Alþýðublaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 18. aprfl 1978
9
Eyðisandaráp
í þrjátíu ár!
Eins og bögglað roð!
Þegar gamli Skugga-Sveinn
var að gera upp reikninga sina
við lifiö og tilveruna i sam-
nefndu leikriti Matthiasar lætur
skáldið brjótast úr hugarfylgsn-
um hans þessa stöku. „Biblian
er sem bögglað roð fyrir brjósti
minu. Lærði ég hana alla i einu,
ei þó kæmi að gagni neinu”!
Greinilegt er, að ýmsir af á-
hangendum ritningar Stalins
hér á Islandi eru teknir að
brjóta til mergjar lifsgátu sina
og fer likt og gamla Sveinka, að
þeir ganga með hið bögglaða
roð trúarlærdóma sinna fyrir
brjóstínu! Og þeim er alls ekki
rótt.
Hvað, sem annars er um
gamla Svein að segja var hann
engin karlkerling. Fram i rauð-
an dauðann hélt hann þeirri
reisn, að forherðast við hvert á-
fall!
Þetta er drjúgum meira en
sagt verður um ýmsa af skrif-
finnum Alþýðubandalagsins nú,
þó ef til vill skilji minna á milli
Sveinka og þeirra um viljann.
Skal það raunar ekki rætt ýtar-
lega að sinni.
En tilefni þessara hugleiðinga
er forystugrein Þjóöviljans á
sunnudaginn, sem telja verður
að sé eftir verðandi fánasvein
flokksins i höfuöborginni i næstu
kosningum — þaö er að segja ef
hesturinn fælist ekki!
Kommúnistar og sporgöngu-
menn þeirrahafa löngum viljaö
láta lita svoút, að þeir væru hin-
ir einu sönnu landvarnarmenn,
sem birzt hefur i áratuga fimb-
ulfambi þeirra um andstöðu við
Atlantshafsbandalagiö og svo-
kallaða herstöð.
Þetta hefur gefið þeim tilefni
til allskonar þjóðrembu fluttri i
ræðu og riti i tima og ótima.
Þegar svo hefur komiö til kast-
anna, hefur minna oröið Ur en
ætla hefði mátt, borið saman við
allan malandann.
Tvivegis hafa þessir veslings
menn tekið þátt I rikisstjórnum,
og það undarlega hefur skeð, aö
þetta mikla hjartans mál hefur
einhvern veginn bögglast svo
fyrir brjóstum þeirra, að fram-
kvæmdir hafa staðið á frost-
marki!
Þar af stafar kerlingagrátur
Svavars Gestssonar á sunnu-
daginn var, sem nú, skal nokkuð
ræddur.
Litill vafi er á, að þótt Islend-
ingar vilji gjarnan njóta þess
öryggis, sem Atlanzhafsbanda-
lagið veitir, er miklum fjölda
manna i öllum flokkum einkar
ógeðfellt að hafa hér erlendan
her.
Menn hafa samt ekki fundið
flöt á, hvernig ná skyldi þvi
marki að herinn hyrfi af landi
brott en landið væri þó i banda-
lagi við vestræn lýðræðisriki um
varnir.
Ofstopi trúbræðra Svavars
hefurekkiliðkaðþað mál, og Iit-
ill vafi getur leikið á að það á
nokkra sök á þvi, að meðal ann-
ars vegna innantóms kjafta-
flapurs þeirra, hefur ekki skap-
azt nein samstæð fjöldahreyf-
ing, til þess aö leysa þessi mál.
Tilburðum þessa sértrúar-
flokks verður varla fremur viö
annaö jafnaö en uppþotsins á
Hegranesþingi forðum á dögum
Krók Alfs.
Við eigum nokkuö meitlaöa
lýsingu áfornum sögum af þeim
atburðum. „Lausingjar og
strákar” lömdu þar á skildi og
höfðu uppi aöra háreysti! Ar-
angurinn var auðvitað i sam-
ræmi við aögerðirnar, svo sem
hér hefur oröið. Þvi miður er
þaðekki I fyrsta sinn, sem jafn-
vel ágætustu mál hafa orðiö að
gjalda þess, að kálfalega var að
þeim unnið.
En svo skulum við þá taka þaö
inni dæmið, að það getur svo
sem vel verið , að ég og aðrir
„vondir kratar” ætli komma-
skinnunum verri hlut en efni
standa til. Hversvegna ekki að
trúa þvi, að barátta þeirra sé
bara sprottin af fúllri einlægni?
Gæti afstaða þeirri ekki mót-
ast af rótgróinni andstyggð á
öllu hernaðarbrölti?
Já, máske það eigi nú eftir að
koma upp á diskinn!
Væri þá ekki rétt að minnast
orða andlegrafósturfeöra Svav-
ars og fleiri? Ekki fannst
Brynjólfi — á sinum tíma — það
annað en sjálfsagður hlutur, að
hér á tslandi mætti skjóta án
miskunnar, ef það kæmi Sovét-
mönnum að haldi! Varla hefur
hann átt við, að skotmörkin ættu
að vera aðeins vegamerki eða
ein an g run ar kúlur!
