Alþýðublaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 5
Sunnudagur 30. apríl 1978 „Atvirmuleysið bitn- ar verst á konunum” Það eru sjálfsögð mannréttindi bæði fyrir karla og konur að eiga kost á atvinnu, skikkanlegum vinnutima, barnagæzlu, lifvæn- legum launum og húsnæði til að búa i. Og verkalýðshreyfingin hlýtur að berjast fyrir þessu. Þegar kreppir að og atvinna dregst saman þá bitnar atvinnu- leysið fyrst á konunum. 1 nútima þjöðfélagi taka konur i auknum mæli þátt i' atvinnulifinu en njöta þar ekki sama réttar og öryggis og karlmenn. Auk þess er þátt- taka þeirra i atvinnulifinu undir þvi komin hvernig barnagæzlunni i bæjarfélaginu er háttað. „Fæ ég eða fæ ég ekki útborg- að á föstudaginn?” Guðrún ólafsdóttirer formaður Verkakvennafélags Keflavikur og Njarðvikur. Blaðamaður sneri sér til hennar og spurði hana álits á verkalýðsmálunum almennt, útskipunarbanninu margumtal- aða og aðstöðu kvenna i hennar félagi o.fl. — Ekki er ég nú ánægð með verkalýðshreyfinguna, hún mætti vera öflugri og meiri samstaða. Hér i Keflavik er samstarfið milli verkalýðsfélaganna alveg sér- staklega gott. — Við vorum aldrei hlynnt útskipunarbanninu hér, fannst það ekki vera heppileg aðgerð fyrir okkur Suðurnesinga. Það hefur verið mikið atvinnu- leysi og þetta hefði verið kær- komið tækifæri fyrir marga at- vinnurekendur hér á Suðurnesj- um að loka bara. Þeir hafa átt i' erfiðleikum með að borga fólki út og fólk hefur verið kviðið. Það er þetta: „Fæ ég eða fæ ég ekki útborgað á föstudaginn?” — Atvinnuleysið bitnar verst á konunum, þær hafa ekki úr svo mörgu að velja Sú vinna sem kon- um býðsthér, það erufrystihúsin og flugvöllurinn. Og flugvöllurinn getur ekki endalaust tekið við. Það þarf tvimælalaust að skapa konum hérmeiri atvinnu, við höf- um oft rætt um það. Það er nú eins og það er, það er dýrt að setja á stofn atvinnurekstur. Hefur þeim þa dottið eitthvað i hug sem bætt gæti úr atvinnu- möguieikum kvenna á þessu s væði? — Okkur hefur dottið margt i hug, eins og t.d. að koma upp vef- stofu, saumastofu og prjónastofu og hafa þetta allt i sama húsnæðinu. Það myndi skapa konunum atvinnu og sérstaklega þeim sem eru orðnar lasburða og treysta sér ekki til að standa i kuldanum i frystihúsinu allan daginn. Verkafólk tekið tali í vikunni brugðum við okkur á nokkra vinnustaði i Reykjavik i þeim til- gangi að heyra hljóð i fólki á þessum siðustu og verstu timum (sem hafa vist alltaf verið LÍÐANDI STUND^ Við spjölluðum um kjaramálin; hvað fólk teldi að miður hafi farið i verkalýðs- baráttunni og hvað vel, og um afstöðu fólks til síðustu að- gerða verkalýðs- forystunnar i kjara- málum. Nokkur stutt viðtöl fara hér á eftir, en meðfylgjandi myndir tók Axel Ammendrup. —ARH Eru konurnar virkari i verkalýðs- baráttunni? — Þær eru það. 1 félaginu hjá okkur eru milli 600 og 700 félagar og það mæta kannski rúmlega 100 á fundi. Og það er mjög gott að leita til þeirra. — Það gefur nú auga leið að karlmenn hafa alltaf meiri tima til að sinna verkalýðsmálum en konurnar sem þurfa að sjá um heimilið lika en hvort þeir eru nokkuð duglegri er svo annað mál. — Konurnar þurfa að fylgja körfum sinum betur eftir, við höf- um ekki verið nógu duglegar i þvi. Hvernig gengur að sameina heimilisstörfin og atvinnuna