Vísir - 17.05.1969, Blaðsíða 16

Vísir - 17.05.1969, Blaðsíða 16
VISIR INNRÉTTINGAR SÍDUMÚLA 14 - SIMI 35646 Gerir nlla ánægða |VERKj rmt.hiM, BOLHOLTI 6 SlMI 82145 * * * y' IAUGAVEGI 178 0 SlMI 71120 7 iudg^r UlCÍl luOUa Stórir bílar eyðileggja Gratningsveg — Þetta er tjón, sem bitnar á öllum, sem um veginn fara. Veg- urinn verður mikið seinna fær fyrir bragðið og kostar miklu meira að "sra við hann, sagði Hjörleifur Ól- afsson hjá Vegagerð ríkisins um Grafningsveg, sem nú er ófær á köflum. — Hann hefur verið eyðilagður af samvizkuleysi, sagði Hjörleifur ennfremur, af stórum bílum, sem hafa stolizt þangað, því vegurinn var lokaður nema jeppum. Þá skýrði Hjörleifur frá því, að v'irieitt væri ágætis færð á Suð- nrlandsundirlendinu núna. Nokkrir vegir eru þó aðeins opnir jeppum t.d. Krýsuvíkurvegur, Gjábakka- vegur yfir Lyngdalsheiði, og Uxa- hryggjavegur. Víðast hvar er öxul- hungi takmarkaður við 7 tonn. Ágæt færð er nú einnig um Borgarfjörð, Snæfellsnes og Norð- urland 3800 verða að skipta um vimrn — verði ískad aðiii að EFTA — segir viðskiptamálaráðherra Þrjú þúsund og átta hundruð manns munu sennilega verða að skipta um starfsgrein, yrði ísland aðili að EFTA ,þar sem greinar, sem þetta fólk starfar nú við, munu verða fyrir neikvæðum áhrifum af hinni hörðu samkeppni utanlands frá, Þetta er 4,7% alls vinnandi fólks í landinu. Þetta fólk fær 10 ára aðlögunartímabil til þess aö breyta um starfsgrein. Þetta kom fram í erindi við- skiptamálaráðherra, dr. Gylfa Þ. Gíslasonar, á þingi iðnrekenda í gær. Hann benti á, að næstu 20 árin mundi vinnandi fólkj fjölga um 34 þúsund. Finna þyrfti þessu fólki atvinnu, og hlyti þaö að tak- ast með uppbyggingu iðnaðar, ekki sízt til útflutnings. Þar sem vandamálið væri svo stórvægilegt, væri fjöldinn 3800, sem breyta þyrfti til, ekki eins mikill og virð- ast mætti. Ráðherra taldi aðild að EFTA hafa marga kosti sem vægju þyngra en gallarnir, þótt þeir væru ekki óverulegir. Kostir aðildar að EFTA væru tvenns konar. I fyrsta lagi mund- um við spara tollgreiðslur á erlend- um mörkuðum, til dæmis við sölu fisks. Til lengri tíma væri höfuð- kosturinn sá að viö fengjum toll- frjálsan aðgang að erlendum mörk- uðum fyrir nýjan iðnað. Þótt ýms- ar iöngreinar hér mundu bera skarðan hlut, taldj ráðherrann, að hinar nýju greinar mundu marg- faldlega vega upp á móti því, enda yrði helzt að líta til iðnaðarins til að fá atvinnu handa hinum vax- andi fólksfjölda. Þær iðngreinar, sem yröu hart úti ef EFTA-aðild kæmi til, eru til dæmis kex- og súkkulaðigerð, mat- vælaiðnaður, teppagerð, skógerö, fatagerð, smíði raftækja, málning- ar. og sementsframleiðsla. Ráðherrann sagðj að iðnaðurinn yröi að eflast og endurskipuleggj- ast. Fiskveiðar og landbúnaður gætu ekki tekið við fólksfjölgun- inni. EFTA-aðiId mundi skaða ýms- ar iðngreinar en skapa grundvöll til eflingar annarra og stofnunar nýrra greina til útflutnings. Yfirmenn á fiskiskipum og áhöfn töpuðu fimmtung tekna — en læknar og tannlæknar bættu mest við sig Meðaltekjur yfirmanna á fiski- skipum voru 338 þúsund árið 1967 Skreið tiS að seðja þúsundir Skreið, skreið, skreið .. hlað ar af skreið blöstu við vegfarend urn, sem leið áttu um Skúla- götuna í gærdag. t einni röð stóðu fimmtán til tuttugu vörubílar niðri við höfn og biðu losunar í vöruflutninga- skipið, Artistides, sem ætlað er að taka hér scx til sjö hundruð smálestir af fullverkaðri