Alþýðublaðið - 30.05.1978, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 30.05.1978, Qupperneq 5
5 Þriðjudagur 30. maí 1978 Meirihluti stjórnarflokkanna í Kópavogi kolféll: Krafa kjósenda að myndaður verði nýr meirihluti Þá er tíðindamaður Al- þýðublaðsins hafði sam- band við Guðmund Odds- son, efsta >■ mann á lista Alþýðuf lokksins í Kópa- vogi og spurði hann álits á kosningaúrsiitum þar f bæ, tjáði hann sig mjög ánægðan. Er það og reyndar engin furða þar eð flokkurinn bætti þar við sig hvorki meira né minna en rúmlega 100% atkvæða. Við siðustu sveitarstjórnarkosningar hlaut flokkurinn 446 at- kvæði og 2 menn kjörna. Auk Guðmundar á nú sæti í bæjarstjórn Kópavogs fyrir hönd Alþýðuflokks- ins Rannveig Guðmunds- dóttir. Listi Framsóknarflokksins hlaut nú 1187 atkvæöi en hafði áður 1403. Aö visu bauð hann fram ásamt Samtökum frjáls- lyndra og vinstri manna i sið- ustu sveitarstjórnarkosningum, 1974. bvi miður mun atkvæða- fjöldi þessi nægja framsóknar- mönnum til þess að halda inni i bæjarstjórn þeim tveimur full- trúum er þeir hlutu áður. Listi Sjálfstæðisflokksins, D-listi, beið mikið afhroð i kosningum þessum og hlaut nú einungis 975 atkvæði i stað 1955 áður. Hafa þeir nú 2 fulltrúa i bæjarstjórn i stað fjögurra áður. Að visu má segja að sjálfstæðismenn hafi gengið þriklofnir til kosninga i Kópavogi i ár: þ.e. K-listi borg- ara, er hlaut 800 atkvæði og einn mann kjörinn og S-listi sjálf- stæðisfólks er hlaut 711 atkvæði og einn mann kjörinn auk D- lista. G-listi Alþýðubandalags- ins fékk i sinn hlut 1700 atkvæði, en hafði áður 1475 og 3 menn sem siðast. Það var álit Guðmundar Oddssonar að i kosningunum hefðu kjósendur áréttað kröfu sina um nýjan meirihluta i bæjarstjórn Kópavogs. „Það væru svik við kjósendur væri ekki myndaöur nýr meirihluti i bæjarstjórn, meirihluti annarra en þeirra er hann mynduðu siðastliðið kjörtimabil”, var álit hans. Guðmundur sagði það vera sina skoðun að það er orðið hefði meirihlutanum að falli, væri sú óstjórn er verið hefði á málefnum Kópavogskaupstaðar i stjórnartið hans. Að lokum kvðast Guðmundur vera i sjöunda himni i tilefni þess sigurs er Alþýðuflokkurinn hefði unnið i sveitarstjórnar- kosningunum á sunnudaginn. Mjög ánægðir Alþýðuflokksmenn í Hafnarfirði: „Alþýðuflokkur- inn næststærsti flokkurinn í Reykjanes- kjördæmi” Að sögn Harðar Zópaníassonar eru þeir al- þýðuflokksmenn í Hafnar- firði mjög ánægðir með úr- slit sveitarstjórnarkosn- inganna þar í bæ. Reyndar á þetta við um úrslít kosn- inganna i Reykjaneskjör- dæmi i heild, þar sem Al- þýðuf lokkurinn hefur unn- ið mjög á og er hann nú næststærsti flokkurinn í því kjördæmi. I Hafnar- firði bætti flokkurinn við sig hvorki meira né minna en 366 atkvæðum. Hann hefur nú 1274 en hafði áð- ur 908 atkvæði þar i bæ. Þótt full- trúatala flokksins hafi ekki aukist i bæjarstjórn munaði þó sáralitlu að fulltrúarnir yrðu þrir i stað tveggja. Stóð „baráttan” milli 2. manns Alþýðubandalagsins og 3. manns Alþýðuflokksins. Þrátt fyrir að Alþýðuflokkurinn bætti við sig flokka mest reyndist þó aukning Alþýðubandalagsins þeim best hlutfallslega. