Vísir - 14.04.1969, Blaðsíða 8

Vísir - 14.04.1969, Blaðsíða 8
8 VI S IR . Mánudagur 14. apríl 1969. VÍSIR Otgefandi: ReyKjaprent bJt. I FramKvaemdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson / Ritstjóri: Jónas Kristjánsson \1 Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson II Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Vl Ritstjóraarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson II Auglysingar: Aðalstræti 8. Slmar 15610 11660 og 15099 11 Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Sími 11660 II Ritstjóro: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 Hnur) u Askriftargjald kr. 145.00 á mánuði innanlands I t lausasölu kr. 10.00 eintakiö 1 1 °rent3miðja Visis — Edda hJ. I Þekking eðo reynsla j Qft gera menn lítið úr skólalærdómi og telja hann ná skammt í vandamálum þjóðlífsins, einkum at- ( vinnulífsins. Víðtæk starfsreynsla sé miklu heppi- legri skóli og farsælli. Allir þekkja líka sögumar um, ( hvílíkir græningjar verkfræðingar og aðrir langskóla- menn geti verið, þegar þeir koma út í atvinnulífið. En hver er þá þessi þekking, sem hinir langskóla- gengnu hafa aflað sér? Er það einhver bókvísi án ( tengsla við raunveruleikann? Því fer víðs f jarri. Þekk- / ing þessara manna er raunar fyrst og fremst sam- þjöppuð reynsla mikils fjölda manna um langan aldur. (( Reynsla sú, sem einn maður öðlast á langri starfs- // ævi, er mikils virði, og má segja, að í henni felist mik- (/ il auðævi. Enn meira virði verður reynslan, þegar bú- )) ið er að skrá hana og flokka og bera saman við reynslu \ annarra manna. Og þetta er einmitt undirstaða vís- \ indanna. Þau safna saman reynslu margra kynslóða ( og gera sérstakar athuganir og tilraunir til að fá skipu- / lega mynd af þessari reynslu. Þannig er líklegt, að ( ekki aðeins 40 ára starfsævi, heldur þúsundir, tug- ) þúsundir eða hundruð þúsunda ára af samanlagðri \ reynslu margra manna liggi að baki einnar málsgrein- \ ar í fræðibók. \ ( Stundum er talað um, að íslendingar eigi fáar og / lítt nytjaðar auðlindir, og er þá fyrst og fremst átt / við orkuna í fossum og hverum. En ein hin veiga- ) mesta þessara auðlinda er hin mikla og samþjappaða \ reynsla, sem felst í vísindalegri þekkingu. Við eig- \ um ekki nógu marga langskólamenn og nýtum ekki (' nógu vel þá, sem eru fyrir hendi. ( Okkur vantar sárlega þekkingu í atvinnuvegun- / um eins og sést bezt af því, hve erfitt þeir eiga með / að standa undir góðum lífskjörum þjóðarinnar. Eink- li um vantar okkur þekkingu í alls konar iðnaði, allt ( frá fiskiðnaði yfir í efnaiðnað. Við eigum varla til / nokkra fiskiðnfræðinga né verkfræðinga á því sviði. ) Vélaverkfræðingar, rekstrarverkfræðingar og efna- \ verkfræðingar eru fáir, svo eitthvað sé nefnt. Og \ okkur vantar ekki bara verkfræðinga á öllum þess- ( um sviðum, heldur ekki síður iðnfræðinga, iðnaðar- / menn og annað iðnlært fólk. ) Líklega er flestum ljós skortur okkar á verklegri ) þekkingu. Hinir eru færri, sem veita því eftirtekt, \ við hve sáran skort við búum í þekkingu á fjármál- ( um og rekstri. Sú álma vísindanna er miklu yngri en ( álma verklegrar þekkingar. Það eru einkum Banda- ( ríkjamenn, sem hafa safnað saman þekkingu á fjár- ) málum og rekstri á síðustu áratugum. Hingað hefur \ þessi þekking ekki borizt nema í litlum mæli. \ Einnig má telja upp fleiri svið, þar sem okkur skort- ( ir þekkingu, t. d. á íslenzku þjóðfélagi og því mann- ( lífi, sem hér þróast, — þekkingu í félagsvísindum. ( Við eigum ekki að gera lítið úr vísindalegri þekkingu. ) Það er engin andstæða milli þekkingár og reynslu, \ því að þau eru að stofni til eitt og hið sama. ) 28. skoðanakönnun VÍSIS: Teljiö þér rétt, að ríkisstjórnin og Albingi grípi i taumana áöur en til allsherjarverkfalls kemur? BEITING VERKFALLS- VOPNSINSÓVINSÆL NÚ ■ Þjöðin virðist nú einu sinni standa franuni fyrir allsherjarverkfalli, en aðeins tæpir tveir mánuðir eru nú liðnir síðar sjómannaverkfallinu lauk. Það verkfall hafði að mörgu leyti svipuð áhrif og allsherjarverkfall fyrir þjóðarbúið mun því mörgum nóg þykja komið að svo búnu. ■ ! blöðunum eru skoðanir mjög skiptar um samningamálin að vanda, en afstaða almenn- • ings, sem að langmestu leytl er launþegar, er engan veginn skýr nú frekar en endra- nær. Að vísu er enginn efi á því, að launþegar vilja kjarabætur, annað væri óeðlilegt, i en vilja þeir knýja þær fram núna með löngu og dýru verkfalii? Vegna þessarar óvissu beind- ist 28. skoðanakönnun VÍSIS að þvi að kanna afstöðu fólks um land allt til spurningarinnar: „Teljið þér rétt, að ríkisstjómin og alþingi grípi í taumana áð- ur en til allsherjarverkfalla kemur?