Alþýðublaðið - 28.02.1978, Page 4
4
Þriðjudagur
28. febrúar 1978 bSHö
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Éinar Sigurðs-
son. Aðsetur ritstjórnar er i Siðumúla 11, simi 81866. Kvöldsimi fréttavaktar: 81976. Auglýsingadeild,
Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftar- og kvartanasimi: 14900. Prentun: Blaðaprent h.f.
Askriftaverð 1500 krónur á mánuði og 80 krónur i lausasölu.
Sumir hafa meiri mann-
réttindi en adrir
alþýöU'
framar öllu öðru. Það
ætti núverandi ríkisstjórn
auðvitað að gera ef hún
hugsaði um þjóðarhag
einan. En var ekki
ögrunarmeðferð þessa
máls til þess gerð af
hendi einhverra ráðherra
frá upphafi að vera leik-
ur á pólitísku taflborði?
Fer það á milli mála að
Morgunblaðið greip það
og hagnýtti til að sundra
fylkingu launþega, sem
er auðvitað pólitískt
markmið stjórnarf lokk-
anna? Og ekki verður
þeirri staðreynd neitað að
Morgunblaðið varð fyrst
til þess að nefna i rit-
stjórnargrein kosningar í
sambandi við þetta mál.
Forráðamenn Fram-
sóknarflokksins og Sjálf-
stæðisf lokksins vilja
vafalaust sýna þjóðinni
fram á að þeir séu hinir
snjöllu stjórnendur sem
hafi úrræði og þor til að
beita þeim. En þeir hafa
teflt á tæpasta vað í
valdataflinu. Þeir hafa
misboðið tilfinningum
löghlýðins fjölda lands-
manna um hvernig beita
megi meirihluta á Alþingi
hvaða gildi gerðir
samningar hafi. Hvort er
stjórnarf lokkunum meira
virði að leysa þjóðar-
vanda eða halda völdum
sinum? Ætli hið síðara sé
ekki öllu þyngra á metun-
um?
Eitt hafa öll þessi mál
sannað óumdeilanlega.
Núverandi rikisstjórn er
algerlega ófær til að
stýra samskiptum laun-
þega og atvinnurekenda.
Þessi ríkisstjórn má ekki
koma nærri vinnudeilum,
smáum eða stórum, án
þess að hleypa af stað
hinum verstu illindum.
Hún ræður alls ekki við
slík mál. Hreinræktuð
hægristjórn getur aldrei
stjórnað þessu landi svo
vel fari.
í tæplega tveggja vikna
baráttu sem fram fór um
afgreiðslu Alþingis á
efnahagsráðstöf unum
rikisstjórnarinnar, höfðu
fulltrúar launþegasam-
takanna og stjórnarand-
stöðuf lokkanna á Alþingi
algera samstöðu. Þeir
héldu fram þeirri lausn
sem fram er sett nr. 2 í
áliti verðbólgunef ndar
sem grundvelli að ábyrg-
um aðgerðum, er leyst
gætu vandann án þess að
skerða gerða samninga.
Þessu hafnaði ríkis-
stjórnin svo og öðrum
ábendingum verðbólgu-
nef ndar og f ór sinar eigin
leiðir með aðgerðum og
starfsháttum, er talin
voru hrein ögrun við
launþega.
