Vísir - 17.05.1969, Blaðsíða 7

Vísir - 17.05.1969, Blaðsíða 7
VlSIR . Laugardagur 17. maí 1969. 7 O Cm VER SJÁLFUR HREINN OG FRJÁLS Um frelsisins dýru en vandmeöförnu gjöf fjallar hugvekja Kirkjusíöunnar í dag. Hún er skrifuð af sr. Sváfni Sveinbjarn- arsyni á Breiðabóistað. Hann er fæddur 28. júlí 1928. Foreldr- ar: Sr. Sveinbjörn prófastur Högnason og k. h. Þórhildur Þor- steinsdóttir. Sr. Sváfnir lauk stúdentsprófi vorið 1948 og varð kand. theol. 4 árum síðar. Hann vígðist aðstpr. föður síns 17. júlí 1952 en fékk Kálfafellsstað um haustið, þar sem hann var prestur í tæp 11 ár, og lengst af þeim tíma prófastur Aust- ur-Skaftfellinga. En vorið 1963 varð bann eftirmaður föður síns á Breiðabóistað, þar sem hann hefur þjónað síðan. Kona sr. Sváfnis er Anna Gísladóttir bónda á Bakkagerði í Reyðar- firði. — Myndin sýnir sr, Sváfni í hópi fermingarbarna sinna eitt vorið sunnan við kirkjuna á Breiðabólstað. — Fermingar- börnum Fljótshlíðar á þessu vori skal með þessari mynd send svofelld árnaðarósk: Æskunnar sólbjarta vermandi vor vermi þig örmum sínum. Hvert einasta í lífinu óstigið spor sé ilmrós í gæfusveig þínum. (E.M.J.) Jóh. 8. 31—36. jprelsiö hefur ætíð veriö talið eitt hið eftirsóknarveröasta hnoss og löngum verið þráðast gæða í hugum fjölda manna og heilla þjóða um liðnar aldir og allt til þessa dags. Fyrir það hefur fjö.tdi ein- staklinga og heilar þjóðir fært hinar þyngstu fórnir, — það hef- ur aldrei verið talið of dýru verði keypt, — aldrei of hátt metið. Oröið freisi hefur töfra- hljóm í eyrum allra, sem við áþján og undirokun eiga að búa, í hverri mynd sem er. Samt virðist oft sem fæstir skilji hvað fullkomið frelsi er í raun og veru. Flestum verður það einfaldlega lausn undan því oki sem sárast svíður undan hverju sinni, — á það er ein- blínt, — jafnvel svo að önnur ánauöaröfl gleymast eða þeim boðiö heim í stað hins, sem brot- izt er undan. Frelsi er ekki, eins og mörg- um hsettir til aö halda, — fólgiö í því að geta óhindrað af öðrum gert hvað sem manni þóknast hvenær sem er. Með því geta menn komið fram sem ánauð- ugir þrælar, já, veriö ánauðugir þrælar iilra hvata og tiihneig- inga. — Það þarf ekki heldur að vera fólgið í því, að vera sem minnst undir aöra gefinn — sem kallað er, — því að hiö sanna frelsi getur jafnvel veitzt þeim, sem í öllu lúta öðrum — æðri vilja, — og taka sem minnst tillit til síns eigin vilja og óska hveriu sinni. Þannig fór honum, sem bezt vissi hvað andlegt frelsi var. og bauðst til að veita það öllum lærisveinum sínum, sem varð- veita vildu orð hans og boðskap í hjörtum sínum. Ef frelsi væri miðað við hina ytri afstöðu eingöngu — þá væri frelsi eins ætíö undirokun ann- ars. — þá táknaöi orðið frelsi aðeins aðra hlið hins síbreytil. misvægis í átökunum milli frels- is og jafnréttis, — en frelsi á kostaö; jafnréttis er í sannleika ekki frelsi, — heldur ánauð eig- ingirni og illra hneigða, — mis- notkun aðstöðu. Hin miklu átök milli þjóða og þjóðasamtaka í heiminum á þess ari öld hafa e.t.v. ennþá meira en ýmsir hafa taliö, átt undir- rót sína í þessum tvíleik milli frelsis og jafnaðar, — þar sem hvor þátturinn um sig hefur úti- lokað hinn í raun, — þótt lof- orð og gvlliboð leiötoganna og áróðursmeistara þeirra hafi hampað báðum saman. Og þannig hefur jafnan farið vegna þess að grundvöllinn vant- aði, — þriðja þáttinn, bræðralag- ið, sem borið gæti hina tvo uppi En bræðralagið fær ekki þrif- izt þar, sem andleg ánauð ríkir. Þar skortir skilning og umburð- arlyndi og kærleika, — þar er friðurinn á flótta. Þess vegna er aldrei hægt að miða frelsið við hið ytra eingöngu, — heldur mót ast þaö fvrst og' fremst af hinu innra, huglæga ástandi, sem á- kvarðar afstöðu mannsins til umhverfis síns og til sinna eigin hvata. Þá verður hið sanna frelsi fólg- iö í því að geta ætíö og í hverju tilviki breytt í fullu samræmi við samvizku sína, — samvizku sína upplýsta af orði og anda Krists. Aö geta látið leiðast af kærleiksboðun hans, af sann- leiksorði hans. „Ef því sonurinn gjörir yður frjálsa, munuð þér verða sannarlega frjálsir". Hann einn fær hið fulla frelsi veitt. Hann lætur sér ekki nægja að hafa hið fagra orð frelsi á vör- unum aðeins, eins