Vísir - 17.05.1969, Blaðsíða 4

Vísir - 17.05.1969, Blaðsíða 4
Prinsinn og stjórnleysingjarnir Ekki eru allir Wales-búar jafn hrifnir af Karli, sem ber nafnbót ina, prinsinn af Wales, en hann stundar nú nám við háskóla í Wales. Fyrir nokkrum dögum var hann á leið upp tröppurnar aö skólanum, sem er Aberystwyth- háskóli, þegar ungur, skeggjaður maöur vék sér að honum og rétti honum lítinn bækling. 3>essi skeggjaði ungi maður er Peter Dawson, sem er helzti mál svari stúdentahóps, sem aðhyllist skoðanir stjómleysingja, og bækl ingurinn, sem hann rétti prinsin- um útlistaði einmitt þessar skoð anir. Hann spurði prinsinn, hvort hann hefði áhuga á að lesa pés- ann: „Það getur vel verið“, svar aði prinsinn, „Hver veit?“ Lana Turner giftist í sjöunda sinn l Herramennirnir Starr og Sellers í nýrri mynd Þessi mynd var tekin, þegar upptaka var að hefjast á nýrri mynd, sem þeir Ieika saman í Ringo Starr og Peter Sellers. Það er fullyrt, að myndin sé í fjörug asta lagi, og marga fýsir eflaust að sjá þessa ágætu menn saman. Fleiri þekktir leikarar leggja einnig eitthvað af mörkum, og hægt er að nefna: Yul Brynner, Spike Milligan, Laurence Harvey, Raquel' Welch, Clíristopher Leá og Richard Attenborough. Fáið þér íslenzk gólffeppi frái HUima TEPPIUSIÐ Ermfremur.ódýr EVLAN feppl. Spartð tíma og fyrirhöfn, og verzfiS á einum sfaS. SUÐURLANDSBRAUT10. REYKJAViK PBOX1311 t. Lana Turner, kynbomban fræga frá fimmta tug aldarinnar, hefur nú gengið i hjónaband í sjöunda sinn. Hún gifti sig á dögunum í Las Vegas, og sá útvaldi, er dá valdur, sem hefur það að atvinnu að skemmta í næturklúbbum. Dávaldurinn heitir „dr.“ Ron ald Dantes, og er 49 ára eins og eiginkonan. Lana Turner hefur áður verið gift mönnum úr hinum ólíkustu starfsgreinum, en hún hefur aldr- ei fyrr en nú verið gift dávaldi. Lana Turner hefur leikið í mikl um fjölda kvikmynda. Meðal þeirra helztu eru „Pósturinn hringir ávallt tvisvar" og „Peyton Place.“ í fyrra sagði hún, eftir að hún haföi lokið við að leika í síðustu mynd sinni, „Madame X“, að hún mundi aldrei framar koma fram í kvikmynd, þar sem aðal- áherzlan væri lögð á kynþokka hennar en ekki leiklistarhæfi- leika. Spáin gildir fyrir sunnudaginn 18. maí. Hrúturinn, 21. marz—20. apríl. Gamlar væringar, sem þú hélzt eflaust löngu gleymdar, geta minnt á sig í dag, sennilega þó fremur á broslegan hátt en .í- þægilegan. Allgóö aðstaða í pen ingamálum. Nautið, 21. apríl—21. maí. Gefðu gaum að leiðbeiningum, athugaðu hvað þar kemur að einhverju leyti heim við skoðan ir þínar, og hagnýttu þér það. Þetta á einkum við hvað snertir fjármál og atvinnu. Tvíburamir, 22. maí—21. júnl. Það er ekki að vita nema að þú fáir einhverjar góðar hugmyndir í dag. Þú ættir að minnsta kosti ekki að varpa þeim fyrir róða, einhver þeirra getur við athug un reynzt nokkurs viröi. Krabbinn, 22. júní—23. júlí. Það lítur út fyrir að þú þurfir að taka framkomu þína í ein- hverju máli til gagngerrar at- hugunar. Gerðu þér grein fyr- ir því, að enginn minnkar við það að stíga fyrsta skref til sátta. Ljónið, 24. júlí—23. ágúst. Þú lendir í eins konar einvígi við aðila, sem ætlar sér að kom ast fyrir sama hlut og þú, helzt um stöðu eða aðstöðu sé að keppa, og máttu hafa þig allan viö. Meyjan, 24. ágúst—23. sept. Þú kynnist að öllum líkindum einhverjum í dag, sem á eftir að hafa talsverð áhrif á gang ým- issa mála, sem snerta þig sér- staklega. Gerðu þér ekki of dátt við hann fyrst i stað. Vogin, 24. sept.—23. okt. Leggðu sem mesta rækt við hversdagsstörfin, og minnstu þess að margt smátt gerir eitt stórt. Allt bendir til að þú getir litið ánægður yfir dagsverkið að því loknu. Drekinn, 24. okt,—22. nóv. Það er ekki ólíklegt, að þú þurf ir aö koma fram í dálítið óvenju legu hlutverki í dag — og stand ir þig þar betur, en þú þorðir að vona. Þetta getur haft tals verða þýðingu fyrir þig. Bogmaðurinn, 23. nóv,—21. des. Þú virðist eiga góöu gengi að fagna í dag. Taktu það samt með í reikninginn að gengi er oft valt, en ef þú tekur þessu rétt og rólega, getur orðið nokk urt framhald á þessu. Steingeitin 22. des.—20. jan. Þaö getur reynzt dálítið erfitt fyrir þig að ná þeim afkasta- hraða, sem með þarf í dag. Láttu það ekki hafa þau áhrif á þig, að þú vandir ekki störf þín eins og þú mundir ella gera. Vatnsberinn, 21. jan.—19. febr. Þú getur komið miklu í verk í dag, en það kostar þig að vísu nokkurt átak. Ef þú leitast við aö skipuleggja starfið nógu snemma, þarftu minna fyrir því að hafa. Fiskarnir, 20. febr.—20. marz. Dagurinn er ekki sem bezt til viðskipta eða verzlunar fallinn, en hins vegar góður varðandi ýmis þau mál, sem snerta til- finningarnar. Gagnstæða kynið kemur mjög við sögu. ■3

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.