Vísir - 08.02.1969, Blaðsíða 8

Vísir - 08.02.1969, Blaðsíða 8
 8 ■am VÍSIR . Laugardagur 8. febrúar 1969. VISIR Útgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjó-i: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099 Afgreiösla: Aöaistræti 8. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Askriftargjald kr. 145.00 á mánuði innanlands 1 lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f. - Tvenns konar hagfrædi þjóðviljinn heldur því fram, að ríkisstjprnin hafi reynt að koma í veg fyrir að samningar tækjust í sjómannadeilunni. Skyldi nokkur lesandi blaðsins vera svo skyni skroppinn, að hann trúi þessum þvætt- ingi? Svona málflutningur ber ótvíræð merki þess, að kommúnistar séu í vandræðum með að verja þá óhæfu að steypa þjóðinni út í verkföll á þessum iskyggilegu tímum. Þeir vita upp á sig skömmina og reyna að snúa staðreyndunum við. Þeir eru sjálfir að reyna að spilla fyrir því, að samningar takist. Og Framsókn styður þá í því verki. Kommúnistar segja, að kröfur sjómanna séu svo sanngjarnar, að ekkert álitamál hefði þurft að vera að'verða við þeim. Þetta segja þeir raunar ævinlega um allar kaupkröfur, hversu fráleitar sem þær eru,. Enginn neitar því, að sjómenn eigi að bera hlutfalls- lega eins mikið úr býtum og aðrár stéttir. Síður en svo. Starf þeirra er bæði erfitt og áhættusamt og mik- ilsvert fyrir þjóðarheildina. En þegar illa árar, eins og nú, og allir verða að taka nokkurri kjaraskerðingu, er auðsætt að sjómenn verða að gera það eins og aðrir, Meðan vel áraði var hlutur sjómanna mikill, t. d. á síldveiðunum, svo að aðrar launastéttir komust þar fæstar í námunda við, þegar bezt gekk. Þeir ættu því ekki að vera verr undir það búnir en aðrar stéttir að taka nokkurri kjaraskerðingu. Kommúnistar reyna að gera sár mat úr atvinnu- leysinu. Þeir nota það óspart til þess að reyna að sanna yfirburði sósíalskra stjórnarhátta fram yfir „auðvaldsskipulagið“, sem þeir kalla. Þeir hafa löng- um gumað af því að atvinnuleysi væri vandamál, sem ríkisstjórnir kommúnískra landa þyrftu ekki að glíma við. En þeim hefur láðst að segja frá því um leið, hvaða aðferðir eru notaðar þar til þess að koma í veg fyrir atvinnuleysi. Sú aðferð er raunar mjög einföld, en af einhverjum ástæðum hefur Þjóðviljinn þó ekki viljað mæla með henni hér. Hitt er samt jafnvíst, að kommúnistar yrðu fljótir að taka hana upp hér eins og annars staðar, ef þeir kæmust til valda. Aðferðin er sú, að ríkisstjórnin skipar mönnum að vinna þau störf, sem hún ákveður og fyrir þau laun, serri hún ákveður. Launin eru að sjálfsögðu miklu lægri og lífskjörin þar af leiðandi almennt verri en í lýðfrjálsum löndum. Það vill mörgu(af þessu fólki til, að það hefur aldrei kynnzt því, hvað er að lifa mannsæmandi lífi, nema þá af afspurn. Framleiðslan í ríkium kommúnista er ekki beysnari en svo. að hún þolir ekki kaupgreiðslur, sem tryggðu fólkinu lífskjör á borð við þáu, sem Vesturlandabúar telja sjálfsögð. Kommúnistar hafa því tvenns konar hagfræði. Aðra sem þeir nota meðan þeir eru að reyna að ná völdum, og hina þegar þeir eru kpmnir til