Vísir - 22.07.1969, Qupperneq 8
8
V í SIR . Þriðjudagur 22. júlí 1969,
VÍSIR
__ \
Otgefandi: ReyKjaprent h.f. )
FratnJcvæmdastióri Sveinn R. Eyjólfsson (
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson )
AÖstodarritstjóri: Axel I'horsteinson (
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson /
Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson \
Auglýsingar: Aöalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099 /
Afgreiðsla: Aöaistræti 8. Sfmi 11660 \
Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 iínur) /
Askriftargjald kr. 145.00 * mánuöi innanlands \
f lausasölu kr 10 00 eintakiö (I
“rentsmiðja Visis — Edda h.f )
.-^■HHHHHBHSBHHHn&HHHHUHHSRHHHHHHHHBHHHHHHHIH \
Á heimleið til jarðar
JJvílík tækni og hvílík nákvæmni! Bandarísku geim- (
fararnir, sem stigu á land á tunglinu í fyrrinótt, eru nú (l
komnir áleiðis til jarðar, án þess að neitt óhapp hafi I
komið fyrir. Að baki er langsamlega erfiðasti hluti )
fararinnar, ferðin í mánaferjunni af tunglinu og upp í )
geimfarið. Nú má segja, að á heimleiðinni séu þeir aft- \
ur komnir á troðnar slóðir, svo að mjög ótrúlegt er, !!
að nokkuð geti komið fyrir úr þessu. ))
Happaferð geimfaranna er af mörgum talin vera /I
mesti viðburður aldarinnar. Þetta er í fyrsta sinni, að ))
mannkynið brýzt úr viðjum hnattar síns og gengur á \\
land á öðrum og ókunnum hnetti. Þetta er í fyrsta \
sinni, að geimfarar hafa fast land undir fótum utan (
jarðarinnai. Fyrsta raunverulega skref mannsins út (
í geiminn hefur verið stigið. /
Jörðin er vagga mannkynsins, og nú hefur sannazt, //
að enginn sættir sig til lengdar við að binda líf sitt /
við vöggu sína. Óseðjandi þekkingarleit, keppnishug- )
ur og ævintýraþrá munu leiða manninn áfram út í )
geiminn, fyrst til tímabundinnar búsetu í geimstöðv- \
um á tunglinu og síðan lengra út í sólkerfið og jafn- (
vel út fyrir það. Geimöldin hófst í gær, þegar tunglið f
var gert að útibúi mannsins. I
Jafnframt vekur þessi landganga á tunglið aðrar f
hugsanir. Vera, sem getur sótt út á við með svo /
djörfum og öruggum hætti, ætti einnig að geta sótt )
inn á við. Maðurinn ætti einnig að geta lært að )
þekkja sjálfan sig og nýta betur þá eiginleika, sem \
hafa gert honum kleift að vera ekki aðeins herra jarð-
arinnar, heldur einnig könnuður sólkerfisins. )
Mörg mannanna verk á jörðu niðri eru enn ófull- /
komin og jafnvel fáránleg. Hugvitið, sem kemur í ljós )
í geimferðunum, ætti einnig að geta leyst mörg þau )
vandamál, sem mannkynið á við að stríða heima hjá \
sér. Tunglferðin gefur vonir um, að maðurinn hafi
greind og gæfu til að móta örlög sín í framtíðinni. f
Geimfararnir þrír þjóta nú í geimfari sinu í átt \
til jarðar með feng sinn, sýnishorn af yfirborði tungls- !í
ins og margvíslegar aðrar mikilvægar upplýsingar, (
sem vísindamenn hefur þyrst í. Þeir hafa mestu hætt- /,
urnar að baki, en eru samt ekki úr allri hættu. Það \
er ekki langt síðan lending af braut umhverfis jörð \
var talin vera hið mesta hættuspil, en nú þykir geim- (
förum það vera barnaleikur. f
Allir vona, að tunglförunum takist að ljúka ferð (
sinni áfallalaust. Það verða þá stoltir menn, sem stíga f
aftur á land á gömlu, góðu jörðinni. Þeir verða hetjur /
alls mannkynsins, enda verður áreiðanlega vel tekið )
á móti þessum útvörðum mannsandans. Gæfan fylgi )
þeim á leiðarenda. y
iflHHHHHHHHIIHHHBIHHHHHIHHHHHHn
Yaranlegar stöðvar á
tunglinu árið 1975?
Mikil bjartsýni rikjandi eftir sigurför tunglfaranna
rJ,UNGLFERÐ Apollo 11 á að
gefa góða hugmynd um að-
stæöur á hinum tiltölulega flötu
svæðum eöa „sléttum" tungls-
ins. Áætlað er, að tvær næstu
lendingar á tunglinu verði á
hærri svæðum, „hálöndunum".
