Alþýðublaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 7
Sunnudagur 30. april 1978
7
1. maí ávarp Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna, BSRB og INSI:
Samningana í gildi!
i.
1. mai 1978 fylkir islenzk al-
þýða liði til bættra lifskjara og
fyrir þvi að gerðir kjarasamn-
ingar verði haldnir.
Enn á ný þarf islenzk alþýða
að heyja öfluga varnarbaráttu.
Enn er nauðsyn samstöðu heild-
arsamtaka launafólks, styrkrar
einingar alþyðu gegn samnings-
rofum og áformum óbilgjarns
rikisvalds og auðstéttar um
frekari kjaraskerðingu.
Fyrir réttu ári fylkti islensk al-
þýða sér til sóknarbaráttu eftir
áralangt varnartimabil. Sóknin
bar þann árangur að stéttarfé-
lögum tókst að vega nokkuð upp
kjaraskerðingu liðinna missera.
Varla var blekið þornað á undir-
skriftum kjarasamninganna
þegar rikisstjórnin rifti þeim
einhliða og afnam helming visi-
tölubóta á laun, sem hefur i för
með sér stórfellda kjaraskerð-
ingu, sem kemur verst við þá
sem lægst hafa launin, aldraða
og öryrkja. Jafnframt ólögum
rikisstjórnarinnar og samnings-
rofi heyrast háværar raddir um
að ganga lengra eftir kosningar
með þvi að skerða kjörin enn
frekar, meðal annars á þann
hátt að taka óbeina skatta Ut íir
visitölunni. Kjarasamningar
eru þvi i raun gerðir marklaus-
ir. Hótað er aukinni skerðingu
samnings- og verkfallsréttar og
banni við verkföllum.
Frammi fyrir þessum stað-
reyndum hefur verkálýðshreyf-
ingin reist viðtæka baráttu
undir kjörorðinu „Samningana i
gildi”.Til áherzlu þessari kröfu
lögðu tugþúsundir launamanna
niður vinnu 1. og 2. marz s.l.
þrátt fyrir grófustu hótanir um
hýrudrátt og sektir atvinnurek-
enda með rikisstjórnina i broddi
fylkingar. Hin mikla þátttaka i
verkfallinu 1. og 2. mars sýndi
glöggt baráttuhug alþýðunnar
sem er staðráðin i að sæk ja sinn
rétt.
Verkamannasamband Is-
lands hefur nú komið á viðtæku
útskipunarbanni og frekari að-
gerðir eru i undirbúningi. Ljóst
er af öllum viðbrögðum rikis-
stjórnarinnar að hana skortir
skilning og vilja til þess að
verða við skýlausum og rétt-
mætum kröfum alþýðusamtak-
anna um samningana i gildi.
Verkalýðshreyfingin hafði
faglegt afl til þess að knýja
fram kauphækkanir 1977, en
skorti pólitiskan styrk til þess
að standa vörð um ávinning
kjarasamningana. Eigi að nást
varanlegur árangur verður
pólitisk og fagleg barátta
verkalýðssamtakanna að hald-
ast i hendur. Með þvi móti einu
er unnt að gjörbreyta islenzka
þjóðfélaginu, valda straum-
hvörfum.
Við þessar aðstæður fylkir is-
lenzk alþýða liði 1. mai 1978.
II.
Núverandi rikisstjórn lands-
ins hefur rofið samninga og
magnað stéttastrið. Rikis-
stjórnin hefur kennt verkafólki
um verðbólguna enda þótt fyrir
liggi að stjórnvöld hafa notað
verðbólguna til þess að skerða
kjör verkafólks. Stefna hennar
hefurleitt af sér stórfellda sóun
fjármuna i skipulagslausa fjár-
festingu og verðbólgubrask,
sem launafólk hefur orðið að
þola með álögum og stórum lak-
ari kjörum evilaunafólk i grann-
löndunum.
íslenzkur verkalýður minnir
á kröfu 33. þings Alþýðusam-
bands Islands um að rikisstjórn,
sem beitir verðbólgunni sem
hagstjórnartæki gegn verka-
lýðshreyfingunni, á að vikja.
III.
1. maí 1978 fylkir alþýða Is-
lands liði um aðalkröfu dagsins:
Samningana i gildi.
Jafnframt er lögð áherzla á:
Mannsæmandi laun fyrir
dagvinnu.
Tekjuöflun i þjóðfelaginu.
Félagslegar ibúðabyggingar
verði efldar og lánakjör
samrýmd fjárhag launa-
fólks.
Tryggt verði jafnrétti i lif-
eyrismarum þannig að allir
njóti verðtryggðra lifeyris-
réttinda.
Skattalögum verði breytt
þannig að fyrirtæki berieðli-
legan hluta skattbyrðarinn-
ar. Settar verði reglur til
þess að tryggja undan-
bragðalaus skil söluskatts.
Allir launamenn fái fullan
samnings- og verkfallsrétt.
Gerðardómar verði afnumd-
ir.
Verkalýðshreyfingin mót-
mælir hvers konar skerðingu
ver kfallsráttarins.
IV.
fslenzk verkalýðshreyf ing
lýsir samtöðu með öllum þeim
sem berjast gegn arðráni, kúg-
un, nýlendusteftiu, hungri og fá-
fræði. Islenzkri verkalýðshreyf-
ingu ber aö styðja fátækar
þjóðir i frelsisbaráttu þeirra. Is-
lensk verkalýðshreyfing styður
baráttu fyrir mannréttindum
gegn hvers konar frelsisskerð-
ingu.
