Vísir - 17.05.1969, Blaðsíða 5

Vísir - 17.05.1969, Blaðsíða 5
V í S IR . Laugardagur 17. maí 1969. þær fregnir berast nú frá Nor- egi, að borun eftir oliu úti fyrir strönd landsins, sem banda rískt félag hefur staóíó að, hafi nú þegar boriö árangur, sem veki miklar vonir. Enn er þö allt '< huldu imi þetta mál, sumir •'sgja að þarna hafi fundizt auð- ug uppspretta af jarðgasi, aðrir ið olía hafi fundizt þarna og að þvi er haldið sé í allmiklum mæii — en víst er um það, að árangurinn, i hvoru sem hann er fólginn, er það mikilvægur að hinum bandarísku aöilum finnst vissara að hafa strangan VESTFIRÐJR Olía eða íiskirækt? Kannski hvort tveggja. Landgrunnið gull- kista framtíðarinnar Er unnt oð rækta fisk i innfj'órðum i miklu magni? vörð um borunarstöövarnar og verjast allra frétta. Sé svo, að þarna hafi fundizt annað hvort jarögas eða olía í miklu magni hefur það ekki einungis í för með sér verulegar breytingar fyrir efnahag norsku þjóðarinn- ar. Dæmin frá arabísku oliurikj- unum sanna hvílikt óskaplegt f jármagn streymir inn i þau lönd þar sem olía hefur fundizt, ein- göngu fyrir vinnsluréttindin og starf að vinnslunni. En það er ekki einungis það, sem þessi árangur hefur í för meö sér ef sannur reynist. Þá er'mn leiðfeng in sönnun fyrir því að olíu- og jarögaslindir leynist undir norö- urhjaranum í rikum mæli, eins og sumir sérfræðingar hafa hald iö fram síðustu árin. Má þá gera ráð fyrir að hinir miklu olíu- hringir hefji þar boranir hvar- vetna sem þeir fá Ieyfi til og getur það haft ófyrirsjáanlega þýðingu fyrir þau lönd, sem þar eiga réttinda að gæta. Og vissulega verður ríkisstjórn um viðkomandi landa þar nokk- ur vandi á höndum. Hinir vold- ugu olíuhringir eru ekki nein Iömb að leika sér við i samnings gerðum, enda fjárhagsleg stór- veldi í heiminum, sem heyja harða baráttu sín á milli, liggja meira aö segja undir þeirn rök- studda grun að þau viii ekki fyr ir sér að koma af staö stað- bundnum styrjöldum, ef þvi er að skipta. En hvað um það — hafi fundizt olía eða jarögas úti fyrir Noregsströndum, verður þess varla langt aö bíöa að olíu- hringamir líti landgrunnið úti fyrir okkar ströndum hýru auga, enda mun þess þegar hafa gætt að einhverju leyti. Verði af þvi er vissara fyrir hlutaðeigandi að- ila að gera ráö fyrir aö allt geti gerzt, eins og þar stendur, og semja ekki af sér þegar leyfin verða veitt — ef þau verða veitt. Það væri í sjálfu sér æskilegt aö ríkar olíulindir fyndust úti fyrir Vestfjöröum, að þar yrðu reist- ar oliuhreinsunarstöðvar í landi og allt það. Það mundi veita tugmilljarðagróða inn í landið ef til kæmi. Og þó — æskilegt og æskilegt ekki. Olíugróðinn hefur ekki alltaf oröið öllum til bless- unar. Hingað til hefur landgrunn ið reynzt okkur gjöfult á önnur verömæti, að vísu misjafnlega gjöfult, og aldrei án þess að það kostaði okkur bæði áhættu og erfiði að njöta gjafmildi þess — en yfirleitt blessast þær gjaf- ir líka bezt, sem fást með þeim kjörum. Og nú bendir allt til þess, aö allar þjóöir, sem eiga land aö hafi, líti á Iandgrunnið úti fyrir ströndunum sem sín mestu fram tíðarverðmæti. Ekki einungis i þeirri von, að þar kunni aö finn ast einhver verðmæti í málmum olíu eða jarögasi, heldur fyrst og fremst í sambandi viö fæðu- öflun, sem stööugt gerist mikil- vægara mál í sveltandi heimi. Sumir sérfræðingar telja nú vogskornar strendur dýrmæt- asta fjársjóð i framtíðinni í sam bandi við fiskirækt. Firðir, þar sem þannig hagar til, geti orð- ið eldistjarnir, ef svo mætti að orði komast, fyrir fiskistofna, sem hentugir eru til slikrar ræktunar. Sennilega eru ástr- alskir vísindsunenn og sérfræð- ingar komnir hvað Iengst í slík um athugunum og áætlunum. Þær kunna að visu að virðast. nokkuð draumórakenndar — en draumarnir eru oft og tiöum upphaf glæsilegs veruleika. Þeir gera ráð fyrir ræktun á ails kon ar einfrumungum, svifi og átu, í miklum sjógeymum, sem bæöi væri notaö til nianneldis — sem unnin eggjahvíta — og fiskeld- is í sambandi við fiskirækt í fjörðum inni. Til þess að varna þvi að fiskur gangi úr firöinum, nema til þess sé ætl- azt, gera þeir ráö fyrir málm- netsgirðingu, sem vægum raf- straumi er hleypt á, og fiskur- inn forðast. Þannig telja þeir að rækta megi gifurlegt rnagn fisks í innfjöröum, fullala hann þar, svo ekki þurfi að lokum annars við en háfa hann upp og flytja hann brott til vinnslu- stöðva. Einnig mætti hleypa milljónum seiða út á miðin til viðhalds fiskistofninum þar. Þótt ekki sé enn fengin vissa fyrir því að annar fiskur en lax sé heimfús á æskustöðvar, þyk- ir það ekki ólíklegt og vafa- laust eiga fiskmerkingar eftir að skera úr þvi. Hver veit nema þarna sé draumur framtíðarinn- ar. Og ef svo reyndist, þá þyrftu þeir á Vestfjörðum ekki á oliu að halda til þess að þar fyndist gull á grunni. Landgrunnið er dýrmæt eign. Kannski — jafnvel dýrmætasta eignin sem viö eigum. Oft eru hér skipaðar nefndir, og oftar en fólki finnst höf að. En hvern ig væri að skipa eina enn, land- grunnsnefnd, sem stæði ekki ein ungis vörð um landgrunniö, heldur athugaði og allar hugs- anlegar Ieíðir til að gera það sem arðbærasta eign, mið þess, firði og flóa? 0 0* HOFFERDnBJOLD Loftleiðir minna á hópferðaafslætti, sem veittir eru á ölium flugleíSum félagsins. Skrifstofur og umboðsmenn Loftleiða veita nánari upplýsingar. Höpferðagjöld Loftleiða eru hagstæð. LOFTLEIÐIS LANDA MILLI í ’OFTLEIDIR Laugavegi 170-172 HEKLA hf BÁTAVÉLAR 85 - 1125 hö Caterpillar diesel-bátavél. Stærö: 240 hö við stööugt álag. Kynnið yður kosti CATERPILLAR. ★ Frá námskeiði í nieðferð Caterpillarvóla hjá HEKLU hf. Calsrpillar, .Cal íe ib sru skrásdl vonimerln Hvsrs vegna ekki CATERPILLAR í yðar sfcrp? D 334

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.