það svo að i stað þess að upplýsa almenning og leggja áherslu á hætturnar, sem vekja ættu athygli, leitast fjölmiðlar við að nýta fréttagildi grimmdarinnar i stórfyrirsögn- um. Þeimertamt að ganga fram af lesendum, en ala siðan upp af- skiptaleysi og sjálfsánægju, þannig aö fólk láti sér nægja að segja að slikt komi ekki fyrir á þess vegum. Sú staöreynd að mis- notkun foreldravalds og ofbeldi i garð barna er mun algengara en fregnir fara af gerir það gjarnan að verkum að fólk lætur sér fátt um finnast og lokar augunum fyr- ir veruleikanum. Þannig er ekki eingöngu leitað aðstoðar fjölmiðla, sem dreifa upplýsingunum, heldur einnig einstaklinga. Eins og er verður að játa að beiðni uppeldisfræðinga um aðstoð almennings ætlar sist að gefa góða raun. Jafnvel þótt tryggt sé að trúnaöur sé hvergi brotinn hikar almenningur við að veita yfirvöldum upplýsingar, enda telur fólk mál þessi sér óvið- komandi, en það leiöir aftur til Slæm meðferð barna Afbrot hinna ó- hamingjusömu aðgerðaleysis. Þannig er liðandi barni synjað um aðstoð með þvi menn vilja ekki vitna gegn ná- grönnum sinum og ennfremur er ætluð andstaða borgaranna gegn rikisvaldinu mikilsvert atriði. Loks eru til þeir menn, sem jafna uppeldisaðgerðum við aga og jafnvel likamlega refsingu og segja að flenging hafi ekki skaðað þá sjálfa á yngri árum. Sýnir það að vandamálið varðandi misnotk- un foreldravalds er ekki bundið við neina sérstaka stétt. Aftur á móti eru einnig tilfelli þar sem uppeldisaðferðir jafngilda van- rækslu og nágrannarnir halda að sér höndum með þvi þeir telja að uppeldi barna sé málefni foreldr- anna einna saman. Einn tilgangur ályktunar Evrópuráðsins er að skora á að- ildarrikin að endurskoða löggjöf- ina i ljósi niðurstaða siðustu rannsókna til að ákvarða hvort ákvæðin um réttindi foreidra þaifnist ekki breytinga þannig að tryggja megi vernd barnanna, sem ekki ætti að takmarka við af- skipti yfirvalda af sönnuðum brotamálum. Stjórnvöld ættu að athuga hvað gera má til að upp- lýsa almenning og bæta úr að- gerðum á sviði þessarar samfé- lagslegu plágu. Enn má gera margt til að fyrirbyggja ógæfuna, en i þvi sambandi getur rikisvald- ið gert betur með þvi að auka að- stoð við fjölskyldur, sem eru á hættumörkunum. Hlutverk stjórnvalda er ekki að hafa i hótunum og finna að, held- ur aö rétta fram hjálparhönd þeg- ar heilum fjölskyldum eða ein- stökum fjölskyldumeðlimum er hætta búin i sambandi við slæma meðferð. Athugun félagsmálaráðunauta Evrópuráðsins leiddi i ljós, að ti- unda hvert foreldri, sem gerst hafði sekt um illa meðferð barna, var andlega sjúkt, 10 — 15% leið af ólæknandi geðvillu, en mikill meirihluti eða um 75%, var ein- ungis óhamingjusamt fólk. Heimavistun barna Hvemig á að leysa vandann? Heimavistun 1. Strassborg — „Eftir skilnað foreldranna bjó kærður á ýmsum heimilum i áratug.” Þetta er jafnan viökvæðið i réttarsölum þegar fjallaö er um mál ung- menna og leitast við að skýra or- sakir afbrota þeirra. Sorglegt er hversu oft er um aö kenna áfengi, ávana- og fikniefnum og hjóna- skilnaöi. Aö beiðni Evrópuráösins hafa sérfræöingar frá Norður- löndum, Frakklandi og Bretlandi rannsakað vandamál i sambandi við að koma börnum og ungling- um fyrir á opinberum heimilum og hjá fósturforeldrum. Tak- markiö