skreiö. Bílarnir komu austan úr Þor- lákshöfn, sunnan úr verstöðvum á Reykjanesi, frá fiskverkend- i um í Reykjavík og víðar að, en áfangastaöur skreiðarinnar er Sao Tomé í Afríku, eftir þeim upplýsingum sem blaðamaður Vísis aflaöi sér hjá herra bisk- upi íslands Sigurbimi Einars- syni. „Þetta er sá árangur, sem fengi: hefur með söfnuninni, er fram hefur farið hér á landi að undanförnu í samvinnu við Hjálparstarfsemj kirkjunnar á Norðurlöndum“ sagði biskup- inn. Skreiðinni er ætlað að seðja sárasta sult þeirra þúsunda, sem búa við hungur í Afríku. og höfðu þær rýrnað um 20,3% frá árinu 1966. Aðrir áhafnarmenn höfðu 261 þúsund í tekjur, sem var 17,7% lækkun frá árinu áður. Hér er miðaö við brúttótekjur. Tekjur rýrnuðu í fjölmörgum öðrum starfs greinum, til dæmis um 5,3% hjá ófaglærðu verkafólki við fiskvinnu og 4,8% hjá lífeyrisþegum og eignafólki. Á sama tíma voru meðal tekjur lækna og tannlækna 631 þús und og höfðu hækkað um 8,2% frá árinu 1966. Um 300 svartfugla fengu skot- menn úr Reykjavík í einum róðri í fyrradag, en um þetta leyti árs er svartfuglinn I stórum breiðum á sjónum, áður en hann fer í björg- in til þess að verpa. „Ég hef sjaldan séð svona mikiö af honum, eins og núna“, sagði ein skyttan viö blaðamann Vísis, Nokkur hækkun varð einnig hjá sérfræðingum, skrifstofu. og af- greiðslufólki og starfsliði varnarliðs ins, eða milli 5 og 6 af hundráði. í heild var um aö ræða 2,1% lækkun meðaltekna kvæntra karla á árabilinu 1966—1967. Læknar og tannlæknar eru hæst ir í tekjustiganum, og næst koma sérfræðingar. Lífeyrisþegar og eignafólk eru lægsti hópurinn, með aðeins 140 þúsund brúttótekjur hvers framteljanda. Tölur þessar eru i síðasta hefti Hagtíðinda. en hann sagði þá félaga hafa fengið veiðina vestur af Hrauni, eða fyrir mynni Borgarfjarðar. Hins vegar er veiðitímanum að ljúka — eftir 19. maí er svartfugl inn friðaður, en þar til er hann keyptur af kjötkaupmönnum á 24 til 26 krónur stykkið. Meðal þess, sem tókst að bjarga enda, voru útsæðiskartöflur. Húsbruni á íbúar í Árbæjarhverfinu gátu séð, þegar þeir litu'út um glugga hjá sér í gær, eld teygja sig út um glugga á íbúðarhúsinu, Brekku, við Vatnsenda i gær, en reykurinn, sem lagði frá húsinu, sást víða að. Slökkviliöiríu var gert viðvart, en íbúar hússins voru að heiman úr brunanum aö Brekku við Vatns- Vatnsenda og húsmóðirin þó ekki lengra en hjá nágrannanum í næsta húsi. „Brekka" er einlyft, múrhúðað timburhús að hluta til, en hinn hlutinn er hlaðinn úr steini. Lék eldurinn laus í eldhúsi íbúðarinnar og þrem herbergjum, en eitt her- bergið slapp án þess aö eldurinn kæmist þangað inn. Allmiklar skemmdir urðu á eld- húsinu og svefnherbergið nær eyði- lagðist af hita og reyk. Skemmdust innanstokksmunir einnig mikið áf sóti og hita. j Slökkviliöinu tókst þó að ráða niðurlögum eldsins á skömmum ! tíma, eða þrem stundarfjórðungum, 1 en þrír háþrýstidælubílar voru notaðir við starfið og einn tankbíll, því langt var til vatns. Það háði nokkuð slökkvistarfinu, að eldurinn komst í texklæðningu í þakinu og varð slökkviliðið að rjúfa þekjuna á fjórum stöðum til þess að komast að eldinum. Rannsókn hefur ekki enn leitt í Ijós með vissu, hver upptök eldsins hafi verið, en talið er þó líklegt, að eldurinn hafi komið upp í eld- húsinu, og aö þar hafi kviknað í I feiti á rafmagnshellu. 300 svartfuglar í einum róðrí

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.