Alþýðublaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 3
£>riðjudagur 18. apríl 1978
Stangaveidifélagsmenn hyggja
á góða veiði í sumar
Leyfi löngu upp-
seld í Elliðaánum
Erlendir veiðimenn greiða
75 þúsund fyrir einn dag
i gær hringdum við til
Friðriks Stefánssonar,
framkvæmdastjóra
Stangaveiðifélags
Reykjavíkur og spurðum
hann í hvaða ám félags-
menn mundu helzt
spreyta sig á þessu sumri
og hver daggj^ld væru
fyrir veiðileyfin.
Friðrik sagði að árnar væru
aö mestu þær sömu og i fyrra,
en Stangaveiðifél. Reykjavikur
selur félagsmönnum sinum
veiðileyfi i eftirtöldum ám:
Elliöaánum, Leirvogsá, Grimsá
i Lundarreykjadal, Norðurá i
Borgarfirði, Flókadalsá i Haga-
nesvik, i Breiödalsá og i Stóru-
Laxá i Hreppum. Loks er verið
að rækta lax á tveim svæðum, á
Lagarfljótssvæöinu og f Tungu-
fljóti i Biskupstungum.
Leyfin kosta mjög misjafn-
lega mikið, i Elliöaánum er
gjaldið fyrir hálfan dag 8.800 kr.
og 10-16 þús. i Leirvogsá, fyrir
heilan dag. 1 Grimsá og i
Noröurá mun dagurinn kosta
riflega 20 þúsund krónur, en um
7 þúsund i Flókadalsá,
Breiödalsá og i Stóru-Laxá. Að
sögn Friðriks eru leyfi til veiði i
Elliðaánum þegar uppseld, en
byrjað var að bjóöa þau fyrir
siðustu áramót. Leyfi i Leir-
vogsá munu að mestu uppseld
og i Grimsá og Norðurá eru
aðeins nokkrir dagar i
ágústmánuði. Þá mun eitthvað
laust af veiöidögum i Flóka-
dalsá og i Breiðdalsá, en þar var
mjög góð veiði siðasta sumar og
hafa menn sótzt eftir að fá leyfi
þar i ár.
Friðrik kvað menn vongóða
um árangur af veiöunum i
sumar, þvi snjór hefði verið all-
mikill á hálendi, sem gefur
ástæðu til að ætla að árnar veröi
hæfilega vatnsmiklar.
1 júli er veiðin i Grimsá og
Norðurá ekki i höndum Stanga-
veiðifélagsins, en til ráð-
stöfunar bændum og landeig-
endum, en við þessar, ár á
félagið ágæt veiðihús þar sem
allur beini er veittur.
Blaöamaður spurði Friðrik
hvert verð væri á leyfum til út-
lendinga, en af sliku hafa oft
farið hinar mestu fiskisögur.
Friðrik kvaðst að visu ekki vilja
hafa mörg orð um þau mál, sem
hvort eð væru snertu ekki hans
starfssvið, en kvaðst þó telja að
i góöum ám, þar sem veiði væri
seld i á góðum tima og með
leiðsögn, væri ekki óalgengt að
leigan væri um 300$. sem mun
nema um 75 þúsundum króna.
Mun liklegt aö þetta kunni að
eiga við Laxá nyrðra, og ár þær,
sem i Húnaflóann falla Vatns-
dalsá, Viöidalsá, og Miðfjarðar-
á.
1 Stangaveiðifélagi Reykja-
vikur eru nú um það bil 13
hundruð félagsmenn og sagði
Friörik aö mestur hluti þeirra
hefði gott samband viö félagið
og hefðu leyfin selzt mjög vel
nú.
í stjórn félagsins nú eru:
Magnús ólafsson, formaður og
Karl Ómar Jónsson, vara-
formaður. Aðrir i aöalstjórn eru
Eyþór Sigmundsson, Þórður
Jónsson og Karl Guðmundsson.
Varastjórn skipa: Runólfur
Heydal, Sverrir Þorsteinsson og
Ólafur G. Karlsson.
Blað Stangaveiðifélagsins,
Veiðimaðurinn, er væntanlegt
innan fárra daga, en það kemur
vanalega út tvisvar á ári.
Stangaveiðifélag Reykjavikur
er stofnað árið 1939 og var fyrsti
formaður þess, Gunnar Bene-
diktsson, lögfræöingur. A
félagið þvi merkisafmæli á
næsta ári, verður 40 ára, og
kvað Friðrik að þess mundi þá
minnzt á veglegan hátt.
AM
Hvenær er tími
sumarhjólbarð-
anna kominn?
„Mér þykir það
varhugavert, svo ekki sé
meira sagt, þegar
gatnamálastjórinn lætur
þau boð út ganga til
fólks, að það hraði sér
sem mest að koma
sumarhjólbörðum undir
bila sina,” sagði Sigfús
Bjarnason, sem hringdi
til blaðsins á föstudag,
þegar snjór lá yfir öllu
og krap á götum.