Islenzk verkalýðshrey fing
styður undirokaðar þjóðir i
baráttu þeirra fyrir efnahags-
legu og pólitisku sjálfstæði.
Verkalýðshreyfingunni ber að
standavörðum efnahagslegt og
menningarlegt sjálfstæði is-
lenzku þjóðarinnar gegn áhrif-
um erlends auðmagns, gegn
ágengni fjölþjóðafyrirtækja og
vaxandi hlutdeildar þeirra i is-
lenzku atvinnulifi. Verkalýðs-
hreyfingin berst fyrir islenrekri
atvinnustefnu.
Islenzk verkalýðshreyf ing
minnir á samþykkt 33. þings
ASI um brottför hersins og úr-
sögn úr NATO og mótmælir
kröftuglega öllum hugmyndum
um leigugjaldtöku fyrir her-
stöðina.
V.
1. mai 1978 fylkir islenzk
alþýða liði minnug hugsjóna
frumherjanna, alþjóðahyggju
verkalýðsins, og skyldu sinnar
við islenzku þjóðina i nútið og
framtið.
1. mai 1978 er ljóst að unnt er
að beita samtakamættinum til
að knýja fram þáttaskil i sögu
islenzkrar verkalýðshreyfingar,
ef'nver láunamaður tekur stétí-
visaafstöðu til faglegra og póíi-
tiskra vandamála liðandi stund-
ar. 1 þeim átökum getur unnizt
varanlegur og árangursrikur
sigur, ef hver einasti launamað-
ur gerir skyldu sina.
1. mai 1978 fylkir islenzk al-
þýða liði til soknar gegn óbil-
gjörnu rikisvaldi og auðstétt
uin dir kjörorðinu:
SAMINGANA í GILDI
ÚTBOÐ
Óskað er eftir tilboðum i forsteypta hita-
veitubrunna fyrir Hitaveitu Borgarfjarð-
ar. útboðsgagna má vitja hjá VST Ármúla
4, Reykjavik og Berugötu 12, Borgarnesi
gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð
verða opnuð að Berugötu 12, Borgarnesi
þriðjudaginn 16. mai kl. 11 f.h.
Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf.
Ármúli 4, Reykjavik Simi 84499
Tilkynning
Eigendur skúra sem standa i óleyfi á
hafnarsvæði Reykjavikurhafnar í ör-
firisey og Vatnagörðum i Sundahöfn
skulu hafa fjarlægt þá fyrir 20. mai n.k.
Að öðrum kosti verða þeir fjarlægðir á
kostnað eigenda.
Hafnarstjórinn i Reykjavik.
Rafmagnsveitur
ríkisins
óska að ráða skrifstofumann til almennra
skrifstofustarfa á svæðisskrifstofu Raf-
magnsveitnanna á Egilsstöðum.
Laun eru skv. kjarasamningum B.S.R.B.
og rikisins launaflokkur B-7. Nánari upp-
lýsingar um starfið gefur rafveitustjóri
Austurlandsveitu á Egilsstöðum.
Rafmagnsveitur rikisins
Laugavegi 116 — Reykjavik.
Lúðrasveitarmenn æfa göngu fyrir framan Skúlatún 6, þar sem sveitin á stúran og veglegan æfingasal.
A göngu er margs að gæta, halda beinum röðum, ganga samstiga, einblina á nótnablaðið og þeyta horn-
in af hjartans innlifun.
Lúðrasveit verkalýdsins
Hafa leikið þann
1. maí í 25 ár
Fyrsti maí er framund-
an og undirbúningur í
gangi vegna hátíðarhald-
anna um allt land. Við
brugðum okkur á
fimmtudagskvöldið á æf-
ingu Lúðrasveitar Verka-
lýðsins/ sem fara mun
fyrir göngu Fulltrúaráðs
verkalýðsfélaganna og
hittum á þá lúðrasveitar-
menn, þar sem þeir höfðu
fylkt liði fyrir framan
Skúlatún 6, en þar heldur
sveitin æfingar sinar.
Stjórnandi Lúðrasveitar
Verkalýðsins er Ellert Karls-
son, en formaður Torfi Karl
Antonsson. Við ræddum stutta
stund við Torfa og báðum hann
að segja okkur nokkuð af starfi
sveitarinnar.
Hafa leikið
1. maí i 25 ár
Torfi segir okkur að Lúðra-
sveitin hafi starfað nú i 25 ár
samfleytt og á þeim tima ekki
látið sig vanta nokkru sinni
þann fyrsta maí, en eins og nafn
sveitarinnar gefur til kynna, er
henni einkum ætlað að vera þar
nærri, sem verkalýðshreyfingin
er með samkomur sinar eða há-
tiðir. Sveitin hefur þvi verið
kölluð til á árs- og afmælishátið-
ir ýmissa verkalýðsfélaga og á
útifundi i kaupdeilum, þegar
slik tilefni hafa gefizt, og auk
þess leikið á vanalegum tylli-
dögum i landinu, svo sem 17.
júní, fyrsta sumardag, um jól og
yfirleitt þá, þegar lúðrablástur
er viðeigandi og ómissandi. bá
hefur sveitin haldið árlega tón-
leika fyrir velunnara og styrkt-
arfélaga og nú siðast fyrir ferð
sveitarinnar til Noregs á siðasta
ári á mót Norræna alþýðutón-
listarsambandsins. Sú ferð var
farinundirstjórn Olafs L. Krist-
jánssonar. sem lengst hefur
stjórnað sveitinni og hefur nú
látið af þvi starfi.