Vísir - 08.02.1969, Blaðsíða 13

Vísir - 08.02.1969, Blaðsíða 13
V1SIR . Laugardagur 8. febrúar 1969. 13 MINNING: JÓN EYJÓLFSSON Útgerbarmaður — Keflav'ik ^Gðút „Hafinn til hæ5a horfir nú þinn andi heimslífs á öldur í hvíld og kyrrð. Stormum og stríði stendur þú yfir með æðri sjón í himins hirð.“ Einar Benediktsson. \ unglingsárum mínum átti ég *■ því láni að fagna aö kynnast heimili frú Guðfinnu og Jóns Eyj- ólfssonar útgeröarmanns að Tún- götu 10 í Keflavík. En nú hefir húsbóndi heimilisins verið kallaður til starfa á sólar- strönd 'æðri heims, en hann andað- ist að kvöldi laugardagsins 1. fébr. á Borgarsjúkrahúsinu í Fossvogi. Þar hafði hann legið til rannsókn- ar, frá því um áramót. í dag verður hann jarðsunginn frá sóknarkirkju sinni í Keflavik. Jón Eyjólfsson var fæddur 16. apríl 1894. Sonur hjónanna frú Guðrúnar Egilsdóttur og Eyjólfs Þórarinssonar formanns í Kefla- vík. Hinn 3. sept. 1916, kvæntist hann glæsilegri og gáfaðri dreng- skaparkonu Guðfinnu Sesselju Benediktsdóttur frá Breiðabóli á Svalbarðsströnd viö Eyjafjörð. Þau settust að í Keflavík og þar varð vettvangur starfs hans, þau hjón eignuðust 10 börn, en 8 eru á lífi. 1. Sesselja, gift Jónasi Þorvalds- syni, búsett í Kópavogi, eiga þau 5 börn á lifi. 2. Benedikt, forstjóri Hraðfrysti- húss Keflavíkur, kvæntur Margréti Helgadóttur, eiga þau 2 börn. 3. Guðrún, gift Eggert Jónssyni í Keflavík, þau eiga 4 böm. 4. Anna, gift Skúla Sighvatssyni í Keflavík, þau eiga 5 böm. 5. Elínrós, gift Ingimar Þórðar- syni í Keflavík, eiga þau 4 böm. 6. Eyjólfur, kennarj við Gagn- fræðaskóla Keflavíkur, kvæntur Dagbjörtu Guðmundsdóttur, eiga þau 6 böm. 7. Hólmfríður, gift Bjarna Guð- mundssyni f Keflavík. þau eiga 4 böm. 8. Kristján Anton, kennari viö Barnaskóla Keflavíkur, kvæntur Helgu Pétursdóttur, eiga þau 2 dætur. Allur þessi geysifjölmenni ætt- bogi er dugandi mannkostafólk. Eitt af einkennum heimilislífsins að Túngötu 10, er friður, öryggi, glaðværö, bindindi, snyrtimennska. Þjóðleg gestrisnj húsbændanna er ótakmörkuð, veitt af einlækni og umhyggju. Nú er harpa þessa öðlingsmanns hljóðnuð, hann stendur ekki leng- ur sýnilegum augum í dyrunum, þegar gesti ber að garði og heilsar með hiýja handtakinu sínu, heldur mun hann frá sjónarhóli nýrrar strandar fylgjast með. Frú Guðfinna, foreldrar mínir og ég sendum þér og bömum þínum öllum okkar hjartanlegustu sam- úðarkveðjur og biðjum ykkur Guðs blessunar. Þar sem góðir menn fara eru Guðs vegir. Helgi Vigfússon. Köld bið eftir strætó Kunningi minn einn var ís- kaldur og skjálfandi, þegar hann kom inn einn morguninn í ku'dakastinu. Hann hafði orðið að bíða á torginu eftir því að komast inn í strætisvagninn, sem var lokaður, því vagnstjór- inn hafði skotizt í húsaskjól á milli ferðanna, en ekki haft vagninn opinn svo að væntan- legir farþegar kæmust inn, heldur hafðj hann lokað. Það var því flestum orðið kalt, sem eitthvaö höfðu orðiö að bíða. Þetta er ekki í eina skiptið, sem þetta kemur fyrir og því vill kunningi minn, aö komið verði á framfæri óskum um, að þessu verði breytt, og farþeg- um verði gefinn kostur á að komast inn í vagninn, þó vagn- stjórinn þurfi að bregða sér frá á millj ferða. Annars tók kunningi minn fram, að þeir væru misjafnir bfl- stjórarnir. og væru þeir tillits- samari í þessum efnum eldri bíl- stjóramir, þó ekki væri þáð algild regla. Ef það væru boð ofanfrá að skilja vagnana ekki eftir opna, þá fannst kunningja mínum nauðsynlegt, að bílstjóf- arnir fæm alis ekki úr vögnun- um nema brýna nauösyn bæri til því þaö væri ófært að þurfa að bíða lengi úti, eins og hann hefði stundum þurft að gera og það alloft, einmitt þeg- ar kaldast væri. Sagöj hann að sama sinnis væru margir þeirra, sem ættu lelð til vinnu með sama vagni og hann. Ekki ber að efa, að gengið verði til móts við óskir farþeg- anna, þar sem í þessu tilfelli er aðeins um óskir um tillits- semi að ræða, sem mjög auðvelt væri að koma á móts við. Ann- ars er athyglisvert, hversu lítið hefur verið af gagnrýni á stræt- isvagnana, sem halda uppi áætl- unarferðum i borginni, miðað við það sem áður var oft á tíð- um, en slíkt hiýtur að stafa af því að yfirleitt eru borgaramir ánægðir með þjónustu þeirra, að minnsta kosti í öllum þeim atriðum sem mestu máli skipta. Þrándur í Götu. Spáin gildir fyrir sunnudaginn 9. febrúar. Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl. Gerðu ekki neinar fasitar áætl- anir í sambandi við helgina Þú mátt gera ráð fyrir, að eitt hvað óvænt gerist, sem þú verð ur að t i afstöðu til, fyrirvara lítið. Nautið, 21. apríl til 21. maí. Góður dagur, en ekki ólíklegt að hann komi að einhverju leyti talsvert við pyngjuna. Ekki þar fyrir, að þ' færð eflaust eitt- hvað í staðinn, en stilltu samt eyðslunni í hóf. Tvíburamir, 22. maí til 21. júní. Það er ekki ólíklegt að þú lend ir í tímaþröng, ef til vill vegna þess að þú verður að ganga þar í verk annarra. Þér bjóðast góð tækifæri, annað mál hvernig þau hýtast. Krabbinn, 22. júní til 23. júlí. Einhver viðskipti geta brugðizt og valdið þér nokkrum áhyggj- um og gremju. Taktu samt ekki neinar ákvaröanir í því sam- bandi, en sláðu því öllu á frest og njóttu helgarinnar. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst. Athugaðu að reisa þér ekki hurð árás imi öxl, taktu ekki að þér meira starf, en þú getur leyst af hendi ón þess að þurfa að flaustra þvi af, svo það verði verr af hendi leyst. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept. Láttu ekki einhverja smámuni valda þér áhyggjum og spilla helginni. Leiddu hjá þér mann- eskjur, sem hafa eitthvað við allt að athuga og sjá ekkert já- kvætt við tilveruna. Vogin, 24. sept. til 23. okt. Það lítur út fyrir að gleymska þín, eða ef til vill annarra hafi einhverjar óþægilegar afleiðing- ar. Einhver mannfagnaður virð- ist framundan, sem þú hefur mikla ánægju af. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv. Það lítur út fyrir, að þú komist ekki þangað, sem þú ætlar þér, sökum óvæntra tafa. Vertu við 1 þv£ búinn að breyta áætlunum þínum í því sambandi, með sem minnstum fyrirvara. Bogmaðurinn, 23 nóv til 21. des. Kunningi þinn verður fyrir ó- maklegri gagnrýni að því er virð ist, og ættiröu að taka málstað hans, jafnvel þótt þú hljótir lít ið þakklæti fyrir af hálfu þinna nánustu. Steingeitin, 22. des. til 20. jan. Gerðu þér ekki vonir um að gef in loforð rætist á áður ákveðn- um tíma. Það virðist sem nokk ur dráttur verði á flestu i dag, og þú sért tilneyddur að haga þér samkvæmt þvi. Vatnsberinn, 21. jan til 19. febr. Athugaðu að skapa þér eteki 6- þarft annríki og áhyggjur í sam bandi við helgina. Slíkt bætir ekki úr neinu, en getur komið í veg fyrir að þú njótir ánaegju, sem býðst. Fiskamir, 20. febr. til 20. marz. Varastu allt bruðl og óhóf um helgina, ánægjan fer ekki eftir þeirri peningaupphæð, sem eytt er. Trúðu varlega nýjum vinum, haltu þig að þeim gömlu og reyndu. lítflutningur Stofnfundur Áfengismálafélags íslands verður settur í Sig- túni við Austurvöll kl. 3 í dag. — Fjölmennið á fundinn. - - _____ Undirbúningsstjórnin. M—> 1. síöu. ustu kaupstefnu flestir aö sjálf- sögðu frá Norðurlöndum, en margir frá Bretlandi, Þýzka- landi og Bandaríkjunum, . en einnig komu kaupmennialls: s.tað ar. annars. staðar frásá :stefnuna.,a AðSpurður qm, hvort hann teldi, að framleiðsla íslenzku fyrirtækjanna væri samkeppnis- hæf, sagði Úlfur, að samkeppn- ishæfur væri stórt orð, en hann teldi, að svo væri. Þeir væru að minnsta kosti samkeppnishæfir, hvað verð snertir. — Það er raunar einn