Alþýðublaðið - 04.04.1978, Síða 7

Alþýðublaðið - 04.04.1978, Síða 7
ppp' SKEMMUVEGUR Alþýðublaðinu þykir ástæða til að birta þessa grein sovézku APN-frétta- stofunnar/ þar eð hún gef- ur einkar eftirtektarverða mynd af stöðu kvenna i Sovétríkjunum. I henni segir meðal annars, að í Sovétríkjunum hafi menn ekki langa lengi efast um hæfileika og gáfu kvenna, og má það kallast nokkur uppgötvun. Annars koma staðhæfingar í greininni ekki alveg heim og saman við aðrar heimildir um stöðu konunnar í Sovétríkj- unum. — Þurfa sovéskar konur að taka þátt i öllum störfum til jafns við karla, þar sem þær hafa öðlast jafnrétti við þá? Konur eru helmingur vinnuafls i Sovétrikjunum. En af hverju eru þær að vinna? Finnst þjóðfélag- inu e.t.v. hagkvæmt að ráða þær til starfa, sem ekki krefjast sér- stakrar verkkunnáttu, og greiða þeim lægri laun en körlum? Ég hef lagt stund á að rannsaka störf kvenna og oft heyri ég slikar spurningar frá útlendingum, sem koma til Sovétrikjanna. Ég mun leitast við að svara þessum spurningum, bæði frá lagalegu sjónarmiði og með tilliti til stað- reynda. „1 Sovétrikjunum hafa konur og karlar jafnan rétt,” segir i 35. greinsovésku stjórnarskrárinnar. Beiting þssa réttar er tryggð, fyrst og fremst með þvi að veita konum jafna aðstöðu og körlum til menntunar, starfsþjálfunar, starfs og stöðuhækkana, með þvi að greiða sömu laun fyrir sömu vinnu, með þvi að veita þeim jafna hlutdeild i félagslegri, stjórnmálalegri og menningar- legri starfsemi, svo og með sér- stökum ráðstöfunum til vinnu- og heilsuverndar konum. í sambandi við jöfn tækifæri til menntunar er rétt að benda á það fyrst og fremst! að allir sovéskir borgarar, án tillits til kynferðis, þjóðernis eða þjóðfélagsstöðu eiga kost á að menntast. Menntun er ókeypis á öllum stigum, allt frá barnaskólum til æðri skóla. 'Stjórnskipulegur réttur allra sovéskra borgara til þess að velja sér iðn eða starf i samræmi við vilja sinn og hæffleika á sinn þátt i þvi að þorska persónuleika og sköpunargáfu kvenna. Samt er þarna ein takmörkun á. Af um 1200 höfuðstarfsgreinim, sem ungt fólk er þjálfað til, eru aðeins 975 sem standa konum opnar. Hinar eru annað hvort skaðlegar heilsu eða krefjast mikils likam- legs erfiðis og þvi hafa rikis- stjórnin og verklýðssamtökin bannað konum aðgang að þeim. A árinu 1977 þjálfuðu sovéskar starfsþjáifunarstofnanir 2.1 miljón verkafólks til hinna ýmsu starfa, þar af var þriðjungurinn konur. Meirihluti kvenna hlýtur þó starfsþjálfun. J>etta náms- þjálfunarkerfi er svo aukið og bætt með námskeiðum fyrir fólk i starfi, skólum, sem veita kennslu i sérhæfðum framleiðsluaðferð- um, og með þjálfun til sérstakra eða skyldra starfa. En konur, einkanlega mæður, hafa vart tima til þess að stunda nám eftir vinnu, þótt börn þeirra séu i gæslu á vöggustofum og á barnaheimilum. Stjórnendur fyrirtækja og fjöldasamtaka hafa þetta i huga og veita konum, sem vilja auka starfshæfni sina, sér- stök tækifæri til þess. Vélaverk- smiðjan Kransni Proletari i Moskvu, sem ég heimsótti nýver- ið, hefur þannig skipulagt framhaldsþjálfunarnámskeið fyrir konur sem eiga litil börn, sem dagnámskeið. Meðan á námstimanum stendur fá kon- urnar greidd meðaltalslaun. Hjá oliuvélaverksmiðju i Vlogograd sækja verkakonur framhalds- starfsþjálfunarnámskeið, sem hefjast tveim timum fyrir lok vaktartímans. Eitt sinn ræddi ég við hóp verkakvenna við verk- smiðju i Kiev sem framleiðir sjálfvirkar vélar, en þær höfðu áður unnið störf, sem ekki kröfð- ust starfsþjálfunar. Þær vildu læra einhverja iðngrein og hófu að sækja þriggja mánaða dag- námskeið á fullum launum. Agreiningurinn var sá, að þær lærðu vellaunaða