Alþýðublaðið - 11.02.1978, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.02.1978, Blaðsíða 5
asas" Laugardagur 11. febrúar 1978 [SUJ síðan Nr. s RITSTJORI: KJARTAN OTTÓSSON „Kratagull” og annad gull Anders G. Hansen, framkvæmdastjóri Sam- bands ungra sjálfstæðismanna, ryðst einusinni sem oftar fram á ritvöllinn i kjallaragrein i Dagblaðinu þ. 9. jan. sl. og fjallar um fjár- stuðning erlendis frá við hérlenda stjórnmála- flokka. Þar lætur Anders gamminn geysa um það hversu siðlaust það hafi verið af Alþýðubanda- laginu (og væntanlega forverum þess) að þiggja fjárstyrk frá bræðrum sinum i henni ,,móður Rússiá”. Ekki ætla ég að leggja hér dóm á það hvort svo hafi verið eða ekki enda ekki séð neitt skjalfest þvi til sönnunar. Hitt er aftur rétt að Alþýðuflokkurinn hefur nú á allra siðustu timum fengið nokkurn fjárstyrk frá bræðraflokkum sinum á hinum Norður- löndunum og er það vel. Styrkur þessi er fólg- inn i þvi að svokallaður fræðslusjóður norrænu alþýðuflokkanna veitir Alþýðuflokknum nokk- urn fjárstyrk til að halda uppi fræðslustarfi um jafnaðarstefnuna. I öðru lagi er svo um að ræða styrk i formi pappirs til styrktar útgáfu Alþýðublaðsins og má gjarnan kalla þann styrk útgáfustyrk. Þetta hefur alveg frá upp- hafi verið opinbert, þ.e. þvi hefur ekki verið haldið leyndu fremur en öðru er viðkemur fjár- málum flokksins eins og þvi miður er raunin á hjá öðrum isl. stjórnmálaflokkum. Leynd og pukur varðandi fjármál stjórn- málaflokka hefur orðið tilefni til alls konar gróusagna um það hvernig starf þeirra er fjár- magnað og af hverjum. Ekki leikur vafi á þvi að fótur er fyrir sumum þeirra. Það er t.d. opinbert leyndarmál að hin og þessi fyrirtæki hér i bæ greiða svo og svo háar upphæðir i sjóði flokkanna. Gallinn á þessum peningagjöfum er sá^eins og allir vita,að ósjaldan ætlast viðkom- andi fyrirtæki til einhvers konar fyrirgreiðslu i staðinn, t.d. lóðafyrirgreiðslu, lánafyrir- greiðslu o.s.frv. Það hlýtur þvi hvernum manni að vera ljóst að þessar peningagjafir leiða til ýmissa vafasamra ákvarðana i heimi við- skipta og ekki siður i stjórnkerfinu. Eitt af markmiðum allra framfaraafla hlýt- ur þvi að vera að berjast fyrir afnámi þessarar fyrirgreiðslu er oft á tiðum byggist á misbeit- ingu valds. Tryggasta leiðin i þvi sambandi væri sjálfsagt að setja lög er skylduðu stjórn- málaflokka að birta einhverskonar yfirlit yfir það hverjir styrktu þá f járhagslega. Þvi miður er ekki vilji fyrir þvi hjá valdaklikum þessa þjóðfélags og þvi tel ég sem Alþýðuflokksmað- ur rétt að þiggja fyrrnefnda fjárstyrki frá bræðraflokkum okkar á hinum Norðurlöndun- um,sem veita þá án þess að nokkrar annarleg- ar hvatir liggi að baki. Það er svo aftur annað mál að heillavænleg- ast væri að fjárveitingarvaldið styrkti stjórn- málaflokkana f járhagslega i þvi augnamiði að losa þá af klafa samtryggingar og fyrirgreiðslu og um leið myndi lýðræðið styrkjast að mun. En meira um það siðar. Guðmundur Bjarnason, form. utanrikismálanefndar SUJ. 5 öflugt starf FUJ á Suðurnesjum Rætt við Hjalta Örn Ólason, formann félagsins, um sérstakt Suðurnesja kjördæmi, áhrif varnarliðsins, námskeiðahald og fleira Kaffiboð fyrir Iðjufélaga 65 ára og eldri Verður haldiö á Hótel Loftleiöum — Vlkingasal, sunnu- daginn 26. febrúar n.k. kl. 15. Miöar veröa afhentir á skrif- stofunni. Stjórn Iðju. Sennilega hefur starf ungra jaf naðarmanna hvergi verið jafn þróttmik- ið að undanförnu og á Suöurnesjum. Fyrir þá sök brugðu tíðindamenn SUJ- siðunnar sér suður með sjó eitt kvöldið nú í vikunni þeirra erinda að leita frétta af því sem efst er á baugi hjá unghreyfingunni þar. Við hittum Hjalta Örn Olason, formann FUJ á Suöurnesjum, fyrir í hin- um nýju og vistlegu húsa- kynnum Alþýðuf lokks- félaganna í Keflavik