Alþýðublaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 4
4
Þriðjudagur 18. apríl 1978
(Jtgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Einar Sigurðs-
son. Aðsetur ritstjórnar er i Siðumúla 11, simi 81866. Kvöldsimi fréttavaktar: 81976. Auglýsingadeild,
Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftar- og kvartanasimi: 14900. Prentun: Blaðaprent h.f.
Áskriftaverö 2000 krónur á mánuði og 100 krónur i lausasölu
Ágreiningurinn í
Alþýdubandalaginu
Margvíslegur ágrein-
ingurgerir nú vart við sig
innan Alþýðubandalags-
ins. Ástæðurnar eru af
ýmsum toga spunnar.
Ekki er ólíklegt, að
framundan sé einhvers
konar uppgjör á milli
verkalýðsarms flokksins
annars vegar og
Þjóðvilja- og mennta-
mannahópsins hins
vegar.
Þegar Ijóst varð, að
forysta Alþýðubanda-
lagsins hafnaði
prófkjörsleiðinni við val á
framboðslista flokksins,
olli það yngri mönnunum
í flokknum miklum
vonbrigðum. Flokkurinn
hefur sætt sívaxandi
gagnrýni fyrir íhalds-
sama afstöðu í þessum
efnum, og mörgum þótt
miðstjórnarvaldinu beitt
af litilli skynsemi.
Flokkurinn hefur að
ýmsu leyti dagað uppi
eins og nátttröll í þeirri
viðleitni sinni, að breyta í
engu útaf stefnu gömlu
forystumannanna. Þessa
stefnu má rekja beint til
Kommúnistaflokksins og
Sósíalistaf lokksins, og
hef ur hún allt til dagsins í
dag háð mjög öllum
lýðræðisöflum í Alþýðu-
bandalaginu.
I framhaldi af þeirri
þvingun, sem lýðræðis-
sinnar i flokknum hafa
verið beittir, koma átök
um f ramboðslista í
Reykjavík. Verkalýðs-
forystunni í Alþýðu-
bandalaginu hefur þótt
gengið á sinn hlut, og
kemur það skýrast f ram í
átökunum um efsta sæti
listans, þar sem barist er
um ritstjóra Þjóðviljans
og hagfræðing ASI. Úrslit
þeirra átaka geta orðið
afdrifarík.
Segja má, að Þjóðvilja-
og menntamanna-
hópurinn í Alþýðu-
bandalaginu hafi gengið
þvert á stefnu verkalýðs-
armsins. Þetta kemur
meðal annars skýrt fram
í skrifum Þrastar Olafs-
sonar, eins helzta hug-
myndaf ræðings flokks-
ins, í Tímarit Máls og
menningar fyrir
skömmu.
Þar lýsir Þröstur þeirri
skoðun sinni, að einn
vænlegasti kosturinn við
næstu stjórnarmyndun sé
einhverskonar
nýsköpunarstjórn, þar
sem Sjálfstæðisf lokkur-
inn og Alþýðubandalagið
leiki aðalhlutverk. Þar
biðlar Þröstur til Sjálf-
stæðisflokksins á sama
tíma og verkalýðshreyf-
ingin á í hatrammri
baráttu við þann sama
f lokk.
Þröstur Ólafsson lýsir
einnig mikilli vanþóknun
á stefnu Lúðvíks Jósefs-
sonar i vinstri stjórninni,
þegar hann beitti sér
fyrir kaupum á fjölda
skuttogara, sem vissu-
lega hafa bjargað at-
vinnulíf i í mörgum
byggðarlögum. Lúðvík
sér því ástæðu til að setja
ofaní við Þröst í Þjóðvilj-
anum á laugardag, og
segir hugmyndir hans
ekki í nokkru samhengi
við stefnu Alþýðubanda-
lagsins.
Þessi ágreiningur í
Alþýðubandalaginu verð-
ur á sama tíma og flokk-
urinn reynir að finna sér
pólitískan grundvöll til að
standa á. Þar hafa orðið
miklar deilur um af-
stöðuna til Sovétríkjanna
og Evrópu-
kommúnismans. Enn er
engin lausn fundin á því
hvort fylgja skal gömlu
Moskvu-línunni eða hinu
nýja kommúnistafyrir-
bæri Vestur-Evrópu.
Kjarni alls þessa
ágreinings innan Alþýðu-
bandalagsins er auðvitað
sá, að f lokkurinn er kosn-
ingabandalag, sem enn
hefur ekki náð að festa
rætur eða ákveða hvert
stefna skuli.
