Vísir - 25.02.1969, Page 6

Vísir - 25.02.1969, Page 6
6 V í SIR . Þriðjudagur 25. febrúar 1969. TONABIO íslenzkur texti. („After the Fox“) Skemmtileg, ný, amerísk gam anmynd í litum og Panavision. Sýnd kl. 5 og 9. KÓPAVOGSBIO Sultur Heimsfræg stórmynd gerð eftir samnefndri sögu Knut Hamsun Sýnd kl. 5.15 og 9. BÆJARBIÓ Dæmdur saklaus (The chase) Viðburðarik, bandarísk stór- mynd í litum með íslenzkum texta. — Aðalhlutverk: Marlon Brando og Jane Fonda. Sýnd kl. 9. — Bönnuð börnum innan 14 ára. GAMLA BÍÓ 25. stundin Stórmynd með ísl. texta. — Anthony Quinn, Vima Lisi. — Sýnd kl. 5 og 9. — Bönnuð bömum Innan J4 ára. 111 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Deleríum Búónis miðvikudag kl. 20. Candlda fimmtudag kl. 20. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13.15 tP 20. - Sími 1-1200. MAÐUR OG KONA miðvikud. ORFEUS OG EVRYDÍS föstudag. Allra síðasta sýning. Aðgöngumiðasalan i Iðnó er opin frá kl. 14. sími 13191. Leikfélag Kópavogs Ungtrú Éttansjálfur Sýning miðvikudagskv. kl. 8.30 Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 4. Sími 41985. Allra síðasta sinn. Félag háskólamenntaðra kenn- ara hefur gefið út yfirlýsingu um grundvallarsjónarmið í skólamálum og kemur þar margt athyglisvert fram. Yfirlýsingin er töluvert rit að efnismagni, yfir 30 síður. Hér verður birtur inngangjr skýrslunnar. Skóli og þjóðfélag „Almennt er talið, að hlutverk skólans sé tvíþætt: Að veita al- menna undirstöðumenntun og að búa nemendur undir sérstök störf með skipulögðu sémámi. Hið síðamefnda beinist að því að fullnægja þörf þjóöfélagsins fyrir menntaða starfskrafta á æ fleiri sviöum þjóðlífsins. Tengsl skóla og þjóðfélags og félagslegt gildi skólastarfsins verður þegar af þeirri ástæðu augljóst. En þrátt fyrir vaxandi áherzlu, sem lögð er á hið hag- nýta gildi menntunar fyrir þjóð- félagsheildina, má ekki gleym- ast, að menntun hefur tilgang I sjálfu sér fyrir hvem þann ein- stakling, er hennar verður að- njótandi. Eftir því sem þróun tækniþjóðfélagsins kallar á fleirj og sérhæfðari starfskrafta, þeim mun brýnni verður þörf ein- staklingsins fyrir alhliða og frjóa undirstöðumenntun. Breyttir þjóðfélagshættir, er sigla I kjölfar tækniþróunarinnar, valda og því, að skólinn verður að takast á herðar auknar uppeldis- skyldur. Það er því ljóst, aö jafnvægi verður að ríkja í starfi skólans milli þéirra áherzlu, sem lögð er á að koma hverjum einstaklingi til nokkurs þroska, og hins aö fullnægja þeim sér- stöku kröfum, sem þjóðfélagið gerir til einstaklingsins. Félagslegt markmið skólastarfsins Grundvallarforsenda lýðræð- islegra stjómarhátta er sú, að þegnar þjóðfélagsins séu til þess hæfir að skilja og taka af- stöðu til flókinna þjóðfélags- vandamála," er byggist á þekk- ingu, dómgreind, tilfinninga- þroska og jákvæðum félagsleg- um viðhorfum. Þetta leggur skólanum þá skyldu á herðar að kenna sjálfstæð vinnubrögð, náms- og vinnutækni, þjálfa rökréttp hugsun og skilning. Af því starfi ræðst, hvort þegnun- um tekst að aðlaga sig hinum geysiöra þjóðfélagsbreytingum; hvort þeim tekst að tileinka sér nýja fræðilega og verklega þekkingu, sem /nýjar starfsaö- ferðir krefjast; og hvemig þeim tekst að skilja framvindu þjóö- félagsþróunarinnar og ráða fram úr einstaklingsbundnum og félagslegum vandamálum, sem henni eru samfara. aðeins af nauðsyn mun lengri skólagöngu og sémáms til und- irbúnings hinum ýmsum störf- um í þjóðfélaginu; og ekki að- eins af því að tryggja verður öllum þegnum þjóðfélagsins eins mikla menntun og hæfileikar og geta leyfa; heldur öðra fremur af því, að rannsóknir á öllum sviðum draga nýja þekkingu svo ört fram í dagsljósið, að viö- tekin þekking úreldist á mörg- um sviðum á fáum árum. Þessi staðreynd hefur byltingarkennd- ar afleiðingar f för með sér fyrir allt skólastarf. Það þýðir nauð- syn sffelldrar endurskoðunar námsefnis. að fella brott það, sem úrelt er, og bæta nýju við; sífellda endurskoðun skóla- bóka, endurnýjun kennslutækja og stöðuga endurmenntun kenn- ara. Og síðast en ekki