Vísir - 25.02.1969, Blaðsíða 4
Blaðahöldurinn, Hugh M. Hefn
er, sem gefur út Playboy og hefur
grætt stórfé á Playboy-klúbbun-
um, sem hann hefur sett á lagg-
irnar f Bandaríkjunum og Bret-
landi, hefur enn hlaðið utan um
sig. Við eignir hans hefur nú
bætzt 5 milljón dollara þota, sem
hann nefnir „Stóru Bunny.“ En
Bunnies kalla enskumælandi
menn þjónustustúlkurnar, sem
ganga um beina í Playboy-klúbb
unum, en þær eru klæddar kanínu
búningum.
Meðal annars ágætis, sem flug
vélin hefur til að bera, er stórt
sporöskjulaga, tvíbreitt rúm í afar
rúmgóðu svefnherbergi. Reyndar
eru í flugvélinni svefnpláss fyrir
15 manns. í vélinni er íburðarmik
ið baðherbergi með keramik-
sturtu.
-X
Seglskútuáhugmenn í Chicago
hafa þegar hafið undirbúning til
rauna til þess aö fá þá Konstant-
in Grikkjakonung, og Harald
krónprins Norðmanna til þess að
etja kappi i kappsiglingum. Chi-
cago-búar hafa þegar skotið sam-
an í 25 þúsund dollara verðlaun,
sem eiga að koma sigurvegaran
um til góða. Konstantin konung-
ur er fyrrverandi ólympíumeist-
ari í siglingum og Haraldur krón
prins hefur eitt sinn unnið heims
meistgratitilinn.
Vonir manna hafa nú vaknað
um það, að koma megi Elizabetu
drottningu II á sjóinn á nýjan
leik í maí-mánuði. Vélarbilun kom
fram í jðmfrúferð skipsins og
olli Bretum, sem voru nýbúnir
að fá skipið afhent, miklum von-
brigðum.
Fyrirtækið, sem smíðaði túr-
bínuhreyflana í þetta annars svo
glæsflega skip, segist nú hafa
fundið vélarbilunina og telur fyr-
irtækið verkfræðinga sfna geta
verið búna að ráða bót á hilun-
inni í maí.
mmmmoBmífjrxaumamammmmmamiK:
Gömul kúrekahetja og félagi Roy
Rogers horfinn til feðranna
Gabby Hayes, sem allir munu
kannast við frá því þeir voru
ungir og fóru i þrjú-bíó að sjá
Roy Rogers eða Hopalong Cass-
idy, er nú látinn — 83ja ára að
aldri.
Hann lagðist inn á sjúkrahúsið,
sem kennt er við St. Jósef, í
Hollywood, vegna hjartasjúk-
dóms, en lézt á sjúkrahúsinu eft-
ir nokkurra vikna legu.
Hinn skeggjaði öldungur kom
venjulega fram í kúrekahlutverk-
um sínum druslulega til fara og
fór venjulega með hlutverk ein-
hvers gamlingja, sem ungur var
þó í anda og gaf í engu ungu
mönnunum eftir. Enn hrópa böm-
in upp, þegar Gabby birtist á
hvita tjaldinu. Allir unnu Gabby
og skyldi nokkur geta gleymt
þessum gamla skrögg, sem venju
lega var eins og naðra þotinn
upp, ef yrt var á hann, en hafði
þó alltaf, þegar á reyndi, að
geyma hjarta úr gulli.
Gabby lék í 174 kvikmyndum
(í flestum þeirra var hann meö
hattkúfinn sinn gamla, meö barð-
ið að framan nælt upp með stórri
öryggisnælu). Plestar þessara
mynda voru í Hopalong Cassidy-
seríunni.
Skeggið sitt lét hann sér vaxa
1929 og rakaði það aöeins einu
sinni af sér. Það var árið 1939
og hann gekk um skegglaus i
fjóra mánuði.
„En ráðskonan mín sá mig
skegglausan og var nærri dáin úr
hræðslu," sagði Gabby Hayes vin-
um sinum. „Ég leit þá í
spegilinn og var sjálfur nærri
dáinn úr hræðslu líka. Síðan hef
ég aldrei rakað mig aftur.“
George Francis Hayes, eins og
hann hét réttu nafni, fæddist í
Wellsville í New York-fylki 7.
maí 1885, víðsfjarri Villta vestr-
inu, sem þá var óðum að spekj-
ast. Hann var mikill íþróttamaður
í æsku og fyrsta hlutverkið, sem
hann fékk, var einmitt hlutverk
loftfimleikamanns í myndinni
„Regnbogamaðurinn". Hann var
alla ævi mikill áhugamaður um
baseball (ameríska slagboltaleik-
inn) og það kom fyrir að kunn-
ingjar sáu hann hlusta á útvarps
Iýsingar kappleikja í tveim út-
varpsstöðvum í senn, og þá af
tveim kappleikjum.
