Vísir - 17.05.1969, Blaðsíða 1

Vísir - 17.05.1969, Blaðsíða 1
VISIR 50. árg. — Laugardagur 17. maí 1969. — 108. tbl. Lesendifiþjónusta í dngbókinni ÞaO hefur varla farið fram hjá les endum Vísis að dagbók blaðsins býður nú upp á ýmsa nýbreytni, sem er til hagræðis lesendum. Þar getur að líta yfirlit yfir það, sem er að gerast í borginni bæði aö degi og kvöldi. Sagt er frá sýn- ingum, sem eru í gangi, messum, fundahöldum, hverjir skemmta á skemmtistöðunum, hvað sé í bíó- mum og hvað sé í sjónvarpi og út- varpi auk margs annars. 1 dagbók blaðsins i dag eru m. a. viðtöl við Þóri Kr. Þórðarson og Jakob Thorarensen skáld, og helztu æviatriði Gunnars Gunnarssonar, rithöfundar. Auk þess er valið efni útvarps og sjónvarps næstu viku. Sjá nánar á bls 10, 11 og 13. Seyðfirðingar vilja Undirbúninpr hafinn að smíði og útgerð á staðnum ■ Vélsmiðja Seyðis- íjarðar er nú að und irbúa smíði skuttogara fyrir nýtt útgerðarfélag, sem verið er að stofna þar á staðnum. Hefur Agnari Norland, verk- fræðingi verið falið að gera teikningar að skip- inu, sem verður um 200 lestir að stærð. Stefán Jóhannsson, forstjóri vélsmiðjunnar, sagði í viðtali við Vísi að ekki væri endanlega gengið frá þessari smíði, en ver ið væri að ath. alla möguleika. Það eru ungir menn á Seyðis- firði, sem standa að stofnun hlutafélags til slíkrar útgerðar og er mikill áhugi meðal bæjar- búa á slíkri útgerð, enda hefur' Seyðisfjörður farið nokkuö var hluta af vetrarútgerð. Atvinnu- Ieysi hefur jafna riðið þar hús- um þegar vetrarvertíð hefur stað ið sem hæst sunnanlands og vest an. — Seinni partinn í vetur hefur hins vegar fengizt góð reynsla af togveiðum við Norð- ur- og Norðausturland, og hef- ur eitt skip, Ólafur Magnússon landað afla sínum á Seyðisfirði með þeim afleiðingum, að at- 13 af 84 hefBu komizt upp — „ekki gaman oð vera stúdent" S „Það er ekkl gaman að vera stúdent“, sagði einn af lækna- nemunum sem nú gangast undii fyrsta árs prófin í læknadeild Háskólans, í viðtali við blaðið. Nýlega var skýrt frá því i frétt Vísis, að fyrirkomulagi fyrsta árs prófanna í læknadeildmni hefði verið breytt og eru nú gerðar strangari kröfur til nemenda, sem gangast undir prófin, en nokkru sinni fyrr. Læknaneminn tjáði blaðinu, aö hefðu sömu reglugerðir gilt við fyrsta árs prófin í fyrra hefðu 13 nemendur af 84 staðizt prófin. Má þess vegna vænta þess nú að faést- ir hinna 104, sem nú gangast undir prófin nái framhaldseinkunnum. Síðasta fyrsta árs prófið af þrem er n.k, föstudag. A erfiðum tímum fá lýðskrumarar klapp — en geta fyeir nokkuð betur? Magnús Jónsson, fjármálaráð- herra, minnti á það í eldhúsdagsum ræðunum í gærkvöldi, að engin stjóm gæti vænzt fagnaðarópa á erfiðleikatímum. Hins vegar væri við því að búast, að lýðskrumarar fengju klapp. Aðalatriðið væri þó að fólk gerði upp við sig, hvort stjórnarandstæðingar gætu gert bet ur en núverandi ríkisstjóm. Ráðherra sagði, að stjórnarand- stæðingar krefðust sparnaðar í rík- isrekstrinum. Samt hefðu þeir aldr- ei á Alþingi komið fram með neinar tillögur til sparnaðar, heldur stutt allar tillögur um aukna eyðslu. — Ríkisstjórnin hefði barizt gegn verö bólgunni, en andstæðingar hennar kynt undir. Greiðslubyrðin viö útlönd væri nú með allt öðrum hætti en verið hefði í tíð „vinstri stjórnarinnar“. Þá hefði verið urmull af lausa- skuldum, en nú væru flestar skuldir löng lán, sem tekin hefðu verið til að auka gjaldeyristekjur þjóðarinn- ar. Raunveruleg greiðslubyrði þjóðarinnar hefði ekki vaxið við gengislækkanirnar, þar sem þær • hefðu ekki hækkað í erlendum gjaldeyri. Væri því allt tal um sukk og söfnun skulda á misskilningi byggt. smíða skuttogara vinnuleysi er þar nú nánast úr sögunni. Stefán sagði að skipið yrði full búið að ári eða svo, ef af þessu yrði. Skuttogari þessi verður þannig búinn að hann geti stund að aðrar veiðar, svo sem línu- veiðar, jafnframt togveiðum. Jafnframt á hann að vera búinn nægjanlega kraftmiklum vélum til þess að ráða við flottroll. — Tvö þilför eiga að vera í skipinu og því góð vinnuaðstaða undir þiljum. 