sfzt: sí- fellda aðlögun skólastarfsins að breyttum þjóðfélagsaðstæðum, Háskólamennfaðir kennarar lýsa skólakerfinu: KYRRSTAÐA í HUGSUN - STÖÐNUN í FORMUM Skyldur ríkisvaldsins Skólinn verður þyj að hafa félagsleg markmið að leiðárljósj f starfi sfnu og heimspeki/iipp- eldislegan grundvöll, er sé skil- merkilega skilgreindur. Með þvi að lögbinda skólaskyldu ungl- inga á tilteknu aldursskeiði tekst þjóðfélagið einnig á herðar þá ábyrgð að leggja þann grand-1 völl og endumýja hann í sam-‘ ræmi við breyttar þjóðfélagsað- stæöur á hverjum tíma. Sú skylda ríkisvaldsins, að hafa á hendi forystu um að móta skólanum félagsleg markmiö og tryggja honum viðunandi starfs- grundvöll er því óvefengjanlleg. Þekkingarbylting Við lifum á tímum, sem ein- kennast flestu fremur af geysi- öram breytingum, sem setja mark sitt á alla þjóðfélagsþró- unina. Undirrót þessara breyt- inga er þekkingarbyltingin. Hér er um víxlverkun aö ræða. Þjóðfélagið hagnýtir sér stöðugt ávexti nýrrar þekkingar f fram- leiöslustarfi sínu, og það sem kallar aftur á síaukna þekkingu ?g sérmenntun einstaklingsins il starfa í hinu flókna, tækni- vædda þjóðfélagi. Þekkingar- byltingin er sjálfur. aflvaki þess. Meiínturi: Félagsleg nauðsyn, en ekki forréttindi Við þessar aðstæöur era kom- in til sögunnar ný grandvallar- viðhorf, sem m.a. hljóta að ger- breyta allri hugsun um skóla- mál í þróuðum iðnaðarþjóöfé- lögum: í fyrsta lagi er ljóst, að menntun getur ekki framar skoðazt sem lúxus, forréttindi fárra útvalinna, heldur þjóöfé- lagsleg nauðsyn hverjum ein- staklingi. í öðru lagi vex óðum skilningur á þvf, að fjárfesting í vfsindum og menntun er grand vallarforsenda efnahags- og fé- lagslegra framfara. í þriðja lagi -blasir það við, að þær þjóðir, sem ekki gera sér grein fyrir þessum grundvallarstaðreyndum og haga skólakerfý sinu í sam- ræmi við það, hljóta að dragast aftur úr og verða stöðnuninni að bráð. Skólasamfélagið Afleiöingar þekkingarbylt- ingarinnar eru svo víðtækar, að það réttlætir að sumra viti, að talað sé um nýja samfélags- gerð: skólasamfélagið. Þetta skólasamfélag einkennist ekki sem dynamisk framsökn þekk- ingarinnar veldur mestu um. Kyrrstaða í hugsim, stöðnun í formum Ástandið í fslenzkum skólum hefur undanfama áratugi ein- kennzt af háskalegri kyrr- stöðu f hugsun og stöðnun í föstum, úreltum formum. Af- leiðingin er sú, að íslenzka skóla skortir mikið til að fullnægja þeim kröfum, sem þjóðfélagið hlýtur að gera til þeirra í nútíð og framtíð. Meginástæðan er sú, að ríkis- valdið, og yfirvöld fræðslumála sérstaklega, hafa ekki reynzt þeim vanda vaxin, sem þau hafa tekizt á heröar. Rfkisvaldið virðist hafa verið of upptekið af vandamálum líð- andi stundar til að sinna vanda- málum vísinda og menntunar, sem eðli sfnu samkvæmt mótast mjög af þörfum framtfðarinnar; þau era langtímavandamál. Þ®r ráðstafanir, sem gerðar eru hverju sinni, verða að taka mið af rannsóknum á rfkjandi þjóð- félagstilhneigingum og forspám um þróunina fram í tímann.“ Aðalfundur slysavarnadeildarinnar Ingólfs verður hald- inn í húsi S.V.F.Í. föstudaginn 28. febr. kl. 8.30. — Venjuleg aðalfundarstörf. Stjómin. STJÖRNUBÍÓ Léttlyndir læknar Ot margir þjófar Falskur heimilisvinur Aðalhlutverk: Frankie Powerd, Sidney James. — íslenzkur texti. — Sýnd kl. 5, 7 og 9. Spennandi og viðburðarík ný, amerisk litkvikmynd, með Pet- er Falk og Britt Ekland. Is lenzkur texti. Bönnuð bömum. Sýnd kl. 5, 7 og 9. íslenzkur texti. — La.wrence Harvey, Jean Simmons. Robe Morley. — Sýnd kl. 5, 7 og 9.10. I AUSTURBÆJARBÍÓ j 1 LAUGARASBML- SHHnv j Fi :i Paradine málið Spennandi amerf.sk úrvalsmynu framleidd af Alfred Hitchc ' Gregory Peck, Ann Tod<L Jordan o. fl. Sýnd kl. 5 og 9- Bonnie og Clyde Aðalhlutverk: Warren Beatty Fay Dunaway. — íslenzkur texti. — Bönnuð börnum inn an 16 ára .— Sýnd kl. 5 og 9. JÁv •« r-“-’LS- - . ' Fangalesl Von Ryan's Amerísk stórmyno i litum Fran Sinatra, Trevor Howard. Bönnuð >mgri en 14 ára. Sýnd kl. 5 og 9.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.