utan heimiiisins? — Þaðer náttúrulega misjafnt. Þær verða að sjá fyrir morgun- deginum á kvöldin þegar þær eru heima. Það hefur verið mjög erfitthjá konum að koma börnum á dagheimili, það er ekki nema tvö dagheimili i Keflavik og þaö er brýn nauðsyn að þau verði fleiri. S.l. haust sendi Verka- kvennafélagið bæjarstjórninni bréf og hvatti hana til að hugsa betur um dagvistunarmálin og til að reyna að koma upp öðru dag- heimili. Svo það er i athugun hjá þeim. Á að hafa sér verkalýðsfélög fyrir . konur? — Þar sem þauerufyrir, finnst mér allt i lagi að halda þeim. Það eru fleiri virkir i félögunum þegar þau eru sér. Það er einn og einn að setja útá þetta en þetta gengur mjög vel og á meðan að svo er sé ég enga ástæðu til að breyta þvi. Hvað erá döfinni 1. mai? — Það verður kröfuganga hér. Það eru öll verkalýðsfélögin sem standa að henni. Það hafði lengi staðið,tii að ganga á 1. mai en varðekkertúrþvifyrren i fyrra, þá gengum við i fyrsta sinn. Næg atvinna hjá sókn Starfsmannafélagið Sókn nær til starfsfólks á sjúkrahúsum, barnaheimilum, og i heimilis- hjálp og heimilisþjónustu. Þetta eru hefðbundin kvennastörf og karlmenn hafa ekki sótzt i þau nema i örlitlum mæli. Og ekki hrjáir atvinnuleysið þær Sóknarkonur, þrátt fyrir samdrátt i atvinnulifinu heldur fólk áfram að verða veikt og gamalmenni deyja sem fyrr. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir formaður Sóknar vildi einkum leggja áherzlu á það, þegar blaðamaður ræddi við hana, að Sókner aðili aö ASI en meðlimir félagsins vinna sin störf við hliðina á BSRB fólki. BSRB sem- ur yfirleitt á eftir ASI og hefur náð betri samningum. Það sem þær eru alveg sérstaklega óánægðar með hjá Sókn er vakta- álagið. BSRB höfðu hærra vakta- álag en Sókn og i siðustu samn- ingum hækkaðiþað mun meira en allt annað. Þannig að opinberir starfsmenn á BSRB taxta í sömu störfum og Sóknarfélagar fá mun hærra kaup en þær. Þetta veldur skiljanlega mikilli óánægju hjá þeim i Sókn. Að breyta þessu hlýtur að veröa okkar baráttu- mál í næstu samningum, sagði Aðalheiður. — Éghef ekkitrúá öðruen fólk skilji það að til að ná sliku fram að þá verðum við, þó viðvinnumá þessu viðkvæma svæði, að fara i verkfall. Við eigum ekki annarra kosta völ ef við ætlum að fá leiðréttingu á þessu. Og það er kannski ekki ótrúlegt aðverkfall hjá Sóknarkonum yrði áhrifarikt, einmitt vegna þess hvað starfssvæði þeirra er viðkvæmt. ,,Þær eiga bágt með að fara i verkfall” Aðalheiður taldi þó að konurnar ættubágt með að fara i verkfall. — Þeim finnst þær skilja það fólk sem þær eiga að hugsa um eftir i vanrækslu. Þeir karlmenn sem eru i félag- inu eru yfirleitt fiskaðir upp af BSRB. Þeir fá stöður hjá rikinu sem konur eiga ekki kost á og komast þar af leiðandi á hærra kaup. En af hverju? — Þeir eru svo fáir. Konunum er haldið við umsamda taxta en karlmennirnir eru yfirborgaðir. Fyrirvinnuhugtakið er allsráð- andi en það er bara horft fram hjá þvi að margar konur eru það lika. — Konurnarerulægstlaunaðasti starfskrafturinn á sjúkrahúsun- um, en þær eru engan veginn ver launaðaren fólk i öðrum félögum innan ASt. Og við höfum náð ýmsum hlunnindum inn i okkar samninga sem ég hygg að önnur félög hafi ekki. ,,Það er þannig með konur yfir- leitt að þær eru i láglaunahópun- Utan ReykjavDrursvæðisins er aðalatvinna kvenna frystihúsavinna Konurnar hafa lág laun fyrir sina vinnu þrátt fyrir fullan vinnudag og heima biður þeirra yfirleitt sú vinna sem þær fá ekkert kaup fyrir, allavega ekki i peningum. Hvernig gengur þá að samræma útivinnu og heima- vinnu? Um það segir Aðalheiður: — Þetta , er afskaplega mikið álag.