Það er meginatriði í öll-
um löndum sem byggð
eru að lögum að ekki
megi skerða saminga
sem löglega hafa verið
gerðir. Enda þótt fyrri
rikisstjórnir hafi oft talið
sig knúðar til að láta
meirihluta sinn á Alþingi
samþykkja lög um
breytingar á ýmsu sem
snerti kjarasamninga
hefur aldre.i komið til
svo gróft tilvik sem nú
gerist milli rikisins og
starfsmanna þess. í
fyrsta sinn sem BSRB
semur með verkfallsrétti
kom til harkalegra átaka
og verkfalls.en að lokum
voru undirritaðir
samningar. Fyrir hönd
ríkisins skrifaði fjár-
málaráðherra undir. Að-
eins þrem mánuðum
síðar stóð sami ráðherra
að efnahagsaðgerðum
sem gera þann hinn sama
samning ómerkan með
lögum. Ef nokkru sinni
hefurverið höggvið nærri
því sem snertir megin-
reglur réttarríkis þegar
um launasamninga hefur
verið að ræða þá var það
nú. óhugsandi er að slíkt
framferði snerti ekki
siðferðiskennd almenn-
ings og fólk eigi erfitt
með að átta sig á klækj-
um réttarríkis þegar unnt
er að gera slíkar aðgerðir
og allt á að heita löglegt.
Formlega verður það
ekki dregið í efa — en slík
formlegheit hljóta að
grafa undan siðferðis-
grunni laganna.
Það er athyglisvert í
þessu sambandi að tveir
mjög fjölmennir hópar
launþega innan Alþýðu-
sambandsins og BSRB
njóta ekki sömu mann-
réttinda. Ekki þarf að
deila um að sumar grein-
ar opinberra starfs-
manna geta ekki í raun
fengið verkfa llsrétt
vegna öryggis og
mannúðar. En um marg-
ar fjölmennustu starfs-
greinar BSRB gilda engin
slík rök. Þar er full
ástæða til að varpa fram
þeirri spurningu hvers
vegna tveir launþega-
hópar njóti svo mismik-
illa réttinda i þjóðfélagi
sem setur stolt sitt í rétt-
læti og mannréttindi.
Efnahagsaðgerðir
opinberra aðila, Alþingis,
rikisstjórnar eða annarra
haf a oft sætt harðri gagn-
rýni borgaranna. Griþið
hefur verið til ýmiss kon-
ar mótmælaaðgerða á
landi eða sjó, sem tekið
hafa skamman tíma, en
stundum borið árangur
og stundum ekki. Það
hefur jafnan þótt stjórn-
viska að láta slíkar að-
gerðir ekki draga slóða á
eftir sér, heldur meta
lausn mála með sem
víðtækustu samkomulagi
----------------Minning
Jón H. Leós
deildarstjóri
1 gær var til moldar borinn i
Reykjavik Jón H. Leós, fyrrum
deildarstjóri i Landsbanka ís-
lands. Hann var fjölhæfur maö-
ur og félagslyndur, sem á langri
starfsævi skilaöi ekki aöeins
miklum skyldustörfum heldur
og miklu framlagi á sviöum
lista og félagslifs. Þeir eru þvi
margir, sem kveöja af hlýjum
hug ágætan félaga og sam-
starfsmann.
Jón var Isfiröingur, sonur
þeirra Kristinar Halldórsdóttur
og Leós Eyjólfssonar kaup-
manns. Hann sótti sér menntun
i verslunarskóla i Kaupmanna-
höfn, en hóf aö þvi loknu starf á
pósthúsinu i heimabæ sinum, en
áriö 1927 fluttist hann til
Reykjavikur og varö þar póst-
fulltrúi. Starfaöi hann i höfuö-
borginni æ siöan.
Meginstarf Jóns átti þó eftir
aö veröa viö Landsbanka Is-
lands. Þangaö réöist hann áriö
1934 og starfaöi sem gjaldkeri til
1958, en eftir þaö deildarstjóri i
vixladeild til 1971, er hann kom
aö aldursmörkum. Þaö fólk
skiptir örugglega þúsundum,
sem hafði skipti viö Jón I bank-
anum, enda algengt á þeim ár-
um, að biöraðir stæöu viö vixla-
afgreiösluna. Jón var ham-
hleypa til verka, en hann leysti
hvers manns vanda, sem hann
gat, eöa veitti skýringar og
ábendingar. Þaö var mikiö
starf, sem hann lagöi stofnun-
inni af tryggö og fórnfýsi i þau
37 ár, sem hann var i Lands-
bankanum.
