Vísir - 17.05.1969, Blaðsíða 9

Vísir - 17.05.1969, Blaðsíða 9
VIS IR . Laugardagur 17. maí 1969. 9 / sumar verður lögð áherzla á söltun s'ild- arlnnar — V'isir kannar horfurnar i sildveiði- málum. Síldartunnurnar bíða eftir vertíðinni. I sumar verður lögð mikil áherzla á söltunina. ► Gullæðinu er lokið ■ SÍLD! — Sjaldan hefur jafnmikil óvissa ríkt um þetta ævintýri, sem verið hefur rauði þráðurinn í íslenzkri at- hafnasögu síðustu árin. ■ Útgerðarmönnum þykir mörgum ýmis verkefni nærtæk- ari fyrir hinn glæsilega síldarflota, en langsótt síldveiði noröur og austur í haf. ■ Eigi að síður vinna margar stofnanir að undirbúningi síld- arvertíðarinnar. — Fiskifræðinga-' eru bjartsýnir á veið- ina. Og Jakob Jakobsson hefur hvatt til þess að veiðarn- ar yrðu hafnar enn þá fyrr en undanfarin ár, helzt um næstu mánaðamót. — Er kominn einhver síldar- hugur í menn eystra? — Það er alltaf síldarhugur í okkur hérna, þegar þessi tími er kominn. Kannski er hann með daufara móti núna. — Þaö er hins vegar lítið farið að huga að plönunum hér á Seyðisfirði, enda varla að vænta söltunar í landi fyrr en þá undir haust. ■ Beðið eftir ■ Öll síldin söltuð um borð. Af viðtölum, sem Vísir hefur átt viö útgerðarmenn er ljóst að bræðslusíldveiðar norður í höf- um koma ekki til greina. Öll síld, sem veidd verður á miðun- um þar úti f hafi verður að lík- indum söltuð um borð í skipun- um. Margir útgerðarmenn hafa ver ið að undirbúa skip sín undir slíka söltun um borö. Um 25 hausskuröar og slógdragningar vélar munu hafa verið keyptar til landsins 1 þessum tilgangi. — Það er alltaf síldarhugur í okkur, sagði Njáll Ingjaldsson, skrifstofustjóri Síldarútvegs- nefndar, þegar Vísir ræddi við hann á dögunum, til þess að for vitnast um saltsíldarsamningana og tilhögun söltunarinnar í sum ar. Sagði Njáll að um þessar mundir stæðu yfir samningavið- ræður við sömu aðila og keypt hafa saltsíld af íslendingum und anfarin ár það er Rússa, Svía og ýmsa fleiri. Markaðshorfurnar virðast vera svipaðar og í fyrra. Hins vegar sagði Njáll ógjörning að slá neinu föstu um saltsíldar söluna fyrr en samningar lægju fyrir. ■ *'*• Ef góðar fréttir berast að austan. síldarverðinu? — Vertíðin heldur áfram hjá okkar bátum, sagði Jón Björns son hjá ísbirninum, en ísbjarnar bátarnir hafa allir verið á ver- ttö f vetur og haldið uppi mikilli atvinnu í frystihúsinu á Seltjarn arnesinu. — Hún getur hins vegar hætt á morgun, sagði Jón. Mannskap urinn er ekki skráður á bátana nema til 15. — Ég reikna með að stærri skipin veröi send á síld, Þó er ekkert ákveðið um það. — Hvað um hin verður skal ég ekkert segja. — Það er allt í deiglunni enn- þá, sagði Guðmundur Jörunds- son útgerðarmaður, sem gerir út tvo stóra síldarbáta, Jörund II. og Jörundur III. — Ég reikna meö að menn stoppi og pústi eft- ir vetrarsiaginn. — Ég geri ráð Ýmsir velta þvf fyrir sér, hvort ekki mætti salta sild i stór Bara að þaS verði nógu mikið af henm í sumar. ■ En síldarskipstjórarnir bíöa frétta norðan og austan úr hafi, þar sem leitarskipið Árni Friðriksson er nú í þann veginn að hefja síldarleit sumarsins. ^lls munu milli 50 og 70 skip vera reiðubúin til sfldveiöa í sumar, eftir þvf sem Vísir hef ur komizt næst