Vísir - 14.04.1969, Blaðsíða 9

Vísir - 14.04.1969, Blaðsíða 9
^ÍSIR . Mánudagur 14. apríl 1969. 9 Teliið þér rétt, að ríkisstjórn- in og Alþingi gripi í taumana áður en til allsherjarverkfalls kemur? Pétur Einarsson, leikari: Ekki áður, heldui aðeins ef 1 stórvandræða kemur. Ef verk- fallið stendur t.d í viku án nokkurrar glætu veröur aö taka verkfallsréttinn af þeim. Gylfi Hjálmarsson, prentari: Það virðist ekki vera seinna vænna áður en allt fer til helv. Hilda-Lis Siemsen, húsmóð- ir: Verkalýðsforystan og at- vinnurekendur ættu að vera þess megnugir að semja áður en til allsherjarverkfalla kem- ur. Ef ekki þá held ég, að rík- isstjórnin eigi að blanda sér i málin. Hjörtur Nielsen, kaupmaður: Þ.tta er mikið vandamál, en eitthvað veröur bersýnilega að gera, ef samningar takast ekki. Það er þó neyðarúrræði, ef rík- isstjórnin grípur ' taumana, en það veröur hún auðvitaö að gera, ef allt fer úr böndunum. Ingimar Sigurðsson, laganemi: Það gæti verið æskilegt, að hún gerði það þó aö slíkt sé miður heppileg lausn. En ríkisstjórnir mega alls ekki líta á slíkt sem algiida reglu við lausn vinnu- deilna. Kjartan Guiijónsson, listmál- ari- Nei Það er dálítið hæpið. að Idggiafarvaldið gripi num um of fram fyrir hendur á verka- lýðsfélögunum, þegar þau leita réttar síns. V) er framtíðar- markaður okkar“ - segja ungir og bjartsýnir menn, sem eru aö hefja framieiðslu á gærupeisum fyrir eriendan markað - ■■■—■■ ■ .i .. ................. _. .. ■■■ ■; ■■■ .. :. " "*> ■’ -‘I —-zrr^rr-:r.-r, ■- ■■■ .■ • Ekki er það alveg úti- lokað að einhvern tíma í framtíðinni skarti heimskonur íslenzkum stássflíkum á viðhafnar- stundum © E. t. v. verð- einhvers staðar innan á glæsilegum pelsum film- stjamanna að finna ör- smátt merki, þar sem getur að líta: „Made in Iceland“ • Alla vega hafa íslendingar nú stig- ið fyrstu skrefin til þess að þetta megi verða • í þrengingum okkar vegna fallandi markaða og aflatregðu hafa ís- lendingar allt í einu far- ið að hugsa um mögu- leikana á öðrum sviðum. jyjörgum þykir það blóðugt að senda skipsfarma af saltsíld til Svíþjóðar, þar sem Svíar magna verðgildi síldarinnar upp margfaldlega Sama er um sölu á söltuðum gærum að segja, þar er gott hráefni selt úr landi, — en fram til :ssa hafa íslend- ingar aðallega selt hráefni úr Iandi, — hér hefur ríkt hálfgert veiðimannaþjóðfélag að margra dómi, en iðnaöur átt ákaflega erfitt uppdráttar. Árlega er slátrað um 860 þús. fjár á landinu c megnið af gærunum selt til Svíþjóðar, Pól- land, Finnlands og Þýzkalands, en þar eru gærurnar í miklum metum og unnir úr þeim m. a. skór, sem við kaupum aftur til landsins, gærupelsar í Svíþjóð svo eitthvað sé nefnt. Þessi fyrstu skref til að kynna hvað íslendingar geta gert voru framtak nokkurra ungra manna í Reykjavík og reyndar nokk- urra búfræðiráðunauta, sem unnið hafa stórmerkilegt starf við að kynbæta fé I því skyni að fá fram góðar gærur til framleiðslu á pelsum. Hér á landi eru aðeins 2 feldskerar starfandi Sútarar eru fáir og aðeins einn ungur ma*- sem vinnur að því að ná fram nýrri :rð, og fin., i upp