Alþýðublaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 3
Sunnudagur 30. april 1978
f fyrradag hringdi Alþýdubladid til formanna allra
alþýdusambanda f landshlutum og bar upp þá spurningu
hvað þeim væri efst f huga nú, þegar 1. maí nálgaðist.
Fara svör formanna hér á eftir:
^Kosningarnar í vor verdi nú-
verandi stjórn ad falli og vidvör
un þeirri stjórn, sem við tekur”
Hákon Hákonarson.formaöur
Alþýðusambands Norðurlands
sagði að sér væri efst i huga sá
heiftúðugi andróður, sem nú
væri hafður.uppi gegn verka-
lýðshreyfingunni og forystu-
mönnum hennar og hve mikil-
vægt væri að almenningur léti
ekki blekkjast i þessari gjörn-
ingahrið, sem minnti á aðferðir
afturhalds liðins tima.
Hákon sagði útflutnings-
bannið tvimælalaust hafa ver-
ið skynsamlega ákvörðun og
senn kæmi i ljós hve alvarlegt á-
stand skapaðist vegna þess. Hér
ræddi um markvissa aðgerð,
nýja aðferð, sem verkalýðs-
hreyfingin mundi nú reyna með
árangri og eiga handbæra i
vopnabúri sinu framvegis.
Sigfinnur Karlsson, formaöur
Alþýðusambands Austurlands,
sagði að það væri nú nýtt og
hefði ekki verið um langt skeið,
að 1. mai væri hátiðlegur hald-
inn undir sameiginlegri hrið að
verkalýðssamtökunum, frá ill-
skeyttri rikisstjórn og atvinnu-
rekendavaldi. Þetta minnir á
aðferðir þessara karla i gamla
daga, sagði Sigfinnur, sem nú
sést að þeir ætla að voga sér að
beita enn á ný. Þetta verður erf-
ið barátta, en hún mun vinnast,
sagði Sigfinnur Karlsson að lök-
um
Gunnar Kristmundsson, for-
maður Alþýöusambands Suður-
lands kvaö verkalýðshreyfing-
una eiga i nokkrum þrenging-
um, ,,Ég vona þó að það sé að-
eins él, sem brátt styttir upp og
að vinnuseljendur og rikisstjórn
átti sig á þvi, að það veröur að
leiðrétta aftur kjör þeirra, sem
lægst hafa launin. Aöilar verða
að setjast niöur og komast að
samkomulagi og væri þá ekki
heppilegt að strika yfir sum
stærstuorðin, sem fallið hafa að
undanförnu. Það þarf einingu,
vilja, drengskap og sáttahug,
það er allt og sumt. Þaö er ein-
lgæ von min, að þetta takist sem
fyrst. Sú skal verða kveðja min
til sunnlenskrar alþýöu á þess-
um hátlöisdegi.
Pétur Sigurðsson, formaður
Alþýðusambands Vestfjarða,
sagði að sér væri nú rikast i
huga að verkalýðshreyfingin
stendur nú frammi fyrir ofur-
valdi atvinnurekenda og rikis-
valds. Staðan er nú afar glögg,
sagði Pétur. Málið snýst um það
hvort við höldum okkar hlut og
það ræðst i kosningunum, —
tekst þá að koma stjórninni frá
og fækka i féndaliðinu um einn?
Aldrei hefði reynt meira á það
en nú, hvort verkalýðshreyfing-
in er virkt og samstætt afl, sem
gegnt geti þvi hlutverki sinu að
koma fram sem umbjóðendur
þeirra lakast settu I þessu þjóö-
félagi.
Gunnar Már Kristófersson,
formaður Alþýðusambands
Vesturlands sagöi að vissulega
væru sér efst i huga kjaraskerð-
ingarlög stjórnarinnar og sú ár-
ás á launafólk sem i þeim fælist.
Nú yrði þess skammt að biða að
útflutningsbannið bæri árangur,
en það væri aðgerð, se.m ekki
sýndi mátt sinn samstundis, en
mundi gera það innan skamms.
Kosningarnir i vor munu
koma við sögu i þessari baráttu,
sagði Gunnar. „Launafólk verð-
ur að ihuga málin vel nú, rikis-
stjórnin verður að fá þann skell,
sem dugar til að fella hana og
um leið viðvörun þeirri stjórn,
sem næst sezt aö völdum.”