af viðtöJum við útgerðarmenn. — Mörg þessara skipa munu hins vegar hefja veiði I Noröursjónum og taka svo „kúrsinn" eftir því hvemig fiskisögur fljúga. Nokkur skip eru þegar farin til veiöa f Noröursjó. Þrjú eru þegar komin þangað og fleiri eru að búast þangað til veiöa. Á meðan þingar „úthafsnefnd in“ svokallaða, sem mun um mánaðamótin skila áliti um mál- efni síldveiðiflotans í sumar. — Þar mun vera á döfinni marg- háttuð þjónusta við flotann og er búizt við ýmsum breytingum frá því í fyrra. um stfl úti á hafinu um borð í móðurskipum, líkt og reynt var í fyrra um borð í Elisabeth Hentzer. — Vísir snéri sér til Hreiðars Valtýssonar, sfldarsalt anda, sem stóð að þessari til- raun f fyrra. — Það er bezt að hafa sem fæst orð um síldveiðarnar f sum ar, sagði Hreiðar. Það er ekki fyllilega útrætt mál ennþá hvort eitthvað verður af því að við gerum út slíkt móðurskip. Þaö er ómögulegt að segja til um það hvað veröur af skipum þarna noröur frá. Ég reikna þó meö að ekki standi á skipunum, ef góöar fréttir berast austan úr hafinu. fyrir að í sumar verði mest hugsað um að salta síld um borð i bátunum úti í hafi, en ekki að veiöa hana til bræöslu eins og í fyrra. Loðnan fyrir bræðslurnar Hætt er við að síldarverk- smiðjurnar norðan lands og aust an fari varhluta af síldveiðun- um í sumar. að minnsta kosti framan af. Hins vegar hefur sú hugmynd komizt á loft núna upp á síð- kastið að veiöa loðnu fyrir bræösiuna og gætu verksmiðj- urnar þar fengið drjúgt hráefni, ekki sízt gömiu bræðslurnar nvröra, sem undanfarin ár hafa haft stopul verkefni. Talið er aö loðnan haldi sig ekki mjög fjarri norðurströnd- inni yfir sumartímann. Það mikla loðnumagn, sem fannst við Austfirði á útmánuðum þykir lofa góðu um sumarveiði. Sjávarútvegsmálaráðuneytið hefur nú nýlega samþykkt aö leitarleiðangur skuli gerður út í sumar til þess aö kanna loðnu magnið fyrir Norðurlandi, — Loðnuleitin mun standa yfir i tvo mánuði og verður annað hvort fengið leiguskip til þess að annast hana eða síldarleitar- skipin Hafþór og Árni Friöriks- son munu skipta þessu verkefni með sér. Kann svo að fara að hluti síldarflotans verði þvi upp tekinn við loönuveiöar þegar á sumarið líður. Þar kann og að verða verkefni fyrir hina smærri báta, sem ekki þykir lengur treystandi til síldveiði sökum hinnar miklu fjarlægðar á mið- in. Yrði loðnan þá annað hvort veidd í nót, ellegar flottroll. En það veiðarfæri þykir hentugt til þess áð veiða þennan rólega fisk, þó aö misjafnlega hafi tekizt að fá síldina til að tolla í því veiðar færi. ■ **’ Nýtt á döfinni Eitt skip er nú um þessar mundir að hefja tilraunaveiðar á spærlingi við suöurströndina. Það er Halkion frá Vestmanna- eyjum. Mun hann landa afla sín- um I Vestmannaeyjum til bræðslu. Talið er að mikið magn af spærlingi haldi sig við Suður- land á vorin og ef til vill fram eftir sumri og kann þar aö verða framtíðarverkefni fvrir „síld- arflotann" á tfmabilinu milli vetrarvertíðar og síldveiðanna í framtíðinni. Halkíon mun veiða spærlinginn I sérstakt troll af svipaðri gerð og notað hefur verið við slíkar veiðar við Dan- mörku. Ekkert er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Sá aftur kippur, sem komið hefur í