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði einum manni i Hafnarfirði, hafði hann áður haft 5 en hefur nú ein- ungis 4. Það var Alþýðubandalag- iö sem jók fylgi sitt sem fyrr segir og krækti i 5. manninn frá sjálf- stæðismönnum. Framsóknar- flokkurinn tapaði nokkru fylgi sem og vfðast hvar annars staðar. Óháðir, eða H-listinn i Hafnar- firði, juku fylgi sitt dálitið þ.e. að atkvæðamagni. Að áliti Harðar, er nú situr i bæjarstjórn Hafnarfjarðar f.h. Alþýðuflokksins ásamt Jóni Bergssyni, er ekki óliklegt að nokkrar breytingar kunni að eiga sér stað hvað varðar meirihluta- stöðuna þar i bæ. S.l. kjörtimabil mynduðu óháðir og sjálfstæðis- menn meirihluta i bæjarstjórn. Hörður sagði landsmálin tvi- mælalaust hafa átt sinn þátt i hvernig atkvæði féllu i Hafnar- firði. Hann sagði að svo virtist sem Alþýðuflokkurinn væri nú i mikilli sókn um allt land, og sem fyrr getur, ekki sist i Reykjanes- kjördæmi. Hörður sagði að lokum að þeir alþýðuflokksmenn i Hafnarfirði myndu reyna að hafa sem mest þau áhrif á stjórn bæjarmála i Hafnarfirði er þeir gætu. Hvort sem þeir yrðu i meiri- eða minni- hlutaaðstöðu i bæjarstjórn og myndu þá málefni ráða. „Skoðanakannanir” síddegisblaðanna: Gáfu vísbendingu tíska strauma —gerðu ráð fyrir lakari hlut Alþýðubandalags „Kosningaspár" síð- degisblaðanna Vísis og Dagblaðsins, sem birtar voru 22. maí, vöktu tals- verða athygli, þrátt fyrir að skiptar skoðanir væru um það hve viðtækar ályktanir mætti af þeim draga. Enda þótt mikið vantaði upp á að vísinda- lega væri unnið að könn- ununum, einfaldlega vegna þess að þær voru fyrst og fremst hugsaðar sem skemmtilegur leikur blaðanna og lesendanna, má þó greinilega sjá að kannanirnar gáfu vis- bendingu um viss atriði i úrslitum borgarstjórnar- kosninganna. Báðar kannanirnar leiddu í Ijós fylgisaukningu Alþýðu- flokksins. Visir gerði ráð fyrir að Alþýðubandalagið tapaði fylgi. Dagblaðið hins vegar gerði ráð fyrir að Alþýðubandalagið bætti við sig og fengi fjóra kjörna. Bæði blöðin spáðu fylgishruni «'*ííÍ8í hjá Framsókn, Dagblaðið spáði flokknum einum fulltrúa i borg- arstjórn en Visir engum! Varð- andi Sjálfstæðisflokkinn, þá spáðu bæði blöðin að meirihlut- inn myndi haldast, DB spáði ihaldinu 8 mönnum, en Visir var ekkert að skera skammtinn við nögl og lét ihaldið hafa 11 menn! í báðum blöðunum var athyglisvert hve stór hópur fólks var óákveðinn og einnig hve margir neituðu að svara spurningum um pólitiska afstöðu. 11.4% neituðu að svara Visi, en 9% DB, óvissir voru 12.4% hjá Visi en 21% hjá DB. Hópur „óvissra kjósenda” er þarna óeölilega hár og er skýr- ingin m.a. sú, að við könnun beggja blaða var notuð sú að- ferð að hringja i kjósendur sem um póli lentu i úrtaki. Erlendar stofnan- ir sem annast skoðanakannanir um stjórnmálaskoðanir nota yf- irleitt heimsóknir til fólks þar sem talið er að betra sé að fá fólk til að svara af eða á með beinu sambandi. Gallup-stofn- unin notar t.d. ætið heimsóknir i sinum frægu könnunum á póli- tiskum straumum meðal fólks. Meö þvi móti fást tryggari nið- urstööur og hópur „óvissra kjósenda” verður mun minni. Annaö mikilvægt atriði er, að fjöldi fólks sem lenti i úrtaki sið- degisblaðanna er fjarri þvi að teljast marktækur i skoðana- könnun. Annað blaðið hringdi i 400 manns, hitt i 300 manns. Samkvæmt upplýsingum AB, myndi lágmarksúrtak kjósenda i Reykjavik vera 2.500 manns. En hvað um það, þetta var bara leikur hjá siðdegisblöðun- um, sem þau vöruðu við að taka alvarlega. Vissulega gaf leikur- inn visbendingar, Dagblaðiö