og svo títt er um þá er sízt virðast skilja sanna merkingu þess, — held- ur bendir hann á í hverju þaö er fólgið og hvernig hægt. er að öðlast það. Og þar sem og í öðru, bendir hann ekki á hió ytra og þaö sem öðrum verður stærst í aug- um — heldur bendir hann okk- ur inn í okkar eigið sálardjúp, þar á frelsið að fæðast, — þar og hvergi nema þar ber að leita þess. Það vex upp úr hugarfari mannsins sjálfs, en það er aldrei hægt að benda á það hið ytra og segja: það er hér eða það er þar. Hið sanna frelsi getur þróazt undir ytri kúgun og harðstjórn umhverfisins og eflzt' við hvert haft, sem aörir vilja á það ieggja. Hitt er og jafnvíst, að mikið vantar á, að allir séu frjálsir, sem sig frjálsa kalla og einatt eru kallaðir það af öðr- um. Jesús sagði: Ef þér standið stöðugir í orði mínu, þá eruð þér sannarlega lærisveinar mínir og munuö þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gjöra yð- úr frjálsa. 'Það vill oft erfitt veitast að þekkja sannleikann og þióna honum. Það er svo margt, sem efa og óvissu veldur, og stuðl- ar að því að hefta frelsi manns- ins til að breyta samkvæmt sam- vizku sinni og sannleiksþrá. Öll þekkjum við í einhverjum mæli slík frelsishöft á eigin hug- arfari og breytni. Þess vegna er það einnig aug- Ijóst mál og efalaust, að frelsi þjöðar, — jafnt og einstaklinga, — stafar miklu meiri hætta af sjúklegu innra ástandi heldur en af nokkru utanaðkomandi valdi eöa áhrifum. Einnig í þjóðlifinu mun sann- leikurinn einn geta gjört okkur frjáls og óháð, sá sannleikur, sem felst í bræðraboðun Jesú Krists. Eftir því sem hann byggir upp hiö innra andlegt frelsi, — mun einnig stvrkjast grunnurinn að fyllra frelsi, — einnig hið ytra. Það munu æ reynast eilíf sannleiksorð, — þau orð, sem Jesús mælti til Faríseanna, er þeir spurðu hann, hvort þeir væru ekki frjálsir, þar sem þeir hefðu aldrei verið þrælar nokk- urs nianns: „Sannlega, sannlega segi ég yður, sá, sem syndina drýgir hann er þræll." Svo mun æ reynast i allri frelsisbaráttu þjóða og einstakl- inga — að aldrei mun hið fulla frelsi fást, fyrr en sigur er unn- inn hið innra á illum hvötum og tilhneigingum og á þjóðarmein um sem eiga rót sína að rekja ti1 andlegrar ánauðar og félags- legs vanþroska einstaklinganna. Þá fyrst mun upp renna sú frelsis- og friðaröJd, sem allir beztu og göfugustu menn mann- kynsins hafa þráð um margar aldir og sjálfur Jesús Kristur boðaði með Guðsríkiskenningu sinni. Það mun fyrst verða, er mönn- unum hefur skilizt það til fulls, að vegur sannleikans er hinn eini vegur til frelsisins og að þetta hvort tveggja verður að ryöja sér braut til veruleikans úr eigin hugardjúpi hvers manns. „Ef því sonurinn gjörir yður frjálsa munuð þér veröa sannar- lega frjálsir". „Ó, Guö þín miskunn meiri er en megi sál vor skilja. Hvert Ijós, sem kemur, lýsir, fer, oss les þau orð þins vilja: Lær sanna tign þin sjálfs, ver sjálfur hreinn og frjáls, þá skapast frelsiö fvrst, og fyrir Jesúm Krist skal dauðans fjötur falla." Eitt fegursta og reisulegasta prestssetur landsins er Breiðabólstaður í Fljótshlíð — þessari búsældarlegu sveit, sem hlær við sól og sumri um miðbik Suðurlands. — Breiðabólstaður var eitt af tekjumestu brauðum landsins. Sátu þar jafnan höfuðklerkar. Fyrsti prestur þar var Jón Hólabiskup Ögmundsson og þar var líka prestur Ögmundur Pálsson, síðasti Skálholtsbiskup í kaþólskum sið. — Fimm síðustu prestarnir á Breiðabólstað, á undan þeim, sem nú situr staðinn, voru jafnframt prófastar í Rangárþingi, þeir sr. Tómas Sæmundsson, sr. Jón Hail- dórsson, sr. Skúli Gíslason, sr. Eggert Pálsson og sr. Sveinbjörn Högnason. - Utkirkja frá Breiðabólstað er Hlíðarendi í Fljótshlíð. Byrjum með bæn „Við skulum byrja meö bæn,“ sagði Halldóra Bjarna- dóttir, þegar hún hóf að segja V. S. V. ævisögu sína. Hann segist hafa fyllzt lotningu fyrir þessari konu meóan hún flutti bænina hiklaus og auðmjúk: I Jesú nafni byrja ber með bæn af hjartans grunni, það allt, er stofna viljum vér svo vel það blessast kunni. Því sé ei nafnsiris góða gætt, er göngu vorri og störfum hætt, en ef þess gætt er, eflaust þá mun allt oss hjá til dýröar Guði framgartg fá.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.