Vísir - 25.02.1969, Side 13
13
Bíafra
söfnun
Rauða kross
Islonds
• Allir bankar og spari-
sjóðir taka við fram-
lögum.
^TVOJUM • FramlÖS tfl Rauða
BÁGSTADDA krossins em frádrátt-
arhæf til skatts.
VISIR . Þriðjudagur 25. febrúar 1969.
*—sksubp -ms-' ~
Bréf frá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur um
umferðarmálin
„1 þætti yðar var nýlega rætt
um umferðarmál, þ. á m. um
götulýsingu. Af því tilefni eink-
um vegna bréfs Sigurðar Ágústs
sonar, vill Rafmagnsveita
Reykjavíkur koma eftirfarandi
upplýsingum á framfæri:
Utan Reykjavíkurborgar, þ.e.
í Kópavogsbæ, Mosfellshreppi,
Garðahreppi (suður að Hraun-
holtslæk) og Seltjamames
hreppi svo og við þjóðvegi, t.d.
Hafnarfjarðarveg og Vestur-
iandsveg, annast Rafmagnsveita
Reykjavíkur allar. aukningar og
endurbætur á götulýsingu, þó
aðeins að frumkvæði viðkom-
andi bæiar- eða hreppsyfirvalda,
enda bera bæiar- eða hreppsfé-
lögin kostnaðinn.
Er ekki annað vitað, en Raf-
magnsveitan hafi sinnt öllum
óskum viðkomandi yfirvalda, að
því er tekur til götulýsingar.
Ríkisvaldið hefur sýnt þess-
um málum furðulítinn skilning,
og bví hafa þjóðvegirnir orðið
verst út undan. Dæmi: Ártúns-
brekka, en þar var lýsing loks
sett án bess að tryggt væri, að
Vegagerð ríkisins greiddi kostn
aðinn, enda hefur hún þverskall
azt við greiðslu æ síðan. Dæmi:
Hafnarfjarðarvegur í Garða-
hreppi, en þar var fjárveiting
skorin svo við nögl, að lýsing
er aðeins öðrum megin vegar-
ins, nema við Silfurtún.
Nýtt dæmi í uppsiglingu:
Reykjanesbrautin nýja, frá
Blesugróf suður fyrir Breiðholt.
Urhférðardéiid borgarverk-
fræðings og Rafmagnsveitu
Reykjavíkur hafa undanfarin ár
gert tilraun með liósmerki og
Iýsingu gangbrauta. Slikum Ijós-
um verður eflaust fjölgað á
næstunni hér ; Reykjavík. Hins
vegar liggur engin formleg
beiðni fyrir um uppsetningu
gangbrautarljósa frá hendi ná-
grannahreppa eða bæjarfélaga,
en Rafmagnsveitunni er kunnugt
um að þessi mál eru þar í at-
hugun.
Gangbrautarljósin sem síðast
voru sett upp hér í Reykjavík,
t.d. við Miðbæjarskólann og við
Hofsvallarötu lýsa bó nokkuð
inn á gangstéttina og fullnægja
því kröfum f nefndu bréfi S.Á.
Hitt ber að leggja alveg sér
staka áherzlu á, að gangbrautar
lýsingu af þessu tagi má ekki
setja nema:
1. Gangbrautin sé mjög greini
lega gerð (zebra-baut).
2. Götulýsing umræddrar
götu fullnægi vissum lág-
marksskilyrðum.
Hættan er sú, að óvænt hindr
un utan gangbrautarinnar, t.d.
fótgangandi, sem gengur yf-
ir götu spölkorn aftan við gang
brautina sjáist verr en ella. Or-
sökin er hinn mikli munur á
birtu gangbrautarinnar og um-
hverfisins. Þar sem gangbrautir
eru þannig lýstar er því alveg
sérstök nauðsyn að fólk noti
gangbrautina, en stytti sér ekki
leið fram hiá henni.
Það er alger misskilningur í
bréfi S. Á., að götuljósastólpar
séu ekki staðsettir í innanverð-
um beygjum, vegna erfiðleika
við að staga stólpana. Á-
stæðan er allt önnur, nefnilega
sú, að lýsing stólpa innan i
beygjum kemur að litlum sem
engum notum (nema götumar
séu mjög breiðar). Er þá um-
ferðarsjónarmið ráðandi, þ.e.
lýsingin á að gera ökumanni
kleift að sjá vel fram á veginn.
Hér er um að ræða viður-
kennda reglu í allri götulýsingu,
enda er þetta ekki bundið við
loftlínustólpa, heldur alla götu
ljósastólpa (nýleg dæmi hér í
Reykjavík: Sogavegur, Breiða-
gerði, Langholtsvegur).
Það er nefnilega ekki lýsing-
in frá stólpa beint niður á göt-
una, sem mestu máli skiptir,
heldur endurkast stólpa sem eru
alllangt framundan. Þetta er sér
staklega áhrifamikið, þegar götu
yfirborðið er blautt (endurkast
frá stólpum innan í beygjum
fer hreinlega út fvrir götuna,
fram hjá ökumanni).
Hins vegar eiga stólpar utan
í beygjum að vera mun þéttar
en á beinum götukafla. Þetta
þarf að lagfæra á nokkmm
stöðum við- Suðurlandsbraut í
Reykjavík, þar eð varanleg gerð
þeirrar götu mun enn dragast
nokkuð.