iðn á kostnað fyrirtækisins. Mikil vélvæðing og sjálfvirkni i framleiðslunni auðveldar störf kvenna og gera það að verkum að konum bjóðastný störf i stað þess að vinnandi konum verði ofaukið. Og i Sovétrikjunum hefur ekki þekkst atvinnuleysi i langan tima. Afleiðingin er sú, að af starfsfólki rafmagnsiðnaðarins eru 52% konur og allt upp i 67% I útvarpstækjaiðnaðinum. Reglan um sömu laun fyrir sömu vinnu er i heiðri höfð i Sovétrikjunum og útborguð laun verkafólks fara sihækkandi. Arið 1977 námu útborguð laun verk- smiðju- og skrifstofufólks 155 rúblum á mánuði, eða 212 rúbí- um, ef greiðslum úr opinberum neyslusjóöum (slíkar greiðslur standa straum af ókeypis mennt- un, heilbrigðisþjónustu, o.s.frv.) eru taldar með. 55% stúdenta við sérhæfða framhaldsskóla eru konur og um það bil 50% við æðri menntastofn- anir. Tölfræðilegar upplýsingar sýna, að konum eru tryggð störf i samræmi við starfsþjálfun sina til jafns við karla. T.d. eru 59% af starfsliði æðri og sérhæfðra menntas t o f nana konur. Þriðjungur allra verkfræðinga og lögfræðinga er konur, helmingur allra tæknifræðinga og hönnuöa og 75% allra lækna og kennara. 1 Sovétrikjunum hafa menn ekki langa lengi efast um hæfi- leika og gáfur kvenna. Þær hafa i reynd tækifæri til að reyna hæfi- leika sina á sérhverju sviði, hvort heldur um er að ræða svið framleiðslu, visinda eða stjórn- unar. Konum er tryggöur starfs- frami, annars vegar með náttúr- legum gáfum þeirra, hins vegar af hinu siðferðilega andrúmslofti, er rikir i þjóðfélaginu. Við þessar aðstæður er það fullkomlega rök- rétt, að yfir 500 þúsund konur starfa sem yfirmenn á vinnustof- Frh. á 10. siðu Allterþá þrennter! NÝ SMURSTÖÐ «tó StórahíaUa í Kópavogi \m Á síðastliönu ári opnaði Esso nýja og glæsilega bensínstöð og verslun við Stórahjalla í Kópavogi. 2. Einnig var tekin ínotkun stórgóð þvottaað8taða á bifreiðum. 3. Nú laugardaginn 1. apríl kemur 8vo rúsinan, sem er ný smurstöð á sama 8tað. MEÐ ÞESSARIÞRENNINGU ERUM VIÐ STAÐRÁÐNIR ÍAÐ VEITA ÞJÓNUSTU SEM VIÐ ERUM STOLTIR AF OG GERIR ÞIG ÁNÆGÐAN. VERTU VELKOMINN Þriðjudagur 4. apríl 1978. bia£M>'Þriöjudagur 4. apríl 1978. Konur í Sovétríkjunum: Hvaða þýðingu hefur jafri- Hrydjuverkin eru alþjoðleg og baráttan gegn þeim líka Ástandið á ítalíu, og þá sérstaklega nú síðustu daga — í kjölfar ránsins á Aldó Moro, er stöðugt í kastljósi fréttamiðla. Bette de Fine Licht, f rétta- ritari danska blaðsins Aktuelt í Róm skrifaði á dögunum stutta grein um itölsk þjóðfélagsmál i blað sitt og fara stuttar endur- sagðar glefsur úr því hér á eftir. „Umræðan um það, hver standi að baki „ Rauðu her- deildarinnar" á italíu verður stöðugt ríkari af hugmyndum. Kommúnist- arnir eru sannfærðir um að það sé bandariska leyni- þjónustan, CIA, Hægri menn staðhæfa að það sé sú sovéska, KGB, og einn italskur þingmaður er viss um að það sé hægri vængur Kristilega demokrata- flokksins, sem gengið hafi i bandalag við Franz Josef Strauss. Frá Sovétrikjun- um heyrist að það séu Kín- verjar sem séu potturinn og pannan i þessu! En meðan samsæriskenning- arnar blómstra situr Aldo Moro áfram i „Fangelsi alþýðunnar". Innanríkis- ráðuneytið rannsóknarlög- reglan og herinn standa ráðalaus. Og nú hefur Rauða herdeilin enn látið til skarar skriða og skotið á fyrrum borgarstjóra í Tor- ino, Giovanni Picco, án þess þó að drepa hann og samtimis birt opinberlega yfirlýsingu. Plagg þetta er mun forvitnilegra en allar getgáturnar um það hverj- ir togi í þræðina bak við tjöldin. Plaggið er meira politískara en fyrri hlið- stæðar yfirlýsingar, og italska blaðið Avanti (kratablað) birti eftirfar- andi umsögn um það: „Það sem er sláandi er, að Rauða herdeilin getur breytt brjálæðislegri aðgerð í pólitiska og hugmyndafræðilega yfirlýs- ingu, sem er ruddaleg en samt rökfræðileg að innihaldi.” Aldo Moro er nú frammi fyrir „Dömstól alþýðunnar” og þrjár af þeim ákærum er á hann eru bornar hljóða svo: 1. Að hafa ven- ið ráðherra 1957 i rikisstjórn sem fasistar studdu. 