Alþýðublaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 18. apríl 1978 Utanríkismálanefnd Alþingis hefur nú starfad í 50 ár — og haldið 505 fundi Þórarinn Þórarinsson, núverandi formaöur utanrfkismálanefndar Alþingis. Hinn 16. apríl 1978 voru 50 ár liðin frá stofnun utanríkismálanefndar Alþingis. I lögum um breytingu á lögum um þingsköp Alþingís, sem staðfest voru 22. mars 1928, var mælt svo fyrir að Sam- einað Alþingi skuli í byrj- un hvers þings kjósa fastanefnd, er nefnist utanriksimálanefnd skipuð 7 mönnum og skuli vísa til hennar öllum utanrikismálum og þeim öðrum málum, sem Sam- einað Alþingi eða önnur hvor þingdeild ákveði. Þá segir, aö utanríkismála- nefnd starfi einnig milli þinga og skuli ráðuneytið ávallt bera undir hana slík mál, sem fyrir koma milli þinga. Þessi ákvæði um utanríkis- málanefnd hafa efnislega hald- ist óbreytt. t gildandi ákvæöum, 2. gr. laga nr. 54 29. mai 1972, segir að á 2. fundi Sameinaðs Alþingis skuli kjósa 7 menn i utanrikismálanefnd og 7 til vara, að til nefndarinnar skuli visa utanrikismálum, svo og að utanrikismálanefnd starfi einn- ig milli þinga og sé rikisstjórn- inni til ráðuneytis um meiri háttar utanrikismál, enda skuli rikisstjórnin ávallt bera undir hana slik mál jafnt milli þinga sem á þingtima. Utanrikismálanefnd var fyrst kosin á fundi Sameinaös Alþingis 16. april 1928. Hélt nefndin fyrsta fund sinn samdægurs og kaus þá formann og ritara. Var nefndin þannig skipuð: Benedikt Sveinsson, formaöur Asgeir Ásgeirsson, ritari Bjarni Asgeirsson Jón Þorláksson Sigurður Eggerz Ólafur Thors Héðinn Valdimarsson. í upphafi sat forsætisráöherra fundi utanrikismálanefndar, enda fjallaði hann lengsta af um utanrikismálefni tslands þar til stofnaö var embætti utanrikis- ráðherra, er tsland tók að öllu leyti i eigin hendur meöferö utanrikismála sinna eftir hertöku Danmerkur i heims- styrjöldinni siðari. Siðan situr utanrikisráðherra að jafnaði fundi nefndarinnar. Það fer eft- ir eðli og mikilvægi máls, hvort forsætisráðherra eða aðrir ráð- herrar sæki fundi. Geta má þess að sendiherrar tslands erlendis hafa komið á fund i utanrikismálanefnd þeg- ar þeir eru staddir hérlendis og gera þá grein fyrir ýmsum þeim málefnum, er snerta starf þeirra. Hefur þessi háttur færst i vöxt á siðari árum. Þá hafa ýmsir aðrir aðilar stundum ver- ið kvaddir til funda i nefndinni til ráðuneytis, svo sem dómarar Hæstaréttar, þjóðréttar- fræðingar og aðrir sérfræðing- ar. Fulltrúi forstætisráðherra tók á árinu 1929 við ritarastörfum fyrir nefndina, en siðan utan- rikisráöuneytið var stofnað hef- ur ráðuneytisstjóri þess haft þau störf með höndum. Sitja þannig utanrikisráðherra og ráðuneytisstjóri hans að jafnaði alla fundi utanrikismálanefnd- ar. Alls hefur utanriksimála- nefnd haldið 505 fundi. t þessu sambandi skal þess getið að á árunum 1950—55 starfaði þriggja manna nefnd, kosin af utanrikismálanefnd, rikis- stjórninni til ráöuneytis um utanrikismál. A þeim tima voru sárafáir fundir haldnir i sjálfri utanrikismálanefnd. A siöari árum hefur land- helgismálið verið mjög til um- ræðu i nefnd og þá alloft haldnir sameiginlegir fundir utanrikis- málanefndar og landhelgis- nefndar undir forsæti formanns utanrikismálanefndar. Hafa þá forsætisráðherra og sjávarút- vegsráðherra sótt fundi auk utanrikisráðherra. Þessir alþingismenn eiga nú sæti í utanriksismálanefnd: Þórarinn Þórarinsson, formaður Jóhann Hafstein, varaformaöur Friöjón Þórðarson, skrifari Gils Guömundsson Tómas Arnason