Alþýðublaðið - 04.04.1978, Síða 1
Verkalýdsfélagið á Seyðisfirði auglýsir útflutningsbann, þann 7. n.k.
Geysilegt magn af fiski og
loðnuafurðum bfður lestunar
Endurskoðum ákvörðun okkar, ef ASÍ tekur af skarið um aðgerðir,
segir formaður félagsins
Með þessari aðgerð
hyggjumst við þrýsta á
önnur félög og samtökin
i heild.til þess að ákveða
sem fyrst að láta til
skarar skriða um ein-
hver jar aðgerðir, þótt ég
annars eigi von á að
ákvarðana frá þeim sé
Verka-
manna-
samband-
ið þingar
um af-
greiðslu-
bann
Stjórn Verkamannasam-
bands Islands hélt fund í
gær til aö ræöa væntanleg-
ar aðgerir i tengslum við
afgreiöslubann á útflutn-
ingsafurðir. Að líkindum
verður félögum í sam-
bandinu sent erindi um
efnið og má ætla að að-
gerðir hef jist á timabilinu
10. til 14. þessa mánaðar.
skammt að biða,” sagði
Hafsteinn Friðþjófsson,
formaður verkalýðs-
félagsins á Seyðisfirði i
viðtali við Alþýðublaðið
i gær.
Verkalýðsfélagið á Seyðisfirði
ákvað að boða til útflutnings-
bannsins nú um helgina og sagði
Hafsteinn að ákvörðunin hefði
verið tekin á trúnaðarráðsfundi,
eftir að félagsfundur hafði
heimilað stjórn að gripa til
þessarar aðgerðar.
Ekki sagði Hafsteinn að þetta
hefði veriðað neinu leytiákveðið i
sarnráði við önnur verkalýðsfélög
eystra heldur eingöngu þar á
Seyðisfirði. 1 Verkalýðsfélaginu
eru nú um 250 manns en sjálf
framkvæmdin mun ekki leiða til
atvinnutaps nema 10-15 manna.
Miklar birgðir loðnu-
mjöls og lýsis.
Ctflutningsbannið mun einkum
snerta fisk i frystigeymslum
frystihússins sem eru sneisafull-
ar svo og útflutning á loðnumjöli
og lýsi, enóhemjumagn af þvi
biður lestunar á Seyðisfirði.
Blaðamaður spurði Hafsteinn
hvort sérstök ályktun hefði verið
gerð i félaginu i tilefni af þessari
ákvörðun en svo sagði Hafsteinn
ekki vera. Hins vegar mætti eiga
von á að stjórn verkalýðsfélags-
ins endurskoðaði afstöðu sina um
þessar aðgerðir ef ákvarðanir
yrðu auglýstar af hálfu alls-
her jarsamtakanna innan
skamms eða áður en útflutnings-
bannið hefst, þann 7. nk.
AM
Dýrast fólksbill á Islandi
Þetta eru bilarnir hans Kjartans Sveinssonar. Sá til
vinstri heitir Lincoln Continental Mark V. Jubilee
og er sérstök og dálitið dýr hátíðarútgáfa af Lin-
coln. Bíll þessi kom til landsins í gær og mun dýrasti
og fínasti bíll á landi hér. Sá til hægri er gamli bíll-
inn hans Kjartans og mun verða seldur. Á baksiðu
er fréttakorn um Lincolninn. AB-mynd GEK
Fjármálaráöuneytió sækir í sig veörió:_
Fjöldi uppsagna hjá Orku-
stofnun fyllir þriðja tuginn
Sl. föstudag sagði
Alþýðublaðið frá fyrir-
ætlun Fjármálaráðuneyt-
isins um að skera niður
mannafla hjá Orkustofn-
un, án samráðs við stofn-
unina og reyndar í trássi
við Iðnaðarráðuneyti.
Blaðið hefur nú komist að
þvi að enn fleiri eru á
uppsagnarlista hjá ráðu-
neytinu og að kurr mikill
riki nú hjá starfsfólki
Orkustofnunar af þessum
sökum.
Blaðiö náði tali af Arna
Hjaltasyni einum þeirra manna
sem eru á lista yfir þá, sem ekki
fengu laun sin greidd i lok
febrúar, en mánuði áður hafði
orðiö dráttur á launagreiðslum
til nokkurra manna, sem var
leiðréttur skömmu siðar og bor-
ið við að um mistök hefði verið
að ræða. Þegar kom að launa-
greiðslu i lok febrúar, komu enn
engin launin, en þess i stað bréf
með nöfnum 18 manna, þar á
meðal Arna, sem Fjármála-
ráðuneytið ekki vildi fallast á að
greiða laun lengur. Hafði ráðn-
ingarsamningur þessa fólks,
sem var til eins árs og rann út
hinn fyrsta febrúar, þá verið
endurnýjaður á vanalegan hátt,
til eins árs i viðbót.
Fjölgar á uppsagnarlist-
anum.
Arni sagði að enn heföi borizt i
viðbót við listann með nöfnum
hinna 18, listi yfir 12 manns i
viðbót, sem Fjármálaráðuneyt-
ið vildi ekki fallast á að væri
ráðnir lengur og fjöldi þeirra,
sem þannig eiga ekkart at-
vinnuöryggi á Orkustofnun orð-
inn 30. Þessir 12 eru fólk, sem
launaö er af Orkustofnuninni
sjálfri og þvi ekki á launalista
hjá Fjármálaráðuneyti, en
ráðuneytið krafðist uppsagnar
þeirra eigi að siöur. Þessir 12
fengu að vanda laun sin greidd
af Orkustofnun, en þeir 18, sem
ekki fengu laun sin, fengu
greidd 70% launa sinna fyrir aö-
stoð Orkustofnunar og afgang,
30%, skömmu fyrir páskana.
Margt af þessu fólki tekur laun
sin i lok hvers mánaðar, en ekki
fyrirfram og var þvi tilfinnan-
lega á þeim einstaklingum brot-
ið, með þessari aðferð.
Hagsmunasamtök stofn-
uð
Sem nærri má geta er mikill
kurr i starfsmönnum vegna
þessa máls, enda er að sjá að
ekki sé miklu atvinnuöryggi
fyrir að fara á þessum stað, hjá
þeim hluta starfsliðsins, sem
ekki hefur fasta ráðningu, en
meðal þess hóps eru flestir
yngri sérfræðingar, sem varla
gætu beitt starfskunnáttu sinni
eða fengið starf þar sem hún
nyti sin á öðrum stað i bráð.
Hafa þvi verið stofnuö nokk-
urs konar hagsmunasamtök
innan stofnunarinnar, og munu
allflestir starfsmanna eiga þar
hlut að máli.
AM