Og vildi ekki Einar Olgeirsson
vinna það til, að segja Þjóðverj-
um og Japönum strið á hendur,
til þess að fá aðgöngumiða að
San Francisco ráðstefnunni?!
Auðvitað er Svavar Gestsson
ekki sá sami og þessir stórhöfö-
ingjar. En bregður þó ekki
fjórðungi til fósturs?
Það er beinlinis broslegt, ef
þeir Þjóðviljamenn láta sig nú
dreyma um, aö nokkur heilvita
maður taki það alvarlega, þó
Alþýöubandalagið geri að skil-
yrði fyrir hugsanlegri þátttöku í
rikisstjórn eftir næstu kosning-
ar, aö herstöðvamálið veröi
leyst eftir kokkabókum þeirra!
Tvivegis áður siðastliðin 22 ár
hefur þetta sama verið boðað
með miklu skjaldaglamri og há-
reisti. Vist hefur hávaðinn verið
nægur. Ekki hefur á það skort.
En þegar til aðgerða hefur kom-
ið, hefur áhugi þessará manna
hjaðnað niður eins og hland-
froða, hjá þeirri vegsemd aö
bæla ráðherrastóla!
Þetta er nú allur smellurinn.
Rúsinan kemur svo i pylsu-
endanum, eins og viö mátti bú-
ast!
Það er nú hvorki meira né
minna en að heitið er á alla Al-
þýðubandalagsmenn að „nota
hvert tækifæri til að kynna mál-
staö og röksemdir herstöðva-
andstæðinga...”!
Flestum hlýtur nú að vera
spurn. Hvað hafa þessir vesa-
lingsmenn verið aö gera á
þriðja áratug? Raunar hartnær
i þrjá áratugi.
Hinn sýnilegi árangur er sá
einn, aö nokkrum sinnum hefur
verið rápaö um eyðisanda i
bókstaflegri merkingu og coca
cola drukkið óspart i tilefni af
hátiðinni!
Þetta er nú öll uppskeran af
þessu 30 ára striöi, að ef til vill
viðbættum nokkrum sárum fót-
um!
Þrjátiu ár eru náttúrulega
ekki langur timi i sögu okkar.
En sé það og hafi nokkru sinni
verið áhugamál þeirra Svavars
og Co aö losna við herinn, er
sýnt, aö fyrirgangur þeirra hef-
ur dugað skammt. Er ekki mál
til komið að breyta um vinnu-
brögð og þeirra steingeldu rök-
semdafærslu, sem hingað til
hefur reynzt haldlaus?
í HREINSKILNI SAGT Oddur A. Sigurjónsson
Stakk sér í tóma sundlaug
og rotadist!
Svaf síðan Þyrnirósarsvefn í 18 daga
uppruna, hitti nefnilega keyptu þessi þrjú sæljón
Peter Harrison, starfs- frá Suður-Ameríku og
mann hjá Benneweis af býr nú öll hersingin i
tilviljun og varð þar af Danmörku i sátt og
ást við fyrstu sýn. Hjúin samlyndi.
Það kom aldeilis fyrir
óhapp í Sirkus Benne-
weis ekki alls fyrir
löngu. sæij5n höfðu
verið flutt frá Englandi
til Danmerkur, þar sem
þau eiga að leika listir
sinar fyrir gesti og
gangandi i framtiðinni.
Þegar ferðalaginu
lauk, voru sæljónin orðin
hálf leið á öllu þessu um-
stangi, og ætlaði eitt
þeirra að fá sér ærlegan
sundsprett til að hressa
upp á útlitið. Ekki tókst
þó betur til en svo, að
sáralitið vatn var i laug-
inni og steinrotaðist
sæliónið!
Færustu dýralæknar
voru kallaðir til og töidu
þeir, að „Maxi” ætti
ekki eftir að sýna ieikni
sina, nema þá ef til vill
,,hinum megin”. Var
snillingurinn þó settur i
einangrun þar sem hann
svaf Þyrnirósarsvefni i
18 daga samfleytt.
En viti menn. Þá
rankaði „Maxi” við sér
og hefur að sögn aldrei
verið sprækari en nú. Er
hann tekinn til við að
sýna á fullu ásamt félög-
um sinum og hefur vafa-
laust ómetanlegt
aðdráttarafl fyrir
Sirkusinn.
Þvi má bæta við að
ofurlitil ástarsaga ligg-
ur á bak við komu sæ-
ljónánna til Danmerkur.
Eigandi þeirra Claire
Stiebner, ensk að
Það flokkast ekki undir iUa meðferð A dýrum, að leyfa seljónum að leika listir sfnar fyrir áhorfendur,
segir i f úrskurði danska Dómsmálaráðuneytisins, að öðru leyti er bannað að halda villtum dýrum f
dýragörðum til þess eins að láta þau hoppa og sprikia að geðþótta mannsin.
Sæijónin lifa kóngalifi f hinu nýja umhverfi. Þau fá daglega átta kfló
af nýrri síld, og auk þess vitamtntöflur.