Vísir - 17.05.1969, Blaðsíða 10

Vísir - 17.05.1969, Blaðsíða 10
|Q VÍSIR . Laugardagur 17. maí 1969. S Í KVÖLD B i DAG B í KVÖLD II I DAG B IKVÖLD 1 BELLA Hvort ég geti skril'aö 120 orö á ritvél? ó, jú, jú, auðveldleua, sunia daga hef ég meira að segja skrifað milli 3—400 orö. KEILSL’uÆZLA • SLYS: Slysavarðstofan 1 Borgarspítal- anum Opin allar sólarhringinn Afleins móttaka slasaðra. Simi >41212. SJUKRABIFREÍÐ: Simi 11100 i Reykjavík og Kópa- vogi Sími 51336 i Hafnarfirði LÆKNIR: Ef ekk' aæst i neimilislæknl er tekiö á möti vitjanabeiðnum i sima 11510 á skrifstofutíma — .íeknavaktiri er Öll kvöld og næt jr virka daga og allao sólarhring >nn um helgar ' síma 21230 — Læknavakt i Halnarfirði og Garða hreppi: Upplýsingar i lögreglu- varöstofunni, simi 50131 og slökkvistööinni 51100. 'YFúABÚÐIR: Kvöld- og helgidagavarzlí. er i Garðsapótekj og Lyfjabúðinni Ið- unni — Opiö til kl. 21 virka daga 10—21 helga daga. Kópavogs- og Keflavíkurapótek eru opin virka daga kl. 9—19. iaugardaga 9—14. helga daga 13—15. — Næturvarzla lyfjabúða a Reykjavíkursvæðinu er 1 Stór holti 1. sími 23245 BIFREIOASKODUN • Mánud. 19. mai R-3901 — R-4050 iVl ts I R fyi-ir 5( l árum Fyrir þrjú þúsund krónur hafa dýrustu hestar verið seldir i Húna vatnssýslu i vor. Vísir 17. maí 1919. ÍÞRÖTTIR • Úrslitin í firmakeppni í hand- knattleik veröa í dag i íþróttahús- inu á.Seltjarnarnesi. Hefst keppn- in kl. 14 með leik VISIS og lög- t-eglunnar. K.R. og Vestmannaeyjar leika .ðasta leikinn í meistarakeppni K.S.Í. í knattspyrnu á morgun á i.ielavellinum. Hefst leikurinn kl. 14. SKEMMTISTAÐIR # Hótel LoftleiÖir. Hljómsveit Karls Lillendahl. Söngkona Hjör- dís Geirsdóttir. Tríó Sverris Garð arssonar. Glaumbær. Roof Tops og Haukar ásamt Gigi skemmta í kvöld. Þórscafé. Gömlu dansarnir í kvöld. Lokað á morgun. Rööull. Hijómsveit Magnúsar Ingimarssonar. Söngvarar Þuríður og Vilhjálrpur í kvöld. Silfurtunglið. Dansað til kl. 2. Sigtún. Dansað til kl. 2. Hótel Borg. Sextett Ólafs Gauks ásamt Svanhildi leika i kvöld. Tjarnarbúð. Dansað í kvöld. SÝNINGAR # Sýning á steinprentun (litografí um) er opin í Listasafni íslands þriðjudaga, fimmtudaga, laugar- daga og sunnudaga frá kl. 13.30 til 16. Verk heimsfrægra lista- manna. — Opið til k>l. 19 n.k. laug ardag og sunnudag Listafélag Menntaskólans við Hamrahlíð býður yður að koma og sjá sýningu á verkum nem- enda frá kl. 8 — 10 þessa viku og frá kl. 4—-10 á sunnudag. Málverkasýning Tryggva Ólafs sonar í Galleri Súm við Vatnsstíg, verður opin daglega frá 4 til 10 í hálfan mánuð Sýning Listafélags Menntaskól- ans við Hamrahlíð á verkum nokk urra nemenda skólans verður op in á kvöldin frá 20 til 22 og frá 16 til 22 á sunnudag. Helgi Guðmundsson heldur mál verkasýningu í Bogasalnum. Sýn- ingin er opin daglega frá 14—22. Sveinn Björnsson heldur sýn- ingu í Iðnskólanum í Hafnarfirði á 30 málverkum. Sýningin er op- in daglega til 2. í hvítasunnu. Nemendasýning Handíða og Myndlistaskólans er opin í húsi skólans daglega frá 14—22. FUNDIR • Hjálpræöisherinn. llusk 17. mai festen pá lördag kl. 8.30. Kvenfélag Neskirkju heldur sina árlegu kaffisölu á morgun kl. 15 í félagsheimili kirkjunnar. Kökubasar í Stapa á morgun kl. 15. Færeyskur basar og kaffisala í iag að Hallveigarstöðum Tún- götu 1 ';!. 2.30. TILKYNNINGAR • Kvikmyndir um geimferðir. Á morgun er áætlað að Appollo 10 leggi af stað í ferð sína umhverfis tunglið. í tilefni af þessu heldur Upplýsingaþjónusta Bandaríkj- anna sýningu á kvikmyndum um geimferðir. Verður sýningin kl. 14 í dag í Nýja Bíói í Reykjavík. Sýndar veröa myndir frá flugi Apollo 8 og Apolio 9, sem báð- ar eru í litum. Þá verður sýnd mynd, sem gefur heildaryfirlit yf- ir Apollo áætlunina og loks stutt kvikmynd, sem gerir grein fyrir notagildi ýmissa uppfinninga í sambandi við geimferðir. Aðgang- ur er ókeypis og öllum heimill. Börn þurfa að vera í fyigd með fullorönum. HvítasunnuferÖir. 