Alþýðublaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 18. apríi 1978 SKOÐ U N Erna Indridadóttir skrifar: Eru húsbyggingar ópíum fyrir fólkið? „Islendingar vilja ekki leigja, þeir vilja búa i sínu eigin húsnæði”, „þeir. eru svo fjandi duglegir”, „þeir bjarga sér sjálfir”. Þetta eru setningar sem ma&ur heyrir gjarnan i um- ræðum um húsnæðismál. Og auðvitað vill enginn heilvita Islendingur sem á einhverja peninga eða getur orðið sér úti um þá , leigja eins og ástandið er á leigumarkaðnum. Leigu- húsnæði er ærið misjafnt og liggur hreint ekki á lausu. HUs- eigendur geta komist upp með allan andskotann, einmitt vegna þess að skortur er á leiguhús- næði.Það geta fylgt leigunni ýmsar kvaöir s.s. hrein- gerningar hjá hUseigandanum o.s.frv. o.s.frv.. að ekki sé nU talað um það að auðvitað má’ leigjandinn ekki gefa nema hluta af leigunni upp til skatts. Fólkið þarf kannski að borga of- fjár i fyrirframgreiöslur og þar að auki er leigan svimandi há. Ofan á þetta bætist svo að ef þú býrð i leiguhúsnæði áttu það á hættu að veröa fleygt út á götuna hvenær sem er. Það er vissara fyrir þig áður en þú tekur ibúð á leigu aö kynna þér rækilega allar fjölskyldu- aðstæður eigandans. Hvort hann á t.d. börn á giftingaraldri sem Itklegt er að séu eitthvað i þeim hugleibingum að fara að stofna heimili. En jafnvel það dugir ekki til, húsnæðislausir ættingjar eigendans geta skotið upp kollinum fyrirvaralaust og þurft á ibúðinni þinni að halda— og þér er visað á dyr. Svo það er eins gott að reyna að koma sér upp þaki yfir höfuð- ið. Strita og púla, vinna eftir- vinnu ein s og þræll og s itja siðan sællog ánægðurí eigin ibúð eftir 10 ár, með börn og magasár og fólk lætur ekki þar við sitja i þjóðfélagi þar sem peningar þess étast upp með hraða ljóssins,ogáfram skal haldið og stækkað við sig. Og um fimmtugt situr svo fólk ef vel tekst til i steinkumbalda á stærð við meðalsamkomuhús úti i sveit. Og þá eru börnin farin að heiman og byrjuð að streöa við að eignast blokkaribúðina. Það liggja sorglega mörg mannslif i allri þessari stein- steypu og miklir peningar — á öruggum stað. Það liggur lika dýrmætur timi i þessum bygg- ingum sem betur hefði verið varið i eitthvað annað t.d. það að lifa og njóta ýmissa þeirra verðmæta sem ekki verða metin til fjár. Sem betur fer fyrir vald- hafa er islenska þjóðin svo upp- tekin í húsbyggingum að hún hefur ekki einu sinni timatil að ihugsa. Og kannski er það einmitt tilgangurinn með þeirri fádæma heimskulegu húsnæðismálapólitik sem rekin er með þessari þjóð. „Trúar- brögð eru ópium fyrir fólkið” sagði eitt sinn maður að nafni Lenin. A Islandi er vei við eigandi að segja „Hús- byggingar eru ópium fyrir fólkið”. Það sem kannski gæti bjargað þjóðinni frá glötun, en allir virðast sammála um að hér sé allt á leið til fjandans að hafist yrði handa og byggt leiguhúsnæöi I stórum stil. En hingaö til hefur það nú ekki þótt þar fint að búa i bæjarhúsnæði og hálfgeröur aumingjaskapur. NU tiðkast það hjá frændum okkar á Norðurlöndum að bæjarfélögin byggja leiguhús- næði i miklum mæli og þykir þaðsjálfsagt. Bæjaribúöir þurfa ekki endilega að vera blokkir, þetta geta verið ósköp venjuleg hverfi með fjölbýlis—rað— eða jafnvel einbýlishUsum. Og ekki þurfa Islendingar að spara landrýmiö nóg er til af þvi, þó einhverra hluta vegna virðist þjóðin hafa tekið sérstöku ást- fóstri við þann byggingarstil sem felst i þvi að troða sem allra flestu fólki saman á sama staðoghelstsem hæst upp i loft- ið. Það ættu að vera sjálfsögð mannréttindi að geta bUið þægi- lega, öruggt og ódýrt en þurfa ekki að hrekjast stað úr stað algerlega á valdi duttlunga hUs- eigenda eða leggja lif sitt og Sál i járnbenta steinsteypu. NU stendur til að stofna Leigjendafélag i Reykjavik sem e.t.v. getur eitthvað þokað þessum málum áleiðis ef rétt er á haldið og á það væntanlega eftir aö koma i ljós hvern- ig til tekst þegar fram iiða timar. Ekki dugir þó aö ein- angra húsnæðismál frá öðrum þjóðfélagsmálum og liklegt að það þurfi ansi stórar og gagn- gerar breytingar á þjóðfélaginu öilu ef takast á að koma hús- næðismálunum i almennilegt horf. Þórdís Þormóðsdóttir skrifar úr leikhúsinu: ......... .........:...............:.:.:.