Alþýðublaðið - 11.02.1978, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.02.1978, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 11. febrúar 1978 S3S" Ctgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Éinar Sigurös- son. Aösetur ritstjórnar er i Siöumúla 11, sími 81866. Kvöldslmi fréttavaktar: 81976. Auglýsingadeild, Alþýöuhiisinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Áskriftar- og kvartanasimi: 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftaverö 1500krónur á mánuöi og 80 krónur I lausasölu. STRÁKAPÖR og STRÍÐNISLEIKUR? Frumvarp ríkis- stjórnarinnar um ráð- stafanir i efnahagsmál- um var lagt fram á Al- þingi nokkru eftir mið- nætti í fyrrinótt. Fæðing þess var býsna skrykkjótt og allan fimmtudaginn var verið að gera á því margvíslegar breytingar. Þar var ekkert frekar stuðst við álit meirihluta verðbólgunefndar frem- ur en einstakar tillögur ráðherra. Fyrir fund forsætisráð- herra með fulltrúum launþega klukkan 18 á fimmtudag hafði verið ákveðið, að draga óbeina skatta þegar í stað út úr grundvelli kaupgjalds- vísitölunnar. Það hefði jafngilt mun meiri kjara- skerðingu þegar í stað en raun varð á. Eftir við- brögð launþegaf ulltrú- anna ákvað ríkisstjórnin að fresta gildistöku vísi- töiuskerðingarinnar til næstu áramóta. Útreikningar Alþýðu- sambands íslands á niðurstöðum ráðstafana ríkisstjórnarinnar sýna, að ef nahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar skerða kaupmátt launa um 13 til 14 af hundraði á þessu ári. Sjálf segir ríkis- stjórnin, að kjaraskerð- ingin sé minni en ætla mætti við skjóta yfirsýn. En 13 til 14 prósent kjara- skerðingu munu laun- þegasamtökin ekki taka á sig. Þau munu heldur ekki líða rikisstjórninni að hrinda í framkvæmd þeirri fyrirætlun að breyta grundvelli vísi- töluútreiknings. Efnahagsaðgerðir rikisstjórnarinnar bera með sér þá einföldu stað- reynd, að launþegum ein- um er ætlað að taka á sig áföll óstjórnar og fyrir- hyggjuleysis. Þetta gerist í einhverju bezta við- skiptaárferði, sem þjóðin hefur lifað. Þetta gerist, þegar þjóðartekjur eru meiri en bjartsýnustu menn höfðu þorað að vona. Öllum var Ijóst, að grípa þurfti til einhverra aðgerða til að draga úr ef nahagsvandanum. En það mun sannast, að hér hefur verið staðið eins klaufalega að verki og framast var unnt. Verka- lýðshreyf ingunni er bein- linis gefið á kjaftinn og henni sýndur fádæma dónaskapur. Fljótlega kemur í Ijós hver mót- leikur launþega verður og mun þá sannast, að markmið ríkisstjórnar- innar er ekki að halda friðinn. Aðgerðir hennar minna meira á strákapör og striðnisleik en ábyrga afstöðu. Dóminn yfir ríkis- stjórninni má annars f inna í skýrslu verðbólgu- nefndarinnar þar sem bent er á nauðsynlegar umbætur í hagstjórn á næstu árum. Þar kemur í Ijós, að mikið skortir á að skynsamlega hafi verið stjórnað og að bæta þarf úr allri vitleysunni með róttækum aðgerðum, sem ná yfir langt tímabil. Þar segir meðal ann- ars, að hér þurfi öflugri verðjöfnunarsjóð í sjávarútvegi, en sá sjóður hefur verið ranglega not- aður í tíð núverandi ríkis- stjórnar. Talað er um nauðsyn á virkari stjórn peningamála, styrkari f járf estingar stjórn, traustari f jármálastjórn, samræmdar tekju- ákvarðanir og launa- samninga og bætta skip- an verðlagseftirlits. Af þessari upptalningu má ráða, að f lestir mikil- vægustu málaflokkar þjóðfélagsins eru í ólestri og að þeir hafa verið van- ræktir. Þessi vanræksla bitnar fyrst og fremst