Það er nú þannig meðkonur yfirleitt að þær eru f láglaunahóp- unum alveg sama i hvaða félagi þær eru. Ófaglærðar konur eru það og það eru fyrst og fremst þær þær sem þyrftu að fá leiðréttingu. Kona sem er ein með heimili og börn og getur kannski ekki unnið fullan vinnudag, henn- ar laun eru alls ófullnægjandi. — I þjóðfélagi sem státar af svona háum þjóðártekjum, er það alveg smánarlegt að bjóða ung- um konum upp á það, að þær geta ekki leyft sér það að lifa nokkurn veginn eins og annað fólk vegna þess að þær hafa úr svo litlu að spila. Þær geba ekki veitt sé þann munað að fá sér flik eða f ara út á skemmtistað vegna þess að allt er svo klippt og skorið að þær mega þakka fyrir ef endar ná saman til að eiga fyrir brýnustu lifsnauð- synjum. Þetta er algjört siðleysi að minu mati. „Auðvaldið á íslandi er ákaflega vel vopnum búið” Aðalheiður er ekki ánægð með núverandi samningaaðferðir verkalýðshreyfingarinnar. — Það er ekki við neinn smárisa að etja þar sem auðvald- ið á Islandi er og það er ákaflega vel vopnum búið. Það hefur búið það vel um sig að það þolir vel verkföll þó að verkamenn á sinu lága kaupi þoli það illa. Við erum kannski ekki nógu fús að styðja við bakið á þeim, sem veikastur er og manni finnst það i samning- unum að þeir sem skár eru settir fleyti rjómann ofan' af. — Vinnubrögðin i samningum eru fáranleg. Þetta getur ekki gengiðað fólk sé kallað saman þegar samningar eru að renna út og siðan sé setið þarna og flækst á Hótel Loftleiðum, vikum og jafn- vel mánuðum saman, án þess að raunveruleganokkuðsé gert. Það stendur ekkert á verkalýðshreyf- ingunni að eitthvað sé gert, at- vinnurekendur sýna bara aldrei neinn áhuga nema þeir séu pindir áfram með verkfalli. Það þarf langtum harðari stjórn á þetta. — Ég er með ýmsar hugmynd- ir i sambandi við sam ingagerð og hvernig við eigum að vinna hana. Það þarf að byrja að vinna að henni miklu fyrrog við eigum að vinna að undirbúningi i hópum þar sem er vel unnið og vel lagt fram hvar skórinn raunverulega kreppir að. Við eigum að koma með þá kröfu að fyrst og fremst sékomið til liðs við þá sem endi- lega verða að fá leiðréttingu. Ef annað fólk i verkalýðshreyfing- unni sem betur er sett, getur ekki sætt sig við það, þá eigum við baraað skilja við það og reyna að berjast sjálf fyrir leiðréttingu á okkar kröfum. Að lokum sagði Aðalheiður að nauðsynlegt væri að endurvekja þessi gömlu góðu gomlu orð: ,,Einn fyrir alla og allir fyrir einn”. Vantar barnagæzlu svo konur geta ekki unnið A Ólafsfirði varð Jónina óskarsdóttir trúnaðarmaður Verkalýðsfélagsins Einingar fyrir svörum þegar blaðamaður hringdi á skrifstofu félagsins til aðforvitnast um atvinnumál þar, einkum atvinnumál kvenna. Þar Framhald á 6. siöu Asta Pálsdóttir. 