valda. Cernik vðrar vi um baráttu, sem gæti boðíð heim nýrri hættu Cemik forsætisráðherra Tékkó slóvakíu hefir enn varað við afleiðingum ókyrrðar og æsinga í landinu, þar sem slíkt gæti orð ið til þess að tefla samskiptum Tékkóslóvakíu og Sovétríkjanna ií aukna hættu. Fyrr í vikunni ávarpaöi Dub- cek flokksleiðtogi helztu menn landvaraanna, alis um 1500 liðs foringja, og talaði í sama dúr en Cemik ávarpaði formenn kommúnistadeildanna og aðra forsprakka kommúnista. Fréttaritarar segja augljóst að stjómin óttist mjög afleiðingar nýrra mótmælaaögeröa, en það gæti hæglega orðið til þess, að upp úr syöi, ef umbótamenn hefðu ekki hægt um sig. Báðir vöruðu þeir við því Dubcek og Cemik, að stjómin myndi taka hart á atferli öfgamanna hvar í fylkingu sem þeir stæðu, ef það yrði til þess að ný vandræði kæmu til sögunnar. Einn þeirra, sem ómyrkur er í máli um sovétleiötogana er Jiri Hajek. Hann ságði fyrir fá- um dögum í ræðu, að innrásin hefði veriö afleiðing ákvarð- ana, sem báru ábyrgðarleysi vitni. Jiri Hajek er fyrrverandi utanríkisráðherra. Ræðuna flutti hann í Plsen. Hann á enn sæti í miöstjórninni. Hann var í Júgó slavíu þegar innrásin var gerö og kom ekki heim fyrr en í ágúst og var utanríkisráðherra þar til hann var kominn heim, en varð þá aö víkja úr sessi. Hajek hefir ávalit verið talinn í fremstu röð tékkneskra umbótamanna. Og ræða hans í Plsen sýnir, að hann er jafnskeleggur umbóta maður og fyrr. En stjórnin ótt- ast afleiðingar baráttu manna, sem enn þora að tala eins og þeim býr í brjósti. Jiri Hajek — enn skeleggur umbótamaður. I^eppni ð Skákþingi Reykja- víkur hefur veriö óvenju jöfn og spennandi til þessa. í undanúrslitunum áttu upphaf- lega tveir efstu menn úr hverj um riðli að komast í úrslita- keppnina, en á síðustu stundu var ákveðiö að hleypa þremur upp úr hverjum riðli. Þetta varð til þess að m.a. Björn Þorsteins- son komst í úrslit, en hann varð 3. í sínum riðli. Annars urðu úrslit þessi. 1. riöill. 1. Jón Kristinsson 5 vinninga af 7 mögulegum. Jón tapaði 1 skák, gegn Júlíusi Friöjónssyni og gerði tvö jafntefli. 2. Bragi Halldórsson 4y2 vinn- ing 3. Harvey Georgsson 4 vinn- inga. 2. riðill. 1. Frank Herlufsen 5 vinninga af 6 mögulegum, en hann tapaöi gegn Ólafi H. Ólafssyni. 2. Ólaf ur H. Ólafsson, 4y2 vinning. 3. Björn Þorsteinsson 4 vinn- inga. 3. riðill. 1. Björn Sigurjónsson 4y2 vinn ing af 6 mögulegum. Björn var eini keppandinn í meistaraflokki sem ekki tapaöi skák. 2. Gunnar Gunnarsson 4 vinninga. 3. Gylfi Magnússon 3 y2 vinning. Úrslitakeppnin er hafin með þátttöku framantaldra skák- manna. Eftir 2 umferðir er Frank Herlufsen efstur með 2 vinninga. Mikið er þó um bið- skákir og ótefldar skákir og lín- urnar þvi lítt teknar að skýr- ast. '/ í 1. umferð úrslitakeppninnar var eftirfarandi skák tefld. Hvítt: Ólafur H. Ólafsson. Svart: Frank Herlufsen. Drottningarbragð. I. d4 Rf6 2.' c4 e6 3. Rc3 d5 4. Rf3 Rbd7 5. Bg5 c6 6. e3 Da5. Þetta afbrigði er nefnt Cam- bridge Springs vörn. Svartur ger ir sig ekki ánægðan meö hæg- fara vöm, en ræðst sjálfur til mótsóknar sem byggist á lepp- un riddarans á c3. 