Alþýðublaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 8
Sunnudagur 30. apríl 1978 Réttur til vinnu handa öllum er slagord dagsins — f þróunarríkjunum eru 300 milljónir manna sem ekki vita hvernig þeir fð næstu máltid þvf þeir hafa litla sem enga vinnu — í iðnrfkjum vesturlanda eru 17 milljónir manna atvinnulausir — samstadan má ekki vera bundin vid landamæri ef verkaiýðshreyf ingin ð að ná settu marki Ávarp Aiþjóðasam- bands frjálsra verka- lýðsfélaga 1. mai 1978. Þegar alþjóölega verkalýðs- hreyfingin valdi 1. mai sem bar- áttudag fyrir kröfum verka- manna um heim allan, var sii á- kvörðun tákn mikilvægasta grundvallaratriðis verkalýðshug- sjónarinnar: samstöðunnar. Samstöðu, sem ekki mátti vera bundin við landamæri, ef verka- lýðshreyfingin átti nokkurn tima að ná settu marki. 1 dag er m jög við hæfi að minn- ast þessa fyrsta boðskapar bar- ; áttudagsins. Nú liggur okkur ; meira við en nokkru sinni fyrr að standasaman.efvið viljum halda áfram aö vera áhrifaafl i heimi, sem stöðugt er að þjappast sam- an og löndin að verðá háðari hvort öðru. Við gerum okkur öll grein fyrir stöðu fjöldaþjóðafyrir- í tækjanna. En jafnvel þótt þeim væri ekki til að dreifa gerðu nú- tima framleiðsluhættir, flutning- ? ar, eftirlit og samgöngur hverju landi ógerlegt að hafa fullkomna stjórn á sinum eigin málum. Við verðum sifeilt að hafa þetta i huga á þessum timum efnahags- örðugleika. Þegar atvinnuleysið sverfur að, þegar hver og einn óttastum sinn hag eða missir alla von um að fá nokkurn tima tvær máltiðir á dag, þá er mikil freist- ing að gleyma allri samstöðu og gefa þá lakast settu upp á bátinn. Þess eru dæmi, það skal viður- kennt, að verkalýðssamtök hafi gleymt alþjóðlegri samstöðu á krepputimum. En sú staðreynd, að hverju áfalli, hverjum mistök- um var fylgt eftir að itrekuðum tilraunum til aðkomaaö nýju áal» þjóðlegri samstöðu verkafólks, er okkur sönnun þess hve hún er okkur ómissandi. t dag er samstaða okkar ekki enn i hættu. En aö þvi getur kom- ið ef ekki bregöur skjótlega til batnaöar i efnahagsmálum, en svo sem ævinlega áöur ógnar kreppan mest heimilum verka- fólks. Viö skulum því ekki eyða orku okkar i innbyrðis deilur, | rifrildi um sneiöar af siminnk- andi köku. Sameinumst um kröfu um J sköpun meiri verömæta, raun- hæfra verömæta og jafnari tekju- skiptingu. Viö vitum að það er hægt og hvernig þaö ætti aö ger- j ast. Viö verðum þó enn aö benda á þá dapurlegu staðreynd, að eftir fjögurra ára efnahagsvanda, virðast kröfur verkalýösfétaga okkar, bæði innan einstakra rikja og á aiþjóöavettvangi, ekki ná eyrum ráðamanna. Viö veröum enn aö brýna raustina svo aö kröfur okkar heyrist, og knýja rfkisstjórnir og atvinnurekendur sem uggandi eru um gróöa sinn og „stjórnunarleg forréttindi” til aögerða. Þetta er ástæðan til þess aö Al- þjóöasamband frjálsra verka- lýðsfélaga hefur ákveöiö að hefja á þessu ári alþjóölega baráttu fyrir fullri atvinnu, og verður henni haldiö áfram til næsta þings okkar, sem haldið verður 1979, og lengur ef þörf krefur. Við vonum aö þetta 1. mai á- varp okkar nái eyrum allra þeirra sem koma saman i tilefni 1. mai. „Atvinnuleysi er alþjóðlegt vandamál. 1 iðnaðarrikjunum eru 17 milljónir manna atvinnu- iausir. 1 þróunarrikjunum eru 300 milljónir manna, sem ekki vita hvernig þeir fá næstu máltið af þvi þeir hafa litla eða enga vinnu. Við öll sem aðild eigum að Al- þjóðasamb. frjálsra verkalýðsfé- laga (ICFTfJ) höfum afráðið að efla og skipuleggja herferð árið 1978 fyrir réttinum til atvinnu. Þannig sýnum við samhjálp. Þvi fleiri sem fá vinnu, og þeim mun betri sem afkoma verkafólks er, þvi meiri er geta þess til kaupa á bæði innlendri og aðfluttri vöru. J Þau kaup skapa aukin atvinnu- tæki færi allstaðar. t dag krefjum við rikisstjórnir okkarum heim allaneinum rómi: Bætiö atvinnuástand með aukn- ingu opinberra útgjalda og betri (ramtiöaráætlun, það mun verða til þess að hleypa nýju blóði i al- þjóðaviðskiDti. Fátækum löndum þarf að hjálpa til að þau geti hjálpað sér sjálf. Við beinum tilmælum til forráðamanna vold- ugustu iðnaðarrikjanna, Banda- rikjanna, Vestur-Þýzkalands, Bretlands, Frakklands, Italiu, Japans, Kanada — að halda aðra ráðstefnu æðstu manna eins fljótt og við verður komið, til aö losa heiminn