Vísir


Vísir - 25.02.1969, Qupperneq 2

Vísir - 25.02.1969, Qupperneq 2
V í SIR . Þriðjudagur 25. febrúar 1969. Staðan í körfuknattleik VARAMENNIRNIR SAU UM SIGUR- INN FYRIR KR — en Armenningarnir vöfðust fyrir IR fR 6 6 0 451:328 12 st. KR 5 4 1 348:260 8 - Þór 6 2 4 348:346 4 - Árm. 6 2 4 315:359 4 — KFR 6 2 4 333:406 4 — ÍS 5 1 4 239:335 2 - Stigahæstu leikmenn 1. deildan Einar Bollason, Þór 186 stig 6 leikir 31 Meðalt. Þórir MagnUsson KFR 149 stig 6 leikir 24,9 Meðalt. Þorsteinn Hallgrímsson ÍR 117 stig 6 leikir 19.5 Meðalt. Kolbeinn Pálsson KR 82 stig 5 leikir 16,4 Meðalt. Birgir Jakobsson IR 81 stig 5 leikir 16,2 Meðalt. Birgir öm Birgis, Ármanni 79 stig 5 leikir 15.8 Meðalt. Jón Sigurðsson, Ármanni, 92 stig 6 leikir 15.3 Meðait. Agnar Friðriksson ÍR 72 stig 5 leikir 14.4 Meðalt. • Síðastliðið sunnudagskvöld vom leiknir tveir leikir í Is- landsmótinu í körfuknattleik ÍR:Ár- mann og KR:ÍS léku. Báðir leikimir vom mjög vel leiknir en IR og KR bám sigur úr býtum í þessum leikj- um. lR:Ármann 86:65 (37:27). Fyrri hálfleikur var mjög skemmtilegur og jafn en iR-ingar höfðu lengstum forystu mest 14 st. I seinni hálfleik komu Ármenning ar tvíefldir til leiks og léku frábær- lega fyrstu 10 mín. en þá var munur inn minnst 5 stig fyrir ÍR, þá eiga ÍR-ingar mjög góðan kafla og skora 14 stig á 4 mín án þess að Ármenn ingar fái svarað en leiknum lauk með sigri ÍR 86:65. Liðin: Hjá ÍR vom Þorsteinn H. og Birgir beztir og einnig átti Agnar góðan ieik. Stigin: Birgir 22, Þorsteinn 20 og Agnar 18 stig. Af Ármenningum var langbeztur Jón Sigurðsson og einnig þeir Birg- ir B. og Bjöm Christiansen. Stigin Birgir 20, Björn 16 og Jón 13 stig. Leikinn dæmdu Marinó Sveins- son og Jón Eysteinsson og dæmdu mjög vel. HERMANN GUNNARSSON skorar hér í landsleik - í kvöld leikur hann sinn 100. leik fyrir meistaraflokk Vals. VALUR MEÐ 6 LANDS- LIÐSMENN I KVÖLD! „Við getum ekki leikið ann- an leik jafnlélegan,“ sögðu leikmenn Mk 31 í gær, en í kvöld kl. 20.30 leika þeir hér á landi öðru sinni, — nú gegn gestgjöfum sínum, Valsmönn- um, sem tjalda öllu sem þeir elga, m. a. mun Hermann Gunnarsson leika aftur, það verður leikur númer 100 hjá Hermanni. Danir voru ákaflega óánægöir með getu sína eða getuleysi gegn heldur slöku liði blaöa- manna, sem samt sigraði meö miklum mun á sunnudaginn. — Ugglaust reyna liðin að gera sitt bezta í kvöld og gaman verður að sjá, hvaö Valsliðið, skipað 6 landsliðsmönnum þ. e. núv. og fyrrverandi gerir gegn danska liðinu. Mörgum hefur þótt árangur Vals heidur rýr í roðinu oft á tiðum, a.m.k. þegar tillit er tekið til þess hve vel lið þeirra eru mönnuð. Það liggur ein- hvem veginn í loftinu að þetta lið muni geta svo miklu meira en þaö hefur gert. Á undan aðalleiknum, kl. 20.15 hefst leikur milli stjómar KSl og aðalstjórnar Vals, sem hægri útherjinn í b-liði Ár- manns í knattspyrnu dæmir sjálf ur Ómar Ragnarsson. Þarna fá menn m.a. að sjá oddvita ísl. knattspyrnu aftur í leik, Albert Guömundsson. VELJUM ÍSLENZKT ELDHUSINNRETTINGAR SKEIFAN 7 SÖLUUMBOÐ: ÓÐINSTORG HF. SKÓLAVÖRÐUSllG 16 ISLENZKÚRIÐNAÐUR KR:ÍS 69:40 (33:19) Þaö var aldrei neinn vafi um sigur í þessum leik. Stúdentar skor uðu fyrstu körfuna, síðan jafna