1. Snæfellsnes. 2. Þórsmörk, 3. Landmannalaugar (ef fært verður). 4. Veiðivötn (ef fært veröur). Uppiýsingar os farmiöasaia á skrifstofunni Óldugötu 3, simar 19533 og 11798. Ferðafclag Islands. Sunnudagsferðir. 1. Gönguferö á Keili og Sogin. 2. Ökuferð á Garðskaga, Sand- gerði og Stafnes. Lagt af stað frá Arnarhóli kl. 9.30 í fyrramálið. Feröafélag islands. MESSUR • Grensásprestakall. Messa í Breiðagerðissköla kl. 2. Séra Felix Ólafsson. Laugarneskirkja. Messa kl. 2 e.h. — Séra Garóar Svavarsson. Dómkirkian. Messa kl. 11 f.h. Séra Grimur Grímsson. Langholtsprestakall. Guösþjónusta kl. 11, útvarps- messa, ræðuefni: „AA-samtökin og hjálparstörf þeirra." Séra Sig urður Haukur Guöjónsson. Ásprestakall. Messa í Dómkirkjunni kl. 11. Sr. Grímur Grímsson. Háteigskirkja. Messa kl. 2. Séra Gísli Brynjólfs son predikar. Séra Jón Þorvarðs son. Hallgrímskirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 10 f.h. — Systir Unnur Halldórsdóttir. — Messa kl. 11. Séra Ragnar Fjalar Lárusson, Neskirkja. Guðsþjónusta kl. 2. Séra Björn Jónsson í Keflavík predikar. — Kirkjukór Ytri-Njarðvíkur syng- ur. Séra Frank M. Halldórsson. Fríkirkjan. Messa kl. 2. Séra Þorsteinn Björnsson. ÚTVARP • Laugardagur 17. maí. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Óskalög sjúklinga. Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir, 15.00 Fréttir — og tónleikar. 15.30 Á liðandi stund. Helgi Sæ- mundsson ritstjóri rabbar viö hlustendur. 15.50 Harmonikuspil. 16.15 Veðurfregnir. — Ánótum æskunnar. Dóra Ingvadóttir og Pétur Steingrímsson kynna nýj ustu dægurlögin. 17.03 Fréttir. Laugardagslögin. 18.00 Söngvar í léttum tón. Los Manchucambos syngja og leika sumur-amerísk lög. 18.20 Tilkynningar. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Dagiegt líf. Árni Gunnars- son fréttamaður stjórnar þætt- inum. 20.00 Holbergssvíta op. 40 eftir Edvard Grieg. Sinfóniuhljóm- sveitin í Bamber Ieikur, Edouard van Remoortel stj. 20.15 Leikrit: „Hringferð" eftir Jakob Thorarensen. Leikstjóri: Baldvin Halldórsson. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir í stuttu máli. — Dagskrárlok. Sunnudagur 18. inaí. 8.30 Létt morgunlög. I.úðrasveit leikur göngulög eftir Bagley, Gruber, Sousa o. fl. 8.55 Fréttir. Útdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.10 Morguntónleikar. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Þáttur um bækur. Ölafur Jónsson, Magnús Már Lárus- son prófessor og Björn Þor- steinsson sagnfræðingur ræöa um „Vínlandspúnkta" eftir Hall dór Laxness. 11.00 Messa í safnaöarheimili Langholtssóknar. Prestur: Séra Sigurður Haukur Guðjónsson. Organleikari: Jón Stefánsson. 12.15 Hádcgisútvarp. 14.00 Miðdegistónleikar. 15.30 Kaffitíminn. 16.05 Endurtekiö efni: Góðhestur, huldar vættir og annar hestur. Stefán Jónsson ræðir við þrjá snæfellska bændur, Júlíus Jóns son á Hítarnesi, Ásgrím Þor- grímsson á Borg og Jónas Ól- afsson á Jörfa. (Áður útv. 27. febr.). 17.00 Barnatími: Ingibjörg Þor- bergs stjórnar. 18.00 Stundarkorn meó austur- ríska hljómsveitarstjóranum von Karajan, sem stjórnar Fíl- harmoníuhljómsveit Lundúna við flutning á dönsum eftir Waldteufel, Strauss-feðga og Chabrier. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá næstu viku. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Gunnar Gunnarsson skáld áttræður. a. Dr. Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor flytur erindi. b. Gunnar Gunnarsson les kafla úr sögu sinni „Svart fugl.