virðist þó hafa verið öllu get- spakara i þetta sinn. Hvort DB reynist eins get- spakt um þingkosningaúrslitin i Rvik skal ósagt látið, en það spáir Sjálfstæðisflokknum 36% og 5 þingmönnum, Alþýöu- flokknum 28% og 3 mönnum, Alþýðubandalagi 27% og 3 mönnum, Framsókn 8% og 1 manni, og Samtökunum 1% og engum manni. Sem sagt: krat- arnir eiga að hirða einn mann af ihaldi og Framsókn og fá þrjá kjördæmakjörna i Reykjavik. Sameiginlegir framboðsfuidir í Norðurlandskjördæmi eystra Frambjóöendur stjórn- málaflokkanna í Norður- landsk jördæmi eystra hafa ákveðið, að efna til sameiginlegra framboðs- funda fyrir alþingiskosn- ingarnar 25. júní. Þetta er nýmæli í kosningabaráttu í kjördæminu, en slikir sameiginlegir fundir hafa ekki verið haldnir síðan Norðurland eystra varð eitt kjördæmi. Ákveðnir hafa verið 12 fundir á jafnmörgum stöðum. Funda- höldin hefjast i Hrisey 1. júni og lýkur á Akureyri i siðustu viku fyrir kosningar. Fundirnir verða sem hér seg- ir: 1. júni: Hrisey. 2. júni: Þelamerkurskóla. 3. júni: Laugaborg. 7. júni: Húsavik. 8. júni: : Laugum. 9. júni: Grenivik. 10. júni: Ólafsfirði. 12. júni: Dalvik. 13. júni: Kópaskeri. 14. júni: Raufarhöfn. 15. júni: Þórshöfn. Ekki hefur verið ákveðinn fundardagur á Akureyri, en hann verður i siðustu viku fyrir kosningar. Allir fundirnir verða nánar auglýstir siðar á viökomandi stöðum. (Frá frambjóðendum > Ritstjórn Alþýðu- blaðsins er í Síðumúla 11 Alþýðuflokkurinn baud nú fram einn sér á ísafirði: TTVið erum mjög ánægðir með úrslitin” Að sögn Kristjáns Jónasson- ar, nýkjörins fulitrúa Alþýðu- flokksins I bæjarstjórn ísa- fjarðarkaupstaðar, er hann mjög ánægður með úrslit sveitarstjórnarkosninganna þar i bæ. Auk hans á nú sæti i bæjar- stjórn fyrir hönd Alþýðuflokks- ins Jakob ólafsson. Kristján sagöi að fyrir kosn- ingar hefði verið talið aö Al- þýðuflokkurinn myndi eiga i erfiðleikum með að koma inn i bæjarstjórn tveimur mönnum. En reyndin hefði orðið sú að sáralitlu hefði mátt muna að flokkurinn kæmi inn þriðja manni. Hann sagði óánægju með rikisstjórnina hafa átt mestan þátt i framgangi stjórnarandstööuflokkanna á Isafirði. En undanfarin ár hafa þeir alþýöuflokksmenn haft meirihlutasamstarf með sjálf- stæðismönnum i bæjarstjórn. Kristján sagði Alþýðuflokkinn hafa tvimælalausa forystu á Vestfjörðum og aöra „vinstri”- menn ganga þriklofna til kosn- inga þann 25. júni n.k. Þar væru á ferðinni Alþýöubandalags- menn, Samtök frjálslyndra og vinstri manna auk fylgismanna Karvels Pálmasonar. Hvað Al- þýðuflokksmenn varðaði væru þeir einhuga og myndu örugg- lega fara fram á við i alþingis- kosningunum. Hvaö varöaði næsta bæjar- stjórnarmeirihluta vildi Krist- ján ekki tjá sig um að sinni. Hann sagði það að visu nokkuö mótast af þvi hvernig sjálf- stæðismenn litu á málið þ.e. hvort þeir skoðuðu kosningaúr- slitin sem vantraustsyfirlýsingu á fulltrúa sina i bæjarstjórn eða eingöngu á rikisstjórnina. Hann sagði alþýðuflokksmenn mundu koma saman innan tiðar til um- fjöllunar um væntanlegan bæjarstjórnarmeirihluta. UTANHÚSMÁLNING Tilboð óskast i utanhúsmálningu fjölbýlis- hússins Engjasel 70-72 Reykjavik. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu B.S.A.B. Siðumúla 34. Tilboð verða opnuð á sama stað mánudag- inn 12. júni. B.S.A.B.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.