Alþýðublaðið - 28.02.1978, Page 5
5
sssr Þriðjudagur 28. febrúar 1978
Francois Mitterand, hinn óumdeildi
foringi jafnadarmanna
Leiðir stærsta stjórn-
málaflokk Frakka
eins og nú standa
sakir — þingkosningar á næsta leiti
Marzkosningarnar
Frakklandi til þjóðþings-
ins verða fyrstu kosningar
í fimmta lýðveldinu/ þar
sem hlutur franskra jafn-
aðarmanna verður drjúg-
um stærri en franskra
kommúnista. I kosningun-
um 1973 — fyrir tæpum
eftir
Harold Kolstad
fimm árum — hlutu jafn-
aðarmenn undir forystu
Francois Mitterands 19,2%
greiddra atkvæða, en
kommúnistar hlutu þá
21,41%. Kommúnistaflokk-
urinn hefur síðan staðið í
stað um fylgi eða varla
það. Hann er nú talinn hafa
um 21%. En á sama tíma
telja sömu skoðanakann-
anirað jafnaðarmenn njóti
fylgis 2ó-27% kjósenda.
Þetta er mikill vöxtur á ekki
lengri tima, og þess er vart, að
kommúnistum blæðir það ekki
svo litið i augum. V'ð þetta bætist
svo, að jafnaðarmenn hlutu stór-
aukið brautargengi i sveitar- og
héraðsstjórnarkosningum i fyrra
(1977) og tókst að vinna ýmis af
Erlendisr
frá
-------—J
í vígjum hægri flokkanna I mið
vestur Frakklandi, þar sem
Gaullistar og aðrir hægri flokkar
hafa haft tögl og hagldir um langa
hrið.
Upphaf ávinnings jafnaðar-
manna i Frakklandi má rekja til
ársins 1971, þegar flokksþingið
losaði sig við forystu Guy Mollets
og stjórnar hans, sem öðrum
fremur bar ábyrgð á mjög mis-
heppnaðri stefnu flokksins i
Algierdeilunni i kringum 1950.
Flokkurinn hafði — mjög á grunni
þessarar stefnu — færzt talsvert
til hægri, en við stjórnarskiptin i
flokknum, var snúið af þeirri
braut.
Rökrétt framhald var svo að
mynda sambandið við kommún-
istaflokkinn, sem einnig um sama
leyti tók að efast um gildi leið-
sagnarinnar frá Moskvu, að
minnsta kosti i orði og siðar að
verulegu leyti á borði. Nokkurrar
tortryggni gætti um sinn i garð
Mitterands, sem raunar var eng-
inn nýliði i æðstu stjórn flokksins.
En þær raddir hafa hljóðnað,
sem áður báru sér i munn, að
Mitterand væri aðeins henti-
stefnumaður, sem fyrst og fremst
stefndi að persónulegum völdum.
Mitterand hefur óumdeilanlega
sýnt, að hann stendur i farar-
broddi fyrir vinstri sveiflu, án
þess að vera háður kommúnisk-
um öfgum og þvi hefur hann unn-
ið sér traust hófsamari vinstri
kjósenda, en kommúnistum hefur
heppnast hingað til.
Vissulega hefur Mitterand alls
ekki setið á friðarstóli i eigin
flokki, en það er ekki áhorfsmál,
að honum hefur til þessa tekizt að
sameina flokkinn um stefnu sina
og sækja óhikað fram, þó úr ýms-
um áttum blási. Slika forystu-
menn kunna Frakkar vel að
meta, og þó flokkurinn sæki alls
ekki eins mikið af fylgi sinu til
verkalýðshreyfingarinnar og
kommúnistar, hefur það þó laðað
framsæknari hluta millistéttar-
manna að jafnaðarmönnum.
Menntamenn og einkum kenn-
arastéttin hafa verið þar i hópi.
Þvi er þó engan veginn svo far-
ið, að flokkurinn standi ekki
nokkuð á gömlum merg i verka-
lýðshreyfingunni og allan stjórn-
artima Mitterands hefur flokkur-
inn verið að vinna á þar i sveit.
Kommúnistar hafa hinsvegar
yfir að ráða geysi sterkri skipu-
lagningu á vinnustöðum og i
verkbólum og þeir eru mjög
áhrifarikir i stærstu verkalýðs-
samböndunum. Alkunn kreddu-
festa þeirra er hinsvegar ekki
fullkomlega að skapi þeirrar kyn-
slóðar, sem nú er að vaxa upp.
Það má þvi vera aðeins tima-
spursmál, hvenær leikurinn jafn-
ast milli jafnaðarmanna og
þeirra i verkalýðshreyfingunni.
Sýnt þykir, að leiðtogi kommún-
ista, Georges Marchais, óttist
nokkuð þessa framvindu, og þvi
er talið, að hann hafi beitt sér fyr-
ir þvi, að skerpa mörkin milli
jafnaðarmanna og kommúnista
með þvi að hálfslita samkomu-
laginu frá 1972.
Bæði jafnaðarmenn og vinstri
radicalar hafa hinsvegar staðið
fast á þessu samkomulagi og
haldið það strik, sem þar var
ákveðið.