Með því á að fást nokkuð góður
samanburður á þessum tveimur
tegundum landslags. Næsta
skrefið verður svo að rannsaka
nánar ýmis sérkenni tunglsins,
svo sem gíga og hryggi, sem
hafa komið glöggt fram á mynd-
um fyrri Apolloferða.
Bandaríkjamenn hafa byggt
nægar eldflaugar til niu geim-
ferða í viðbót, og „tunglganga"
þeirra Armstrongs og Aldrins
var mjög takmörkuð, enda um
frumraun að ræða.
Hvað tekur svo við? Röðin er
komin að þingmönnum á Banda-
ríkjaþingi. Þeir vilja fara með
gát i fjármálum, en afrek tungl-
faranna er talið munu styrkja
geimvísindamenn og ýta undir
þingmenn til aö stórauka fram-
lögin.
Menn búast nú helzt við, að
framhald geimferða Bandaríkj-
anna kunni að verða með eftir-
farandi hætti:
Þriggja daga lendingar
1969—1975
Þessi ár lenda menn á tungl-
inu og dveljast þar, fyrst i einn,
síðar í þrjá daga. Þeir ganga
100 metra frá tungiferjunni í
fyrstu ferðunum, en síðar 500
metra og loks 4—5 kílómetra.
Stöðvar á tunglinu
1972—1975
Þá kemur að því, að geim-
stöövar verða settar á braut
umhverfis jörðu. í fyrstu verða
þær gerðar af notuðum geymum
eldflauga. Þessar geimstöðvar
munu rúma þrjá menn í allt aö
tvo mánuði samfleytt.
Komið verður á fót litlum
stöðvum á tunglinu, þar sem
þrír geimfarar geta dvalizt f allt
að þrjá mánuði. Síðar verða þær
stækkaöar í sex manna stöövar,
til þriggja ára, og í lok þessa
tímabils munu þær verða það
stórar, að þær rúma 12 menn
í 5 eða jafnvel 10 ár. Frá þessum
stöðvum verða flutt til jarðar
sýnishom og annað frá tungli,
og tæki til athafna á mánanum
send þangað. Með þessu hafa
myndazt „flugvellir".
Varanlegum stöðvum
komið upp á tunglinu
Talið er, að til þess kunni að
koma árið 1975, að stöðvar
verði reistar á tunglinu til 10
ára með 12 manna áhöfn. Þær
verða ægistórar.
Ódýrar eldflaugar verði gerð-
ar, sem megi nota oftar en einu
sinni tii flutninga milli jarðar
og tungls.
I lok tímabilsins verði komn-
ar varanlegar stöðvar á tungi-
inu. Þær vinni vatn úr jaxðvegi
tunglsins og sjái sér sjálfar fyr-
ir súrefni Athugaö verði, hvort
unnt verði að vinna málma á
tunglinu.
Þannig eru í stuttu máli spá-
dómar fróðra manna um gang
mála eftir hina vel heppnuðu
lendingu Arnarins á tunglinu
og tunglgöngu þeirra félaga.
Hvað mundi þetta kosta Banda-
ríkin?
Engar ákveðnar tölur hafa
verið gefnar um kostnaðinn, en
sumir hafa áætiað, að hæsta
fjárhæð, sem þing Bandaríkj-
anna kunni að veita til þessara
mála, sé 10% af fjáriögum. Það
er taliö mundu nægja til áður-
nefndra framkvæmda.
Engum dyist, aö Satúrnusar-
eldflaugin, sem notuð hefur ver-
ið við Apolloáætlunina, er gíf-
urlega dýr. Mikið veltur á, að
í framtíðinni verði unnt að nota
ódýrari aðferðir við tunglferðir
og aðrar geimferðir.
Þá mundi það mjög auðvelda
rannsóknir á tunglinu og bygg-
ingu tunglstöðvar, ef unnt væri
að finna vatn á tunglinu, en
slíkt er ekki talið fráieitt. Geti
geimfarar framtíðarinnar unnið
vatn á tungiinu, er unnt að
framleiöa úr því súrefni þar á
staðnum og brennsluefni. Tungl-
lararnir geta í orðsins fyllstu
merkingu setzt að í hinu
numda landi.
Niðurstaðan mun ekki sízt
verða komin undir þrýstingi al-
mennings í Bandaríkjunum á
stjórnarvöldin. Nixon er orðinn
ákafur talsmaður geimferða,
enda styrkja þær stöðu hans
gagnvart kjósendum og Banda-
ríkjanna út á við. Sigur Banda-
ríkjamanna á Sovétmönnum i
þessari lotu geimkapphlaupsins
styrkir vísindamennina heima
fyrir og hvetur til sóknar.
Armstrong hefur opnaö geimvísindunum nýjar leiðir til fjár-
öflunar. Sumir telja, að Bandaríkin muni verja allt að 10%
fjárlaga til geimferða.