Vísir - 17.05.1969, Blaðsíða 8

Vísir - 17.05.1969, Blaðsíða 8
8 V í S IR . Laugardagur 17. maí 1969. VISIR ‘^aefandi: RevKjaprent h.t. Pramkvæmdastjöri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson AOstoðarritstjóri: Axel Tborsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aflalstræti 8. Slmar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aflaístræti 8. Simi 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 145.00 4 mánuði Innanlands r lausasölu kr. 10.00 elntakið Prentsmiöia Visis — Edda h.f. Úrelt löggjöf í útvarpsumræðunum frá Alþingi s.l. miðvikudag sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, að ekki yrði komizt hjá að endurskoða vinnulöggjöfina. Hún væri nú orðin 30 ára gömul, sett 1938, og því eðlilegt að margt væri nú orðið mönnum ljósara en við þá frumsmíði. Um þetta ætti ekki að þurfa að deila. Vinstri stjórn- in taldi meira að segja þörf á breytingum, þótt ekkert yrði úr, og mætti því gera ráð fyrir að núverandi stjórnarandstæðingar séu a. m. k. sumir enn sama sinnis. Hitt er svo annað mál, að skoðanir eru eflaust skiptar um, hvernig breyta skuli. Kommúnistar yrðu trúlega andvígir breytingum, sem drægju úr verkfalla- faraldrinum, en hann er að dómi flestra ábyrgra stjórnmálamanna og efnahagssérfræðinga mesti þrándur í götu þess, að heilbrigður efnahagsgrund- völlur verði skapaður. Þetta er t. d. skoðun Wilsons hins brezka, sem nú er að reyna að fá setta löggjöf til að sporna við hinum tíðu verkföllum þar í landi, sem tvímælalaust hafa verið einhver mesti bölvaldur í efnahagslífi Breta á síðari árum. Það er athyglisvert, sem forsætisráðherra benti einnig á, að í Vestur-Þýzkalandi, þar sem efnahags- legar framfarir hafa orðið meiri á síðari árum en í nokkru öðru landi, eru verkföll því nær óþekkt fyrir- bæri frá stríðslokum 1945. Þýzkir verkalýðssinnar viðurkenna að þessi velgengni sé fyrst og fremst vinnufriðnum að þakka og sama segja sænskir jafn- aðarmenn, en Svíum hefur einnig tekizt að forðast verkföll um alllangt skeið, enda velgengni þeirra aldrei meiri. Það er staðreynd, að allir tapa á verkföllum. Hvað skyldi verkafólkið t. d. hafa tapað miklu á verkföll- unum 1955? Til þeirra má rekja suma mestu erfiðleik- ana, sem þjóðin er að glíma við núna. Kauphækkan- irnar, sem fólkið fær, þegar þessum ófögnuði loks linnir, eru oft ekki nema brot af því, sem það hefur tapað, og verða auk þess fljótlega að engu vegna hækkaðs verðlags og aukinnar dýrtíðar, sem af þeim leiðir. Þetta hefur verið að gerast hjá okkur íslend- ingum meira og minna síðasta aldarfjórðunginn. Og eftir hverja verkfallsöldu hefur enn sigið á ógæfu- hliðina. Þegar þar við bætist svo aflabrestur og gífur- legt verðfall á útflutningsafurðunum, eins og tvö und- anfarin ár, hljóta allir að sjá hver endirinn verður, ef ekki er snúið við á þessari ógæfubraut. Kommúnistar og fylgifiskar þeirra vita þetta eins og aðfir. og forustumenn Framsóknarflokksins fara ekki í launkofa með þá skoðun sína, þegar þeir eru í ríkisstjórn. Ekki telja heldur lærifeður íslenzkra kommúnista, Rússar, verkföll æskileg. Þau eru þar bönnuð að viðlagðri þyngstu refsingu, og mun þó vel- sæld almennings austur þar ekki meiri en svo, að væri það á íslandi, mundu kommúnistar telja ærna ástæðu til verkfalla. Sovézk-kínverska á róðu rssty rjö Idi n ■ I áróðursstyrjöldinni sov- ézk-kinverksu er skammt milli frétta um tilkynningar, þar er annar aðilinn leggur allt út á versta veg fyrir hinum og ekkl spöruð stóryrðin, og svo er gold- ið í sömu mynt. En inn á milli koma þó stund- um fréttir, sem eru öðruvísi og fram settar án vígorða og án þess að látið sé glamra I sverðs hjöltum. Þafl var til dæmis til- kynnt í Peking nýlega ósköp blátt áfram og umbúða- og áróð urslaust, að Pekingstjórnin gæti fallizt á aö ræöa við fulltrúa sovétstjórnarinnar um eftirlit á fljótum á landamærum Kína og Sovétríkjanna í Asíu. Skömmu áður var þó engu líkara en að til styrjaldar gæti komið í Aust- ur-Asíu út af átökunum við Yussurifljót. Fréttasérfræðingum þykir aö vonum erfitt að átta sig á horf- unum. Þeir vita, að margt er blásið upp í áróðursskyni — og numar fréttir sennilega beinlín- is uppdiktaðar til áróðurs, en sérfræðingar telja þó mikla hættu fyrir hendi, þótt hún sé stundum minni en ætla mætti af fréttum. 