“ Niðurstööutölumar sýna, að meir en helmingur þeirra, sem leitað var til voru því hlynntir, að ríkisstjóm og alþingi skæmst í leikinn, þegar sýnt væri, að launþegar og atvinnurekendur væm þess ómegnugir að jafna ágreiningsmál sín, nema ef til vill með löngu verkfalli. Mót- fallnir þessu voru 28%, en 20% höfðu ekki myndað sér skoðun um málið Það var athyglisvert í sam- bandi við niðurstöðu þessarar könnunar að fólk á Stór- Reykjavíkursvæðinu og á út- geröarstööum víða um land var hlynntara því, að alþingi og ríkisstjórn gripi í taumana, en fólk upp til sveita. Ef dreifbýlið er tekið í heild sinni voru álíka margir með og móti, en á Reykjavíkursvæðinu svöruðu yfir 75% þeirra, sem afstöðu tóku spumingunni játandi, að- eins rúm 20% vildu engin af- skipti aiþingis og ríkisstjórnar af þessu máli, a.m.k. ekki fyrst um sinn. Þessi niöurstaða bendir til þess, að fólk á þeim stöðum, þar sem sjómannaverkfallið hafði mjög lamandi áhrif á at- vinnulífið eigi erfittmeðaðsætta sig við fleiri verkföll að sinni. Sömuleiðis gæti þessi niöur- staða bent til þess, að ailsherjar- verkfallið i fyrra sé enn ofar- lega í hugum manna og þá sér- staklega hér á Reykjavíkur- svæðinu, . þar sem verkfallið kom þyngst niður. Auðvitað sýnir þessi skoð- anakönnun þó, að allur almenn- ingur trúir ekki á að verkföll leiði til raunhæfrar lausnar eins og ástandið er núna. Ánægjulegar fregnir frá vetrar- vertíðinni og hinni geysilegu ioðnuveiði hafa almennt aukið mönnum bjartsýni, en fólk virðist ekki vera fúst til að fóma á einu bretti því, sem þar hefur áunnizt. Það er talið að allsherjarverk- fallið í fyrra hafi kostað þjóð- ina hálfan milljarð, þó að aldrei verði reiknaö til fulls þaö' tjðn, sem hlýzt af allsherjarstöðvun atvinnulífsins um hábjargræðis- timann. Stöðvun atvinnulífsins bakar t.d. öllum þeim fyrirtækj- um og stofnunum, sem skipta við útlönd afar mikla erfiö- leika. Þaö gerist t. d. að þau geta ekki staðið við skuldbind- ingar sinar við erlenda aðila og tapa þar með trausti, sem er einn grundvöllurinn fyrir al- þjóðiegum viðskiptum jafnt sem innlendum. Margir þeir, sem svöraöu spumingunni neitandi gerðu það á þeirri forsendu, að ekki væri tímabært aö grípa í taum- ana fyrr enn verkfallið hefði staðið í töluverðan tíma og engin lausn sjáanleg önnur. „Eigum við aö setjast upp í stofu í miðri vertíð? Þetta veröur endalaust verkfall, ef til kemur. Mér finnst þeir ættu að gripa i taumana núna strax. Já, auðvitað, forystumennirnir eru hvort sem er ekki að hugsa um launþeganna, heldur um pólitískan ávinning". Þannig hljóðuðu svör þeirra, sem vom fylgjandi opinberum afskiptum. „Það hefur ekki reynzt verkalýðnum til góÖ6, að þeir gripu í taumana. Þeir gripa alltaf inn i málin á vitlausum tíma“, svöruðu þeir, sem voru á móti, en margir þeirra töluðu um lögþvinganir, sem þeir vildu ekki aö beitt yrðu, en flestir sögðu aðeins blákalt nei, án þess að fylgja því nokkuð frekar eftir. Niðurstaða þessarar skoðana- könnunar gefur einnig til kynna að aðgerðir ríkisstjðroarinnar og alþingis til lausnar sjómanna- verkfaTIsins hafa notið almennra vinsælda, en þá var ekki gripið til aðgerða fyrr en sýnt var, að 1 deiluaðilar næðu ekki saman í bráð. Samkvæmt könnuninni er almenningur jafnvel fylgjandi því, að gripið verði í taumana áður, en til allsherjarverkfalla kemur, en könnunin beindist m. a. að því að kanna það, eins og spumingin ber með sér. Sjómannaverkfallið virðist raunar hafa markað tímamót í verkfallssögu landsins. Samúð • með verkfallsmönnum var næst-' um engin undir lok verkfallsins, heldur ríki: gffurleg gremja meöal almennings vegna þess. Mælirinn var orðinn fuliur. Frumvarp sere Jón Þorsteins- son alþingismaður hefur lagt fram á Alþingi um endurbætur á vinnudeilulöggjöfinni er því örugglega í samræmi við al-, menningsálitið. Vísir hefur tekið - undir tillögur Jóns en telur að þær megi endurbæta. M. a. telur Vísir nauðsynlegt, að svo verði búið um hnútana. að verkfall sé ekki boðað nema meö a’fis- herjaratkvæðagreiðslu, sem al- menn þátttaka er í. Niðurstöður úr skoðanakönnun VÍSIS urðu, sem hér segir: Jq • • • • .. 126 eða 52% Nei... Ódkvednir 47 eða 20% Alls... Ef aöeins eru taldir þeir, sem afstöðu tóku, lítur taflan þannig út: Jó.......65% Nei......35%

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.