50 tonna stálbáti hefur nú ver ið hleypt af stokkunum hjá Vél- smiðju Seyðisfjarðar og er hann smíðaður fyrir Þórshafnarbúa. Stóriðjuskýrslur á Alþingi: Álverksmiðjan stækkuð um 14 búsund tonn Alusuisse hefur fallizt á stækkun álverksmiðjunnar um 14 þúsund tonn. Hugsazt þetta gert þannig, að kerjaskálinn, sem nú er fullbyggð- ur miðað við 30 þúsund tonna af- köst, verði lengdur og því verki lokið á 14 mánuðum þ.e. 1. júlí 1970, Afköst verksmiðjunnar ættu þá að vera 77 þús. tonn 1. júlí 1972. Varð þetta niðurstaða viðræðna er fram fóru í sambandi við aðal- fund Isals. Þá kom fram 1 skýrslu iðnaðar- málaráðherra, sem lögð var fram á Alþingi í gær, að verði reist olíu- hreinsunarstöö, er fyrirhugað, að íslenzkir aðilar verði þar í meiri- hluta, svo sem ríkið og olíufélögin og aðrir aðilar. Skipverjar á Gísla Árna mála og búa skipið undir veiðamar. „Stórt spurnmgarmerki" — segir Eggert Gisla- son aflakóngur ■ „ÞaS er ekkert ákveðið ennþá. Þetta er allt óráðið,“ sagði Eggert Gíslason, skip- stjóri, þegar blaðamaður spurði hann, hvenær hann mundi Ieggja á veiðar og hvert hann færi og á hvaða veiðar. „Þetta er allt eitt stórt spurn ingarmerki", sagði hann. „Viö erum tilbúnir meö bátinn, bara eftir að skvera af, mála og þrífa. Svo verður hitt allt að konia af sjálfu sér“. Mörg skip eru nú að búa sig til veiða, og eitt skip hefur stund að síldveiðar að undanfömu og aflað vel. Við höfnina eru sjómennimir byrjaðir sumarstarfið með því að undirbúa skipin og veiöar- færin undir veiðamar, og eitt af öðru munu skipin láta úr höfn núna á næstunni. Hvað ætla þeir að gera í sumar? — Sjá bls 9. Saksóknari höfðar mál gegn 9 klúbbamönnum > Saksóknari ríkisins hefur höfðað mál gegn 9 forstöðu- mönnum fjögurra nætur- klúbba í Reykjavík, en mál þeirra hafa nú verið undan- farna mánuði til rannsóknar hjá embætti sakadómara Reykjavíkur og nú síðustu daga til athugunar hjá sak- sóknara ríkisins. „Að íokinni athugun embættis saksóknara ríkisins á rannsóknar- gögnum um rekstur fjögurra svo- nefndra næturklúbba hér I borg - þar sem talið var að fram færi ólögleg veitingastarfsemi, aðallega að nóttu til — hefur saksóknari ríkisins höfðað opinber mál á hendur 9 forstöðumönnum þeirra,“ sagði fulltrúi saksóknara, Bragi Steinarsson, aðspurður af blaða- manni Vísis í gærdag. „Ákærðu eru taldir hafa meö rekstri klúbbanna gerzt brotlegir við áfengislög — vegna sölu og veitinga áfengis í atvinnuskyni — við lög um veitingasölu og fleira — vegna heimildarlauss rekstrar þeirra — og við lög um reglur um slit á skemmtunum og sam- komum vegna opnunartírua þeirra. Sumir eru jafnframt taldir hafa gerzt brotlegir viö helgidaga- löggjöfina, vegna starfsemi klúbb- j Ólokið er enn rannsókn á rekstri anna á hátiðis- og helgidögum.“ J eins næturklúbbsins. Með hamar og sigð til annarra hnatta: Sovézk geimstöB íendir á Venusi ! I fyrsta sinn í sögunni hefur i tekizt að láta geimfar lenda mjúk- lega á yfirborði Venusar, en það i var sovézk geimstöð, Venus-5, sem lenti þar og hafði innanborðs I hamar og sigð, sem tákn Sovét- ríkjanna. Venus-5 kom inn í gufuhvolf Venusar kl. 6:01 á föstudagsmorg- un, en þá opnaöist hemlafallhlíf sem var útbúin til þess aö koma geimstöðinni heilu og höldnu niður á yfirborð plánetunnar. Venusi-5 var skotið upp 5. janúar í ár. og hefur því verið 130 daga á leiö sinni og lagt að baki um það bil 350 milljónir kílómetra. Annað geimfar af sömu tegund, Venus-6, átti að fylgja á eftir núna í morgun kl. 6:03. Geimskipið Venus-5, sem hefur svo lengi verið úti í geimnum, er útbúið hvers konar tækjum til vís- indarannsókna og sjónvarpstækj- um. Frá því er sagt í sovézka blað- inu Pravda, að á þessari ferð hafi verið sendar alls fimmtán hundruð skipanir til tækjanna í geimfarinu, sem þau hafi hlýtt og framkvæmt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.