1 kjallara hússins við Austur- stræti, þar sem verzlunin Viðir er til húsa, er að finna verzl- unina Smáfólk. Við byrjuðum á þvi að leggja leið okkar þangað og hittum að máli Ástu Páls- dóttur, afgreiðslumann. Hún var hreint ekki á þvi að eiga nokkur orðaskipti við blaða- snápana i fyrstu, en endur- skoðaði þá afstöðu sina þegar hún sá hve þeir voru mikil meinleysisgrey. „Auðvitað er ég hundóánægð með ástandiði' kjaramálunum”, var svarið sem við fengum við fyrstu spurningunni. ,,Mér finnst 200 þús. krónur algjört lágmarkskauþ fyrir launafólk. Ég myndi bókstaf- lega deyja ef ég þyrfti að fram- fleyta fjölskyldu á minum tekjum einum! Það mætti örugglega jafna launabilið mikið, þeir sem komnir eru með háar tekjur núna ættu að stoppa við, en kaup láglaunafólksins að hækka. Framhald á 16. siöu. iuðrún Bjarnadóttir A skrifstofu starfemannahalds Landsbanka tslands við Austur- stræti hittum við Guðrúnu Bjarnadóttur, skrifstofumann. Við spurðum hana fyrst álits á kjörum bankamanna yfirleitt. ,,Ég er tiltölulega ánægð með siðustu kjarasamnnga banka- manna (sem gengu i gildi 1. júli 1977). Til dæmis hækkuðu orlofs- greiðslur talsvert. Aður var orlof föst upphæð, en með nýju samningunum er það prósentur af ákveðnum launaflokki. Þessi breyting varð til þess að hækka orlofið. Þá var i fyrsta sinn tekið tillit til starfsreynslu i öðrum banka i samningunum. Það atriði er einnig til bóta. 1 heild eru kjör bankamanna þokkaleg, t.d. miðað við Dags- brúnartaxta, en dýrtiðin hefur verið fljót að éta upp þá hækkun sem við fengum i siðustu samningum! Það mætti fara að endurskoða kaupsamningana”. — Hvernig gengur svo að lifa af tekjunum? Framhald á 16. siðu. Asta Arnadóttir. I matsal Landsbankans viö Austurstræti hittum við Astu Arnadóttur, en hún er ein af 7 konum sem hafa þann starfa að sjá peninganna vörðum i húsinu fyrir ljúffengri og ódýrri nær-1 ingu. Konurnar i eldhúsinu eru félagar i Verkakvennafélaginu Framsókn og einu starfsmenn bankans sem ekki eru i Starfs- mannafélagi bLandsbankans. Vegna þessa búa þær við lakari kjör en aðrir starfsmenn bank- ans og við spuröum Astu i hverju meginmunur á kjörum þeirra og annarra starfsmanna væri fólginn: „Égheld að óhætt sé að segja að við erum á lægra kaupi fyrir vikið, auk þess sem við fáum ekki sumarfri eftir starfsaldri, eins og bankamenn. Ég er til dæmis búin að vinna hérna i ein 17 ár og hef aðeins 24 virka daga i sumarleyfi. Væri ég i starfs- mannafélaginu fengi ég fri á annanmánuð. Framsókn semur Framhald á 16. siöu. Siguröur Guöjónsson. Fremur rólegt var i flugstöð- inni á Reykjavikurflugvelli, þegar blaðamenn rákust þar inn um miðjan dag á fimmtudag- inn. Enginn Fokker var sjáan- legur á flugbrautinni og fátt um manninn i biðsölum. Við röltum hins vegar inn i vöruafgreiðsl- unaog þar var öllu liflegra. Við heljarstóra vigt stóö maður og við ákváðum að „svifa á hann” og reyna að fá hjá honum áheyrn. Það heppnaðist bæri- lega, og meiraað segja var okk- ur boðið upp á kaffidreitil i litilli og snoturri kaffistofú starfs- manna i völuskálanum. Við- mælandi okkar i þetta sinn heit- ir Sigurður Guðjónsson, vöruaf- greiðslumaður. Hann hefur unnið i nákvæmlega 11 ár þarna og við spurðum fyrst um kjara- málin. „Kaupið er lágt — alltof lágt. Eftir svona langan starfsaldur hef ég hvorki meira né minna en 163 þús. kr. i brúttótekjur! Þar Framhald á 16. siðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.