Vísir - 14.04.1969, Blaðsíða 16

Vísir - 14.04.1969, Blaðsíða 16
ISIR 1 rr Muniðo,- j# ^Múlakaffi 1 nýja Sími grillið < ^\r5 > 37737 BOLHOLTI 6 SÍMI8214J INNRETTINGAR SÍDUMÚLA 14 - SIMI 3S646 Gerir alia ánægða Siílts áfengis fer minnkandi Mikið dregur úr áfengis- sölu úti á landi Sala áfeneis fer síminnkandi þrátt fyrir hærri krónutölu á seld um áfengum drykkjum. Salan er um 5,8% meiri þrjá fyrstu mánuði þessa árs en á sama tíma f fyrra miðað við krónumar. Útsöluverð á- fengra drykkja hefur / vegar hækkað allmikiö á þessu tímabili, ■Tvo að um nokkra sölulækkun er að ræða miðað við áfengismagn. Heildsala í Reykjavík var 102 milljónir 238 þúsund fyrstu þrjá mánuði ársins en á sama tíma i fyrra 95 milljónir og 34 þúsund. Mikil sölulækkun varð á fjórum stöðum úti á landi á þessum þrem mánuðum ársins og er söluverðið lægra en þrjá fyrstu mánuðina 1 fyrra í krónutölu. Þessir staðir eru Akureyri þar var selt fyrir 9 millj. 558 þúsund í ár en á sama tíma 'í fyrra fyrir 9 milljónir 634 þús- und. ísafjörður þar var selt fyrir 3 milljónir 301 þúsund í fyrra en nú fyrir 2 milljónir 925 þúsund. Siglufjörður, í fyrra seldist áfengi fyrir 2 miiljónir 25 þúsund en núna fyrir 1 milljón 813 þúsund og Seyð ísfjörður þar seldist fyrir 2 milljón ir 60 þúsund í fyrra en nú fyrir \ milljón 437 þúsund. Kauamenn fresta Ekki bætandi á ófremdarástandið og ringul- reiðina eins og nú er komið, segir Sigurður Magnússon, framkvæmdastjóri Kaupmanna- samtakanna • Stjórn Kaupmannasam- takanna hefur nú ákveðið að fresta almennri Iokun verzl-- ana 16. apríl eins og ákveðið hafð* verið til að árétta á op- inberum vettvangi andstöðu verzlunarinnar við það háska lega og óábyrga verðmyndun- arkerfi, sem almenningur og verzlunin á við að búa eins og segir í tilkynningu frá hennk---ViðL teljum hrein- lega ekki bætandi á það ó- fremdarástand og öryggis- leysi, sem almenningur á við að búa um þessar mundir, sagði Sigurður Magnússon, framkvæmdastjóri samtak- anna, í viðtali við Vísi í morgun. Frá því að ákvörðun var tek- in á aðalfundi samtakanna um almenna lokun í einn dag hafa aðstæður breytzt verulega. Með tilliti til þeirrar ringulreiðar, sem ríkjandi er á vinnumarkaö- inum, teiur stjórnin vart bæt- andi á ástandið og hefur því á- kveðið að fresta áöurnefndum lokunardegi og firra almenning meiri óþægindum en þegar er orðið og eiga eftir að verða. Þessi óþægindi lýsa ^ér m. a. í þvf, aö margar verzlanir voru lokaðar í tvo daga í síðustu viku og fyrir liggur, að verkalýðsfé- lögin munu beita sér fyrir á- framhaldandj keðjuverkföllum, sem aö nokkru leyti mun ná til verzlananna. í tilkynningu frá samtökun- um segir, að ekki megi skilja þessa frestun sem svo, aö þau sætti sig við það ófremdar- ástand, sem ríkjandi er í skipan verðlagsmála. Þvert á móti munu samtökin leggja áherzlu á að koma fyrir almenningssjón- ir upplýsingum um raunveru- lega stöðrj' verzlunarinnar og þá óheillavænlegu þróun, sem orðið hefur í þeim efnum jafnt fyrir einka- og félagsverzlunina. ívar Jónsson kjörinn formnður Blaðamanna- félagsins • ívar Jónsson, ritstjóri Þjóð- viljans var kjörinn formaöur Blaðamannafélags íslands til eins árs á aðalfundi félagsins í gær. Hann tekur við af Jónasi Kristjáns- syni, ritstjóra Vísis, sem hefur veriö formaður undanfariö ár, en stjóm Bl^iðamannafélagsins er jafnan kjörin til eins árs í senn. Tómas Karlsson (Tímanum) og Jónas Kristjánsson gáfu ekki kost á sér til endurkjörs f stjórn félags- ins. Stjóm félagsins skipa nú: ívar Jónsson formaður, Árni Gunnars- son (fréttastofu Útvarpsins) vara- formaður. Atli Steinarsson (Morg- unblaðinu) gjaldkeri, Valdimar Jó- hannesson (Vísi> ritari og Kári Jón- asson (Tímanum). 