Alþýðublaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 18. apríl 1978 7 3£&r Brádum búinn ad liggja eitt ár í Hafnarfjardarhöfn: Togarinn Baldur hefur átt viöburðaríka æfi. Hann var smíöaðu-á sin- um tima i Póllandi fyrir Aðalstein Loftsson, út- gerðarmann á Dalvík, en þaðan var hann gerður út um tíma, en síðan fór hann í landhelgisgæzlu við island og lenti i ævin- týrum. Nú er hann eign islenska ríkisvaldsins og kemur til með að verða rannsóknarskip Haf- rannsóknarstofnunar. Kaupverð Baldurs var rúmlega 320 milljónir króna og herma fregnir að Matthías sjávarút- vegsráðherra Bjarnason hafi gert flokksbróður sinum á Dalvík stóran greiða með þvi að losa hann við skipið fyrir góð- an pening, en væntanlega hefur hið opinbera talið sig hagnast eitthvað af þessum viðskiptum. En kaupverðið er að- eins hluti af dæminu. „tbúðarhúsiö” sem smiöað hefur verift f Baldur sést hér framan viö stýrishúsiö. A bak við kranann sést flotvörpuvindan nýja, en yfirbyggingin til hægri er einnig ný. Allt vindu- kerfi um borö er breytt og bætt. Ljóst var strax i upphafi aðitostayrði miklu til að gera Baldur færan til rannsóknarstarfa, auk þess sem lagfæra þurfti skemmdir af völdum brezkra veiðiþjófa. Nefnd innan Hafrann- sóknarstofnunar gerði tillögur um breytingar og Sjávarútvegsráðuneytið fól tillögurnar siðan Skipatækni h.f. til um- sagnar. Samdi Skipa- tækni siðan útboðslýs- ingu, eftir að hafa lagt jákvætt mat á tillögurnar og bætt ýmsum atriðum við, og var verkið boðið út i ágúst s.l. Lægra tilboð- inu af tveimur var tekið og reyndist verktakinn vera Vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjörns- sonar h.f. Samningar voru undirritaðir 1. des- ember og samkvæmt þeim mun verkinu hafa átt að Ijúka um miðjan mars. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 215 milljón- ir, en kostnaðaráætlun vegna skemmda Breytingar á Baldri mánuði á eftir áætlun — kostnaður áætlaður 215 milljónir króna — verktakar skadabótaskyldir? þorskastriðsins hljóðar upp á 67—70 milljónir (tryggingar greiða þá upphæð). Matthías Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, svaraði fyrirspurn varð- andi Baldur á þingi í janúar s.l. og kom þar m.a. fram að Baldur yrði orðinn fær í rannsóknir i apríl. En nú, um miðjan april, liggur Baldur enn í Hafnarf jarðarhöfn (þar hefur hann verið síðan 24. maí 1977) og þegar AB- menn fóru um borð i skip- ið í gær, var vinna í full- um gangi hér og hvar um skipið og ótrúlega litið fararsnið á fleyinu til rannsókna í undirdjúpun- um. Skaðabótaskyldir? — Þaö er rétt, aö verkið hefur dregist mjög á langinn, sagöi Jón Arnalds, ráðuneytisstjóri sjávarútvegs við blaðiö. — Verktakar hafa dregið þetta úr hömlu og hugsanlegt er að þeir séu jafnvel skaðabótaskyldir fyrir bragðið, en úr þvi verða löglærðir menn að skera. Við höfum af þessu miklar áhyggj- ur, þar sem til er rannsóknará- ætlun fyrir Baldur i sumar og tafir verða til að sú áætlunin stenst ekki. Þegar loksins verk- inu verður lokið, þá er eftir að prufukeyra skipið, þannig að enn mun lfða drjúgur timi þar til skipiö kemst i gagniö. Ráðuneytisstjórinn var aö þvi spurður hvort kaupin á Baldri hafi á sinum tima verið skársti kosturinn fyrir rikið, fyrst og fremst með tilliti til þess að skipið hentaöi rannsóknarverk- efnum og kostnaðurinn við kaupin og breytingar færi upp i 540 milljónir. Svaraði hann þvi til að tæknilegir ráðunautar rikisins hafi ráðlagt kaupin og þau hafi verið börin undir vis- indamenn. Agreiningur hafi ekki verið, enda bæti Baldur hin 2. rannsóknarskip Hafrann- sóknarstofnunar á vixl og hafi kosti fram yfir þau. Auk þess fengist ekkert þokkalegt rann- sóknarskip fyrir fyrrnefnda upphæð. Hentugur i viss verkefni Jakob Jakobsson, sem gegnir starfi yfirmanns Hafrann- sóknarstofnunar, i fjarveru Jóns Jónssonar, vildi ekki bein- linis tjá sig um hvort kaupin á Baldrihafi verið skársti kostur- inn fyrir rikið. Sagði hins vegar að Baldur væri „hentugur i viss verkefni en óhentugur iannaö”. Hann kvað slæmt að viðgerðir á skipinu hafi dregist á langinn og komi þar ýmislegt til, t.d. hafi svonefndar grandaravindur i Baldri reynst ónýtar þegar til átti að taka. Myndi kostnaður vegna breytinganna eitthvað fara fram úr áætlun. en ekki stórkostlega. Engar ákveönar tölur liggja fyrir um þetta at- riði. Breytingar Mörgu hefur verið breytt og bylt um borö i Baldri fyrir þær rúmlega 200 milljónir sem ætlað er til verksins. Það helzta er eftirfarandi: 1. Vindukerfinu hefur verið gerbreytt, vindur eru nú vökva- knúnar, en voru áður rafknún- ar. Sett hefur verið flotvörpu- vinda um borð. 2. Rannsóknaraðstaöa til sjó- mælinga á brúarþilfari og rannsóknaraöstaða á milliþil- fari. Þar verða tvær rann- sóknarstofur og ibúð loftskeyta- manns hefur verið breytt i þriðju rannsóknarstofuna. 3. Framan við stýrishúsið hefur verið smiðað „ibúöarhús” fyrir rannsóknarmenn og á- hafnarmeðlimi og bætt hefur verið við tækjakost i brú. Meiri kostnaður og verk- efnaskrá Kostnaður vegna legu skips- ins i Hafnarfjarðarhöfn er orð- inn umtalsveröur, til dæmis var greitt kaup og gjöld þvi tengd til vélstjóra og vaktmanna, kr. 6.6 milljónir á siöasta ári.Auk þess hafnargjöld, en 1. júni —1. des. námu þau tæplega 700 þúsund- um. A verkefnaskránni sem Baldri er ætlað aö starfa eftir á árinu er m.a. þetta: botnfiska- leit og veiðitilraunir á karfa, ufsa, grálúðu. langhala og gull- laxi. auk þess á kolmunna. Veiðarfæratilraunir. s.s. áhrif möskvastærðar. prófanir á ýmsum hleragerðum o.fl. —ARH

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.