á launþegum vegna þess að hagur þeirra hefur ekki verið hafður í huga í tíð núverandi ríkisstjórn- ar. —ÁG ÚR LEIKHÚSINU is Jónasson Gaman gaman Enn var kallað i kóngs- ríki unga fólksins og Herranótt var auglýst á fjölum, festum á staura og ekki nokkur leið að villast til að geta horft af brúnni á brúna sjálfa og hann Albert að mála frá sér vitið og ástina. Herranótt hefur árum saman úðað frá sér yng- ingarlyfi og ódýrt, ekki vanabindandi og fóru margir að fá sér ögn, for- setinn sjálfur og herra biskupinn og konurnar þeirra, sem þurfa stund- um að horfa upp til mannanna sinna þegar þeir eru eitthvað að starfa þarna uppi, alveg eins og hún Kata í leikn- um, sem fór að horfa á brúna og hvernig hún varð silfruð ofan i brúnk- una og hvernig hann Al- bert hennar málaði yfir elskuna og söng við. Undirritaöur sat hjá honum Einari Magg, alveg óvart þvi við erum ekki sammála um Vatnsberan hans Ásmundar, en Einar byrjaöi strax aö taka I nefið og andaði varla frá sér á eftir. Hann varð yngri á vang- ann eftir þvi sem á leið leikinn þeirra ungu i MR. Leikritið Al- bert á brúnni er eftir Tom Stoppard, fertugt undrabarn og, segja bretar: to good to be true! Hann sannar i þessum leik og sjálfsagt fleiri, aö ekkert er ómögulegt og ekkert ómerki- legt, ef hægt er að koma yfir það orðum. Að fjalla um brúarmál- un eins og hann gerir, kostulega og tragist blandaö við lifið sjálft, er á færi snillinga, ekki annara. Það hefur sannast að margur leikari i Herranótt, hefur ekki farið af sviðinu siðan, nema meö lappir á undan og enn veit engin hver eftir stendur en leik- endur eru allir prýöisgóöir kraftar, misgóðir auðvitað, býsna óvanir aö fást við soddan list, en hafa allir gaman af, sumir tala of hratt stundum og þá á maður dálitið vont með aö fylgjast með öllum orðunum hans Tom’s svo maöur skilji, eins og hún Guðrún Olga Arna- dóttir ætlast til. Þýðingin er lip- ur og oft góð, enda hún Guðrún greind stúlka, þótt einhverju út- varpsráðinu þætti hún vand- ræðabarn. Albert er leikinn af Sveini Yngva Egilssyni og gerir hann margt vel, kattlipur og hvergi lofthræddur, en hann tal- aði of hratt stundum, en lagaði framsögnina er á leið. Sá með stökklöngunina, Friðrik var það ekki? er leikinn af Agli Mássyni og talaði stundum svo að orðin féllu bara af brúnni og samlög- uðust deplunum á jörðinni. Ann- ars var Friðrik þessi skemmti- legur og ef ég heyrði ógreinilega til hans eða missti af orðum nið- ur, heyrði ég þvi betur i neftöku Einars Magg og hann andaði alltaf frá sér í sælu og sátt að vera þarna að lifa sjálfan sig um stund, innanum gamla nem- endur og gamalkunnan blæ. Leikmynd gerðu nemendur i byggingalist og stóðst hún allar kröfur. Ljóstækni var góð og endalokin áhrifamikil og vel út- færö, Þórhallur Sigurðsson var herra næturinnar að þessu sinni og hefur verið nemendum góður félagi og lærifaðir, yfirbragð sýningar öllum til sóma og okk- ur, sem komu að fá okkur yng- ingu og i nefið, til stórrar gleði. Það er eitthvaö alveg sérstakt aö vaka herranótt og að hafa Einar Magg við hlið sér. Þessi aldni rektor fyrrum, tók svo hressilega og af tilfinningu i nefið þegar allt var um koll I leikslok, að ég heyrði hann aldrei dæsa frá sér, enda allir i önnum að þakka góöa skemmt- un: stutta en itarlega kvöld- stund f Breiðholtsskóla, þar sem útsýnið er gott úr öllum stólum og auðvelt að horfa af brúnni. 8. febr. 1978 Jónas Jónasson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.