1 varastjórn: Eiður Guðnason (fréttastofu Sjón- varpsins), Eiín Pálmadóttir (Morg- m-í> 10 síða Komust við illan leik af Hellisheiði í nótt • Fólk, sem lagði upp Kamba um kvöldverðarleytið í gærkvöldi, átti sér einskis ills von. Bezta veður var þá um sunnanvert landið. Þegar upp á háheiðina kom tók hins vfegar að kárna ferðagaman- ið. Skall þar á með blindhríð og skóf fljótlega í þykka skafla. Margt bíla var á heið- inni um þetta leyti. 1 þeim voru bæði gamalmenni og börn. Máttu karlar fara út og vta, en ferðin sóttist seint. Margir bílstjórar tóku það ráð að snúa við aftur niður af heið- inni og komust niður Kamba viö illan leik. Munu einir átta eða tíu bilar hafa snúið við á heið- inni og farið Þrengslin, en sumir komust yfir heiðina með miklum bamingi. Hríðina stytti upp jafnsnögg- lega og hún kom og í nótt var komið bezta veður. Færð mun þó enn erfið á heiðinni, smáir skaflar hér óg þar á veginum. Vegagerðin mun í dag ryöja snjó af veginum og verður þar væntanlega greið færð síöla dags. Börnin stofnuðu sér í háska, þegar þau tróðust of nærri eldinum. Slökkviliðið í baráttu við börn • Slökkviliðið var kvatt að vinnuskúr við Ferjubakka í Breiðholtshverfi á laugardag, en þar hafði komið upp eldur og var skúrinn alelda, þegar slökkvi liðið kom á vettvang. Mikið krakkastóö dreif að brun- anum og réði lögregian ekki við aö halda hópnum frá eldinum. Átti slökkviliðið í stökustu erfiðleikum við að komast að til að sinna sín- v,m störfum. Hinir alira forvitnustu í áhorfendaskaranum tróðust svo nærri í ákafanum að fylgjast með, að til vandræða horfði, enda gerðu krakkarnir sér enga grein fyrir hætt unni, sem þeir settu sig í með háttaiagi sínu. Skúrinn brann til kaldra kola og emnig brann síma- og rafmagns- kapali, sem lá i^fanjarðar viö skúr- inn, og fyrir þær sakir varð síma- I Nær öruggt er taliö, að kveikt sambandslaust í Breiöholtshverfi. I hafi verið í skúrnum. Harður árekstur í hálkunni í morgun • Harður árekstur varð á Revkjanesbraut, á kaflanum milli Sléttuvegar, og Fossvogs- vegar, snemma í morgun. Mikl- ar skemmdir urðu á báðum bíl- unum en ökumenn sluppu án alvarlegra meiðsla. Fljúgandi hált var á götunni í ggjggg ‘ ‘ morgunsárinu og áttu bílar, sem leiö áttu um Reykjanesbrautina, í stökustu erfiöleikum í brattanum beggja megin Öskjuhlíðarinnar. Áreksturinn atvikaðist meö þeim hætti, aö báðir bílarnir, annar Taun us og hinn Fiat, voru á leið til Reykjavíkur. Ætlaði ökumaður Fi- at-bilsins að aka fram úr hinum, es afturendi bils hans slóst til í hálk- unni og lenti utan í miöri hlið Taun us-bílsins. Við höggið misstu báðir ökumennirnir stjörn á bílum sín- um. Ta-uhus-bifreiðin lenti á ljósa- staur og hafnaði þversum á gö,t- unni, en Fiat-bifreiðin rann áfram og út af veginum til hægri, þar sem hún stakkst á endann ofan í skurð. Báðir hlutu ökumennirnir höfuð- högg og hlaut annar áverka á enni — hann var fluttur á slysavarð- stofuna — en hinn kenndi sér ekki mikils meins. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.