Alþýðublaðið - 04.04.1978, Síða 2
2
Þriðjudagur 4. apríl '(978.
Eftir hádegi á laugardag flutti dr. Arnór Hannibalsson athyglisvert
erindi um Kennaraháskólann, menntun kennara almennt og frum-
varpið um Kennaraháskólann, sem nú liggur fyrir Alþingi. A þess-
ari mynd er Helga Einarsdóttir kennari að bjóða ráðstefnugesti vel-
komna aö loknu matarhléi á laugardag.
Um síðustu helgi var
haldiri/ á vegum Fræðslu-
nefndar Alþýðuflokksfél-
ags Reykjavikur/ ráö-
stefna um skólamál. Þátt-
takendur voru um eitt-
hundrað talsíns, allt kenn-
arar, skólastjórar og aðrir
einstaklingar sem starfa
innan f ræðslukerf isins.
Meðal þeirra, sem heim-
sóttu ráðstefnuna og tóku
þátt í umræðunum voru:
Vilhjálmur Hjálmarsson
menntamálaráðherra,
Helgi Elíasson fræðslu-
málastjóri og Baldur Jóns-
son rektor Kennaraháskóla
íslands. Einnig sóttu ráð-
stefnuna þrír starfsmenn
menntamálaráðuneytisins/
deildarstjori og fulltrúar.
A föstudagskvöld flutti
Guðmundur Magnússon fræðslu-
stjóri erindi, sem hann nefndi
„Fræðsluskrifstofur og hlutverk
þeirra — nokkur aðkallandi við-
fangsefni”.
Skólamálarádstefn
an tókst vel
— Flokkspólitísku þrasi
vísað á bug
A laugardag voru flutt þrjú er-
indi: Guðrún Helga Sederholm
tók fyrir efnið „Grunnskólinn —
framkvæmd og markmið”, dr.
Arnór Hannibalsson talaði um
„Frumvarp til laga um Kennara-
háskóla tslands”, og dr. Gylfi Þ.
Gislason ræddi um „Stefnu Jafn-
aðarmanna i Menningarmálum”.
A sunnudag voru tekin fyrir eft-
irfarandi efni: „Lánamál náms-
manna”, „Frumvarp til laga um
framhaldsskóla”, og
„Fjölbrautaskólinn, uppbygging
hans og framtið”. Ræðumenn
voru: Tryggvi Jónsson, dr. Bragi
Jósepsson, Þorkell Steinar
Ellertsson og Ingvar Asmunds-
son.
Að framsöguræðum loknum
voru almennar umræður og var
þátttaka i þeim mjög mikil og
stóðu fundir báða dagana, laug-
ardag og sunnudag allt fram á
kvöldmat.
Akveðið hefur verið að gefa út
erindin, sem flutt voru á ráðstefn-
unni. Þá hafa einnig verið settir á
laggirnar vinnuhópar til þess að
taka upp þráðinn þar sem frá var
horfið. I þessum vinnuhópum
munu starfa 7-10 kennarar i
hverjum hóp, og hafa ýmsir sem
ekki gátu komið þvi við að mæta
á ráðstefnunni óskað eftir að fá að
taka þátt i þessum störfum.
Það hefur ekki farið framhjá
neinum að þessi ráðstefna hefur
vakið mikla athygli og ekki sizt
fyrir þá sök, að öllu flokkspóli-
tizku þrasi var visað á bug og
áherzla lögð á hin raunverulegu
og efnislegu vandamál islenzkra
skólamála.
Ráðstefnugestir voru sammála
um, að nauðsynlegt væri að kenn-
arar legðu sig meira fram en ver-
ið hefur við það að hafa áhrif á
stefnumótun hinna ýmsu þátta
skólamála. Þessi ráðstefna verð-
ur þvi að teljast stórt framlag til
þess að örva kennarastéttina til
athafna.
Menntamálarábherra sótti ráð-
stefnuna bæði á föstudagskvöld
og eftir hádegi á iaugardag. Með
honum á myndinni eru dr. Gylfi
Þ. Gislason og Hörður Zóphanias-
son skólastjóri, en hann var
formaður framkvæmdanefndar
ráðstefnunnar. Auk hans voru i
framkvæmdanefnd þær Heiga
Einarsdóttir og Guðrún H. Jóns-
dóttir kennarar.
ALMENNIR
BORGARAFUNDIR
Ungt fólk með A-lista efnir til almennra borgarafunda viðsvegar um
Reykjavik á næstunni.
AUSTURBÆR, FJÆR MIÐBÆ
miðvikudaginn 5. april kl. 20.30 i kaffiteriunni Glæsibæ.
Framsögumenn: Finnur Torfi Stefánsson, Vilmundur Gylfason.
Fundarstjóri: Marias Sveinsson.
AUSTURBÆR, NÆR MIÐBÆ
fimmtudaginn 6. april kl. 20.30 i Domus Medica.
Framsögumenn: Eiður Guðnason, Jóhanna Sigurðardóttir.
Fundarstjóri: Rúnar Björgvinsson.
VESTURBÆR OG MIÐBÆR
miðvikudaginn 12. april kl. 20.30 i Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut.
Framsögumenn: Helgi Skúli Kjartansson, Vilmundur Gylfason.
Fundarstjóri: Bjarni P. Magnússon.
ÁRBÆJARHVERFI
fimmtudaginn 13. april kl. 20.30 i húsnæði Rafveitunnar við Elliðarár.
Framsögumenn: Jón H. Karlsson, Vilmundur Gylfason.
Fundarstjóri: Jón Einar Guðjónsson.
BREIÐIIOLTSHVERFI
mánudaginn 17. april kl. 20.30 i húsnæði Kjöts og fisks að Seljabraut 54.
Framsögumenn: Árni, Gunnarsson, Jóhanna Sigurðardóttir.
Fundarstjóri: Bogi Þór Siguroddsson.
Framsögumenn flytja stuttar framsöguræður, og siðan gefst fundar-
mönnum kostur á að bera fram fyrirspurnir eða stuttar athugasemdir.
Fundirnir eru opnir fyrir alla. Alþýðuflokkurinn vill ræða mál sin og sam-
félagsins sem viðast og við sem flesta hæfi.
UNGT FÓLK MEÐ A-LISTA