Þótt Gabby væri í hlutverkum
sínum jafnan illa til fara og larfa-
legur, þá átti það engan veginn
við hann í einkalífinu. Þar var
hann jafnan með bezt klæddu
mönnum og hann tók flestum
heimsborgurum fram, hvað við
kom að þekkja og meta góð vín
og góðan mat.
minnast hans.
Tvö hlutabréf í
Tom Jones h.f., með gítarinn sinn.
Einn kaffibolli
ómerkti dóminn
Hæstiréttur Iwoa-fylkis í Banda
ríkjunum ómerkti fyrir nokkru
dómsúrskurð undirréttar vegna
tíu dropa af kaffi, eða þar um
bil. Dómi undirréttar hafði verið
áfrýjað og við rannsókn hæsta-
réttar kom í ljós, að sýslumaður
og starfsfólk hans höföu lagt
dómendum undirréttar til ókevp-
is kaffi, meðan á meðferð málsins
stóð.
„Auðvitað heldur enginn okkar
því fram, að dómurum undirrétt-
ar verði mútaö með andviröi eins
kaffiboJla,“ sagði forseti hæsta-
réttar, þegar hann las niðurstööu
dómsins. „En við, eins ög allir
dómarar þessa lands, gerum mjög
strangar kröfur til sjálfstæðis
dómara við málsmeðferðir og því
fyrirskipum við ný réttarhöld yfir
áfrýjanda."
Áfrýjandi James Carey, hafði
verið dæmdur I undirrétti fyrir
innbrot.
Skipt um hjarta f
sex ára telpu
Humperdinck, takk!
Fjórði hjartaþeginn, sem banda
rískir læknar hafa skipt um
hjarta í, er 6 ára gömul telpa,
Christine Corhn.
Aðgerðin var gerð nú nýlega
og segja læknar hennar, að hún
sé á góðum batavegi.
Christine litla fæddist með gall-
að hjarta, en fram til síðasta árs
William Becker.
vissu læknar engin ráð til þess
að veita henni heilsubót, en þá
hófst öld hjartaskiptanna. Henni
var gefið hjarta úr 7 ára gömlum
dreng, William Becker aö nafni,
en hann fórst í bílslysi
13 skurðlæknar framkvæmdu
aðgerðina, sem tók 914 klukku-
stund.
Christine Corhn.
1 viöleitni til þess að snúa á
skattyfirvöld konungsveldisins
Bretlands, hafa dægurlagasöngvar
amir Tom Jones og Engelbert
Humperdinck, ákveöiö að gera
hlutafélag úr sér sjálfum.
Jones, sem hefur um $2.400.000
(reiknað í íslenzku er fjárhæðin
of lygileg, til þess að hægt sé að
birta hana) í árstekjur, og Hump-
erdinck, sem er um það bil hálf-
drættingur á við Jones, hafa nú
Ubaldo Lumini er einn af stór-
um hópi verkfræðinga, sem beita
allri snilligáfu sinni í viðleitni til
þess að forða skakka turninum í
Pisa frá því að falla.
Hann hefur slegið fram frá-
bærri hugmynd til lausnar vand-
?Sa»BSSSBIP'*
stofnað fyrirtæki, sem þeir kalla
„Management Agency and Mus-
ic“. Hyggjast þeir bjóða þriðjung
fyrirtækisins til sölu á $7 milljðn-
ir á verðbréfamarkaðnum í Lond-
on einhvern tíma í næsta mán-
uði.
Hvemig væri nú fyrir einhvern
íslenzkan auðmann sem á allt af
öllu og þarf ekki að neita sér um
neitt, að kaupa sér nú ríflegan
hlúta af einum Humperdinck?
ræðunum með skakka turninn.
en hugmvnd þessi er svo góð a
okkur þykir hún ná langt út fynr
endamörk alls ímyndunarafls-
Hann vill láta toga í turninn
hinum megin frá!
Snilldarhugmynd