Alþýðublaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 12
blaðiö.
Útgefandi Alþýðuflokkurinn
Ritstjórn Alþýðublaðsins er að Síðumúla 11, sfmi 81866. Auglýsingadeild
blaðsins erað Hverf isgötu 10, sími 14906 — Áskriftarsími 14900.
ÞRIÐJUDAGUR
18.ÁPRÍL 1978
Lítil saga af málum verkafólks:
Yfirmenn á Kirkjusandi
heyktusl á brottrekstrinum
— framvegis fær verkafólk að vita af yfirvinnu með góðum fyrirvara
i gærmorgun átti að
koma til framkvæmda
uppsögn tveggja verka-
kvenna í fiskverkunar-
stöð Sambands íslenzkra
samvinnufélaga á
Kirkjusandi. Önnur þess-
ara kvenna er kjörin
trúnaðarkona verka-
kvenna á staðnum. Stúlk-
unum var sagt upp fyrir-
varalaustá föstudag, þar
sem þær töldu sér ekki
fært að vinna eftirvinnu
þann tiltekna dag, heldur
einungis hinar lögboðnu 8
dagvinnustundir. Frá
upphafi þessa máls var
greint í Alþýðublaðinu á
laugardag.
Upphaflega voru það 7 konur
sem ekki töldu sér fært að vinna
eftirvinnu á föstudaginn, en 5 af
þeim létu undan hótunum yfir-
verkstjóra frystihússins um
brottrekstur. Tvær stúlkur létu
sig brottrekstrarhótunina engu
skipta, enda áttu þær brýn er-
indi að reka.
Þegar þær mættu til vinnu i
morgun höfðu stimpilkort
þeirra verið fjarlægð og var
þeim siðan gefið til kynna að
fyrirtækið æskti ekki eftir
vinnuafli þeirra framvegis.
Þegar þetta varð ljóst kváöust
starfssystur kvennanna
tveggja, um 40 talsins, leggja
niður vinnu. Yfirverkstjóri fyr-
irtækisins gaf þá i skyn, að ef af
þessu verkfalli yrði gætu kon-
urnar 40 eins tekið föggur sinar.
Hann yrði ekki i vandræðum
með að útvega nýtt starfsfólk.
Þær sættust siðan á að taka upp
vinnu að nýju, a.m.k. þar til
fulltrúar verkalýðsfélaganna
kæmu á staðinn.
Þegar Alþýðublaðsmenn
komu á Kirkjusand um 9 leytið i
gærmorgun var þeim meinað aö
taka myndir i fiskverkunarhús-
inu og ennfremur að fara upp i
pökkunarsalinn til kvennanna,
sem hótað höfðu verkfallinu þá
um morguninn. Konurnar voru i
hvildarhléi þegar þetta skeði.
Þetta „mynda- og ferðabann”
átti að sögn framkvæmdastjóra
fyrirtækisins, Gisla Hermanns-
sonar, að gilda þar til talsmenn
verkalýðsfélaganna mættu til
leiks.
Yfirverkstjóri hiissins var á fundinum og fylgdist meft umreftum
um málift.
Frá fundinum meft verkafólkinu. Guðmundur J. Guftmundsson, formaftur Dagsbrúnar sagfti aft frá
leitt væri aft setja niftur deilur sem þessar meft brottrekstri. ■;
Strax um morguninn hafði
boöum verið komið til Verka-
kvennafélagsins Framsóknar
og Verkamannafélagsins Dags-
brúnar. Um kl. 9.30 kom
Guðmundur J. Guðmundsson,
formaöur Dagsbrúnar á stað-
inn. Hann hélt rakleitt á fund
framkvæmdastjóra og verk-
stjóra, áður en hann ræddi við
verkafólkið. Þeir Guðmundur
réðu siðan ráðum sinum um
stund, en skunduðu að þvi búnu
á fund starfsfólks i kaffisal
hússins.
Það kom blaðamanni nokkuð
á óvart að sjá að á þessum
fundi, þar sem forráðamenn
verkalýðsfélaganna ætluðu að
kynna verkafólkinu úrslit máls-
ins, voru þeir staddir báðir,
framkvæmdastjórinn og yfir-
verkstjórinn. Ekki veit undirrit-
aöur hver áhrif það hefur haft
en vist er um það að á þennan
hátt gátu þeir kynnzt persónu-
legu viðhorfi hvers og eins til
þess sem fram kom á fundinum.
Guömundur kvaðst hafa náð
samkomulagi við yfirvöld i
frystihúsinu. Enginn yrði rek-
inn, enda fráleitt að setja deilur
niður á þann hátt. Guðmundur
kvað engan skyldugan að vinna
eftirvinnu og vist gætu þær
aðstæður komið upp að fólk
þyrfti, af persónulegum ástæð-
um, að fara fyrr heim en ætlað
hefði verið. Sliku bæri auðvitað
að mæta með skilningi af hálfu
verkst jóra.