úr þessari stöðnun með þvi að taka upp þá stefnu sem al- þjóðlega verkalýöshreyfingin hefur hvað eftir annaö lagt fram. Verði ekki hafist handa nú þegar, eigum við i höggi við efnahags- legt hrun á borð við þaö sem gerð- ist eftir 1930.” örbirgðer undirrót margs iHs i þessum heimi. Fólk, sem lifir við viðunandi kjör, góða menntun, upplýsinga- og tjáningarfrelsi, verður ekki auðveldlega einræði að bráö. Það er óhugnanleg stað- reynd, að það eru einkum þeir sem við bág lifskjör búa sem þar að auki eru sviftir mannréttind- um sinum; stjórnmálafrelsi og stéttarfélagslegum réttindum. Þeir kunna að vera undirokaðir af einum manni eins og i' Paragu- ay, af öðrum kynþætti sem er i minnihluta, einsog i S-Afriku, eða af siðlausum stjórnmála- og eig- inhagsm unasjónarmiðum svo sem i Chile. En við skulum ekki vera meö neinar sjálfsblekking- ESðSSBB ar, hverjirsemeinræðisherrarnir eru, eiga þeir allir einn banda- mann, stóngróðafyrirtæki um all- an heim, sem eru i leit að ódýru, hlýðnu vinnuafli. Þess vegna er það verkefni verkamannanna, i þeim löndum sem erusvo vel sett að hafa frjáls verkalýðsfélög, að tala máii hinna snauðu og kúg- uðu. Efnahagsleg réttindi, mann- réttindi, þjóðfélagsleg og stjórn- málaleg réttindi fylgjast að. Skorti ein þeirra, eru hin fyrr eða siðar í voða. I rikjum kommúnista eiga verkamenn á hættu að verða fyrir ofsóknum og hefndaraðgerðum ef þeir krefjast bættrar aðstöðu. Ef stjórnmálakerfi það sem komm- únistar komu á hefur nokkurn tima átt sér málsbætur, þá var það að það átti að sjá fólki fyrir betri efnahagslegri afkomu. En það er ekki hægt að sjá fyrir fólki. Það þarf að njóta réttinda og tækifæra til að sjá fyrir sér sjálft. Allar öfgar eru hættulegar. Sú staðreynd er góð og gild ástæða fyrir þvi að við sem tilheyrum frjálsri verkalýðshreyfingu höf- um andstyggð á ofbeldi. Það hef- ur aldrei hjálpað þeim sem þvi var ætlað aðþjóna. Blóði saklauss fólks hefur verið úthellt til einsk- is. Og liklegasti árangurinn er ennþá grimmari kúgun, ennþá meiri báginda fyrir alla aöila. En þótt ofbeldisaðgerðir eigi réttláta refsinguskilið, verða þær ekki upprættar með kúgun. Það verður að eyða þeim jarðvegi sem þær þrifast i: mannlegri eymd, fáfræði, örvæntinguog þvi sem velmegunarrikin verða aö horfast i augu við — firringu i þjóðfélagi, sem breytir fólki i nafnlausa, formlausa framleið- endur og neytendur, sem ekki finna lengur neinn raunhæfan til- gang i lifinu. Það er ekki þess konar alls- nægtaþjóðfélag, sem við höfum i huga, þegar við óskum eftir al- þjóðlegri efnahagslegri viðreisn. Við viljum hagvöxt, en þesskonar hag vöxt, sem miðar að þvi að sjá öllum fyrir vinnusem þess þurfa, að bæta stöðu fátækra, en miðar ekki bara að þvi að gera hina riku enn rikari. Hagvöxtur þýðir ekki bara fleiri bíla, fleiri orkuver, ennþá hraðfleygari þotur. Hann þýðir lika betri menntun og heilsugæzlu betri og heilsusamlegriaðbúnað á vinnustöðum, útrýmingu óþrifa- legra, hættulegra og óviðunandi vinnustaða, betri ibúðir, fleiri al- menningsgarða og hressingar- stofnanir. Fyrst við getum flogið til tunglsins, hvi getum við þá taiaBBBBBMnBMHaHHSBMMHnHaBBBBn ekki náð þessum markmiðum hér á jörðinni? Við höfum sóst eftir styttingu vinnutima I þeim tilgangi aö draga úr atvinnuleysi. En þaöer i sjálfu sér eftirsóknarvert tak- mark til þess að gera verkafólki kleift að lifa auðugra mannalifi. Til þess að svo megi verða er mikilsvert aö halda áfram bar- áttunni fyrir meira lýðræði á vinnustöðum. Hvert land getur á- kveðið fyrir sittleyti hvaða leið sé farin — takmarkið er hiö sama: það verður að koma fram við verkafólkið eins og ábyrga aðila, sem hafa rétt til að taka þátt i á- kvörðunum á öllum stjórnunar- stigum fyrirtækjanna. Hvað þróunarlöndin snertir kæmi hagvöxtur fyrst og fremst fram i þvi að fá fæði, klæði, hús- næði, nauðsynlegustu heilbrigðis- þjónustu og fræðslu. Frá upphafi þurfa verkamenn i borgum og sveitum að vera þátttakendur i skipulagningunni og fylgjast með framkvæmdum, til þess að þeir geti tryggt að hagvöxturinn gangi til almennings en ekki til hús- bænda þeirra. Til þess að ná þessu marki, þörfnumst við nýs alþjóðlegs hag- kerfis. Valdi fjölþjóðahringa til Framhald á 6. siðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.