Alþýðublaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 2
Hótel Loftleiðir:
Þriðjudagur 18. apríl 1978
Búlgörsk vika hófst í gær
í gær hófst „búlgörsk
vika” að Hótel Loft-
leiðum, og voru blaða-
menn kvaddir á vett-
vang til að verða vitni
að þessum atburði og
væntanlega kunngjöra
hann þjóðinni. Tekið
var á móti blaðamönn-
um á búlgarskan hátt
með brauði, salti og
vini og voru móttök-
urnar svo höfðinglegar
að við lá að blaðamenn
gleymdu til hvers þeir
voru þangað komnir.
Þaö eru Balkan Air, Flugleiö-
ir, Balkan Tourist og Feröa-
skrifstofa Kjartans Helgasonar
sem aö þessari bUlgörsku viku
standa.
Sendiherra búlgara á Islandi
Dimitar Viatchev en hann hefur
aösetur i Osló, bauö menn vel-
komna og kynnti i stórum drátt-
um feröamál Búlgariu en þar
hefur feröamannastraumurinn
aukizt gifurlega siöustu tvo ára-
tugi. Búlgarir hafa lika gert sitt
bezta til aö gera aöstööu feröa-
manna sem allra þægilegasta
og byggt hótel i stórum stil jafnt
viöstrendur sem upp til fjalla.
Taldi hann aukin feröamanna-
samskipti milli tslands og Búl-
gariu auka tengslin milli þjóö-
anna á ýmsum sviöum og efla
vináttu þeirra.
I Búlgariu er milt loftslag,
góöar strendur og upp til fjalla
geta menn komizt á skiöi ef þeir
hafa áhuga á. Frá hótelunum er
hægt aö komast i feröir út á
landsbyggöina þar sem fóiki
gefst tækifæri til aö kynnast
nánar landinu, þjóðinni og at-
vinnulifi hennar. Frá Búlgariu
er einnig hægt aö komast i feröir
til Istanbúl og fá smjörþefinn af
kynngimagni Austurlanda.
Reiknaö er meö aö um 800 Is-
lendingar muni fara til Búlgaríu
á þessu ári. Fyrsta ferðin var
farin um páskana og munu
Búlgariuferöirnar standa fram I
september. Frá Islandi er flogið
annaö hvort til Kaupmanna-
hafnareöa Stokkhólms og siðan
flytur Balkan Air farþegana
áfram til Búlgariu. Búlgarski
sendiherrann mælti eindregiö
meö Varna hótelinu sem er
skammt fyrir utan samnefnda
borg. Kvaö sendiherrann þetta
hótel uppfyllla kröfur Skandin-
ava um öll þægindi og þá vænt-
anlega einnig Islendinga. Gjald-
miöillinn i Búlgariu nefnist leva
og jafngildir ein leva 185.00 Is-
lenzkum krónum. Þarna mun
vera á boöstólum margvisleg-
ur varningur sem gleöur auga
feröamannsins, bæöi I venjuleg-
um verzlunum og sérverzlunum
sem taka viö erlendum gjald-
eyri. Ætti þvi engan, sem leggur
leiö sina til Búlgariu I sumarfri-
inu, aö skorta neitt, svo framar-
lega sem hann á nóg af pening-
um. Verð Búlgaríuferöanna er
frá 135.000 fsl. króna og upp I
185.000. Veröiö fer aö sjálfsögöu
eftir gæðum hótelanna
„Búlgarska vikan” mun
standa yfir fram á sunnudags-
kvöld. Búlgarskur matur veröur
á boöstólum daglega, en þrir
búlgarskir kokkar sjá um aö
hann veröi eins ekta búlgarskur
og framast er unnt. Þarna geta
þvi Reykvikingar fengiö sér I
svanginn og sannfærzt um ágæti
búlgarskrar matargeröar. Þá
munu einnig búlgarskir lista-
menn sýna þarna þjóödansa
klæddir þjóöbúningum lands
sins og eru þeir mjög fallegir
eins og lesendur geta séö á meö-
fylgjandi mynd.
sammála
Sameinast
flugmenn?
Þegar Flugfélag Islands
og Loftleiðir sameinuðust í
eitt fyrirtæki fyrir 5 árum
siðan, gerðist allt starfslið
þessara fyrirtækja starfs-
menn Flugleiða hf. að
flugmönnum undanskild-
um Flugmenn héldu hefð-
bundinni skiptingu sinni í
flugmenn Loftleiða annars
vegar og flugmenn Flugfé-
lags íslands hins vegar.
