Vísir - 14.04.1969, Page 1
VISIR
Bezt að vera heima, sauma
og horfa á sjónvarp
— segir 1. stúlkan, sem Vlsir kynnir i
Fegurðarsamkeppninni 7969
— Agústa Sigurðardóttir
Ágústa Sigurðardóttir er
Ijóshærð Reykjavíkurmær.
Hún er dóttir Þóru Þórðar-
dóttur og Sigurðar Matthías-
sorar. aða'fulltrúa Flugfélags
íslands. Tuttugu og tveggja
ára íiömul og vinnur sem
stendur hjá O. Johnson & Kaab
er, sér 'par um allar bréfa-
skriftii bæði e <skar og ís-
lenzkar.
— Kannski til þess að fá
tækifæri til að sjá mig betur um
í heiminum, sagði Ágústa, þeg-
ar við spurðum hana, hvers
vegna hún hefði farið í fegurðar-
samkeppnina. — Auk þess hef
ég lálítinn áhuga * þvi að
komast á framfæri sem sýning-
arstúlka eða mödel. ef tækifæri
býðst.
Hún hefur raunar þegar séð
sig talsvert um í heiminum. Var
um 8 mánaöa skeið í skóla í
Englandi til þess að læra upp-
setningu bréfa, ensku og fleira,
sem góður ritari þarf að kunna.
Við spurðum Ágústu um álit
hennar á uppreisnarhúg unga
fólksins, eða framgirni, eins og
hún hefur birzt f stúdentaóeirð-
um erlendis og sinávegis hefur
kannski borið á hér á landi.
— Mér finnst fólk á mínu reki
mættj láta heyra meira til sín,
fólk sem komið er yfir tvítugt.
Það virðist aðallega vera krakk-
ar í gagnfræða- og menntaskól-
um. sem eitthvað láta til sín
heyra. — Hins vegar er það gott
og blessað að unga fólkið láti
þjóðmál til sín taka.
— Viltu láta lækka kosn-
ingaaldurinn?
' 10. síða.
ASÍ-menn gengu nf
verkbann iðnrekenda hafi verið afturkallað
— Neita að mæta á sáttafundum fyrr en
% Slitnað hefur upp úr
sáttaviðræðum. Klukk-
an ellefu í gærkvöldi
gekk'forseti Alþýðusam
bandsins á fund sátta-
) semjara og lýsti því yfir
fyrir hönd viðræðunefnd
ar ASÍ, að hún tæki ekki
þátt í frekari viðræðum,
fyrr en iðnrekendur
hefðu afturkallað verk-
bannsboðun sína á hend-
ur Iðju. Hafði Guðjóni
Sigurðssyni, formanni
Iðju, rétt í því borizt til-
kynning um verkbann
iðnrekenda fr£ og með
21. apríl.
Iðnrekendur boðuðu verkbann
vegna verkfalls Iðju hjá þremur
fyrirtækjum, Isaga hf., Kassa-
gerð Reykjavíkur hf. og Urh-
búðamiðstöðinni, en tvö fyrr-
nefndu fyrirtækin eru meðlimir
í Félagi íslenzkra iðnrekenda.
Verkfall hjá þessum fyrirtækj-
um hófst á miðnætti sfðastliönu.
í tilkynningu frá Félagi ís-
lenzkra iðnrekenda segir að fé-
lagið líti mjög alvarlegum aug-
um á þá aögerð, sem Iðja beitir
þannig til aö reyna aö sundra
samtökum iönrekenda með því
að knýja einstök fyrirtæki inn-
an félagsins til sérsamninga.
Þá segir, að samkomulag hafi
í fyrstu náðst um frestun að-
gerða um tvo sólarhringa hjá
báðum aöilum. Síðan hafi full-
trúar Félags íslenzkra iðnrek-
enda í samninganefnd leitað eft-
ir því við Iðju, að félagið frest-
aði áfram boðuðum verkfallsað
gerðum gegn hliðstæðri frestun
fundi
boðunar verkbanns.af hálfu iðn
rekenda. Sú málaléitun reynd-
ist árangurslaus, og boðaöi því
Félag íslenzkra iönrekenda verk
bann frá og með 21. apríl. Verk-
bann þetta falli úr gildi um leið
og Iöja aflýsi verkfalli hjá fram
angreindum fyrirtækjum innan
samtakanna.
Guðjón Sigurðsson, sagði í
morgun, að Iðja teldi verkbanns
boðun iðnrekenda algera móðg-
un, og væru iðnverkamenn
lægst launaða stéttin. Mundi
ekki tekið þátt í frekari samn-
ingaviðræðum, fyrr en verkbann
ið væri afboðað.
Vinnudeilan er því talin í sjálf
heldu, og ógerlegt að fullyrða,
hver veröur þróun mála að svo
komnu.
