Vísir - 08.02.1969, Blaðsíða 9

Vísir - 08.02.1969, Blaðsíða 9
I VISIR . Laugardagur 8. febrúar 1969. Atvinnuleysið í Eyjum er búið um leið og Verkfallið I _ \ Að þessu sinni er spjallað við þrjá framámenn í Eyjum. Það er óeðlilegt ástand á þessum tíma að bátar skuli nú allir bundnir við bryggju. Samkvæmt venju ættu þeir nú að draga daglega vænan fisk úr sjó. Það er ekki að furða, þótt komið sé eirðarleysi í þá Eyjaskeggja. Þar eru nú um 700 manns að minnsta kosti atvinnulausir, með þeim, sem eru í verkfalli, En þeir Eyjamenn segja að þetta atvinnuleysi sé búið um leið og vertíðin byrjar. Og verstöðvarnar í Eyjum geta jafnvel bætt við sig drjúgum hópi aðkomufólks, ef að líkum lætur. /orm. verkalýðsfélagsins: Mesta atvinnu- leysi, sem komið hefur >■: V ' Eyjum Vestmannaeyjar séðar úr lofti. Magnús H. Magnússon, bæjarstjóri: á rekstur sins — Jú, við förum að verða aðþrengdir. Þaö liggur allt at- hafnalíf niðri, einmitt á þeim tíma, sem mest er að gera, þeg- ar allt er eðlilegt, sagði bæjar- stjórinn í Vestmannaeyjum, Magnús H. Magnússon. Atvinnulaust fólk var í gær skráð um 300. — Þar eru að sjálfsögðu ekki taldir sjómenn- irnir af þessum 70 bátum, lík- lega upp undir 500 menn, sem eru í verkfalli. — Vc.öur ekki erfitt að inn- heimta opinber gjöld af fólki? — Það er ekkert hægt að innheimta, meöan svona stend- ur á og verður ekki hægt fyrsta kastið eftir að vertíðin byrjar. Þetta hefur að sjálfsögðu gífur- leg áhrif á rekstur bæjarféiags- ins. — Verðið þið að slaka eitt- hvað á framkvæmdum, sem fyrirhugaðar voru? — Við höfum haldiö okkar striki til þessa. Venjan hefur verið sú, að bærinn hagaði sín- um framkvæmdum þannig, aö þær væru í sem minnstri sam- keppni við framleiðslustörfin í bænum um vinnukraft. Við lát- um vinna okkar framkvæmdir á sumrin og haustin, en yfir vertíöina liggja þær venjulega niðri. Núna höfum við hins veg- ar 30 menn við vinnu í vatns- veitukerfinu og við höldum þeim, þangað til vertíðin er komin af staö. Viö höfðum reyndar hundrað manns í vinnu í sumar, en síðan var öllum sagt upp nema þessum 30 fjöl- skyldumönnum. — Síðan býst ég við að byrjað verði af fullum krafti aftur í sumar. — Hvað um aðflutning, held- urðu að hann verði meiri en venjulega nú á þessu ári? — Það hefur verið nokkur að- flutningur hingað af fólki, eink- um að norðan. Verkfallið hefur sjálfsagt stöðvað þessa flutn- inga í bili. — Annars hefur allt- af verið talsvert um flutninga bæði að og frá bænum. Ég býst við, að það verði vinna fyrir aðkomufólk héma, þegar líður á vertíðina, kannski ekki eins mikil og áður. Bæöi vegna þess að búast má við að fleiri giftar konur vinni úti núna, þar sem ástandið er svo erfitt og eins er tæknin oröin það mikil við framleiðsluna, að minna þarf af mannskap. Annars köllum við þá ekki aðkomumenn, sem koma hingað vertíð gftir vertið, til dæmis sjó- mennina, sem eru ár eftir ár á bátunum. Það er litið á þá eins og heimamenn. Jú, það er orðið æði lítið um vinnuna, lokað svo að segja alls staðar, sagði Engilbert Jónsson, formaður verkalýðsfélagsins f Eyjum.