Alþýðublaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 2
2 Sunnudagur 30. apríl 1978 alþýöu' blaöiö Ctgefandi: Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjdri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Einar Sigurös- son. Aðsetur ritstjórnar er I Siöumúla 11, sfmi 81866. Kvöldsfmi fréttavaktar: 81976. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 —simi 14906. Askriftar-og kvartanasimi: 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftaverö 2000 krónur á mánuöi og 100 krónur I lausasölu Farsæld launþega Mikið vatn hefur runn- iðtil sjávar síðan íslenzk- ir launþegar í fyrsta sinni helguðu sérstakan dag baráttu sinni fyrir baett- um kjörum, daginn 1. mai. Þá voru hrópuð hæðnisorð að þeim laun- þegum, sem gengu fylktu liði um götur og torg. Nú er dagurinn lögskipaður hátíðisdagur. í fyrstu voru það bláfátækir og sumpart atvinnulausir menn, sem með djörfung og reisn hóf u baráttuf ána á loft og sungu frelsis- söngva. Þeir urðu síðari kynslóðum glæst fyrir- mynd. Baráttan hefur borið mikinn ávöxt. Nú er ekki lengur um sára fá- tækt að ræða, og sem betur fer hefur tekizt að halda atvinnuleysisvof- unni utan dyra. Þetta jafngildir hins vegar ekki því, að launþegar geti vel unað hag sínum og að ekki sé þörf margvís- legra endurbóta í íslenzku þjóðfélagi. AAeðan það var fátækt fyrst og fremst, sem þjakaði vinnandi fólk, var sjálfsagt, að megin- markmið alþýðusamtaka væri að bæta beinlínis lifskjörin. Fyrst þurfti að útrýma hungrinu. Þegar að hafði tekizt, beindist athyglin að öðrum nauð- synjum, svo sem mann- sæmandi húsnæði. Siðan hefur hvert viðfangsefn- ið tekið við að öðru í því skyni að auka hagsæld hins vinnandi manns. Langt er síðan launþeg- um varð Ijóst, að mann- sæmandi kjör eru ekki nægileg trygging fyrir velferð, ef búið er við öryggisleysi hvað snertir sjúkdóma, örorku, af- komu á elliárum eða sjálfa atvinnuna. Þess vegna hafa samtök laun- þega barizt með góðum árangri fyrir hvers konar almannatryggingum, þótt margt sé enn óunnið á því sviði, einkum að því er snertir af komu gamals fólks. Launþegar hafa einnig gert sér grein f yrir ,því, að maðurinn lifir ekki af brauði einu sam- an. Allir eiga að hafa sama rétt til menntunar, hverjar svo sem tekjur þeirra eru og til hvaða starf sstéttar menn heyra. Og ekki aðeins ungt fólk á rétt á ókeypis menntunaraðstöðu. Full- orðnir í öllum stéttum eiga að hafa skilyrði til þess að afla sér þeirrar viðbótarmenntunar, sem hugur þeirra girnist. Þau verðmæti sem fólgin eru í bókmenntum og listum, mega ekki vera einkaeign neinnar andlegrar yfir- stéttar, heldur eiga að vera sameign þjóðar- heildarinnar. Skilyrði til þess að njóta náttúrufeg- urðar landsins verða að vera öllum jöfn. Það er ekki aðeins nauðsynlegt að fá greidd mannsæm- andi laun fyrir hvern vinnudag, heldur einnig að hafa aðstöðu til þess að hagnýta tómstundir til þroska og gleðiauka. AAarkmið launþega- samtaka á ekki að vera það eitt, að auka hagsæld launþega í efnahagsleg- um skilningi, heldur far- sæld þeirra i lífinu. Þetta tvennt þarf ekki að fara saman. Hér er hliðstæðs að geta og sagt er með réttu um ágalla þeirrar mælingar á þjóðarfram- leiðslu, sem framkvæmd er hér og annars staðar. Þjóðarf ramleiðslan er talin samtala verðmætis allrar vöru og allrar þjón- ustu á vissu tímabili. Ef fiskafli vex eða bygging sjúkrahúsa er aukin, er þjóðarframleiðslan rétti- lega talin vaxa. En sé skólaskylda lengd og ungu fólki veitt bætt menntun, er þjóðarfram- leiðslan ekki talin vaxa. Fremur gæti slíkt leitt til þess, að hún væri talin minnka vegna fækkunar á vinnumarkaði. Séu