Sú spurning kom fram frá
verkakonunum hvort ekki væri
rétt að ætlast til þess að fólkiö
yrði látið vita með hæfilegum
fyrirvara hvort til stæði að
vinna eftirvinnu þennan eða
hinn daginn. Oft vildi verða
misbrestur á að slikt væri til-
kynnt fyrr en að loknum siðasta
kaffitima, það er að segja eftir
kl. hálf fjögur. Guðmundur tók
vel undir þetta og kvað það
vart erfiðleikum bundið að láta
fólk vita af yfirvinnu i tima,
enda væri það viða gert. í sama
streng tók Þórunn Valdimars-
dóttir, formaður Framsóknar,
sem þá var kominn á staðinn.
Guðmundur upplýsti að i við-
ræðum sinum við forstjóra yfir-
verkstjóra Kirkjusands hefðu
þeir siðarnefndu lagt fram ósk
um að taka upp viðræður við
verkalýðsfélögin um þessi mál.
önnur rödd úr hópi verkafólks
benti á að slikar brottrekstrar-
hótanir, sem hafðar voru i
frammi gagnvart verkakonun-
um á föstudag og komu til fram-
kvæmda i gær hefðu áður við-
gengizt á Kirkjusandi. Kvaðst
Guðmundur ekkert um það vita,
en að sjálfsögðu skyldu þeir
verkalýðsforingjarnir kanna
málavöxtu.
Þess má svo geta að á fundi
forráðamanna Kirkjusands með
trúnaðarmönnum og fulltrúum
verkalýðsfélaganna var ákveðið
að i framtiðinni skyldi verkafólk
látið vita af yfirvinnu I kringum
hádegið dag hvern.
ES
1 miftift er trúnaftarkonan, sem
var sagt upp á þeirri forsendu að
hún taldi sig ekki geta unnið yfir-
vinnu sl. föstudag.
1300 manna bordhald í Laugardalshöll
Á laugardag var seinni
dagur Söngleika 78 sem
haldnir voru í tilefni af 40
ára afmæli Landssam-
bands Blandaðra Kóra.
Sex kórar fluttu eigin
dagskrá undir stjórn sins
söngstjóra. En siðan flutti
900 manna kór skipaður fé-
lögum úr flestum kórum
landsins sameiginlega
söngskrá undir stjórn 5
stjórnenda.
Er enginn vafi
á að þetta er f jölmennasti
kór sem sungið hefur á
tónleikum hér á landi bæði
fyrr og síðar.
Mikill fjöldi áheyrenda lagði
leið sina i Laugardalshöllina til að
verða vitni að þessum einstaka
atburði og hefur sennilega enginn
verið svikinn af þeim tignarlega
söng sem þar mátti heyra. Um
kvöldið var siðan afmælishóf
landssambandsins haldið i Laug-
ardalshöllinni þar sem um 1300
manns voru komin til sameigin-
legs borðhalds sem Halldór i
Glæsibæsá um að með glæsibrag.
Forseti Islands Herra Kristján
Eldjárn og borgarstjórinn i
Reykjavik Birgir lsleifur Gunn-
arsson ávörpuðu hátiðargesti og
Guðrún A. Simonar og Ómar
Ragnarsson sáu um skemmti-
atriðin ásamt norskum stúdenta-
kór sem þótti sérstaklega frum-
legur og skemmtilegur. Eftir
borðhald sem lauk ekki, fyrr en
Senn líður að því að
rannsókn umfangsmikils
fikniefnamáls sem veriö
hefur til meðferðar hjá
fikniefnadeild rannsókn-
arlögreglunnar Ijúki.
Guðmundur G ig j a ,
rannsóknarlögreglumaður
um miðnætti var stiginn dans
fram undir morgun. Að sögn
framkvæmdastjóra söngleikanna,
er nýkominn til landsins úr
ferð til Danmerkur og
Hollands, þar sem hann
var vegna rannsóknar
þessa máls.
Að sögn Guðmundar var sú ferð
upphaflega farin til að fá staðfest
nokkur atriði sem vörðuðu rann-
sókn málsins, en þegar á staðina
Sverri Kjartanssyni,tókust hátið-
arhöldin i alla staði vel.
var komið sagðist hann nafa not-
að tækifærið til að athuga ýmis
atriði sem vörðuðu önnur mál
sem til rannsóknar eru og tengj-
ast viðkomandi löndum.
Það kom fram i máli Guðmund-
ar, að hann vonast til að geta gert
fjölmiðlum nánari grein fyrir
rannsókn málsins i lok vikunnar.
—GEK
-KIE
Rannsókn umfangsmikils
fíkniefnamáls að Ejúka