~...■.....:.'. '.. Leikfélag Keflavikur Herbergi 213. Höf. Jök- ull Jakobsson. Leikstjóri: Þörunn Sigurðardóttir. Þegar áhugamannaleikhUs velja sér verkefni til flutnings er þeim ávallt vandi á höndum, oftast verða ofan á við valið hin- ir svokölluðu „farsar”. Bæði vegna þessað þeir þykja nokkuð öruggir með að skilja fjármun- um i kassann og svo gera þeir e.t.v. ekki eins miklarkröfur til leiks og hin „alvarlegri” verk. Svo hefur líka orðið raunin með L.K., með nokkrum velheppn- uðum undantekningum þó. Að þessu sinni hefur L.K. svo sannarlega ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Leik- rit Jökuls Jakobssonar, Her- bergi 213, getur ekki talist til hinna auðveldari verkefna. Hvorutveggja er, að verkið sjálft er margslungið og vekur spurningar sem ekki er auð- svarað, og gerir auk þess mikl- ar kröfu til leikenda. Hverskonar leikrit er Her- bergi 213? Sakamálaleikrit? Gamanleikrit? Eða absúrd nú- timaleikrit? Það lætur höfundur áhorfendum eftir að gera upp við sig. Eitt er vist að margar spurningar vakna. Hver var Pétur? Var hann i raun og veru til? Getur sú kynskipting, sem fram kemur i leikritinu, staðist á okkar timum vaxandi jafn- réttis kynjanna? Hversu langt er hægt að ganga i lygi, hræsni og sjálfsblekkingu? Eru þar engin takmörk. Persónur leiksins eru frá höf- undarins hendi mis „sterkar”, Þannig er Stella viðhald Péturs, erfið i túlkun og óljós persónu- leiki. Rósamunda Rúnarsdóttir er glæsileg á sviðinu og skilar vel erfiðu hlutverki. Hinsvegar gefur hlutverk Dóru, eiginkonu Péturs, tilefni til mikilla tilþrifa, sem Jenný Lárusdóttir, notar sér til fulln- ustu. Svo góð skil gerir hún þessari yfirborðskenndu og hé- gómlegu konu, að engan skyldi gruna að þarna færi algjör ný- liði á sviði. Táninginn i leiknum, „vand- ræðabarnið” Lovxsu yngri, leikur Hjördis Arnadóttir. Hjör- dis hefur áður sýnt að hún er efnilegur leikari. Leikur hennar er eðlilegur og blátt áfram. Anna, systir Péturs, er leikin af Mörtu Haraldsdóttur. Anna, sem kemur heim frá námi til að hjálpa fjölskyldunni i nokkra daga — sem reyndar eru svo orðin 14 ár —, er sú eina sem virðist gera sér grein fyrir þvi að til sé nokkuð sem nefnist til- vera, utan veggja þessa furöu- lega heimilis. Samt sem áöur er hún svo gegnsýrð af heimilis- bragnum, að hún tekur þátt i lokaatriðinu af mikilli innlifun. Mörtu tekst að gera þessari kúguðu konu eftirminnanleg skil. Ingibjörg Hafliðadóttir er ekki neinn nýgræðingur á svið- inu og ber leikur hennar þess glöggt vitni. Túlkun hennar á Lovisu eldri, móður Péturs, er örugg og sterk. Ingibjörg hefur fyrir löngu sýnt að hún er ein af styrkustustoðumL.K., ogmunu margir minnast leiks hennar sem Beete Brian I leikritinu „Rætur” eftir Arnold Weske, sem L.K. sýndi fyrir nokkrum árum. Karlmanninn i leiknum og e.t.v. erfiðasta hlutverkið, leik- ur svo Steinar Geirdal. Setin- armun ekki hafa leikið áður hjá L.K., en með honum hefur félaginubæztkraftursem akkur er I . Framsögn hans i upphafi leiksins var e.t.v. dálitið ó- örugg, en lagðaðist þegar frá leið. Bezt tókst honum þó upp þegar mest á reyndi. Þáttur leikstjórans, Þórunnar Sigurðardóttur I sýningunni er óumdeilanlega stór. Slík áhrif sem tókst að ná fram með jafn- góðum og hnökralitlum leik, hlýtur að vera vandasamt verk, þegar um er að ræða misjafn- lega sviðsvana áhugaleikara. Sérstaka athygli vakti hin smekklega sviðsmynd sem Þór- unn mun eiga stóran þátt i, ásamt óskari Jónssyni og Arna Ólafssyni. Ég minnist þess ekki að hafa séð hjá L.K. slikt sam- ræmi lita, þ.e. I húsbúnaöi og klæðnaði leikenda, sem raun ber vitni. A það, ásamt smekk- legri lýsingu, sinn stóra þátt i þeim heildaráhrifum sem náö- ust fram i sýningunni. Égvil að endingu óska Leik- félagi Keflavikur til hamingju með velheppnaða sýningu, sem er félaginu til mikils sóma. Þórdis Þornióðsdóttir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.