Guðmundur H. Garðarsson Gylfi Þ. Gislason Varamenn i utanriksimála- nefnd eru: Ragnhildur Helgadóttir Steingrimur Hermannsson Eyjólfur Konráð Jónsson Magnús Kjartansson Ingvar Gislason PéturSigurðsson Benedikt Gröndal Samkvæmt boði utan- rikismálanefndar hefur Magnús T. ólafsson alþingismaður sótt fundi nefndarinnar undanfarið kjörtimabil. Ritari utanrikismálanefndar er Henrik Sv. Björnsson, ráðuneytisstjóri. Þess má geta að núverandi formaður, Þórarinn Þórarins- son, hefur stjórnað 102 fundum af þeim 505 fundum er áður greinir, en hann hefur haft á hendi formennsku i nefndinni óslitið siðan i október 1971. Frá aðalfundi Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrénnis: innstæðuaukning meiri en nokkru sinni fyrr í sögu sparisjóðsins Heildarútlán jukust um 37% og eru lánþegar 5000 Sparisjóður Reykja- vikur og nágrennis hélt aðalfund sinn laugar- daginn 8. april s.l. Stjórnarformaður Jón G. Tómasson, hrl. flutti skýrslu stjórnarinnar fyrir liöið starfsár og Baldvin Tryggvason, sparisjóðsstjóri iagði fram og skýrði ársreikn- inga sparisjóðsins. Innstæðuaukning varð á árinu meiri en nokkru sinni fyrr i sögu spari- sjóðsins eða 48.1% en það er um 5.2% meiri aukning en almennt gerðist i bankakerfinu. Heildarinnstæður juk- ust úr 1426 millj. kr. i 2.113 millj. kr. eða um 687 millj. kr. og er það helmingi meiri aukning en á næsta ári á undan. Hafa innstæður i spari- sjóðnum þá nærri tvö- faldast á tveimur árum. Hlutfallslega hefur aukningin orðið mest á vaxtaaukareikningum og ávisanareikningum, enda hefur fjöldi þeirra, sem stofnað hafa ávis- anareikninga við spari- sjóðinn vaxið um tæp- lega 100% á siðustu 18 mánuðum. Heildarútlán Spari- sjóðs Reykjavikur og nágrennis jukust um 37% á árinu og voru i árslok kr. 1.461 millj. kr. ÍJm það bil 1000 ný lán voru veitt á árinu og i árslok voru lánþegar sparisjóðsins orðnir um 5000 talsins. Meginhluti lánveit- inga sparisjóðsins eru lán út á eldri og nýrri i- búðir i Reykjavik, Selt- jarnarnesi og Kópavogi, en hér eftir verða lán einnig veitt út á ibúðir i Garðabæ og Mosfells- hreppi. Þeir, sem hafa reglu- bundin innlánsviðskipti við sparisjóðinn sitja fyrir lánveitingum, en þær nema nú 2000 kr. á rúmmetra i hinni veð- settu eign og eru til allt að 5 ára. Einnig kaupir spari- sjóðurinn minni óveð- tryggða vixla til skemmri tima af við- skiptavinum sinum. Staða sparisjóðsins við Seðlabanka íslands var mjög góð og i árslok nam innstæða á við- skiptareikningi kr. 207.7 millj. Á árinu lenti sparisjóðurinn aldrei i yfirdrætti hjá Seðla- bankanum fremur en áður. Bundið fé sjóðsins I Seðlabankanum jókst úr 303.6 millj. i kr. 441.6 millj. kr. eða um 45.4%. Þannig námu heildar- innstæður sparisjóðsins i Seðlabankanum kr. 649.4 millj. i árslok 1977. Heildartekjur sjóðsins jukust um kr. 124.2 millj. eða 56.4% en vaxtagjöld hækkuðu um 81 millj. kr. eða 49.2%. Brúttórekstrarhagn- aður sparisjóðsins varð meiri en nokkru sinni fyrr og um tvöfallt betri en árið á undan. Alls nam rekstrarhagnaður kr. 37.9 millj. en það samsvarar 11% af heild- artekjum sparisjóðsins á árinu. Varasjóður nemur 106.2 millj. kr., en þá er fasteign sjóðsins bók- færð á kr. 25 millj. Ef miðað er við brunabóta- mat hússins að Skóla- vörðustig 11 og fast- eignamat lóðarinnar má telja hreina eign spari- sjöðsins a.m.k. kr. 375 millj. Á fundinum kom fram, að Ásgeir Bjarna- son, framkvæmdastjóri, sem setið hefur i stjórn Frh. á 10. siðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.