nýjar vinnsluaðferðir. Þess- ir menn eru Steinar Júlíusson, feldskpri op Áseeir Nikulás- son. sútari Þeir hafa nú ásamt þriðja manni sem kemur úr viðskiptalffinu. Herði Sveins- syni, sem rekur prjónastofu Önnu Þóröardóttur, ákveðið að stofna til fvrirtækis og freista :funnar á þessum n<fja mark- aði ,,Þessi vara er í tízku. — og verður alltaf ! tízku“ sagði Steinar Júlíusson við okkur þegar við heimsóttum hann ný- lega í vinnustofu hans, sem er enn sem ’• mið er til hús' 1 þvottahúsi fjöls! /ldu hans f fjölbýlishúsi f Álftamvrarhverfi. Við ófullkomnar aðstæður og PÁLÍNA JÓNMUNDSDÓTTIR sýnir hér íslenzkan pels! Myndin er tekin í höggmyndagarði Ásmundar Sveinssonar við eina af myndum listamannsins. án viðbótar starfskrafta situr Steinar ásamt félögum með pöntun frá því á fatakaupstefn- unni I Kaupmannahöfn upp á 500 gærupelsa frá hollenzkum kaupmanni. Þeif félagar eru þó bjartsýnir á a hægt verði að afgreiöa þessa pöntun á tilsettum tíma, en vita jafnframt að hægt er að fá fleiri og stærri pantanir er- lendis frá! „Það er hægt að fá pantanir frá Evrópu eins og þessa, — en þó teljum við að Ameríka sé okkar viðskiptaland I þessu tilliti, markaður, sem e.t.v. gæti stundum orðið of tröllauk- inn til að við '>ætum fullnægt honum. Nú þurfum við bara betra húsnæöj og stærra, og auðvitað fjármagn til að hefja reksturinn“. sögðu þeir félag- arnir Steinar og Ásceir. Þeir félagar hafa mikla trú á að hér sé hægt að fjöldafram- leiða gærupelsa enda þótt starfs- krafturinn sé ekki enn þjálfaður í meðferðinni á ;ærum eða að sníða þær í pelsa, sem er mjög vandasamt verk. Mjög athyglisvert er að fylgj- ast með því hvernig unnið hefur verið að þessum raálum undan- tarin ár. Búfræðingar á Hvann- eyri og Reykhólum hafa unnið geysimerkilegt starf og gera enn, einkum þeir Ingi Garöar Sigurðsson, bústjóri á Reyk- hólum og Stefán Aðalsteinsson, ullarsérfæðingur í rannsóknar- stofu Iandbúnaðarins. I sútun hefur Ásgeir Nikulás- son hjá Sláturfélagi Suðurlands unnið að bættum aðferðum og náð miklum árangri og góöum. ..Aðferöirnar eru hálfgildings hernaðarleyndarmál“ segi. Ás- geir, en allt miðast að þvi aö létta gærurnar, þannig að flík- urnar verði léttari-Qg Þægilégri, Þegar sænskur gærupels er bor- inn saman við fslenzkan sést munurinn sá íslenzki er mikluro mun léttari. Þetta atriöi er mjög veigamikið í sambandi við sölu Áferðin á þeim íslenzku er og öll önnur, pelsinn mun mýkri og fallegri fyrir augað. Hárið er mjög „lifandi“ í íslenzku pelsunum eins og sjá má, þegar blásið er á feldinn“. Steinar Júlíusson segir ókk- ur að venjulega fari 6 — 7 gærur i pels, eða sem svarar 30 ferfet, í hráefni fari þvf 4500 til 4800 krónur. Útflutningsverð á pels- inum verður hins vegar 11 — 12 þús. krónur, söluverð erlendis miklum mun hæra. Þeir félagar kváðust og hafa mikinn áhuga á íslenzkum minki, verð á minki færi stöö- ugt hækkandi, islenzki stofninn væri og sérstaklega fallegur, þ. e. villiminkurinn. Greinilegt væri að hér væri hægt að reka minkarækt með gdðum árangri. - Jbp —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.