1 fréttum bandarískrar frétta- stofu er gerö grein fyrir að kalla stöðugum áróðursgreinum í sov ézkum blöðum, en frá meginefni þeirra er svo greint í útvarpi og sjónvarpi. I greinunum að undanförnu er Mao talinn hafa miðað allt við, að hann geti ráðið hver eigi aö erfa ríkið — hann sé að koma á einrasðisfyrirkomulagi, sem hafi herinn að bakhjalli. Blaðið Kranskaja Zvesda, blað landvarnaráðuneytisins, segir Mao hafa hervætt alla þjóðina, og flutt milljón skólafólks, til þess að vinna þar gegn hugsan- legri byltingu. I grein í blaðinu segir, aö „menningarbyltingin" hafi verið stórkostleg æfing fyrir allar greinar landvarnanna undir „langvinna styrjöid og heims- styrjöld". 1 blaðinu segir, að Mao stjómi Iandinu með herinn að bakhjalli, æðsta vald ásamt Mao hafi hem aðamefnd miðstjórnarinnar, og hafi slík hervæðing alls þjóð- félagsins sem nú á sér stað, aldrei átt sér stað fyrr. Verka- menn, verksmiðjur og verzlanir, allt er hluti af kerfinu, að ó- gleymdum skólum og félögum. Flokksþingið lagði blessun sína yfir þetta, löghelgaöi „persónu- legt veldi“ Maos og að Lin Piao landvarnaráðherra verði eftir- maður hans og arftaki — en þessar „konungserfðir“ hafi ekkj verið „nefndar“. Þá er því líka haldið fram, að Maoistar taki sovézk vopn ætluö Norður-Vietnömum, til þess að berjast við andstæðinga sína. Sem dæmi um sovézkan áróð ur upp á síökastið er tekið að Komsomolskja Pravda, blaö Mao — „einvaldiskonungur“. mæraliðsins hafi 200 manns, þeirra meðal konur og böm, beð ið bana. Og austur í Kína spáir blaðið „Rauði fáninn“ því að núverandi vaidhöfum Sovétríkjanna verði steypt af stóli. í helztu blöðun- um í Peking eru birtir úrdrættir úr grein Rauða fánans þar sem segir að breiðfylking sovézku þjóðarinnar muni einn góðan dag rfsa upp og steypa hinum Samkvæmt fyrirmælum kínverskra valdhafa hefur straumi kínversks skólafólks f bæjunum verið beint til sveitanna, til þess að það komist þar í snertingu við þjóðlífið, og tilgang- urinn einnig, að því er tilkynnt er, að skilningur aukist við kynnin og samstarf. Myndin er af kínverskum kvenstúdent að störfum uppi í sveit. æskulýðsfylkingarinnar segir, að hermenn séu nú sendir inn í barna- og dagheimili til þess að hjálpa til við uppeldið á krökk- unum. Þá er því haldið fram, að það þurfi ekki að vekja neina furöu að straumi 20 milljóna skóla- nemenda við framhalds, mennta- skóla og háskóla, hafi verið beint út um sveitimar — 20 milljónum manna til þess að starfa meðal bænda — því að stjórnin hafi alltaf óttazt mest andsp.yrnu frá menntuðu stétt- unum. Literaturnaja Gazeta ræðir at- burð þann, sem átti sér stað 29. marz 1962, er skotið var á 200 manns sem revndu að flytja frá Sinkiane til Sovétríkjanna. I þessu blóðbaði kínverskra landa borgaralegu fasistísku stjómar- herrum og hinum sovézku endur skoðunarstefnumönnum . (revis- ionistum) og „höggva hendumar af þeim áróðursdjöfli er þeir hafi magnaö“. S.l. mánudag kom frétt frá Moskvu, sem var birt á forsíð- um margra heimsblaða og fyrir- sagnaletrið ekki af smærra tag- inu. Fyrirsagnir vom t. d.: Kína leggur undir sig sovézkt land- svæði. Þúsund manna lið sent yf ir landamærin frá Sinkiang inn í Kazalhstan og lagði undir sig 36 ferkm lands. Þetta átti að hafa gerzt 3. maí, um sama leyti og Pekingstjómin féllst á að ræða við sovézka fulltrúa um eftirlit á fljótum á landamærun um. — En lítið hefur frétzt um þessa innrás síðan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.