að Hringbraut 106, sem verið er að flytja inn i núna þessa dagana. Þar stóð þá yfir sameiginlegur fundur flokksfélaganna á staðn- um um fjárhagsáætlun Keflavíkur fyrir árið 1978 og skipun bæjarstjórnar- listans, og vakti það athygli, hve margt ungt fólk var þar saman komið. Seinna um kvöldið héldu tíðindamenn heim til Hjalta formanns, og þágu veitingar og ræddu við hann. Suðurnesjak jördæmi — Hét félagið ekki áöur FUJ i Keflavik, Hjalti? „Jú, nafningu var breytt i Félag ungra jafnaðarmanna á Suðurnesjum nú i haust.” ,,En starfar félagið þá viðar en hér i Keflavik?” ,,Já, við störfum lika i Sand- gerði, og ætlum að reyna að drifa upp starfið i fleiri plássum hér á Suðurnesjum.” Blaðaútgáfa og mann- fundir „Hvað hafið þið fleira i deigl- unni hér á Suðurnesjum?” „Við gefum út blaðið Jöfnuð nú i febrúar, og á að fjalla um starfs- hætti Alþingis og tiilögur Bene- dikts Gröndal um það efni, t.d. að Alþingi verði ein málstofa. Svo höldum við dansleik með diskó- teki og happdrætti i Biókjallaran- um 25. febrúar. „Eitthvað, sem þú vildir segja að lokum?” „Ég vil minna á, að við höfum skrifstofu á Hringbraut 106, og þar eru alltaf félagsfundir á föstudagskvöldum.” Hjalti öm ogGfsli Ólafsson, varaformaöur FUJ á Suöurnesjum. Hjalti örn: „Áhrif herstöðvarinnar á menninguna hér eru ótvi- ræð! ” „Er eitthvert sérstakt mál sem þjappar Suðurnesjamönnum saman?” „Vissulega. Okkar aðalbar- áttumál er að Suðurnesin verði gerð að sérstöku kjördæmi.” „A hvaða forsendum?” „Við teljum Suðurnesin hafa sérstöðu að tvennu leyti. í fyrsta lagi standa þau mitt á milli þétt- býlis, þ.e. Heykjavikursvæðisins, og dreifbýlis, landsbyggðarinnar, og fá t.d. ekki lán úr Byggðasjóði. Hins vegar búa hér fleiri útlendingar en annars staðar, u.þ.b. 5.000 Kanar á móti rúml. 12.000 tslendingum. Ahrif herstöðvarinnar á menninguna hér eru ótviræð, og Suðurnesja- öll eins upp byggð, komið verður saman mánudags- og fimmtu- dagskvöld, og leiðbeinandi verður Guðjón Helgason, trésmiður i Njarðvikum. Fyrstu tvö kvöldin verður hann einn, næstu fjögur kvöld koma gestir. 1 Grindavik kemur fyrst Gunnar Eyjólfsson leikari, þá Vilmundur Gylfason Félagsmálanámskeiö „Hvað er annars efst á baugi i félagsstarfinu núna?” „Fyrst vil ég nefna það, að við erum að fara af stað með flokk námskeiða i ræðumennsku og félagsstörfum á 3 stöðum hér i kring i samvinnu viö Alþýðu- flokksfélögin. Þetta er einmitt einn þáttur i þeirri viðleitni að efla samstöðu Suðurnesja- manna.” „Geturðu sagt okkur frá tilhög- un þessara námskeiða?” „betta eru þrjú námskeið, og standa i 3 vikur hvert, það fyrsta i Festi i Grindavik 13. febrúar til 4. marz, það næsta strax að þvi loknu i Sandgerði og það siðasta i Njarðvikum. Námskeiöin verða og hefur framsögu um fjármála- spillingu siðan hefur Karl Steinar Guðnason framsögu, og loks Eið- ur Guðnason. Framsöguræðunum verður dreift fyrir hvern fund, og þátttakendum jafnvel skipt i hópa með og móti frummælanda. Sjö- unda og siðasta kvöld námskeið- anna, laugardagskvöld, verður svo skemmtun, þar sem þátttak- endur koma með maka eða gesti. „Hvernig eru þessi námskeið auglýst?” „Við höfum látið prenta plaköt til að kynna þau. Svo verður gefið út blað á hverjum stað rétt áður en námskeiðin byrja og dreift i hús. Þar verður fjallað um bæjar- málefni staðarins, málefni Suður- nesja og eitthvert tiltekið lands- mál, og námskeiðið auglýst.” „Hafið þið staðið fyrir svona námskeiðum áður?” „Já, við höfðum svipað nám- skeið hér i Keflavik i fyrra meö Gunnari Eyjólfssyni, og það tókst mjög vel.” menn eru mjög háðir „varnar- liðinu” um atvinnu.” „Hvernig hafið þið fylgt þessu máli eftir?” „Við gáfum m.a. út blað um þetta mál i fyrra og dreifðum i hús.”

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.