Vísir - 08.02.1969, Blaðsíða 7

Vísir - 08.02.1969, Blaðsíða 7
fSííES 'ISIR . Laugarclagur 8. tebruar 19«». 7 Morðiðá Eduardo Mondlane Eduardo Mondlane, sem myrt ur var fyrir skemmstu í Daar-es -Salaam í Tanzaníu, hafði verið Iciðtogi þeirra, sent heyja skæruhernað í Mozambique gegn Portúgölum. Hann var, eins og kunnugt er af fréttum, myrtur með þeirn hætti, að tímasprengju var kom ið fyrir í skrifstofustól hans eða tengd við hann, en sprengjan sprakk þegar er Mondlane sett- ist, Hann hafói skrifstofu sína í sumarhúsi skammt fyrir' utan Nairobi, og er það eign banda- rískrar vinkonu hans, Betty King, kaupkonu, sem kaupir eðal steina til útflutnings, en Mond- latie átti annars bandaríska eig inkonu, Janet að nafni, og var hún f Stokkhóimi, er þetta gerð- ist, en í þann veginn að leggja af stað heimleiöis. Mondlane varð leiðtogi i frelsishreyfingu blökkumanna í Mozambique 1963. Um skeið var hann fyrirlesari við háskólann í Syracuse New York, .og hafði og starf á hendi ú vettvangi Sam einuðu þjóðanna. Hann skipu- lagði skæruhernað í Mozam- bique 1964, og var óumdeilan- lega höfuðleiðtogi, en ágreining- ur kom upp meðal útlægra Moz- ambiquemanna, og tóku hinir ó- ánægðu skrifstofu hreyfingarinn ar í Dar-es-Salaam með áhlaupi en lögreglan í Nairobi greip þá í taumana og hrakti þá þaðan. Víðtæk rannsókn var hafin þegar eftir morðið, en ekki hefir enn verið skýrt frá árangrinum af henn'i, né raunar að henni sé lokið. Augljóst virðist, að sá sem kom fyrir eöa lét koma fyr- ir sprengjunni, var kunnugur Eduardo Mondlane. „hverri hreyfingu Mondlane, er hann kom ti! starfa“, segir í frétt frá Nairobi. EN6INE STARTING FLUID Start vökvi Gangsetningarvökvi sem auðveldar gangsetningu, einkum f frostum og köldum vet5rum. FÆST Á ÖLLUM HELSTU BENSÍNSTÖÐVUM / ANDRI H.F., HAFNARSTRÆTI 19, SÍMI 23955 " K.F.U.M. Á morgun: Kl. 10.30 f.h. Sunnudagaskólinn við Amtmannsstíg. Drengjadeildirnar í Langagerði 1 og í Félagsheimilinu við Hlaðbæ í Árbæjarhverfi — Barnasamkoma í Digranesskóla við Álfhólsveg í Kópavogi. Kjl. 10.45 f.h. Drengjadeildin Kirkjuteigi 33. KI. 1.30 e.h. Drengjadeildirnar viö Amtmannsstíg og drengjadeildin viö Holtaveg KI. 8,30 e.h. Almenn samkoma í húsi félagsins við Amtmannsstíg. — Séra Jóhann Hannesson, prófessor talar. Einsöngur. Gjö.fum til Biblíu félagsins veitt móttaka. — Allir velkomnir. K.F.U.K. í dag (laugardag.): KI. 3 telpnadeildin viö Holtaveg og telpur 7—9 ára í Langagerði 1. (deildin fyrir 10—12 ára telpur í Langagerði hefur fundi á fimmtu- dögum kl. 5,30). Á sunnudag: Kl. 3 telpnadeildin við Amtmannsstíg. Á mánudag: Kl. 4.15 Laugarnesd. (Kirkjuteigi 33), telpur 7—8 ára. Kl. 5,30 telpur 9—12 ára á sama stað, og á sama tíma er fundur fyrir telpnadeildina í Kópavogi í Sjálf- stæðishúsinu. BfLASfNING Opnum tvo glæsilega sýningarsali með stórri bila- sýningu í húsakynnum vorum að Armúla 3. OPIÐ LAUGARDAG kl. 2-6 e.h. OG SUNNU- DAG kl. 2-6 e.h. Munum vér framvegis kappkosta að sýna nýjustu ár gerðir stærsta bilaframleiðanda heims, Einnig verða til sýnis notaðir bilar í umboðssölu. ...............................................4. Sýnd verður árgerð 1969: VAUXHALL VICTOR VAUXHALL VIVA ÍEifTnig lökum vér í umboðssölu vel meðfarna, notáða bila. ... Bezta sýningaraöstaðan tryggir beztu sölu- f möguleika. Ármúlli 3 Simi 38900 BÍLABÚÐIH SKEMMTISTAÐUR ’UNGATÚLKSINS við Skaftahlíð Opið í fyrsta skipti í kvöld fyrir unglinga 16 ára og eldri. % Hljómar leika | $ Diskótek / umsjá Péturs Steingrimssonar © Vinsælda listinn beint frá London O Kristin Ólafsdóttir syngur © Nútimabörn skemmta Blað hússins keniur út. \ ‘ Atkvæðagreiðsla fer fram um nafn hússins. Dansað frá kl. 8—1 Aðgangseyrir kr. 80.00 — Aðgöngumiðasala frá kl. 4. Nú má nafnskirteini ekki vanta Hjúkrunarkonur Staða deildarhjúkrunarkonu viö móttökudeild (legu- deild) Borgarspítalans er laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningi borgarinnár. Uppiýsingar unt stöðuna veitir forstööukona spítalans í éftriá' &1200. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur, Borgarspítalanum fyrir mánaðarlok. Reykjavík, 6. 2. 1969. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. TRICITY HEIMILlSTÆKl I HUSBVGGJEnDUR ALLT TRÉVERK A EINUM STAÖ ISLENZKUR BÐNAÐUR Eldhusinnréttingaf, raf- tæki, ísskápar, stálvask- ar, svefnherbergisskáp- ar- harðviðarklæðning- ar, inni- og útihurðir. N¥ VIDHORF NY VERZLUN OÐINSTORG Skólavorð&istig 16, — sími 14275 nHHSSSUSHE*

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.