2. Að hafa gefið sósialdemókrati- inu undir fótinn i þvi skyni aö sundra verkalýðshreyfingunni. 3. Að hafa breitt yfir de Lorenzo úr öryggisþjónustunni og valda- ránsfyrirætlanir hans á sinum tima. Þetta eru allt gamalkunnar ákærur sem hinn „hefðbundni vinstrivængur” hefur haldið á lofti gegn kristilegum demókröt- um, bæði sósialistar, kommúnist- ar og róttækir. Samt leita her- menn Rauðu herdeildarinnar ekki til „flokks Berlinguers” eða sósialista, og liklega yrði þaö til einskis. En ef til vill leita þeir til þeirra sem trúa á slagorð Ber- linguers-manna um „byltingu”, slagorð sem endað hafa i „sögu- legri málamiðlun” — sem orðið hefur mörgum efni til vonbrigða og skilið eftir autt rúm til vinstri við flokk Berlinguers. Jafnframt viðurkenna félagar RH — i fyrsta sinn i nýrri yfirlýsingu — að hlið- stætt þvi sem þýskir, israelskir og italskir sérfræðingar hjálpa itölsku lögreglunni þessa dagana, þá verði að „meta byltingaröflin i alþjóðlegu samhengi”. Það er visað til IRA, RAF, palestinu- manna og skeruliða i Suður- Ameriku. Lagt er til að öll öfl i Evrópu sem berjast vilja gegn „ófreskju heimsvaldastefnunn- ar” verði samstillt. Hingað til hefur Rauða herdeilin starfað sjálfstætt, en nú er opnuð leið fyrir „Evrópu-hryðjuverkasam- tök.” Þá er þvi fram haldið, að sam- tökin hafi „traustar rætur i italskri öreigastétt”, sem er fjarri sanni. En enginn getur sagt nema það verði raunveruleiki i framtiðinni. Rauða herdeilin vanmetur ekki þýðingu þess aö á Italiu eru „tvö samfélög”. Annars vegar skipu- lagöir verkamenn, reyndir i fag- legri og pólitiskri baráttu. Hins vegar samfélag stúdenta og at- vinnuleysingja sem á sér óljós framtiðarmarkmið. Það er áþeim slóðum sem Rauða herdeilin leit- ar sér félaga og bandamanna. Samtökin eru enn einangruð og fordæmd af samtökum sem eru lengst til vinstri á ítaliu og einnig af anarkistum. En það er ekki gefið mál að Rauða herdeilin verði einangruð lengi, ef Berlinguer-flokkurinn og Kristílegir demókratar láta gjána milli „samfélaganna tveggja” víkka áfram. Avanti skrifar einn- ig i umsögn sinni: „Við getur ekki lengur látið sem við stöndum andspænis litl- um hópi ráðalausra, einangraðra manna, sem lokaðir eru inni i eig- in fáfræði. Við lestur siðustu skeyta frá þeim fær maður — þvl miður — annað álit á þeim, og þess vegna finnst manni mátt- leysi rikisvaldsins enn meira auð- mýkjandi.” Siðasta setning skjalsins, sem Avanti talar hér um hljóðar svo: „Við heiðrum minningu félaga Lorenco Janucci og Fausto Tine- lei, sem myrtir voru af leigu- morðingjum stjórnarklikunnar.” Þessir tveir ungu menn voru skotnir á götu I Milanó á dögun- um, liklega af fasistum. Þeir voru grafnir að viðstöddum 100.000 manns, nærri þvi allir voru i yngra lagi. Meðal slagorða sem heyra mátti við útförina, var þetta: „Ekki niður með Rauðu herdeilina, ekki heldur niður með rikið”. Félagar Rauðu herdeild- arinnar vanmeta ekki þýðingu þess að safna i kring um sig slik- um fjölda manna, manna sem ekki enn eru stuðningsmenn, en gætu orðið það fyrr en siöar...” Þessari mynd af Aldo Moro við fána Rauðu herdeildarinnar var dreift til fjölmiðla, en f mörgum k itölskum dagblöðum er þvf haldið fram að myndin sé marklaus fölsun og sanni hvorki eitt eða neitt. f rétti í starfi fyrir konur?

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.