Vísir - 25.02.1969, Side 3

Vísir - 25.02.1969, Side 3
V1SIR . Þriöjudagur 25. febrúar 1969. 3 Að samkomu lokinni héldu kirkjugestir heimleiðis, hinir yngri yfirleitt ánægðir, en margir hinna eldri ofurlítið hneykslaðir. Samkomugestirnir voru á ýmsum aldri, þótt einkum væri reynt að ná til hinna yngri. uppreisn frá æskulýbssamkomu / Langholtskirkju Samkomur af þessu tagi eru ekkert nýtt séríslenzkt fyrir- brigði, heldur tíðkast þær víða um lönd, og þykja vfst ekki til- tökumál hjá afturhaldssamari þjóöum en íslendingum. „yið erum að leita en ekki að T gera uppreisn," sagöi séra Sigurður Haukur Guðjónsson um æskulýðssamkomuna í Lang- holtskirkju, sem skrifað var um í Vísi í gær. „Við erum að leita að aðferðum til að ná til sem flestra. Núna vorum við að reyna að ná til æskunnar. Það voru kannski mistök, aö full- margt eldra fólk kom til að sjá þetta, og sumt af því var eins og hálfvegis ákveðið í að vera á móti þessu og hneykslast." 1 fyrravetur voru í Langholts- kirkju mánaðarlega samkomur í samvinnu við skiptinema þjóð- kirkjunnar, en þeir hafa verið að leita að einhverju samkomu- formi við sitt hæfi. Á æskulýðssamkomunni á sunnudag var ekki flutt venjuleg kirkjumúsik, heldur músik valin af unga fólkinu. Sumum hinna eldri féli miður hávaðinn frá rafmagnsgítarnum og trommun- um og nokkrir gengu jafnvel út. Tveir ungir menn fluttu enn- fremur ræður, og ung stúlka söng sálm á ensku, og á eftir var spurningatími. „Á þessari samkomu var al- veg fullt hús,“ sagði séra Sig- urður Haukur, ,,en það er engin ný bóla. Við þurfum ekki aö kvarta undan því, að kirkjusókn sé ekki góð, en aftur á móti er alltaf þörf á því, að ná til sem flestra, og þessi samkoma var einn liður í þess konar til- raun.“ Á eftir máttu viðstaddir bera fram fyrirspumir, og ekki stóð á unga fólkinu að spyrja. Húsfyliir var, en það er ekkert nýtt í Langholtssókn,

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.