Þrátt fyrir allt — jafnvel hams-
litlar ádeilur kommúnista hafa
þeir fullkomlega látið i það skina,
að þeir væru tilbúnir til að lita svo
á i siðari umferð kosninganna,
sem nú eru fyrir hendi, að banda-
lagið sé enn i nokkru gildi.
Kommúnistar hafa varast að
láta nokkuð uppi um fyrirætlanir
sinar i þá átt, þó það sé talinn
vafasamur og hættulegur leikur i
skákinni. Vel má vera, að þeir
ætli sér að biða úrslita fyrri
umferðar áður en skrefið er tekiö.
A það er samt að lita, að með
þvi væri stefnt i fullkomna tvi-
sýnu væntanlegum og trúlegum
sigri vinstri aflanna i Frakklandi
og þá þar með þeirri von, að unnt
verði að hnekkja stjórn Gaullista
og annars hægri liðsafla.
Nú er þaö siður en svo, að sam-
komulagsgrundvöllurinn frá 1972
Færeyskt s|ón
varp í sjónmáli
Nú stendur fyrir dyrum
i Færeyjum aö stofna
færeyskt sjónvarp. Lög-
þingið hefur slegiö því
föstu að sjónvarp skuli
stofnað/ og landsstjórn
Færeyja býr sig nú undir
að leggja málið fyrir
þingið. Bæjarráð Þórs-
hafnar hefur einróma
samþykkt áskorun til
landsstjórnarinnar um að
sett verði lög um sjón-
varp.
Færeyska blaðið So.'i-
alurinn segir frá því að
áhuginn fyrir sjónvarps-
málinu sé mikill í Fær-
eyjum. Maður einn í
Þórshöfn hóf einkaút-
sendingar á mynd og
hljóði/ en var umsvifa-
laust stöðvaður, enda at-
hæfið ólöglegt. Fjöldi
fólks hefur útvegað sér
sjónvarpssegulbönd og
formaður áhugamanna-
félags um sjónvarpsmál
telur að í Þórshöfn einni
sé nú að finna um 600
sjónvarpstæki.
Líkt og ú íslandi er nú í
bigerð að reisa nýtt og
glæsilegt útvarpshús í
Þórshöfn, en þar mun
væntanlegt sjónvarp
einnig verða til húsa.
Fyrir liggur skipulag af
húsinu, en samkvæmt
kostnaðaráætlun reyndist
það dýrara en lands-
stjórnin hafði reiknað
með í fjárhagsáætlun.
Var teikningunni að hús-
inu breytt til að gera það
ódýrara.
Sjónvarpsmálið hefur til
skamms tima verið mikið hita-
mál i Færeyjum og menn langt
frá þvi á eitt sáttir um það hvort
æskilegt sé að koma þessum
þætti (ó)menningar inn i fær-
eyskt menningarlif. Andstæð-
ingum sjónvarps finnst fyrir-
bærið stefna i voða færeyskri
menningararfleifð, en stuðn-
ingsmönnum finnst sú röksemd
engan veginn réttlætanleg. 1
áliti frá opinberri nefnd um
málið 1972 segir m.a., að eðli-
legt sé að stofna sjónvarp i
tengslum við færeyska útvarp-
ið, enda sé sjónvarp komið i öll
nágrannalöndin og ótal önnur,
og þetta þyki mikilvægur hluti
af daglegu lifi manna. 1 álitinu
segir enn fremur að ein mót-
bára gegn sjónvarpi sé sú, að
sjónvarpið sé eyðileggjandi fyr-
ir heimilis- og fjölskyldulif, en
þennan háska mat nefndin
hverfandi þar sem útsendingar-
timinn væri svo skammur.
Lagði hún til að sent yrði út i
10 klst. i viku, en þar fyrir utan
yrðu skóla- og kennslusýningar
og endursýndar myndir. Nefnd-
inni taldist til að þyrfti 4 menn
við dagskrárgerð og 7 tækni-
menn, en þess má geta að fær-
eyska sjónvarpið mun hafa
sameiginlega fréttastofu með
útvarpinu.
Nýja útvarpshúsið sem á að reisa 1 Þórshöfn. Þar munu starfa undir
einu þaki útvarp og sjónvarp.
sé ekki verulega róttækur. Þar er
stefnt að viðamikilli þjóðnýtingu
og fjölmörgum endurbótum i fé-
lagsmálum sem eru hægri öflun-
um mikill þyrnir i holdi. Hér eru
þvi kommúnistar að leika sér að
eldi, sem allt eins getur valdið
bruna i þeirra eigin húsi. Færi
hinsvegar svo, að vinstri hreyf-
ingin biði afhroð einhverra hluta
vegna, sem gæti orðið meðal ann-
ars vegna þess, að sá meirihluti
kjósenda, sem þeir eru nú taldir
njóta, skipti um skoðun á siðustu
stundu.
Fari svo, að vinstri hreyfingin i
Frakklandi biði ósigur vegna
deilna, kann það að kosta hana
langa niðursveiflu i frönskum
stjórnmálum. Og trúlega veröur
þá um að ræða upprifjun ýmissa
innri deiluefna i flokkunum, sem
ekki er séð fyrir, hvernig ráðast
kunna. Þetta er það, sem
Mitterand og Marchais standa
allteins frammi fyrir og vist
hljóta allir, sem áhuga hafa á
þróun stjórnmála i Vestur-
Evrópu, að veita framvindunni
nána athygli.