-^Það segir sig revndar sjálft, þegar enginn fiskur kem- ur á iand. Nokkrir menn hafa þó haft vinnu við standsetningu. Þeir hafa unniö á vélaverkstæð um við standsetningu bátanna og þvi um líkt. Þetta er mesta atvinnuleysi, sem hér hefur komið. Ég heyrði að búið væri að skrá um þrjú hundruð atvinnulausa. — Auk þess eru svo sjómennimir, sem eru í verkfallinu. — Og hvað eru margir verka menn í Eyjum? — Þeir eru í verkalýðsfélag- inu eitthvað á fjórða hundraö. Auk þess er hér verkakvenna- félag. Það er talsvert af kon- um sem unnið hafa f frystihús- unum á atvinnuleysisskránni. — Hverfur atvinnuleysið al- gjörlega um leiö og vertíðin kemst í gang? — Ég ímynda mér, já, að þetta hverfi, strax og bátarnir fara út. Þessi bær er alveg sjálf um sér nógur með vinnu, ekki sízt yfir vetrartímann, þegar vertíðin er f fullum gangi. — Verður eins mikið um að- komufólk og verið hefur sein- ustu árin í Eyjum? — Mér þykir trúlegt að þaö verði meira og minna aðkomu- fólk hérna, þegar líöur á vertíð ina, eins og hefur verið. — Er ekki kominn svolítill verkfallsurgur í menn, eftir því sem á þeim er að heyra svona á götunni? — Jú, en allt er samt með friði og spekt. Urgurinn held ég beinist einkum að ríkisvaldinu, einkum ef þeir ganga á hluta sjó mannsins með aðgeröum sínum. Ég held að sjómennirnir hafi hér aigera samúð. Bj'órn Jónsson, formaður útvegsbændafélagsins: Ég held þeir falli allir út eftir verkfall Langt er síðan karlmennirnir hafa staðið í löndun. . — Hvað viltu heyra, fugla- kvak? — sagði Björn Jónsson, formaður Otvegsbændafélagsins í Eyjum, þegar Vísir hringdi til þess aö heyra í honum hljóðiö í gær. — Farið þið að verða að- krepptir, ef verkfallið heldur lengi áfram? — Jú, þetta fer að verða anzi krítískt ástand héma. Því er ekki að neita. Það er nú svo að fiskurinn er upphafið og endir- inn á tilverunni hér og komi ekki daglega fiskur úr sjó, leggst athafnalífið f dvala. Menn eru orðnir langeygir eftir lausn á þessum vanda. En við erum ennþá vongóðir . Hitt er svo annað mál að tíð- dn hefur verið afar slæm nú í janúar og ekki er víst að hægt hefði verið aö róa svo mikið, þótt allt hefði verið með felldu. Hann skiptir oft um f febrúar. Ef hann er slæmur fyrstu mán- uðina af vertíðinni, þá bregður oft til betra veðurs næsta mán- uö. Við vonum, að þá verði þessi deila leyst og bátamir komist út í blíðuna. — Fara þeir allir út? — Já, ég held þaö sé alveg klárt, að þeir, sem á annað borð ætluðu á vertíðina, fari út eftir verkfall. Það gæti kannski verið einstaka undantekning, en ég held þeim verði öllum komið af stað. — Og þið hafið nóg í soðið ennþá þama í fiskibænum, eða hvað? — Já, þetta er nú ekki búið að vera svo ýkjalangt stopp. Bát arnir stoppuðu ekki hér fyrr en 20. janúar og margir voru úti til 23.—24. þannig að þetta hef ur ekki verið öllu meira en tiu daga stopp. Svo róa hér nokkrar trillur. Það em nokkrir karlar, sem eiga hér trillur og róa, þeg ar gefur, tveir á. — Það hefur því veriö nóg f soðið — allt í lagi með það. Hér var búið gð skrá á þrjátíu báta, áður en verkfallið skaU á, en þeir eru um það bil 70 búnir til róðra. — Og ég held þeir fari allir á sjó eftir verkfallið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.