KR- ingar og skiptast liðin á aö skora en KR-ingar ná fljótt forystu sem þeir halda. En í þessum leik vom varamenn KR sem léku mest all- an ieikinn inn á. I hálfleik var stað an 33:19 KR í vil. Strax í seinni hálfleik byrjar aöai lið KR inn á og skora þeir 16 án þess aö IS geti fengið við gert á fyrstu 10 mínútunum þá er staðan 45:19. Þá setja KR-ingar varaiiðið inn á og jafnast leikurinn þá nokk- uð en sigur KR var aldrei í hættu. Liðin: Brynjólfur Markússon var beztur KR-inga í þessum leik á- samt Kristni Stefánssyni og einn- ig átti Jón Otti Ólafsson ágætan leik, en hann er aldursforseti liðs- ins. Stigin: Brynjólfur 18, Krist- inn S. 15 og Stefán Hallgrímsson 11 stig. Stigahæstu hjá ÍS vom Birkir 11 og Jónas 10. B.G. Úr bandarískum körf uknatt lei k Bandaríska atvinnumannakeppn in í körfuknattleik (NBA) er nú langt komin og veröur sennilega með harðara og skemmtilegra móti nú en áður. Má t.d. benda á það að Boston Celtics er í 3. sæti í sinni deild. Tekin veröur upp sú nýbreytni hér í blaöinu að sýna stöðuna f báðum keppnisdeildum NBA í hverri viku. Vegna stöö- ugra leikmannaskiptinga hjá at- vinnuvinnumannaliðunum svo og vegna tilkomu 5 nýrra liöa í keppn inni, þykir rétt að skýra í stuttu máli frá því helzta. NBA-keppnin hefst í október og stendur fram í apríl. Hvert liö leikur 80 leiki heima og heiman. Þá hefjast undan- úrslit með því að lið í 2. og 3. sæti hvorrar deildar (Austur- og Vestur) keppa sín í milli 5 ieiki. Sigurvegar ar úr þeim leikjum leika síöan við iið nr. 1 í deildinni og eru það einnig 5 leikir. Þá standa uppi tvö liö, sitt úr hvorri deild, sem leika síðan sín í milli 7 leiki og sigurveg- arinn úr þeirri keppni er NBA- meistari. Meö öðrum orðum það lið sem endar í 3. sæti að lokinni venjulegri keppni hefur enn mögu leika á sigri í NBA. Liö og leikmenn deiidanna eru þessi: AUSTURDEILDIN: Baltimore Bullets, með Earl Mon roe og Wes Unseld fremsta. Phila- delphia 76ers hefur á aö skipa þeim Bill Cunningham, Hal Greer og Chet Walker, Boston Celtics með sínar „gömlu stjörnur" Bill Russel, Baily Howell, Sam Jones og Havli- cek. New York Knickerbockers skipa þeir Dave De Busschere, Cazz ie Russel, Jim Barnes og Bill Bradl- ey. Cinncinnati Royals meö „stóra O-ið”, Oskar Robertsson og Jerry Lucas, Detroit Pistons með Dave Bing, Walt Bellamy og Happy Hairs ton og Milwaukee Bucks með Wayne Embry og Fred Hetzel. VESTURDEILDIN: Los Angeles Lakers með þrístimið fræga, Elgin Baylor, Jerry West og Wilt Chamberlain, Atlanta Howks með Zelmo Beaty, Bill Bridges og Lou Hudson. San Francisco Warri- ors, en þar má telja Rudy LaRusso og Nate Thurmond, Chigaco Bulls með Bob Boozer, San Diego Rock- ets sem hefur nú bezta og umtal- aðasta nýliðann Elvin Hayes. Seattle Bonics meö Len Wilkens í fararbroddi og Phoenix Sune en þeirra stjömur eru Van Ardale og Gail Goodrich. Þetta er toppurinn í dag í bandaríska körfuknattleikn- um. OIL IVIISER Véla-bætíefnl Bætiefni fyrir vélar, sem stanzar olfubruna fljótt og vel- Eykur olíuþrýsting og jafnar gang nýrra- og gamalla véla. Er sett saman við olíuna. FÆST Á ÖLLUM HELSTU BENStNSTÖÐVUM SIMl 23955 ANDRI H.F., HAFNARSTRÆT 19,

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.