Sigfús sagði að hann hefði séð
dæmi um árekstra og óhöpp bif-
reiða þá um daginn, sem orsakazt
hefðu af þvi, aö menn voru ekki
búnir til aksturs i snjó. Sjálfur
kvaðst hann hafa keöjur til taks,
ef slikt færi yrði á götum undir
vor, en kvaðst kominn á þann
aldur að ekki væri auðhlaupiö
fyrir sig að koma þeim undir og
var viss um að svo væri meö
marga, auk þess sem eflaust ætti
minni hluti bifreiðareigenda
keðjur undir vagna sina. Sigfús
kvaðst þvi þeirrar skoðunar að
yfirvöld gatnamála ættu að sýna
meiri biðlund en þetta þvi lengi
væri snjóa og háiku von i
Reykjavik, fram á vorið.
il
Rauöagnúpsstrandid vid Raufarhöfn
„Helzfta lausnin hrá-
efni ad ausftan eða
annað skip
f f
„Helzta lausnin á at-
vinnuleysisástandi því er
skapast mun hér á
staðnum, ■ eftir strand
togarans Rauðagnúps ÞH
160, er annaðhvort að fá
hráefni annarsstaðar í
frá og þá helzt að austan;
eða þá að reynt verði að
fá annað skip í stað
Rauðagnúps." Sagöi
Sveinn Eiðsson sveitar-
stjóri á Raufarhöfn þá er
blaðamaður hafði sam-
band við hann í gær.
Hætta er á að um 80
manns munu standa uppi
atvinnulausir innan
skamms leysist ekki sá
vandi er nú steðjar að
Raufarhafnarbúum, eft-
ir strand eins helzta at-
vinnutækis þeirra togar-
ans Rauðagnúps. Sem
betur fer er ennþá nægi-
leg atvinna fyrir hendi á
Raufarhöfn, en Rauði-
gnúpur var nýkominn inn
með fullfermi þá er hann
strandaði s.l. miðvikudag
i mynni Deildarár
skammt sunnan við
Raufarhöfn. Enn er verið
að vinna úr hráefni
þessu.
Að sögn Sveins Eiðssonar
mun þegar hafa verið leitað eft-
ir hráefni til fiskvinnslu á
Raufarhöfn frá Austfjöröum.
Sveinn kvaðst hafa haft sam-
band við Fáskrúðsfirðinga og
höföu þeir ekki talið óliklegt að
hráefnisaflendur þeirra gætu
landað nokkru á Raufarhöfn.
Hann sagöi og þá Austfirðinga
hafa veitt vel til þessa og þvi lik-
legt að þeir mættu sjá af nokkr-
um afla til vinnslu á Raufar-
höfn.
Togarinn Rauðignúpur mun
hafa orðið öllu atvinnulifi mjög
til eflingar á Raufarhöfn þá er
hann var keyptur þangað 1973.
Aður haföi verið við árstiða-
bundið atvinnuleysi að glima.
En eftir tilkomu togarans heföi
fólk jafnvel tekiö að flytjast til
Raufarhafnar. Sem dæmis má
geta að ibúar þorpsins voru i
fyrra, á sama tima, um 490 að
tölu en eru nú á milli 510 og 520.
Af þessum eru 2-300 vinnufær-
ir, en um 80 þeirra missa at-
vinnuna komi engar bætur fyrir
Rauöagnúp. Mega þeir þá sætta
sig viö að lifa af atvinnuleysis-
bótum þar til úr rætist, en bætur
þær munu treglega nægja
mönnum til framfæris aö sögn
Sveins sveitarstjóra.
Skemmdir urðu töluverðar á
Rauðagnúp viö strandiö, stjórn-
borö skemmdust, vélarundir-
stööur skekktust o.s.frv. Við-
gerðin mun þvi geta tekið 3-4
mánuði, áætlaði Sveinn sem
lágmark. En þaö mun að visu
fara nokkuö eftir þvi hvar við
togarann fæst viðgerö, hér á
landi eða erlendis. Viðgerö hér-
lendis mun taka nokkru lengri
tima. Skemmdir uröu talsverð-
ar þá er Rauðignúpur var dreg-
inn á flot af togaranum Sléttbak
og varðskipinu Þór. En tengja
varö dráttartaug við stefni tog-
arans þar eð þaö visaði á land
upp og var skipinu siðan snúið
við, eiginlega hálfu á landi, áöur
en það var dregiö á flot. Til
þessa ráðs var gripið þar eð lik-
Frh. á 10. siðu
Taktu
forskot á sæluna
....og sumarið heilsar þegar þú kemur heim!
Það er komið sumar
í sólarlöndum þegar
Samvinnuferðir senda
fyrstu farþega sína
þangað i maí.
Hvers vegna ekki að
taka forskot á sæluna,
lengja sumarið um
nokkrar vikur og láta
svo íslenskt sumar-
veður taka á móti sér
við heimkomuna?
-j-r- -
COSTA DEL SOL 13. OG 28. MAÍ
JÚGÓSLAVÍA 17. MAÍ
HA GSTÆÐUSTU KJÖRIN
s
Æjmjfáf,
LANDSÝN
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 16
SÍMI28899
TSamvinnu-
fertir
AUSTURSTRÆTI 12 SIMI 27077