AM
„Erum sammála um markmiðið
— það skiptir mestu máli!”
Nú á baráttudegi
verkalýðsins rikir órói
á vinnumarkaði. Það
er fyrirsjáanlegt upp-
gjör á milli verkalýðs-
hreyfingar annarsveg-
ar og stjómvalda eða
vinnuveitenda hinsveg-
ar.
Það má heita árvisst
að átök eigi sér stað
milli þessara aðila. Þar
rikir gagnkvæmt van-
traust sem er til mikils
skaða fyrir þjóðarbúið.
Efnahagsmál okkar ís-
lendinga eru sifellt á
hverfanda hveli. Þau
vandamál sem tvær
siðustu rikisstjórnir
hafa þurft að glima við
eru svipaðs eðlis.
Báðum hefur mis-
tekizt. Sú fyrri skilaði
af sér um 50% verð-
bólgu. Nú þegar þessi
rikisstjórn er að enda
sitt skeið er verðbólgan
yfir 30% og ekki ólík-
legt að hún vaxi risa-
skrefum á næstunni.
Verkafólk er óánægt.
Það horfir með kviða
fram á veginn. Þótt
verðbólgan hafi
hjaðnað litilsháttar er
efnahagslifið i sárum.
Kaupmáttur launa
rýrnar stöðugt, jafn-
fraint þvi að verð-
hækkanir dynja yfir.
Núverandi rikis-
stjórn hefur nýlega
skert umsamin laun
með lagaboði. Að sjálf-
sögðu fordæmir verka-
lýðshreyfingin slik
vinnubrögð sem vissu-
lega eru óviturleg.
í nútimaþjóðfélagi er
óraunhæft að stjórna
með tilskipunum sem
brjóta i bága við rétt-
lætiskennd fólksins.
Það er óraunhæft
vegna þess að fólk býst
til varnar og tilskipun-
in verður markleysa
fyrr en varir.
i skýrslu verðbólgunefndar
eru tilgreindir nokkrir valkost-
ir. Einn valkosturinn gerir ráð
fyrir að laun verði óskert.
Hversvegna var sú leið ekki val-
in?
Hversvegna var ráðizt á þá
lægst launuðu?
Verkalýðshreyfingin hefur á
undanförnum kjarasamningum
gert kröfur um ýmsar félags-
legar aðgerðiroglýst þviyfir að
þær yrðu metnar til verðs. Er
skemmst að minnast 14 punkt-
anna sem rikisstjórnin hafnaði
alfarið.
Forustu verkalýöshreyfing-
arinnar er það fýlliiega ljóst að
það er brjálað þjóðfélag sem
framkallar 60-70% kaup-
hækkanir til að ná 5-6% kaup-
máttaraukningu. Hinsvegarfær
verkalýðshreyfingin ekki við
það ráðið. Hún ræður ekki ferð-
inni i stjórn efnahagsmála.
Verkalýðshreyfingin hefur
krafizt breyttrar efnahags-
stef nu en á hana er ekki hlustað.
Núverðuraðleita allra leiöa-til
aðeyða þeirri tortryggni sem nú
er á milli rikisvalds og verka-
lýðshreyfingar. Verði það ekki
gert er voðinn vis. Ný rikis-
stjórn og verkalýðshreyfingin
þurfa að gera með sér sáttmála
sem hefur það markmið að
tryggja jafnar kjarabætur og
aukið félagslegt öryggi. Kjara-
sáttmáli þessi- yrði sterkasta
vopnið gegn verðbólgunni, sem
er tröllslegt eignatilfærslutæki
sem færir fjármuni frá þeim
hrekklausa frá öldruðum og
verr settum til braskaranna og
stóreignamanna.
Kjörorð 1. mai er nú
„Samningana i gildi". Undir þá
kröfu taka allir sanngjarnir
rnenn, allir sem vilja hafa
heiðarleika og ráðvendni i önd-
vegi. Að undanförnu hafa menn
deilt um leiðir i baráttunni en
við erum sammála um mark-
miðið. Það skiptir mestu máli.