síld- veiðarnar hefur orðið til þess aö menn hafa farið að líta betur í kringum sig. Til þessa hefur verið einbllnt á síldina. Hundr- uð milljóna hafa verið lagðar undir f þessu stóra happdrætti og vinnlngamir hafa fallið mis- jafnlega. Stóra tapið hefur orðið til þess að stemma stigu við hi nugegnd- arlausa gullæðl, sem greip um sig mestu sildarárin, þegar lítið var um annað hugsað en moka sem mestu upp úr sjónum og milljónir smálesta af úrvals hrá- efni var látið ,,lago“ í gúanó. — Og þar unnin vara sem heims- markaðurinn var mettaður af á fáeinum árum. Vonandi er „gull grafaratímabilinu" í sildveiðun- um lokið og við tekur betri hag nýting hráefnisins. Kannski upphefst svo annað gullæði i loðnuveiöum og spærl- ingi, þegar fram líða stundir. J.H. USINODR WHMt □ Treystum vináttu- böndin við Vestur- íslendinga Árið 1886 kom vikuritið Heimskringla fyrst út í íslend- ingabyggðum Kanada. Tveimur árum sföar kom svo út annaö blað, Lögberg. Fyrir nokkrum árum voru þessi tvö blöð sam- einuö. Miklir fjárhagserfiðleikar eru að gefa blaðið út, vegna prentunar, sem er mjög dýru verði keypt og einnig vegna dreifingarkostnaðar, sem er mjög mikill. Ómetanlegur stuðn ingur yrði það fyrir Vestur- íslendinga, ef við hér heima á Fróni reyndum eitthvað að styrkja þá í blaöaútgáfunni. Megniö af efni blaðsins, er tek- ið úr dagblöðunum hér heima og er eina leiðin fyrir fólkið í Vesturheimi að fylgjast með daglegum viðburðum hér, að kaupa þetta eina fréttablað. Ef við mögulega gætum styrkt blaðaútgáfu þessa ágæta fólks, myndum við án efa treysta vináttuböndin verulega. Þetta fólk ber hlýjan hug til okkar landsmanna og m. a. eru Vestur- íslendingar nú aö safna í sjóð til styrktar íslenzkri skógrækt. Helgi Vigfússon. □ Leggjum Þjóðleik- húsið og Sinfóníu- hljómsveitina niður! Ég er mjög ánægður m;ð dag blaðið Vísi að öllu leyti. í því blaði er ekki alltaf veriö með sömu pólitísku tuggurnar eins og hin blöðin eru með. Á- vallt eitthvað nýtt og.skemmti- legt að lesa. Annars hringi ég vegna er- indis Tryggva Helgasonar, sem hann flutti f hlióövarpið fyrir skömmu. Sammála er ég hon- um að öllu leyti. Hvað höfum við aö gera við Þjóðleikhús og Sinfóníuhljómsveit sem rekin eru með 150 milljón króna halla árlega. Nær væri að styrkja Leikfélagið f húsbyggingu þess. Þá værj ekki úr vegi aö kaupa nýjan og góðan verksmiðjutog- ara og skapa fleiri atvinnu en þeim sem v!nna við Þjóð- leikhúsið og Sinfóníuhljómsveit ina. Þessar milljónir má ekki fara með eins og leikfang. Það þarf að nýta peningana á ís- landi. Hj. G. & □ Vafasöm fiugvélakaup Loftle’ðakarlamir eru svo sannarlega karlar í krapinu. Ný- lega hafa þeir prúttað gömlum flugvélum inn á okkar ágæta biskup. Ekkert skil ég þó í biskupnum sjálfum, að láta tæla sig út í svo .vafasaman bisniss, því allir vissu að þeir (Loftleiöa karlarn:r) hefðu aldrei getaö selt neinu venjulegu fyrirtæki þessar gömlu vélar sínar. í bessu sambandi má' segja, að Loftleiðakarlarnir geri það ekki endasleppt f bisnissrekstri í litl- um og fámennum ríkjum. Fyrst fslandi, síðan Lúxemburg og nú síðast Himnarfki! Gömul kona Hringið i síma 1-16-60 kl. 13-15 .fiitt. ——i4Ví >n—jPfc'.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.