Alþýðublaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUIR 18. APRÍL ‘ 77. TBL. — 1978 — 59. ÁRG ^ • ■ Ritstjórn bladsins er til húsa í Sídumúla 11 — Sími (31)81866 — Kvöldsími frétta- vaktar (91) 81976 Allsherjarverkfall f vændum Vona að vid Vest firðingar leys- um deiluna sjálf ir — segir Pétur Sigurösson Hér voru mættir full- trúar niu verkalýðsfél- aga á fundinum á sunnu- dag og það var álit allra, að þar sem við værum orðnir á eftir Verkamannasamband- inu um aðgerðir, mundi allsherjarverkfall verða sterkasta úrræðið,” sagði Pétur Sigurðsson, formaður Alþýðusam- bánds Vestfjarða i gær, þegar blaðið átti tal af honum. Pétur sagði aö þetta allsherjar- verkfall mundi ná til 11 félaga og yrði heimildin til verkfallsins borin upp nú i vikunni. útflutn- ingsbann sagði Pétur að ekki mundi hafa komið til fram- kvæmda fyrr en eftir 10 daga i fyrsta lagi, en þá hefði verið hægt aðlosa svo um i frystigeymslum, aðekki hefði farið að gæta áhrifa bannsins, fyrr en að nokkrum mánuðum liðnum. Forsvarsmenn atvinnurekenda vestra hafa látið á sér skilja að þeim þyki kominn timi til að hef ja . viðræður, en hins vegar hefur boð um viðræðurekki komiö frá þeim enn til Alþýðusambandsins, en Pétur kvað þá sjálfa i staðinn leita eftir viðræðum innan skamms við atvinnurekendur. Allsherjarverkfallið er svo tið- tæk aðgerö að segja má aö hún þýði verkfall hvers mannsbarns á Vestfjörðum og sagðist Pétur vona að þetta yrði til þess að samningar tækjust senn, kannske fyrr en i öðrum landshlutum. —AM „ Þaö var mikið sungið í Reykjavík um helgina. Landssamband blandaðra kóra hélt þar svokallaða söngleika. Hámark þeirra var söngur tæplega 1000 manna kórs sambandsins, sem söng í Laugardalshöll á laugardal. ___________________sjá baksíðu. (AB mynd KIE) Bíræfin ávísanafalsari á ferd: Sveik tæpar 750 þús. krónur út úr tveimur bankastofnunum handtekinn á föstudagskvöld Á f östudagskvöldið handtók rannsóknarlög- regla rikisins 19 ára gaml- an pilt sem tekizt hafði að svíkja 746 þúsund krónur út úr Útvegsbanka íslands og Iðnaðarbankanum í Hafnarfirði. Pilturinn sem ekki hefur komið við sögu lögreglunn- ar áður játaði brot sitt dag- inn eftir að hann var hand- tekinn en þá var hann bú- inn að eyða mestum hluta fjárins, en lagt var hald á 200 þúsund krónur. Til þess að svikja út féð notaði pilturinn þá aðferð aö breyta tékkum sem gefnir höfðu verið út á hans nafn af Útvegsbanka Is- lands og tryggingarfélaginu Sjóvá. bann 6. april gaf Útvegs- bankinn út ávisun að upphæð 420 krónur sem siðan var seld i Iðnaðarbankanum i Hafnarfirði og hafði þá verið breytt þannig að hún hljóðaði upp á 420 þúsund krónur. Þann 15. marz s.l. gaf trygg- ingarfélagið Sjóvá út ávisun sem hljóðaði upp á 326 krónur og sendi hana piltinum. Þessari ávisun breytti hann i 326 þúsund krónur og leysti hana siöan út i útvegs- bankanum i Kópavogi. Þessi tvö mál voru send rann- sóknarlögreglunni siðast liðinn föstudag og sem fyrr segir hand- tók hún piltinn strax sama kvöld. —GEK Þessa mynd af Piper Astic vél Flugfélags