Yfirstjórn flugvélanna
hélt einnig áfram að vera í
Embætti
vararann-
reglustjóra
veitt
t gær veitti forseti tslands aö tit-
lögu dómsmálaráöherra, Þóri
Oddssyni aöalfulltrúa I Reykja-
vik, embætti vararannsóknarlög-
reglustjóra rikisins frá 15. aprii
1978 aö telja.
höndum þessara tveggja
aðila.
Flugmenn hafa einnig tvö stétt-
arfélög, Félag islenzkra atvinnu-
flugmanna og Félag Loftleiöa-
flugmanna. Þetta hefur valdiö
sundrung innan félagsins og hefur
nú stjórn Flugleiöa hf. ákveðiö aö
félagið skuli taka yfir allan rekst-
ur flugvélanna og flugmenn skuli
nú allir veröa starfsmenn þess.
Og þar stendur hnifurinn i kúnni,
vegna þess að flugmenn eru ekki
alveg á þvi aö slá sér saman. Fé-
lög þeirra hafa mismunandi
starfsaldursreglur sem þyrfti þá
að samræma og eru ekki allir á
eitt sáttir með þaö. Félag
islenzkra atvinnuflugmanna er þó
jákvæöara en Félag Loftleiöa-
flugmanna, enda hlýtur það aö
vera eðlileg þróun aö Flugleiöir
hafi öll mál félagsins á sinni
könnu og jafnvel þó fyrr heföi
veriö. Hefur Stjórn Flugleiöa
heitið flugmönnum aöstoö og
stuöningi svo takast megi að
leysa máliö á sem farsælastan
hátt. Kemur jafnvel til greina aö
stéttabræöur flugmanna erlendis,
aöstoði þá viö aö samræma
starfsaldursreglur sinar. Stjórnin
er algerlega sammála i þessu
máli og telur þessa ákvöröun
vera islenzkum flugmálum til
framdráttar og viðgangs. jj.I.
1978
19. - 24. apríl
Glens og gaman
á Húnavökunni
Hin árlega Húnavaka
verður haldin í næstu viku,
og hefst nánar tiltekið í Fé-
lagsheimilinu á Blönduósi
siðasta vetrardag.
Að vanda munu menn
gera sér margt til gamans.
Verða t.d. sýnd þrjú leik-
rit, auk styttri leikþátta,
karlakór syngur, hagyrð-
ingar kveða og lúðrasveit
leikur. Erindi verða nokk-
ur flutt og eftirherma
bregður sér í gervi nokk-
urra þekktra Islendinga.
Kvikmyndasýningar veröa að
þessu sinni á Húnavöku og veröa
sýndar þrjár kvikmyndir. Dans-
leikir verða haldnir þrjú kvöld
vökunnar og veröur það hljóm-
sveitin Alfa Beta sem skemmtir
gestum. Loks er ótalin sú ný-
breytni, að málverkasýning verð-
ur sett upp fyrir vökuna. Verður
hún opin fjóra daga, en Húnavök-
unni lýkur mánudaginn 24. april.
Danska í útvarpi og sjónvarpi
Á fundi utanrikis-
ráðherra íslands og
Danmerkur bar
Einar Ágústsson fram
þá tillögu i samráði við
Vilhiálm Hjálmarsson
menntamálaráðherra,
varðandi aukin menn-
ingartengsl milli land-
anna, að stofnuð yrði
nefnd skipuð fulltrúum
utanrikisráðuneyta og
menntamálaráðuneyta
landanna, 1 frá hverju
ráðuneyti, er fjalla
skyldi um fyrirkomulag
dönskukennslu i útvarpi
og sjónvarpi á íslandi i
samráði við fulltrúa há-
skóla, útvarps og sjón-
varos.
Varð samkomulag um
að koma á fót samvinnu-
nefnd þessari svo og að
fyrsti fundur hennar
skyldi haldinn i Reykja-
vik.
Sumarglaðningur f rá Rit-
höf undasambandi íslands
Siðasta vetrardag efnir
Rithöfundasamband Is-
lands til bóksölu á
Bernhöftstorf unni. Þar
verða seldar bækur áritað-
ar af höfundum og eru þær
innpakkaðar, svo enginn
veit hvaða bók hann hreppir.
Kostar hver pakki 2000
krónur, og er úrval tölu-
vert þar sem flestir bóka-
útgefendur á landinu hafa
gefið nýjar eða nýlegar
bækur.
Bóksölur sem þessi hafa
veriö haldnar tvisvar áður,
og notið allverulegra vin-
sælda. Ágóðinn sem af
þeim verður, rennur
óskiptur til Rithöfunda-
sambands Islands.