er að setja leiðbeinandi reglur um afgreiðslu sh'kra mála i aðildarrikjunum nitján. Þótt til séu tölfræðilegar upp- lýsingar um börn, sem vistuö eru á opinberum heimilum eöa hjá fósturforeldrum i hinum ýmsu aðildarrikjum Evrópuráðsins er þvi svo farið að samanburði verð- ur ekki við komiö með þvi mat vandamálsins er mjög mismun- andi. Þannig sýna tölur t.d. að i Austurriki búa nær 15% barna ut- an heimila foreldra sinna, en ekki nema 1% i Tyrklandi. Meö þvi skortur er á samhæföum upplýs- ingum er ekki hægt að komast aö raun um aö hve miklu leyti að- gerðir einstaklinga bæta fyrir skort á almennri félagslegri þjón- ustu eða hvort svo litur út að ekki þurfi aö koma börnum fyrir. Allt um það er vandamálið fyrir hendi og viðast hvar er það sem vítahringur. Þróunarstigin eru vistún á heimili á unga aldri, ótimabært hjónaband, skulda- söfnun, áfengisvandamál og næsta óhjákvæmilegur skilnaöur. Börn aöilanna þurfa siðan á vist- heimilum að halda. Þegar stjórn- völd þurfa að ákvarða hvort komaeigi barnifyrir á vistheim- ili eða hjá fósturforeldrum hafa barnabrek þess, andleg og likam- legheilsa mikil áhrif á ákvöröun- ina. Aðalatriöi er aðstaöa foreldr- anna, t.d. ef þeir falla frá, eiga við veikindi að striða eöa þegar til hjúskaparslita kemur, svo og ef þeir hafa gerst sekir um slæma meðferð eöa vanrækslu barnsins eöa aðra hegðan, sem stofnar andlegum, likamlegum eða sið- ferðislegum þroska barnsins i hættu. Af aflokinni athugun á fjöl- mörgum ástæöum fyrir vistun hafa sérfræðingar komizt að þeirri niöurstööu aö stuöningur við fjölskyldur, sem eiga við vanda að striða, eigi að hafa al- gjöran forgang með þvi börn sem alist upp i umhverfi er ekki sam- ræmist likamlegum, tilfinninga- legum, vntsmunalegum og félags- legum þörfum þeirra, séu sett i vanda sem enst geti þeim ævi- langt. Ef allt um það reynist óhjá- kvæmilegt aö koma barni fyrir á það viö, er segir i skýrslu alþjóð- legrar rannsóknanefndar félags- fræðinga, sálfræðinga og kennara fyrir nokkrum árum, aö yfirleitt er nóg um vistheimili fyrir börn i flestum Evrópulöndum, en erfitt kann að reynast að finna hentuga staði fyrir börn með sérþarfir. Samkvæmt hugmyndum sér- fræðinga Evrópuráðsins er það svo, aö þegar vandamál varöandi vistun barna á heimilum ris i Evrópulandi er ýmislegt um at- riði, sem reynast ættu jákvæð. Fyrst er að gæta aö sambandinu við foreldrana. Ekki er til bóta fyrir barn aö staösetja þaö þar sem erfitt er um reglulegar heim- sóknir. Allt um þaö þarf i sumum tiifellum að rjúfa tengsl við fjöl- skylduna ogathuga þámöguleika á ættleiðingu. Heimili fósturfor- eldra ætti fullkomlega að uppfylla kröfur um áframhaldandi um- hyggjaog uppeldier hæfi þroska- stigi barnsins. Nýja fjölskyldan þyrfti aö geta veitt barninu nauö- synlegt aðhald án þess aö skeröa persónulegt tækifæri til að ná menningarlegum og félagslegum þroska hins ábyrga einstaklings. Þessi málefni ætti ekki að fela embættismönnum einum saman, endaleggja sérfræðingarnir til að fleiri aðilar fjalli um þau og að barninu sé jafnframt gefinn kost- ur á að ræða stöðu sina og nauð- synlegar ákvarðanir. Enn i dag eru vistheimili i Evrópu, sem hýsa allt að 400 börn. Sérfræðingar Evrópuráös- Frh. á 10. siðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.