tilgangurinn með kaupstefnu eins og þessari að komast að raun um, hvort mað- ur sé samkeppnishæfur, bætti hann við. Það er engin önnur leið til betri til að komast aö raun um hið sanna í því máli. íslenzkir útflutningsframleiö- endur hafa að vísu fram til þessa að mestu komizt hjá því að senda vörur sínar á kaup- stefnur, en það er einfaldlega vegna þess, að útflutningurinn hefur verið hráefni eða hálfgert hráefni, en ekki neytendavara. Fyrirtækin, sem þegar eru komin f þennan hóp eru: Prjóna stofa Önnu Þórðardóttur, Peys- an, Iðunn, Hekla, Model Maga- sín, Margrét Ámadóttir, Dúkur, Álafoss, Bamafatagerðin og Belgjagerðin en eins og að ofan er sagt, ekki útilokaö, að fleiri eigi eftir að bætast í hópinn. Um annan nýjan útflutning íslenzkra iðnfyrirtækja hafði Úlfur það að segja, að hann hefði orðið var við mikinn á- huga húsgagnaframleiðenda á útflutningi. Verið er að vinna að undirbúningi þess, að þeir sendu framleiðslu sína á vöru- sýningu, og er hugsanlegt, að þeir muni hafa samvinnu sín á milli um framleiðsluna og út- flutninginn. Harpa hefur nýver- ið sent nokkra tugi tonna af málningu á Rússlandsmarkað, og hefur verið vonazt eftir því, að koma megi meira inn á þann markað. Þá hefur skrifstofan mikinn áhuga á að stuðla að meiri útflutningi, umbúða og veiðarfæra til viðbótar við þann sem þegar er fyrir hendi. Skrifstofan hefur orðið vör við mikinn áhuga erlendis frá á öllum þjólegum minjagrip- um af vandaðri gerð, og segist Úlfur ekki vera í vafa um, að þar gæti orðið um mjög þýð- ingarmikinn útflutning að ræöa. Þá er áhugi á því að flytja út vélar, t. d. ísvélar og aðrar slík ár••'vélarsehMiér el-u framleidd- ar og gefa ekki eftir því bezta, sem erl. gerist. Plötuvélar Héð- ins eru t.d. taldar a.m.k. jafn- góðar og þær plötuvélar erlend- ar, sem bezt orðið fer af. — Um þetta er mér fyllilega kunnugt eftir kynni mín af þeim í fyrra starfi. 2 egðiunt — —>• Siðu Einstaka sála reyndi að æsa til uppþots, og nokkrar hjáróma radd- ir reyndu að mynda kallkór, sem hrópaði að Alþingishúsinu: „Út með skrílinn!“ — en undirtektir voru daufar. Tveimur eggjum var kastað, en það var líka allt og sumt. Lögreglan hafði verið viðbúin þvi að þurfa að skakka leikinn, ef til uppþots kæmi, en hún sá aldrei ástæðu til neinna afskipta, nema tii þess að hleypa einstaka bifreið sem leið átti um Kirkjustrætið i gegnum mannþröngina. „Við viljum að þetta verði menningarlegur staður“, sagði Styrmir Gunnarsson formaður Æskulýðsráðs á fundi með blaða mönnum í gær, en þá sýndu hann og meðráðsmenn hans hió nýja æskulýðsheimili. Kvaö Styrmir standa til að þarna verði listamönnum ýmsum jafn- vel gefinn kostur á að sýna verk sín ef svo ber undir, m.a. er í athugun að skreyta veggi með verkum nokkurra „p>op“-]ista- manna. I kvöld verður sem sé damsaö í Hlíðabæ, eöa hvað svo sem staðurinn á eftir að heita, — Reykjavíkuræskan dansar í eig in húsi óg liklega er þaö mest undir æskulýðnum sjálfum kom- ið hvemig til tekst með þessa tilraun forráðamanna borgarinn ar til að efla æskulýðsstarfiö oj: skemmtanalíf unglinga borgar- innar. Maðurinn sem annars aldrei ies auglýsingar Friðrik — B-i> 16. síðu. — Telst þetta ekki æði sterkur „toppur“ þessir stórmeistarar, sem urðu efstir? — Það var kannski ekki svo ýkjaerfitt að komast í hann. Og sem sagt, þetta gekk bærilega. Maður varð að sætta sig við tvö slys eða svo. Það getur ekki talizt átakanlegt. I Dansar æskan — i siöu þessu nafnlausa æskulýðsheimili er Steinþór Ingvarsson, en ekki má gleyma „hljómsveitarstjóran um“ sem verður Pétur Stein- grímsson. vel þekktur af þáttum sínum í útvarpinu. Reyndar kom frn.rn nýyrði á starfsheiti „diskótekarans", og er það pjötu snúður, sem ætti að festast í málinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.