Fegurðarsam-
keppnin I969
Stúlkurnar i keppninni
verða kynntar i Visi i
dag og næstu daga
Fegurðarsamkeppnin 1969
stendur fyrir dyrum nú um mán
aðamótin. Stúlkurnar, sem taka
þátt f keppninni, eru þegar byrj
aðar æfingar. Þær fara fram í
Jazzballetskóla Báru við Stiga-
hlíð undir stjórn Marfu Ragn-
arsdóttur. — Forstöðukona
keppninnar er hins vegar Sig-
ríður Gunnarsdóttir.
Næstu daga mun Vfsir kynna
stúlkumar í keppninni og birt-
um við myndir af þeim hér á
forsíðu blaðsins. — Og í dag
kynnum við Ágústu Sigurðar-
dóttur, 22 ára gamla Reykja-
víkurmær. — Myndimar af
stúlkunum eru teknar f Gróðr
arstöðinni við Sigtún.
„Knýjandi nauðsyn að taka nú-
tímasölutækni í okkar jDjónustu"
Borgarstjóri ræðir
sjávarútvegsmól
O Félag áhugamanna um sjávar-
óívegsmál heldur almennan fund
Sigtúni f kvöld kl. 20.30, en á
honum flytur borgarstjóri Reykja-
1 íkur, Geir Hallgrímsson, aðalræð-
nna, sem fjalla mun um útgerö og
fiskverkun, s 'rstaklega að því er
nertir Reyk' vík. Fróölegt verður
3ð kynnast viðhorfum borgarstjór-
?ns til þessarra mála, en Reykja-
vík hefur átt i erfiðri samkeppni
við útgerðarstaði úti á landi, vegna
ýmissa styrkja og fyrirgreiðslu, sem
útgerð og fiskvinnsla hefur notið
þar.
’ Fatakaupstefna Félags íslenzkra |
iðnrekenda var opnuð í Laugardals-
höllinni f gær. Stendur kaupstefn-
an fram til miðvikudags.
Haukur Björnsson viðskiptafræð-
ingur veitti blaðinu upplýsingar
um fatakaupstefnuna í morgun.
— Það eru 17 fyrirtæki, sjem eru
öll innan Félags íslenzkra iðnrek-
enda, sem taka þátt í fatakaup-
stefnunni Þetta er fyrsta kaup-
stefnan í þriggja ára áætlun þar
sem gert er ráð fyrir að halda tvær
kaupstefnur á ári vor og haust.
Þegar þessi kaupstefna var sett
á laggirnar var tekið tillit ti!
þeirrar reynslu, sem fengizt hafði
með kaupstefnunni. sem haldin var
í fyrra. Þessi kaupstefna er frá-
brugðip hennj að því leyti, að hún
| er lokuö og aðeins fyrir innkaupa-
fólk. Til hennar var efnt vegna
knýjandi nauðsynjar að taka nú-
tímasölutækni í okkar þjþnustu.
Fyrirtækin hafa orðið fyrir barðinu
á erlendri samkeppni og þetta er
liður í þeirr; viöleitni að standast
hana.
Kaupstefnan á að vera mikiö
hagræði fyrir kaupmenn. Þarna
geta þeir fengið yfirlit á fatnaðar-
vöru á einum og sama stað og fá
mjög góðan samanburð. Þar geta
þeir valið úr framleiðsluvörum
allra helztu fatnaðarfyrirtækja hér-
lendis.
Á bls. 9 í blaöinu í dag er fjallað
um eina grein fataiönaðar, hina
nýju tilraun með gærupelsa hjá
fyrlrtækinu Icefurs.
Fékk lánaðan síma
— grunaður um 40-50 bús. kr. stuld
• Fjörutíu til fimmtíu þúsund
krónum var stoliö úr veit-
ingahúsinu Aski, við Suður-
landsbraut á laugardag.
• Grunur féll á mann, sem feng
ið hafði lánaðan síma í sama
herbergi og peningarnir höfðu
verið geymdir, en þeirra var
saknað stuttu á eftir.
Peningarnir hurfu að kvöldi til,
en þeir voru afrakstur dagsins og
höfðu verið teknir úr peningakassa
veitingasölunnar. Voru þeir geymd
ir í herbergi afsíðis.
Um kvöldiö kom maður í veit-
ingasöluna og fékk léðan síma í
herberginu, en nokkrum mínútum
eftir að hann var farinn, var pen-
inganna saknaö, þegar til þeirra
þurfti að grípa vegna skorts á
skiptimynt. Féll þá grunur á mann
inn, sem var þá nýfarinn, en hann
hafði sézt stíga upp í leigubíl og
náðist númerið á leigubílnum.
Lögreglunni var gert viðvart og
tókst henni að hafa upp á leigu
bílnum fljótlega. Með aðstoö leigu
bílstjórans hafðist upp á farþega
hans og hálftíma eftir að pening-
anna var saknað, hóf lögreglan yf-
irheyrslur á honum niðri á lög-
reglustöð.
Maðurinn neitaði aö eiga nokkra
hlutdeild í hvarfi peninganna og
ekki fundust þeir, þegar leitað var
í fórum hans. Maðurinn hefur ver
ið hafður í haldi um helgina, en
hefur stööugt haldið fast við fram
burð sinn og neitað.