Margir dagar hans i bankan-
um voru þannig, aö flestir
mundu telja sig hvildar þurfi
eftir, en þá tók við hin hliöin á
Jóni, hin mörgu áhugamál hans.
Þar má fyrst telja leiklistina, en
Jón var ágætur leikari og kom
oft fram á sviðinu i Iönó hjá
Leikfélagi Reykjavikur um
tveggja áratuga skeið, og lék
einnig i kvikmyndum, þar á
meðal mynd Lofts Guömunds-
sonar, sem fyrir skömmu var
sýnd i sjónvarpinu. Jón studdi
leikstarfsemina einnig utan
sviðsins, og var hann um árabil
gjaldkeri leikfélagsins, sem
sennilega hefur ekki veriö
öfundsvert starf.
Jón Leós var sannur félags-
hyggjumaöur. Hann gerðist
virkur i launþegasamtökum i
starfsgreinum sinum, og var
hvarvetna sýndur trúnaöur og
traust meö kosningu til forustu-
starfa. Þannig var Jón um ára-
bil formaður Póstmannafélags-
ins, og nokkrum árum siöar
formaður Félags starfsmanna
Landsbankans.
Eftir það, sem hér hefur verið
talið, mætti ætla, aö vinnutimi
eins manns væri á þrotum. En
svo var ekki um Jón. Hann hélt
mikilli tryggð viö heimabyggö
sina, eins og flestir Vestfiröing-
ar, og var formaður ísfiröinga-
félagsins i Reykjavik hálfan
annan áratug. Þar vann hann
mikið og gott starf.
Loks er ótalið það, sem stend-
ur undirrituðum og Alþýöublaö-
inu næst. Jón var alla tlö dyggur
stuöningsmaöur jafnaöarstefn-
unnar, og taldi sannarlega ekki
eftir sér sporin fyrir þaö áhuga-
mál fremur en þau, sem þegar
hafa veriö talin. Hann gaf sér
tima til að mæta á fundum i
samtökum Alþýöuflokksins,
leggja sinn skerf til mála og
hvetja þá, sem yngri voru, til
nýrra dáöa. Stóö hann sem
klettur, þegar á móti blés, en lét
hvergi bifast, og var manna
glaðastur, þegar vel gekk. Af
öllum þeim trúnaöarstörfum,
sem hann gegndi á þessu sviöi,
veröur hér aðeins nefnd
formennska hans i Alþýöu-
flokksfélagi Reykjavikur, sem
er stærsta félag Alþýðuflokksins
og móöurskip flokksfélaganna
um land allt. Hann var þar meö
allra bestu liösmönnum og hans
var saknað, er þetta gamla fél-
ag hans hélt upp á fertugs-
afmæli sitt um siöustu helgi.
Jón Leós kvæntist 1941 ágætri
og glæsilegri konu, Svanlaugu
Böðvarsdóttur frá Laugarvatni.
Þau eignuöust fjögur börn, Leó
Má, tæknifræöing, kvæntan
Sigrúnu Dröfn Jónsdóttur, Ing-
unni, iþróttakennara, sem gift
er Gunnari Kristjónssyni vél-
stjóra, Kristinu gifta Erni Jóns-
syni rafvirkjameistara i
Bolungavik, og Böövar Leós
myndlistarnema, sem nýlega
hefur stofnaö heimili með Grétu
Baldursdóttur, laganema.
Við kveöjum eftirminnilegan
samferöamann, þar sem Jón
Leós er. Mættum viö eignast
fleiri sllka, sem skila svo miklu
og margþættu lifsstarfi og sýna
I verki slika félagshyggju og
fórnfýsi fyrir hugðarefni sin.
Fyrir hönd Alþýöuflokksins
sendi ég fjölskyldu Jóns Leós
samúöarkveöjur, en til hans
hugsum viö alþýöuflokksmenn,
sem svo margir aörir, af þökk
og viröingu.
Benedikt Gröndal