—ÁG—
Kópavsgskaupstaður W
ÚTBOO
111500 óskast i sperruefni i íþróttahús
Digranesskóla v/Skálaheiði i Kópavogi.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu bæjar-
verkfræðings.
Tilboðum skal skila á sama stað, þriðju-
daginn 25. april 1978 kl. 11 f.h. og verða þá
opnuð að viðstöddum bjóðendum.
Bæjarverkfræðingurinn i Kópavogi.
»
Framboðsfrestur
til bæjarstjórnarkosninga I Kópavogi 28. maí 1978 rennur
út miövikudaginn 16. april n.k. Yfirkjörstjórn tekur á móti
framboöslistum þann dag ki. 22- kl. 24 á bæjarskrifstofun-
um i félagsheimilinu.
Kópavogi 14. april 1978
YFIRKJÖRSTJÓRN KÓPAVOGS
BJARNI JÓNASSON
HALLDÓR JÓNATANSSON
SNORRIKARLSSON
Úr ýmsum áttum
rrFækkaðu fötum og...”
,,Já mikið leggja mennirnir á
sig”, sagði kerlingin og vist er um
það að forstjórar islenzku ferða-
skrifstofanna virðast þess albúnir
að leggja töluvert á sig til að yf ir-
gnæfa keppinautana i auglýsinga-
skrumi og kynningum á sér og
sinum ferðum. Fólk i þessu landi
getur nú orðið vart þverfótað fyr-
ir alls kyns ferðakynningum og
ferðakvöldum á grisaveizlur og
graðhestamúsik ofan. Það er svo
langt gengið i þessum bransa að
ferðaskrifstofurnar eru farnar að
halda uppi, bara þó nokkru af
skemmtanamenningu Islendinga,
en ekki verður séð að margt hafi
batnað við þá tilhögun.
Allra manna lengst i þessum
slag ganga þó þeir erkifjandarnir
IngólfuriÚtsýnogGuðni iSunnu.
1 þvi striði eru engin vopn spöruð.
Halda þeir báðir fylgismönnum
sinum dýrðlega fagnaði þar sem
leitt er fram flest það sem verða
má mönnum til aukinnar lifs-
gleði, rauðvin, grisakjöt og ungrú
Útsunna. Hefur þessiglima staðið
lengi og hvorugum veitt betur. Nú
hefur Ingólfur þó, að þvi er virð-
ist, komið lúmskum hælkrók á
keppinaut sinn. Ekki verður sagt
að bragðið hafi verið fallegt, en
vafalaust hefur það sin tilætluðu
áhrif.
Ingólfur tók sig nefnilega til og
sýndi sig á sundskýlu einni fata á
siðasta kynningarkvöldi slnu.
Með þessari uppákomu lauk hann
baðfatasýningu, sem var á dag-
skrá kvöldsins. Segja mér fróðir
menn að sundskýlan hafi verið
hin klæðilegasta.
Það er til marks um áhrifamátt
þessarar auglýsingar að nokkrir
kunningjar undirritaðs, sem að
öllu. jöfnu sækja ekki slikar sam-
komur, biða nú með óþreyju eftir
Egyptalandskynningu Útsýnar i
þeirri von að forstjórinn muni
sýna þar austurlenzkan maga-
dans.
Afturá móti er mér tjáð að hjá
Sunnu sitji hnipnir menn i vanda.
Nú á dögum eru góð ráð dýr og
mikið má þvi á sig leggja til að ná
upp forskoti keppinautarins.
Eýgja þeir Sunnumenn nú það
ráð helzt að láta forstjóra sinn
koma fram á næstu grisaveizlu
allsb...
STCTia fmwboð óháðra i bæjarstjórnar-
[ kosningunum i Kópavogi. I»á má
Listinn cr paning. i. ^iguiuui
Hclgason, 2. Dr. Vilhjálmur Skúlason,
piiigiiiainiJ, u. rfui!
pipulagningamcistari ,
Mosfellssvcit, Kópavogi.
Gcysifjölbreytt tizkusýning var á
Gtsýnarkvöldi á Hótcl Sögu I gærkvöki,
þar scm einnig var háö fcguröarsam-
kcppni, sem hvorki mcira né minnq «•'
27 stúlkur tóku þátt I.
Mest kom á óvart en|
baöfatasýningu, þc/
Guöbrandsson, forstjór
þátt i henni á sundskj
baröi afrikanska trumbV
sýningarstúl!
DB-mynd
Hér
stigur
dans
og
í fuwo+4
„stjórinn” léttan
I Þrírefstu mennSjálfstæðisflokksins
aödáun yngismeyjanna leynir sér ekki.
Ovænt
innskotí
baðfata-
sýningu