gerðar ráðstafanir til þess að hlynna að ung- börnum, þannig að dán- artala þeirra lækki, er það ekki talið til aukning- ar þjóðarframleiðslu, né heldur það, sem gert er til þess að koma i veg fyrir mengun eða bæta skilyrði til útivistar. AAeð sama hætti er ekki öruggt, að aukin hagsæld launþega bæti farsæld hans, nema hugað sé að því, bæði af hálfu hans sjálfs og sam- félagsins, að aukin hag- sæld nýtist til vaxandi farsældar. I þessum efn- um hafa samtök lauri- þega mikið og gott verk að vinna. GÞG Viðtal við Stefán Jóhann Stefánsson í tilefni 1. maí: „Réttindabarátta er þol- gædisverk, en ekki vett- vangur fyrir upphlaup” ,,Ef rélt er munaö, Stefán, eru 40 ár slöan þú tókst viö, sem forseti Alþýöuf lokksins og Alþýöusa in bandsins, sem þá voru skipulagslega sameinuö, og varst einnig slöasti forseti beggja sameiginlega. Hvaö finnst þér um framvinduna siö- an?” ,,Eg tel engan vafa á þvi. að verkalýðshreyfingunni sé full nauðsyn á, að styðjast náið við pólitiskt afl, til þess að ekki verði hrifsað úr höndum hennar það, gem hún ávinnur sér hverju sinni með kjarabótum og i rétt- indamálum. Slikt gerist þvi aðeins að hún eigi hauk i horni á löggjafarþinginu”. ,,En hvað olli því, aö þinum dómi, að gripiö var til aöskiln- aöarins, skildi verkalýöshreyf- ingin ekki þessar staðreyndir?” ,,Ekki vil ég segja, að skiln- ingur hafi ekki verið fyrir hendi og þó misjafnlega mikill. Flestir þroskuðustu menn verkalýðs- hreyfingarinnar skildu, að hreyfingin varð að standa bak- við og að öllum umbótamálum i sina þágu. Eins og altitt er fannst mörgum miða hægt — of hægt — og voru fullir af óþoli. Vel má vera, að þeir hafi talið málum betur borgið i höndum þeirra, sem hærra höfðu”. ,,Þú átt viö kommúnistana?” ,,Já”. ,,En hvernig hefur þér svo fundizt til takast?” ,,Þvi miður finnst mér, að við þessi skipti hafi ekki miðað hraðar i áttina en áður”. ,,En voru ekki margir nýtir og dugandi menn innan raða þeirra?” ,,Jú,jú. Vissulega var svo, og er eflaust enn”. ,,En, hvað olli þvi, að aftur- kippur kom i árangurinn, aö þinum dómi? „Þar kemur ýmislegt til greina. En fyrst og fremst tel ég, að mestu hafi varðað vinnu- brögðin, sem þeir vildu viðhafa. Þeim virtist og virðist vera ósýnt um, að átta sig á þvi, að ekki verður alltaf gengið á sjö milna skóm. Stundum verður að fara hægar, miðað við aðstæður i þjóðfélaginu, en mönnum gott þykir. Aðalatriðið tel ég vera, að ná hverju sinni þvi, sem itrast er fært, jafnvel þó litið sé, ef það miðar þó i áttina. Aldrei má slaka þar á. Þetta er þolgæðis- og þolinmæðiverk, en ekki vettvangur fyrir upp- hlaup”. „Samþykkt. En er ekki ein- sýnt, að greindir menn eigi að geta skilið þetta fljótlega og hagað sér samkvæmt þvi?” „Vissulega ætti svo að vera. En þá kemur til greina sú lifs skoðun. sem mér finnst jafnan hafa gagnsýrt kommúnista. Hún er i stuttu máli, að verka- lýðshreyfingin eigi ekki að lúta að smærri umbótum. Það slævi baráttukraft hennar og tefji fyr- ir komu dýrðarrikisins. Þetta finnst mér enn loða við þá, þó kynslóðaskipti hafi orðið og nafnið sé annað. Hvað sem öll- um játningum siðari tima liður, sýnist mér þeir ekki hafa getaö afklæðzt þessari gömlu skyrtu i reynd”. ,,Nú hefur þessi gamla hjörö fengið álitlegan liðsauka, að töl- unni til, oftar en einu sinni. h’innst þér þú geta minnzt ein- hverra stórmála, sem þeir hafa borið fram og leitt til sigurs til hagsbóta fyrir fólkið?” „Satt að segja er ég nú i mesta basli með að muna eftir nokkru þessháttar. Ekki svo að skilja, að þeir hafi ekki brotið Framhald á 2. siðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.