7. Rd2 Fyrrum var þessi leikur al- gengastur, en hefur nú nokkuð orðið að þoka fyrir 7. cxd sem þykir gefa hvítum meiri mögu leika á frumkvæði en hinn gerði Ieikur. 7 ... Bb4 8. Dc2 dxc 9. BxR RxB 10. Bxþ í einvíginu Capablanca:Alech- ine 1927 lék Capa 10. Rxc Dc7 II. a3 Be7 12. g3 o—o 13. Bg2 Bd7 14. b4 b6 15. o—o a5 og staðan er í jafnvægi. 10.. . o—o 11. o—o e5 12. Rde4 RxR 13. RxR exd 14. exd Bf5 15. a3 Be7 16. De2 Bg6 17. b4 Dc7 18. f4? Veikir kóngsstöðuna. Betra virðist 18. Khl og losa d peðið úr leppuninni. 18.. . BxR 19. DxB Bf6 20. Hadl Hfe8 21. Df5 "Nauðsynlegt til að geta svarað 21 .. Db6 með 22. Dc5 21.. . Had8 22. d5 cxd 23. Bxd Db6t 24. Khl g6 25. Dc2 He3 26. Dc4 Hd7 27. f5? Sjálfsagt var 27. Dc8f og ef 27.. . Dd8 28. Bxft og vinnur eða 27 .. Hd8 28. Dxb DxD 29. BxD Hxa og staðan er jafntefl- isleg. 27.. . Hc7! Svartur er fljótur að setja fyrir lekann. 28. Dg4 g5! Þar með er kóngs- staða svarts trygg. 29. a4 Hce7^0. h4? Þessi leikur veikir einungis kóngsstöðu hvíts, Betra var 30. a5 Dc7 31. g3 og hvítur ætti að halda sínu þótt svarta staðan sé betri. 30. h6 31. hxg hxg 32. Hcl Dd8 33. Hfdl Db8! 34. b5 Ekki dugöi 34. Dh5 Kg7 35. Be6!? De5! og svartur vinnur. 34.. .. Kg7 35. a5 He8 36. Kgl Hh8 37. Hd2 Hh4 Þar með er hvíta drottningin rekin heim og verður nú fátt um varnir. 38. Ddl Dh2f 39. Kf2 Dg3t 40. Kgl Be5 41. f6t Kh6. Hvítur gafst upp. Gegn hótun- inni 42 .. Hhlt er engin vörn til. ÖRUGGUR AKSTUR Áhugamenn um bætta um- ferðarmenningu munu fagna því, að út er komin í nýrri út- gáfu bókin Öruggur akstur, sem áður kom út á vegum Samvinnutrygginga árið 1951. Bókin hefur nú verið sniðin eftir breyttum umferðarháttum, en sérstakur kafli hennar fjallar um öruggan akstur. Bókin er á- gætis uppsláttarbók, sem hverj- um ökumanni kæmi séí- vel að eiga. Þar getur hann glöggv- að sig á þeim atriðum, sem hánn helzt fiaskar á 1 umferð- inni. Þar er að finna upplýsing- ar um allar kvaöir og skyldur, sem á honum hvíla vegna bif- reiðarinnar. Bókin er gefin út í 25.000 eintökum, en eldrj útgáfan var gefin út í 5000 eintökum og er nú torfengin. enda nánast safn- gripur. Jafnframt útgáfu bókarinnar erna Samvinnutryggingar tii getraunar meðal viðskiptavina sinna, og fylgir sérstakur get- raunaseöill bókinni en á hpnum eru 10 spurningar. Svörin við þeim er aö finna í bókinni. Verð- launin eru iðgjöld hjá Sam-. vinnutryggingum eða Andvöku. Um leið er efnt til samkeppni um hugmyndir um „Bezta ráð- iö“ til bættrar umferðarmenn- ingar. Markmiöið með henni er að fá menn til umhugsunar um umferðarmál og leita eftir til- lögum um hvaðeina, sem leitt getj til bóta í umferðinni. Gildir þar einu, hvort þær tillögur fjalla um umferðarmál í heild sinni, eða bara vandræðahornið á .næsta leiti við heimili þátt- takenda, enda er ekki endilega krafizt margai síðna ritgerða. Nokkrar. örfaar línur, eí góðar þykja, gætu hugsanlega fært þátttakanum verðlaunin heim, en þau eru 30.000 krónur. Hug- myndunum ber að skila fyrir 15. marz og svörum við spurningun- um 10 einnig. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.