“ c. Andrés Björnsson út- varpsstjóri ies smásögu: „Far veröld, far vel.“ 20.30 „Veizlan á Sólhaugum", leikhústóniist eftir Pál Ísóífs- son. Sinfóníuhljómsveit íslands leikur, Bohdan Wodiczko stj. 20.45 Sagnamenn kveða. Ljóð eft ir Gunnar Gunnarsson og Jakob Thorarensen. Baldur Pálmason sér um þáttinn og les ásamt Brodda Jóhannessyni skóiastjóra. 21.10 Sónata í G-dúr fyrir fiðlu og píanó (K301) eftir Mozart. Arthur Crumiaux og Clara Haskil Ieika. 21.25 Heyrt og séð á Húsavik. Jónas Jónasson ræðir við leik- félagsmenn. Sigurð Hallmarss. Halldór Bárðarson og Ingi- rnund Jónsson, og flutt verða stutt atriði úr „Púntila og Matta" eftir Bertoid Brecht. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.25 Fréttir í stuttu máK. — Dagskrárlok. „Dldin heldur léttgeng og lausgyrt4 KL. 20.15 „Það eru nú um það bil tíu ár siðan ég skrifaði þetta ieikrit og það hefur aldrei verið prent- að eöa leikið, bara lúrt hér heima“, segir Jakob Thorarensen um leikrit sitt „Hringferð", sem verður útvarpað í kvöld. „Þetta er Reykjavíkurleikrit og öldin er nú heldur léttgeng og lausgyrt eins og kemur fram í því. Ég reyni að taka skopmynd af Reykjavik. Aö hálfu leyti er þetta gamanleikrit, en talsvert af al- vöru i því“, segir hann. Ennfrem ur: „Þegar það var skrifað var það þess tíma gerð.“ Jakob er kominn á efri ár, fæddur 1886, og hefur að eigin sögn lagt skáldskapinn aó mestu leyti á hilluna. „Þó kemur það fyrir, að maöur gerir vísu eða kvæöi", segir hann, „og það er ckki langt siöan ég skrifaði smá sögu, en hún hefur ekki verið birt.“ „Ég byrjaði á ljóðum árið 1914, þá kom út bókin Snæljós og eftir því sem árin hafa liðið hafa sam tals komið út eftir niig 9—10 ijóðabækur. Svo fór ég að skrifa smásögur líka, síöan eru liöin 40 ár.“ Fyrir rúmum tveimur árum kom út bókin „Léttstíg öld“, og er það síðasta bók Jakobs, sem komið hefur út á prenti. Gunnar Gunnarsson áttræöur KL. 19.30 á sunnudagskvöld er hátiðardag skrá i útvarpinu, vegna þess að þann dag verður Gunnar Gunn- arsson, skáld, áttræður. Dagskráin er í þrem l'fóum. Fyrst flytur dr. Steingrímur J. Þorsteinsson, prófessor erindi, þá les Gunnar Gunnarsson kafla úr sögu sinni „Svartfugl og síðast les Andrés Kristjánsson, útvarps- stjóri smásögu „Far veröld, far vel“. „Gunnar Gunnarsson er fæddur á Valþjófsstað í Fljótsdal, N-Múla sýslu. Hafði vetrarnámsdvöl eftir fermingu hjá síra Sigurði P. Sí- vertsen á Hofi, Var við nám í Lýðháskólanum í Askov 1907— 1908. Vann við venjuleg bústörf á unglingsárunum, við garðyrkju í Askov sumarið 1908, vann við rörsteypu sumarið 1909. Síðan fyr irlestrahald og upplestrar. Lag- færði Islandsdeild Stiftsbókasafns ins i Árósum framan af vetri 1909 til 1910. Hefur síðan stundaö rit störf einvörðungu, nema hvað hann bjó á Skriðuklaustri í Fljóts dal, sem hann hafði keypt haustið 1938, frá fardögum 1939 til hausts 1948. Búsettur í Dan- mörku 1907 — 39, í Reykjavík frá 1948. Stofnaói Bandalag ísl. listamanna ásamt Jóni Leifs, tón skáldi og var fyrsti formaöur bandalagsins. Meðstofnandi Al- menna bókafélagsins og formað ur bókmenntaráðs til 1959.“ Þetta stendur m.a. um Gunnar Gunnarsson í Islenzkum samtíð armönnum. Þá er getiö um ýmsar viðurkenningar og heiður, sem skáldinu hefur hlotnazt og getið ýmissa rita hans. Fyrsta rit hans var: „Móður — minning. Nokkur kvæði“, sem kom út árið 1906. Sarna ár kemur út bókin „Vorljóð." Næstu verk Gunnars Gunnarssonar eru skrif uð á dönsku og eru þeirra á meö al hans helztu skáldverk. Síðar koma heildarútgáfurnar á verkum hans á íslenzku. Skáldrit Gunnars Gunnarssonar liafa verið þýdd á fjölmörg- tungumál og komið út i mörgurn útgáfum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.