Alþýðublaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 16
16
Sunnudagur 30. april 1978
Ásta Páls. 5
Hvað ætti að gera? Það virðist
alltaf þurfa að fara i hart til að
koma þessum málum eitthvað
áfram. Þannig verður það lik-
lega. einnig núna. Annars
hækkar verðlagið stöðugt, og
kauphækkanirnar étast fljótt
upp. Kaupið rýrnar stöðugt og
dýrtíðin er hræðileg”.
Gudrún 5
„Fyrir mig er það tiltölulega
auðvelt. Við erum tvö i heimili,
hann er i Háskólanum og kennir
dálitið með. Húsnæðið er ódýrtog
ekki má gleyma þvi að alitaf
munar um aðborða ódýra kostinn
i mötuneyti Landsbankans. Við
komumst þvi tiltölulega vel af,
a.m.k. sem stendur.
Ásta Árnad. 5
nú ekki betur en þetta!
— Ilafið þið reynt inngöngu i
starfsmannafélagið?
„Já, já. Við höfum bent á að
t.d. saidlar og bilstjórar séu i
fílaginuogað óeðlilegtsé að við
sitjum við annað borð en allir
aðrir hérna. En allt situr við
sama. Ný stjórn i starfsmanna-
félaginu hefur vist rætt eitthvað
um að við fengjum aukaaðild,
sem þýddi þó að við fengjum
ekki aðnjóta sömu kjara ogaðr-
ir. Ef sú verður raunin, þá
skiptir tæplega neinu máli hvar
við erum skráðar félagsmenn.
Hins vegartekég fram, að við
sitjum við sama borð og aðrir
bankastarfsmenn að einu leyti,
við fáum greitt kaup fyrir 13
mánuði á ári.
— llvað mcð kjaramálin al-
men nt?
„Ætli sé ekki hægt að draga
svarið við þvi saman i mikil
vinna — litið kaup. Mér finnst i
sannleika sagt ekki hafa náðst
viðunandi kjarasamningar við
láglaunafólkið i verkalýðsfélög-
unum. Forystan i verkalýðsfé-
lögunum er ákaflega dauð —
það þarf nýtt blóð og nýja menn
i forystuna.
Það er eins og bilið á milli há-
tekjumpnna og láglaunafólksins
breikki alltaf. Og alls kyns mis-
rétti er stöðugt látið viðgangast.
Ég get til dæmis sagt ykkur frá
þvi að ég missti manninn 39 ára
og þegar ég ætlaði að skrá mig
hjá Tryggingastofnun vegna
ekkjubóta, var mér sagt að ég
hefði engan rétt á slikum bótum
þar sem ég væri ekki orðin
a.m.k. fimmtug! Þeir hjá
tryggingunum sögðu að ungar
konur á borð við mig gætu betur
komizt inn á vinnumarkaðinn —
það virtist engu skipta hverjar
ástæður þeirra væru. A sama
tima fengu forrikar konur
ekkjubætur, ef þær voru orðnar
50ára við fráfall eiginmannsins.
Svona lagað kalla ég alvarlega
brotalöm i kerfinu”.
Sigurður 5
með talið er 9% vaktaálag og
einir 8 timar i næturvinnu. Af
þessu sést að grunnkaupið er
ekki beysið. 1. mai mun svo
kaupið vist lækka eitthvað. Þá
breytist vaktafyrirkomulagið
og vaktaálagið minnkar eða
fellur jafnvel alveg niður. Ég er
einhleypur maður og kemst þvi
af, en mér er ómögulegt að
skilja hvernig fjölskyldufólk
kemst af með þetta kaup á milli
handa.
— Þannig að ykkar stéttarfé-
lag < Verzlunarmannafélag
Iteykjavikur) hefur ekki staðið
sig i samningunum undanfarið?
„Nei, kaupið hjá verkafólki
almennt er alltof lágt. Ég tel að
fyrir t.d. fjögurra manna fjöl-
skyldu séu 220-240 þúsund kr. i
dagvinnukaup á nánuði algert
lágmark um þessar mundir.
Varðandi Verzlunarmannafé-
lagið, þá verð ég að segja, að
mér finnst reynsla okkar af þvi
hreint ekki góð. Við höfum leit-
að til VR um ýmislegt sem upp
hefurkomið ogsvörin hafa yfir-
^yj^ðubankinn
lytur launafólki
um land allt
báráttukveöjur
1. MAÍ
leitt verið „við skulum athuga
málið” — sem þýðir hjá þeim að
ekkerter gert! Þá var það fyrst
i vetur sem VR skipaði hér trún-
aðarmann á vinnustaðnum.
Einnig báðum viö um fund fyrir
siðustu kjarasamninga til að
ræða okkar sérmál, en þvi varð'
ekki komið við af þeirra hálfu.
Yfirleitt hefur gengið betur að
leysa mál, með þvi að fara beint
til forráðamanna Flugfélagsins,
i stað VR. Þetta er ákaflega
dauft stéttarfélag og fundir illa
sóttir. Þarna vantar nýtt fólk i
forystu.
— Ertu áuægður ineð siðustu
aðgerðir verkalýðsforystunnar i
kjaramálum?
„Satt að segja er égekki hrif-
inn af siðustu aðgerðum, 1. og 2.
marz og svo útflutningsbanninu.
Það vantar allan brodd i þetta.
Stöðugar undanþágur hafa gert
útflutningsbannið að litlu eða
engu og aðgerðirnar bitna held
ég mest á þvi fólki sem sizt má
við skertum kjörum.
— Okkur er sagt að þú ætlir að
hætta að vinna hér i vöruskálan-
uin nú um helgina, þegar rétt 11
ár eru liðm frá þvi þú komst
hingað. Býðst eitthvað skárra?
„Já, ég hætti einfaldlega
vegna þess að mér býðst betra
kaupogbetri vinnutimi. Vakta-
vinnan er þreytandi til lengdar.
Ég neita þvi hins vegar ekki, að
erfitt verður að slita sig héðan
eftir svo langan tima. Félags-
skapurinn er góður, og ég mun
ábyggilega lita oft hingað inn til
að heilsa upp á liðið eftir að ég
hætti!
I
RAUDI K.RDSS tSLANDS
Nýtt
happdrættísár!
300
utanlandsferðir
300 ferðavinningar á 100, 200 og 300
þúsund kr. hver.
Auk þess parhús í Hafnarfirði og fjöldi
annarra glæsilegra vinninga.
Lægsti vinningur 25. þúsund kr.
i
Sala á lausum miðum og endurnýjun
flokksmiða og ársmiða stendur yfir.
Dregið í 1. flokki 3. maí.
Happdiætti]^^78 79