Norðurlands sem maga- lenti á lsafjarðarflugvelli á laugardag, er fengin að láni úr mynda- safni Ingóifs Kristmundssonar. Magalent á ísaf jarð- arflugvelli Sjö tilboð bárust í jarðstöðina Á hádegi á laugardag magalenti lltil tveggja hreyfla vél í eigu Flug- félags Norðurlands á Isa- fjarðarflugvelli, en vélin var að koma frá Akureyri með tvo farþega innan- borðs auk flugmanns. Að sögn framkvæmdastjóra Flugfélags Norðurlands, Sigurð- ar Aðalsteinssonar er ekki enn vitað hvað olli þvi að vélin maga- lenti, en tiltölulega litlar skemmdir munu hafa orðið á vél- inni fyrir utan að skrúfublöð bognuðu. Engin meiðsl uröu á þeim sem um borð voru. Bráðabirgðaviðgerð á vélinni fer fram á Isafirði, en siðan verö- ur henni flogið til Akureyrar þar sem fullnaðarviðgerð mun fara fram. —GEK Tilboð i byggingu og tæki jarðstöðvar Póst- og sima- málastjórnarinnar voru opnuð siðast liðinn laugar- dag. Alls bárust sjö tilboð í verkið og voru þau öll frá erlendum aðilum. Munur á hæsta og lægsta tilboði var all mikill, þvi lægsta tilboðiö hljóðaði upp á 909 millj. 343 þús. kr. en hæsta tilboðið upp á 1626 millj. 641 þús. krónur. Kostnaðar- áætlun mun hafa hljóðað upp á um 1000 millj. króna. Lægsta tilboðið i verkið kom frá bandariska fyrirtækinu ITT Space Communications, en hæsta tilboöið kom frá ITOH Mitsubishi Electric Corporation. önnur fyr- irtæki sem buðu i verkið voru STS. S.p.A. á ttaliu, bandariska fyrirtækið E. System Inc. i Dallas i Texas, frá GTE, International System i Waltham i Bandarikjun- um, frá Spar Technology Limited i Kanada og að lokum frá Marconi Communication System Ltd. i Bretlandi. Gert er ráð fyrir að það taki nokkrar vikur að kanna tilboðin en stefnt er að þvi að jarðstööin komist i notkun siðari hluta árs- ins 1979. —GEK Skattafrum- vörpin lögd fram í Laust fyrir klukkan 19 i gær- kvöldi iagöi fjármáiaráöherra fram á Alþingi frumvarp sitt til skattalaga og jafnframt þvi frumvarp um staögreiöslukerfi skatta. Eftir þessum frumvörp- um hefur veriö beöiö meö tals- veröri eftirvæntingu nú um nokk- urt skeiö og takist aö afgreiöa þau sem lög frá Alþingi fyrir þinglok, er gert ráö fyrir i frumvörpunum aö lögin öölist gildi þann 1. janúar 1979. Nánar vcröur fjallaö um frum- vörpin I blaöinu á morgun. —GEK Engin svör koma enn frá Vinnuveitendum Engin svör hafa komið frá Vinnuveit- endasambandinu, vegna yi ’rlýsts boðs V erk a ma nnas a mbands íslands frá þvi fyrir helgi um að taka upp viðræður um kröfur sa mbandsfélaganna, að sögn blaðafulltrúa ASÍ. I dag bætist Húsavik i hóp þeirra félaga, sem aö útflutn- ingsbanninu standa og eru þeir staöir sem taka þátt i aðgerð- um Verkamannasambandsins þar meö orönir 24. Eins og fram kemur i frétt i blaðinu i dag eru allar horfur á að Vestfiröingar lýsi yfir alls- herjarverkfalli á næstunni, en enn er óráðið um hvað verður á Suðurnesjum. Verkamanna- sambandiö hefur sem kunnugt er skipað 8 manna samninga- nefnd, en ekki verður enn séö hvenær til hennar kasta kemur. AM

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.