Alþýðublaðið - 11.02.1978, Blaðsíða 6
6
Laugardagur n. febrúar 1978
Mikið fé skortir til viðhalds stúdentagörðunum:
Snyrtiaðstaða er víðast hvar ömurleg.
Eins og fram hefur
komið i dagblöðum,
skortir Félagsstofnun
stúdenta mjög fé til
viðhalds stúdentagörð-
unum. Vistarverur
stúdenta á görðunum
eru að mati blaðamanns
til háborinnar skammar
öllum þeim sem hlut
eiga að máli, og er
stúdentum að vonum
óglatt út af þessum
viðurgjörningi sinum.
Alþýðublaðið hafði
samband við ívar Jóns-
son, stjórnmálafræði-
nema, vegna þessa
máls, og fara svör hans
hér á eftir.
Hvert er hið eiginlega vandamál,
ivar?
Við litum þannig á, að allar
þessar rekstrareiningar Félags-
stofnunar megi draga saman i
eina heild, þ.e.a.s. til rikisfram-
lagsins, sem hefur minnkað að
raungildi og dregist mjög saman
á timabilinu frá 1971 til 1976. Við
höfum sýnt fram á hvernig gjöld
stofnunarinnar hafa hækkaö. 1 ár
eru til dæmis gjöld upp á 21 mllj.
kr. hjá Félagsstofnun, en rikis-
framlagið er ekki nema 14 millj.
þannig aö þarna er verulegur
munur á. Nú, þessi mál ganga
þannig fyrir sig, aðstjórn Félags-
stofnunar sendir fjárveitingar-
beiðni til menntamálaráðuneytis-
ins. Siðan er fjallað um hana þar
og þaðan er hún send til
Fjármálaráðuneytisins og þaðan
fer hún i fjárveitingarnefnd og
alþingi. Siðast fékk þessi beiðni
þá afgreiðslu, i Menntamálaráðu-
neytinu, að þar lögðu þeir til að
beiðninim viðhald Garðanna, sem
hljóðaði upp á 25 millj.,að hún
yrði skorin niður i 19. mUlj. Þeir
viðurkenndu reyndar þar þær
athugasemdir sem fram höfðu
komið frá Heilbrigðiseftirlitinu,
Brunaeftirlitinu og Rafmagns-
eftirlitinu og fleiri opinberum
aðilum, og það hefur verið gerð
lausleg úttekt á þessu, fengin
Verkfræðisskrifstofa Stefáns
Ólafssonar til þess að gera þá
úttekt, og hún komst að þeirri
niðurstöðu, að það þyrfti að
framkvæma hér fyrir 38 mUlj.
krónaef vel ætti að vera, enveit-
ingin er 19. millj. Stjórn Félags-
stofnunar hafði að visu ekki farið
fram á nema 25 millj. Það var lit-
ið þannig á að það væri hægt að
komast af með þá upphæð sem
algjört lágmark reyndar. Taka
þá fyrir forgangsverkefni. Það er
rétt að þaðkomi fram, að þetta er
i fyrsta skipti sem Menntamála-
ráðuneytið sendir umsögn i þessu
máli til Fjármálaráðuneytisins.
Siðan gerist það, að þetta er al-
gerlega skorið niður, þ.e.a.s. við
fáum enga fjárveitingu i
Stúdentagarðana, en Félags-
stofnuninni sem slíkri er
skammtað 14 millj. fyrh- aUa sina
útgjaldaliði, en þar hafði Mennta-
málaráðuneytið lagt til 18 millj.
Þegar þetta svo kemur fyrir
Fjárveitingarnefnd, þá hækkar
hún framlagið til viðhalds
Þarna eru rúður lasnar i meira lagi.
tvar Jónsson, stjórnmálafræðinemi —einn af fbúum Nýja Garðs
Stúdentagörðunum Ur núll kr. i 5
miUj.
Þegar málum var þannig kom-
ið, þá ákvað stjórn Félagsstofn-
unar stúdenta að taka upp þá
„prinsip” afstöðu,aöhúnáleit, að
það væri ekki mögulegt að leigja
út Stúdentagarðana. Hún vildi
ekki taka ábyrgð á þvi ástandi
sem væri á Görðunum, i ljósi
þeirra ábendinga sem komu frá
Brunavarnar- og Rafmagnseftir-
liti t.d.
A þessum tima verða stjórnar-
skipti i Félagsstofnun stúdenta,
en þessi samþykkt var gerð á
siðasta stjórnarfundi fyrri
stjórnar.
Það kemur i ljós, þegar farið er
að athuga málið að bara áætlana-
gerð um viðhaldsframkvæmdir,
eins og málin blasa við i dag,
kemur tU með að kosta nokkurn
veginn þessar 5 millj. sem feng-
ust að lokum til viðhaldsins, svo
að málið hefur i rauninni ekkert
þokast að ráði.
Hvernig stendur hugur ykkar
Garðsbúa tfl ráðamanna eftir
þessi málalok?
Garðsbúar fóru niður á alþingi
og ræddu við þingmenn og lögðu
þá áherslu á að ná sambandi við
þingmenn i Fjárveitinganefnd, og
þeir lofuðu að athuga málið. En
það gefur auga leið að menn eru
mjög óhressir með frammistöðu
þingmanna. Við vorum búnir að
reyna að skipuleggja þetta þann-
ig, að þingmenn fengju sem
gleggstar upplýsingar um ástand
Garðanna, sem er nú eins og þú
sérð, en það er eins og ekkert
dugi. Það kemur ekkert út úr
þessu. Fjárveitinganefnd þefur
haft það á prjónunum lengi, að
koma hingað og skoða sig um og
þeir komu loksins fyrir nokkrum
dögum, gengu um Garðana og
skoðuðu ástandið.
Þegar þessi samþykkt stjórnar
Félagsstofnunar lá fyrir um lok-
un Garðanna, þá var haldinn
fundur með ibúum Garðanna, og
málin rædd. Þeir samþykkja þar,
að visa þvi algerlega á bug að
Görðunum sé lokað, sem vonlegt
er, oglýstuþeirriskoðun sinni, að
þetta vandamál væri hluti af
heildarfjárhagsvanda Félags-
stofnunar ogeinnig að þetta væri
umfram allt sök rikisvaldsins en
ekkistjórnar Félagsstofounar. Ef
til vill hefði verið eðlilegra að
Félagsstofnun lýsti yfir greiðslu-
þroti eftir að hafa hafið
framkvæmdir.
Það er sem sagt rikis valdið sem á
leik?
Já, það er alveg greinilegt að
það er markviss stefna, að skera
niður raungildi rikisframlagsins.
Og það eru fyrst og fremst ráðu-
neytin sem hafa þarna úrslita-
vald, að þvi er virðist vera. En
þetta getur ekki gengið mikið
lengur svona.
ö.b.
ekki
mikið lengi
— segir ívar Jónsson, stjórnmálafræðinemi