Rafmagnsveita Reykjavíkur.“
Þetta er vissulega fróöleikur
til viðbótar beim sem fyrir var
fram kominn um þessi mál. Á-
nægjulegt er til þess að vita, að
gangbrautarljósum skuli verða
fjölgað á næstunni hér í borg-
inni, eins og fram kemur í bréf
inu, en nágrannabyggðirnar
ættu að taka þá framtakssemi
til fyrirmyndar. Sérstaklega
virðist vera brýn þörf á að
setja upp gangbrautarlýsingu í
Garðahreppi, en þar er svo lítil
lýsing fyrir, en götumerkingar
auk þess mjög máðar. Við þökk
um Rafmagnsveitunni, sem og
Sigurði Ágústssyni bréfin um
þetta efni, sem sýna að menn
meö áhuga fjalla um þessi
brýnu öryggismál í umferðinni.
Áhuginn vekur þó alltaf vonir
um úrbætur, ef eitt eða annað
er talið mega breytast til batn-
aðar.
Þrándur í Götu.
Borgarafundur tm
mjólkursölumál
verður haldinn miðvikudaginn 26. febrúar kl. 20.30 í Sigtúni v/Austurvöll.
FRAMSÖGUMENN:
Sækja mikið i Öpelinn
• Tveir unglingspiltar, 14 ára og
16 ára, stálu aðfaranótt sunnudags
tveim bifreiðum og léku sér á þeim
fram undir morgun í Kleppsholtinu
og Laugarásnum. Til þeirra náðist
eftir aö þeir höfðu gert tilraun til
þess að brjótast inn í biðskýli SVR
við Laugarásveg.
Hvorugur piltanna hafði aldur
til þess að aka bifreið, en á laug-
ardag tóku þeir saman ráð sín og
ákváðu að stela bíl um nóttina. Um
kl. 3 um nóttina kom annar þeirra
heim til hins og vakti hann.
Þeir höfðu fyrir löngu valið sér
^íltegundina, sem þeir ætluöu að
stela — neinilega Opel, þvi aö þeim
var kunnugt um þann vana margra
Opeleigenda, að loka ekki kveikju-
Iásnum, eftir að þeir hafa drepið
á bílum sínum.
Á Kleppsveginum tóku þeir einn
slíkan og óku honum um Klepps-
holtið, Sundahafnarsvæðið og Laug
arásinn, en þá vildi hinn yngri taka
í stýrið. Var þá spenningurinn svo
mikill að fá að aka, að annan bíl
þurfti til fvrir þann yngri og þann
tóku þeir við Ásveginn. Var það
einnig Opel, sem eigandinn hafði
ekki hirt um að loka kveikjulásn-
um í.
Segir síðan ekki af ferðum
þeirra, nema það, að þeir urðu
tóbakslausir og ákváðu að brjótast
inn í sælgætisverzlunina í biðskýli
SVR við gatnamót Sundlaugavegar
og Laugarásvegar. Þar brutu þeir
rúðu inni í biðskýlinu og annar
skreið inn, en þorði svo ekki að
brjótast inn í sælgætisverzlunina
þegar til kom.
Hins vegar hafði einhver séð tii
þeirra í biðskýlinu og gerði lög-
reglunni viðvart. Kom lögreglan að
þeim í tveim bílum- og var annar
pilturinn króaður af á Laugarás-
veginum, en hinn slapp á sínum bíl.
Faldi hann sig, en gaf sig svo fram
þegar á leið sunnudaginn.
Björg Stefánsdóttir
húsmóðir
Sigurður Magnússon
framkvæmdastjóri
Vignir Guðmundsson
blaðamaður
Höskuldur Jónsson
deildarstjóri
Fundarstjóri: Steinar Berg Björnsson.
Forstjóra og öðrum forustumönnum Mjólkursamsölunnar i Reykjavík hefur
verið boðið sérstaklega á fundinn. ALLIR VELKOMNIR.
HEIMDALLUR F.U.S.
Skandinavisku dansaramir þrír,. hússins á „Fiðlaranum á þakinu“
sem taka þátt í sýningu Þjóðleik- | eru nú komnir til landsins, og
Gengu á ís úr
eyjum til lands
Nokkrir menn gengu á ís úr
Brokey á. Breiðafirði og upp að
Dröngum á Skógarströnd í vikunni
sem leið. Mikill lagís hefur verið á
innanverðum Breiðafirði. Höfnin í
Stykkishólmi hefur verið ísilögð
og bátarnir hafa orðið að brjóta
sér leið út innsiglinguna.
Nú um helgina losnaði mikið um
ísinn á firðinum og rak til hafs.
Hefur ástandið mjög batnað í
Stykkishólmshöfn.
mættu þeir í fyrsta sinn á æfingu
í leikhúsinu í gærmorgun og er
myndin tekin við það tækifæri. Er
þetta í fyrsta sinn síðan í „My
fair lady“ sem Þjóðleikhúsið fær
erlenda dansara til að taka þátt í
sýningu. Dansaramir eru frá
vinstri Leif Bjorneseth, frá Noregi
sem hefur tekið þátt í yfir 100 sýn-
ingum á „Fiðlaranum“ í Osló
Frank Shaw frá Bandaríkjunum,
sem kemur hingað frá Svíþjóð fyrir
milligöngu leikstjórans Ivo Kramer,
þá er Collin Russel, ballettmeistari
Þjóðleikhússins og loks Svenn
Berglund frá Noregi, sem hefur tek-
ið þátt í 75 sýningum á „Fiðlaran-
um í Osló. Gert er ráð fyrir að
frumsýningin verði um miðjan
mánuðinn, en aðalhlutverkin leika
sem kunnugt er þau Róbert Arn-
finnsson og Guðmunda Elíasdóttir.
Norsku dansaramir í Fiðlaranum komnir